Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 13. apríl 2000
Fréttir
15
Jóhann Pétursson skrifar:
Skaðabætur
vegna skipulags
Undirritaður lögmaður hefur að beiðni
Frétta sett niður stuttar hugleiðingar
um skaðabótarétt sem gæti skapast
vegna breytinga á skipulagi. Eg íjalla
almennt um alitaefnið og í stuttu máli
til að gefa hugmynd um þennan þátt
skaðabótaréttar.
í skipulags- og byggingarlögum,
lög nr. 73/1997, er fjallað um
skaðabótarétt tjónþola, sbr. 1. mgr. 33.
gr. skipulagslaga. Hún hljóðar svo:
„Nú veldur gildistaka skipulags því
að verðmæti fasteignar lækkar, nýt-
ingarmöguleikar hennar skerðast frá
því sem áður var heimilt eða að hún
muni rýma svo að hún nýtist ekki til
sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt
getur fram á að hann verði fyrir tjóni
af þessum sökum rétt á bótum úr
sveitarsjóði eða að hann leysi fast-
eignina til sín.“
Sá sem telur sig verða fyrir tjóni
vegna skipulagsbreytinga hefur því þá
möguleika að búa áfram á eigninni og
krefja sveitarstjóm um bætur vegna
þess tjóns sem hann hefur orðið fyrir
eða að hann getur krafist þess að
sveitarstjóm kaupi af honum eignina,
en væntanlega þarf tjónið að vera
stórfellt svo síðari kosturinn eigi við.
Við mat á tjóni sem tjónþoli verður
fyrir ber að líta til þess verðs sem
fasteign var metin á fyrir skipu-
lagsbreytingu og svo þess verðs sem
fasteign er metin á eftir breytinguna.
Sönnunarbyrðin um tjón hvflir á þeim
sem krefst bóta og er það meginregla í
skaðabótarétti almennt.
Algengast er að til þess að meta tjón
séu fengnir hæfir og óvilhallir mats-
menn, tilnefndir af dómara. Við slíkt
mat skiptir máli við hverju menn
máttu búast, hve mikil óþægindi skap-
ast, hvemig óþægindi skapast, hvað er
venjulegt miðað við sambærilega
staði, en húseigendur verða að jafnaði
að sætta sig við óþægindi eða breyt-
ingar sem gera mátti ráð fyrir á þeim
stað eða í því hverfi sem um er að
ræða.
Ekki hafa mörg mál komið fyrir
hæstarétt þar sem krafist er bóta vegna
skipulagsbreytinga en í einu máli frá
1948 krafði eigandi húss A, sem stóð
á góðum stað í bænum og með gott
útsýni, bæjaryfírvöld um bætur þar
sem bæjaryfírvöld höfðu lofað B að
hækka hús á lóð eigi langt frá, þannig
að hús B skyggði á hús A. A vildi fá
skaðabætur þar sem hann taldi að sitt
hús hefði rýmað í verði. Hæstiréttur
sýknaði af bótakröfunni m.a. með
eftirfarandi rökum „húsið hefur frá
upphafi staðið við eina fjölfömustu
götu kaupstaðarins. Eigendur höfðu
ástæðu til að gera ráð fyrir að stærri
hús en þau er fyrir voru, myndu rísa
upp við götuna er tímar liðu og bærinn
stækkaði.
Hvert tilfelli verður hins vegar að
skoða fýrir sig og þá gildir sú megin-
regla í íslenskum bótarétti að sá er
heldur því fram að hann hafi orðið
fyrir tjóni ber sönnunarbyrðina fyrir
því og tíl að sanna tjón er eins og áður
segir algengast að til séu kvaddir hæfir
og óvilhallir matsmenn sem meta
hvort verðmætí eignar hefur hækkað,
lækkað eða staðið í stað vegna
skipulagsbreytinga. Þeirra niðurstaða
er grundvöllur málsins og ræður í raun
miklu um niðurstöðu þess.
Þetta em helstu reglur um skaða-
bótarétt vegna tjóns af skipulagsbreyt-
ingum. Hvert mál er skoðað sjálfsætt
og ef tjón þykir sannað á viðkomandi
tjónþoli rétt á bótum.
Höfundur er lögmaður í
Vestmaimaeyjum.
Eg er ákveðinn í að
sitja af mér dóminn
-segir Björn Kristjánsson sem dæmdur var í 600 þúsund
kr. sekt í Vatneyrarmálinu
„Það var ekki tekið á þessu máli og
Hæstiréttur leiðir það hjá sér. Þetta
er skrípaleikur,“ sagði Björn
Kristj-ánsson, fyrrverandi skip-
stjóri á Vatneyrinni, í viðtali við
Fréttir í gær. Björn var í Hæsta-
rétti dæmdur til sektargreiðslu upp
á 600 þúsund kr. og 60 daga varð-
hald sé sektin ekki greidd innan
mánaðar.
Bjöm er 2. stýrimaður á Amari AR
írá Þorlákshöfit og hefur verið þar um
borð síðan í júlí á síðasta ári. Er hann
að safna fýrir sektinni?
„Nei, aldeilis ekki. Þessi sekt verður
aldrei borguð, ég er ákveðinn að sitja
þetta af mér og Svavar útgerðarmaður
ætlar að gera hið sama. Þetta em 60
dagar svo að þetta verður ágætis kaup
sem maður fær fyrir tímann, skattfrítt
að auki og frítt fæði.“
Ertu búinn að fá frí á bátnum þegar
þar að kemur?
„Nei, það er nú ekki alveg komið að
þessu, ég fæ mánaðarfrest tíl að borga,
svo fæ ég eflaust tilkynningu. Þá tala
ég við skipstjórann um tveggja mán-
aða frí. Og það er stutt að fara frá
Þorlákshöfn austur á Hraun,“ sagði
Bjöm og hló við.
„En við Svavar emm ekki hættir við
svo búið. Aðalmálið hjá okkur er að
halda þessu áfram, jafnvel þótt við
verðum að fara út fyrir landsteinana
með málið. Það munum við gera ef
þarf. Við stöndum heldur ekki einir í
þessu, eigum marga stuðningsmenn
enda um réttlætismál að ræða,“ sagði
Bjöm og bað fyrir kveðjur til Eyja.
Sjá nánar um Vatneyrardóminn á
bls. 10.
Þakkir
ÍBV Handknattleiksráð kvenna og leikmenn vilja þakka velunnumm og
stuðningsmönnum íyrir frábæran vetur. Einnig viljum við þakka fyrir allar
þær góðu kveðjur, áheit og gjafir sem okkur hafa borist. Sjáumst á
lokahófinu og í baráttunni á næsta leiktímabili.
Kveðja
Handknattleiksráð kvenna og leikmenn!
FLUGFELAGISLANDS
Sumaráætlun gildir til 1. október
Fjórar ferðir á dag
Bókanir og upplýsingar um flug í s. 481 3300
www.flugfelag.is
í síðustu viku var líflð handbolti í Vestmannaeyjum og af því
tilefni birtum við nokkrar myndir af stemmningunni þegar ÍIÍV-
stelpurnar urðu Islandsmeistarar á fiinmtudaginn.
rru
Uti á lífinu.