Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtuudagur 13. apríl 2000 Hallgrímur Rögnvaldsson segir frá kynnum sínum af Kína þar sem hann fylgist með smíði á Stundum svara ég bara á íslensku -Þá skilja þeir mig jafnvel og ég þá BERGSTEINN Gunnarsson skipaverkfræðingur og Hallgrímur ásamt kínverskri móttökunefnd. Hallgrímur Rögn- valdsson hefur kynnst nýjum heimi, öðrum hugsunar- hætti og mat og matarvenjum sem eru ansi langt frá okkar hefðbundnu íslensku soðningu og fjallalambi, í dvöl sinni í Kína þar sem hann fylgist með smíði á nýju skipi fyrir ístún hf. í Vestmannaeyjum. Hann hefur deilt kjörum með inn- fæddum og hefur tekið öllu með opnum huga. Mannmergðin er meiri en orð fá lýst, segir hann, í öllum þrengslunum flytja rotturnar inn um leið og mann- fólkið yfirgefur íbúðirnar en um leið og þeir tvífættu flytja inn eru rotturnar farnar, en það getur tekið tvo til þrjá daga og er þá spurningin að hafa úthald til að deila með þeim vistarverunum. í viðtali við Fréttir segir Hallgrímur frá dvöl sinni í Kína þar sem hann hefur þegar eytt tveimur mánuðum á þessu ári og undirbúningi þess að ákveðið var að smíða skipið í Kína. Upphafið Kveikjuna að því að félag var stofnað um smíði á nýju línuveiðiskipi má rekja til þess að útgerðarmenn Byrs VE, Sveinn R. Valgeirsson og Sævar Brynjólfsson fóru að reyna fyrir sér í túnfiskveiðum. Sigmar Sveinsson, skipstjóri á Guðrúnu VE, var mikill hvatamaður að smíði á nýju túnfisk- skipi og verður hann skipstjóri á því. „Guðni heitinn Ólafsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Gjafari VE, var líka mikill áhugamaður um línuveiðar almennt. Hafði hann orðið mikla trú á þessum veiðiskap og sagði hann að það hvarflaði ekki að sér að láta smíða togskip í dag því framtíðin væri í línuveiðum," segir Hallgrímur um ástæðu þess að nú er verið að smíða línuveiðiskip í Kína. „Þetta var fyrir tveimur til þremur árum og þá var strax farið á fullt með að athuga möguleika á að stofna félag um útgerð alhliða línuskips. Guðjón Rögnvalds- son, framkvæmdastjóri Sæhamars, sem gerir út Gjafar VE og Guðrúnu VE, var strax skotinn í hugmyndinni. Hann fór fljótlega í að kanna áhuga fjárfesta á stofnun félagsins og má segja að hann hafi gert kraftaverk í því að hrífa menn með sér því ótrúlega vel gekk að safna hlutafé. í framhaldi af því var Istún stofnað og er hlutafé þess sem svarar hálfu smíðaverði skipsins." Þorsteinn hvatti menn til nýsmíði Fyrst var hugmyndin að fara sömu leið og útgerð Byrs, að láta endur- byggja Guðrúnu VE eins og gert var við Byr. „Það var fyrir orð Þorsteins Pálssonar, þáverandi sjávarútvegsráð- herra, að ákveðið var að láta smíða nýtt skip. Hann sagði að við ættum ekki að vera hugsa um úreldinguna heldur láta smíða nýtt skip eins og við töldum okkur þurfa. Við fórum strax að vinna samkvæmt orðum Þor- steins." Við hönnun skipsins var haft samband við vélstjóra og stýrimann á Tjaldi SH en þeir hafa mikla reynslu í línuveiðum. „Skipið var alltaf að stækka á meðan á hönnuninni stóð enda var stefnt að því að smíða alhliða línuveiðiskip með fullkomnum frysti- tækjum og vinnslulínu. Við horfum ekki bara á túnfiskinn og ætlum okkur að kanna möguleika á að veiða t.d. keilu og blálöngu á djúpslóð suður af landinu.“ Hallgrímur segir að efasemdaraddir hafi bent á að ekkj væri hefð fyrir línuveiðum í Eyjum og erfitt gæti orðið að manna skipið frá Eyjum. „Við aftur móti höfum trú á að línuveiðar séu framtíðin ef menn ætla að gera sem mest verðmæti úr þeim afla sem fiskast hverju sinni,“ segir Hallgrímur. Stóri bróðir stjómar öllu í Kína Þegar búið var að hanna skipið var smíðin boðin út um allan heim. „Islenskar skipasmíðastöðvar voru þar meðtaldar. Niðurstaða útboðsins var sú að langlægsta tilboðið kom frá Kínverjum. Síðan hafa orðið nokkrar breytingar á teikningunni, m.a. vegna kröfu okkar um ákveðinn ganghraða miðað við ákveðið vélarafl." Tilboð bárust frá þremur kín- verskum skipasmíðastöðvum sem allar buðu sama verð. „Okkur fannst ekkert athugavert við þetta í byrjun en fljótlega komumst við að því að stóri bróðir stýrir öllu og voru það stjóm- völd sem ákváðu hvaða stöð fengi smíðina. Þegar við fómm til Kína til að skoða skipasmíðastöðvar leist okkur betur á aðra stöð en stóri bróðir var á öðm máli, fannst rétt að öll íslensk skip yrðu smíðuð á sama stað. I dag emm við alveg sáttir við þessa ákvörðun en svona vinnubrögð koma manni spánskt fyrir sjónir.“ Gott samstarf við Verkfræðistofuna Feng Verkfræðistofan Fengur hefur hannað skipið og verið Istúni innan handar við alla samninga og eftirlit með smíðinni. Bergsteinn Gunnarsson skipaverk- fræðingur hefur haft þetta verkefni með höndum hjá Feng og segir Hall- grímur að samstarf við hann og Feng hafi í alla staði gengið vel. Saman fóm þeir Bergsteinn fyrst til Kína í mars á

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.