Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Blaðsíða 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 13. apríl 2000
Undirbúningur nýs íþróttahúss á lokastigi:
Endanleg ákvörðun
tekin næstu daga
HLUTI Finnlandsfaranna, f.v. Ólafur, Ársæll, Björgvin, Sigurjón,
Þór og Jón.
ÞETTA fjölnota íþróttahús er stálbygging sem Rannila hefur byggt.
frettir
Tónleíkahald
afbakkað
Á síðasta fundi menningarmála-
nel'ndar lá fyrir bréf frá Pétri Jón-
assyni, gítarleikara með ósk um
tónleikahald í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær hefur styrkt
tónleikahald félaga í FIT og á
áætlun vegna þess eru tvennir
tónleikar á ári. Á þessu ári hefur
píanóleikarinn Peter Maté leikið
hér á vegum FÍT en ákveðið var að
afþakka þessa tónleika Péturs
Jónassonar að þessu sinni.
Farandsýniny
kvenna
Menningarmálanefnd fékk til um-
sagnar á síðasta fundi bréf frá hópi
kvenna sem hyggst fara um landið
með myndlistarsýningu. Óskaþær
eftir að sýna hér í tengslum við
kristnitökuafmæli í sumar. Menn-
ingarmálafulltrúa var l'alið að ræða
við sóknamefnd um erindi þeina.
írismeðgeisladisk
Ákveðið hefur verið að söngkonan
góðkunna, Iris Guðmundsdóttir,
verði einn fulltrúa Vestmannaeyja á
kristnihátíð á Þingvöllunr í sumar.
Menningarmálanefnd hefur fengið
bréf frá Irisi þar sem hún leitar eftir
styrk vegna útgáfu á geisladiski
með gospeltónlist. Tekið var já-
kvætt í erindi söngkonunnar og
menningarmálafulltrúa falið að
ræða við hana um erindið.
lakobisynjaðum
styrk
Á lúndi menningarmálanefndar ver
tekið fyrir bréf frá Jakobi S. Er-
lingssyni. Þar er óskað eftir styrk
vegna fyrirhugaðrar myndlistarsýn-
ingar. Ekki var hægt að verða við
erindinu.
Skialasafnog
minjagripir
Á þessu ári er minnst 20 ára
afmælis Héraðsskjalasafns Vest-
mannaeyja. Á síðasta fundi
menningarmálanefndar var nokkuð
rætt um starf héraðsskjalavarðar,
svo og um væntanlegar reglur
vegna útlána á listaverkum í eigu
bæjarins. Þá var einnig rætt um
hugmyndir að minjagripum fyrir
Vestmannaeyjabæ og að lokum um
17. júní og fyrirkomulag hátíða-
halda þess dags.
Skjótari afgreiðsla
Gengið hefur verið frá tillögu að
samþykkl um að byggingafulltrúi
geti afgreitt tiltekin verkefni án þess
að leita þurfi staðfestingar bygg-
inganefndar. Með þessu á að stuðla
að skjótari afgreiðslu smærri mála
sem ekki er talin þörf á að
bygginganefnd samþykki. Bæjar-
ráð hefur vísað tillögunni til fyrri
umræðu í bæajrstjóm.
leiðrétting
í myndatexta í 13. tbl. Frétta er
ranglega farið með nal'n homleikara
í Lúðrasveit Vestmannaeyja. Rétt
nafn hennar er Hlíf Helga Kára-
dóttir. Er hlutaðeigandi beðinn vel-
virðingar á mistökunum.
Húsasmiðjan og Húsey Vestmanna-
eyjum voru með hagstæðasta
tilboðið í nýtt íþróttahús, það yrði
framleitt af finnsku verksmiðjunni
Rannila en reist af Islendingum.
Fyrir helgi buðu Húsey, Húsa-
smiðjan og Rannila fulltrúum Vest-
mannaeyjabæjar, byggingameistara
og tæknimönnum að kynna sér
verksmiðjurnar í Finnlandi. I ferðinni
voru Þór Valtýsson frá Húsey, Ólafur
Ólafsson bæjartæknifræðingur, Ársæll
Sveinsson frá Steina og Olla, Siguijón
Pálsson og Björgvin Björgvinsson frá
Teiknistofu Páls Zóphónfassonar og
Jón Snorrason forstjóri og Guðlaugur
Long frá Húsasmiðjunni auk fjögurra
íslenskra arkitekta sem em að vinna
að húsum sem Húsasmiðjan er að
selja.
„Við flugum til Helsinki á fimmtu-
daginn þar sem fulltrúar Rannila, sem
er fjölþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir
sig í stálbyggingum, tóku á móti
okkur,“ segir Ölafur bæjartækni-
fræðingur. „Það var strax haldinn
fundur með hönnuðum, bæði íslensk-
um og finnskum og sérfræðingum
verksmiðjanna og þar var farið í
gegnum væntanlegt íþróttahús fyrir
Vestmannaeyjar. Það yrði stál-
grindarhús, klætt að utan með áli en að
innan með stáli. Þar voru ýmis
smáatriði sem tengjast aðstæðum í
Vestmannaeyjum rædd og fulltrúum
frá íslandi kynnt efni og útfærslur á
hinum ýmsu möguleikum sem verk-
smiðjan býður upp á. Farið var í
skoðunarferð í Helsinki þar sem m.a.
var skoðuð stór fjölnota íþróttahöll
sem tók allt að 13 þusund manns í
sæti. Einnig var skoðuð 20 hæða
blokk sem byggð var úr stáli frá
verksmiðjunni. Síðan var okkur sýnd
opinber bygging sem verið er að
byggja úr efni frá Rannila."
Næsta dag fór hópurinn í heimsókn
til verksmiðjunnar og var framleiðsla
hennar skoðuð.
Sérðu hús af þessari gerð henta
aðstæðum f Vestmannaeyjum? ,Já, ég
myndi segja að þetta sé mjög vönduð
framleiðsla, sérstaklega þegar um er
að ræða álklæðningar sem ekki ryðga.
Þetta byggingakerfi er mjög vel þróað
og vel hugsað fyrir öllu. Til dæmis
verður allur hljóðburður í húsinu
í lok síðustu viku var gengið frá
sölu á Valdimar Sveinssyni VE.
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður
hjá Berg-Hugin, sem keypti Valdimar
fyrir skömmu, segir að þessi kaup hafi
gengið fljótt fyrir sig. „Ég auglýsti
bátinn, fékk fljótlega tilboð í hann og
sendi gagntilboð til baka sem gengið
var að.“
reiknaður út sem tryggir að hávaði
verði innan marka.“
Hvenær verður tekin ákvörðun um
smíði íþróttahúss í Eyjum og hvenær
verður það tilbúið ef af verður?
„Samkvæmt minni bestu vitund eru
samningar mjög langt komnir um
fjármögnum hússins og ef allt gengur
samkvæmt áætlun verður húsið tilbúið
Kaupandinn er Ósbúð hf. en þar
munu vera bæði Homfirðingar og
Suðumesjamenn. Báturinn verður
gerður út frá Hornafirði og er farinn
frá Eyjum. Hann hefur fengið nýtt
nafn, heitir nú Beggi á Tóftum VE 28
en ætla má að skrásetningamúmerið
komi til með að breytast í SF. Bát-
urinn var seldur án veiðiheimilda og
næsta vor,“ sagði Ólafur.
Um er að ræða tvöfaldan sal með
fimleikaaðstöðu sem rísa á vestan við
núverandi húsnæði Iþróttamiðstöðv-
arinnar. Auk þess verða byggðir fjórir
búningsklefar ásamt salemum og
fundarherbergjum sem tengjast nú-
verandi andyri Iþróttamiðstöðv-
arinnar.
hafa veiðiheimildir hans verið færðar
yfir á Emmu VE. Þar með er Emma
komin með heils árs veiðiheimildir en
áður var aðeins hægt að halda skipinu
úti til veiða hluta ársins.
„Við buðum mannskapnum á
Valdimar vinnu á öðmm skipum
okkar og tveir þeirra leituðu eftir því.
Nú veit ég að annar þeirra fór með
fréttir
Mðmeirierill
174 færslur vom í dagbók lögreglu
í sl. viku og er það nokkm meira en
í vikunni á undan. Aftur á móti var
sjálf helgin í meðallagi, 32 bókanir
frá föstudegi til sunnudags.
Húsbrot
Aðfaranótt þriðjudags var húsbrot
kært til lögreglu. Hurð var sparkað
upp í íbúð í tvíbýlishúsi í bænum en
gleðskapur hafði verið í hinni íbúð
hússins.
Peningakassastolið
í sl. viku var tilkynnt um þjófnað á
litlum bláum peningakassa úr
Athafnaverinu en kassinn var
geymdur á ski'ifstofu forstöðu-
manns. Var talið að í kassanum
hefðu verið urn 4000 kr. í smá-
mynt. Em allir þeir sem geta gefið
upplýsingar um málið beðnir að
hafa samband við lögreglu.
Tueir stútar
Alls komu upp níu mál í vikunni
sem tengdust brotum á um-
ferðarlögum. Tveir vom teknir,
gmnaðir um ölvun við akstur, fjórir
fyrir að leggja ólöglega, einn fyrir
að aka án réttinda, einn fyrir að aka
númerslausu ökutæki og einn fyrir
að aka fram úr á gangbraut. Þá var
eitt umferðaróhapp tilkynnt lög-
reglu. Árekstur varð milli tveggja
bíla á bflalstæði við Áshamar en
engin meiðsl á fólki.
Nagladekkinundan
Þann 15. aprfl. sem er nk. laug-
ardag. eiga nagladekkin að vera
farin undan og em bifreiðaeigendur
hvattir til að skipta yfir á sumar-
dekkin. Hins vegar verður ekki
beitt sektum fyrst um sinn en búast
má við að lögregla fari að sekta
bifreiðaeigendur upp úr miðjum
maí, verði nagladekk þá enn undir
bifreiðum.
FrétUr á miðirikudag
í næstu viku koma Fréttir út á
miðvikudaginn, daginn fyrir skír-
dag. Auglýsendur og greinahöf-
undar em beðnir um að hafa þetta í
huga.
skipinu austur og hyggst verða áfram
um borð og jaffivel einn eða tveir aðrir
sem hyggjast verða áfram á skipinu.
Aftur á móti þýðir þessi tilflutningur á
veiðiheimildum að úthaldið lengist á
Emmu VE um allt að sex mánuði og
það þýðir þá aukningu á störfum þar
um borð,“ sagði Magnús.
FRETTIR
Útgefandi; Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir
Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-
1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir.
FRÉTTIR koma út aila fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum
Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Valdimar Sveinsson VE seldur til Hornafjarðar:
Heitir nú Beggi á Tóftum VE 28