Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Miðvikudagur 19. apríl 2000 BókvitiðT f 1 , ijskarra Nýfæddir ocf y Vestmannaeyingar T Brennivín gerir menn crazy .Ég vil byrja á því að þakka Ragnheiði vinkonu minni fyrir áskorunina. Það er gaman að sjá hvað Lísuljósin eru að lesa í dag. Sjálf er ég nánast alæta á bækur og man eftir mér niðri í Kuða (gamla bókasafninu) fyrir gos að sækja ca. 10 bækur svona tvisvar í viku fyrir utan þær bækur sem maður las í skólanum. Þær bækur sem núna eru á nátt- borðinu mínu eru Biblían, Allt um jóga, Grísk ljóð, Inferno eftir August Strindberg, Veröld víð eftir Jónas Kristjánsson en það er saga Guðríðar Þorbjamardóttur, Ramses - Sonur ljóssins og Ramses - Musterið eilífa eftir Christian Jacq en þetta er saga Ramsesar II sem var faraó í Egyptalandi fyrir 3000 ámm síðan. Eg hef mest gaman bókum sem byggja á sögulegum grunni eins og Veröld víð, sem er áður getið, og bækur Björns Th. Bjömssonar. Svo em náttúralega bækur um Vest- mannaeyjar, Saga Lærða skólans í Reykjavík (MR) og aðrar slíkar bækur sem ég hef mjög gaman af að lesa og eiga. Einnig hef ég mjög gaman af ljóðum og ferskeytlum eða tækifærisvísum og les ég t.d. alltaf ljóðin eða vísumar í Lesbókinni og aðrar tækifærisvísur sem birtast á prenli. Uppáhaldsljóðskáldin mín eru Steinn Steinar og Káinn. Ég tileinkaði mér sérstaklega eina stöku eftir Káin þegar ég var í Menntaskóla og barðist fyrir tilvemrétti mínum sem edrúisti en hún er svona: Bindindismennimir birta það hér, að brennivín geri menn crazy. En það get ég svarið og sannað að er, oftast nær brennivínsleysi. En þess á milli fer ég á Bókasafnið og sæki mér spennubækur og ástarsögur og þykir mér gott að lesa slíkt léttmeti, sérstaklega þegar mikið er að gera í vinnunni og pólitíkinni. Þá er gott að eiga eitthvað svona fljótlegt og auðmelt að lesa. Þegar ég ferðast kaupi ég erlendar spennusögur og kynntist ég einum nýjum höfundi þegar ég fór til Kanada fyrir jólin en hún heitirTami Hoag og skrifar mjög góðar spennubækur. Svo keypti ég eina nýja um daginn eftir Richard North Patterson sem ég hlakka til að komast í að lesa. Ég vil skora á frænda minn á vigtinni, Torfa Haraldsson grúskara, að leyfa okkur að kynnast því hvað hann les. Held upp á Bart Simpson Flestir láta sér nægja að skara fram úr á einhverju einu sviði. Stúlkan, sem er Eyjamaður vikunnar, lætur sér það ekki nægja. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún náð framúrskarandi árangri í píanóleik en stundar auk þess fimleika og varð í fyrsta sæti í sínum aldursflokki í Vinakeppninni ádögunum. Fulltnafn? Anita Guðjónsdóttir Fæðingardagur og ár? 17. september 1989. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Bý hjá foreldrum mínum, Guðnýju Stefnisdóttur og Guðjóni Matthíassyni. Ég á tvö systkin, Ólafog Agnesi. Menntun og starf? Ég er í 5. bekk ÓM í Barnaskójanum. Laun? Ég hjálpa stundum mömmu að taka til og fæ vasapeninga að launum. Bifreið? Ég á enga en mér finnst Peugot flottur. Helsti galli? Ég veit það ekki, það hefur ekki verið kvartað yfirþví heima. Helsti kostur? Léttlynd. Uppáhaldsmatur? Pasta og hvítlauksbrauð. Versti matur? Fiskur. Uppáhaldsdrykkur? Toppur. Uppáhaldstónlist? Diskótónlist. Hvað erþað skemmtilegasta sem þú gerir? Mér finnst gaman að teikna og leika mér úti í góðu veðri. Hvað erþað leiðinlegasta sem þú gerir? Að taka til. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Fara til útlanda. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Nei, enginn. Uppáhaldsíþróttamaður? Vala Flosadóttir. Ertu meðlimurí einhverjum félagsskap? Fimleika- félaginu Rán. Uppáhaldssjónvarpsefni? Bart Simpson. Uppáhaldsbók? Á baðkari til Betlehem. Hvað meturþú mest í fari annarra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Frekja. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Barna- fossar og Vestmannaeyjar. Hvort er skemmtilegra að spila á píanó eða vera í fimleikum? Fimleikarnireru skemmtilegri. Hefurðu nokkurn tíma til að læra fyrir skólann með öllum þessum æfingum? Já, en hann er ekki mikill. Annars gengur mér mjög vel I skólanum. Ætlarðu að vera í fimleikum eða spila á píanó í sumar? Já, hvoru tveggja en samt ekki eins mikið og i vetur. Heldurðu að þú fáir páskaegg? Já, ég fæ tvö, númer 5 og 1. Eitthvað að lokum? Gleðilega páska, borðið nógu mikið af páskaeggjum. Og gleðilegt sumar. Þann 15. nóvember 1999 eignuðust Linda Kristín Ragnarsdóttir og Omar Bragi Birkisson son. Hann vó 12 Vi mörk og var 52 cm að lengd. Hann hefur verið skírður Birkir Jóhannes og er hér á mynd með systrum sínum Tönju Björk og Rakel Ýr. Fjölskyldan býr í Lúxemborg. Þann 3. apríl eignuðust Eyja Bryngeirsdóttir og Birgir Magnús Sveinsson dóttur. Hún vó 16 merkur og var 53 cm að lengd. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Á dofinni 4* 19. apríl ÍBV Bingó í Þórsheimilinu ld. 20.30 20. -24. apríl Myndlisfarvor Islandsbanka í Eyjum 2000. Vignir Jóhannsson með sýningu i Gallerí Áhaldahúsinu kl.17.00. Aðgangur ókevpis. Allir velkomnir Opið alla pósKana fró kl. 14.00 - 18.00 21. apríl Póskamót Bridsfélagsins í Framhaldskólanum kl. 13.00 21. - 27. apríl Myndlistarsýning Jakobs Smóra Erlingssonar opnuð kl. 16.00 22. apríl Hanaboltaslútt í Týsheimilinu. Allir velkomnir og aðgangseyri stillt í hóf 23. apríl Póskaaolfmót GV kl. 11.00 24. apríl Tónleikar Guðmundar H. Guðjónssonar og Védísar Guðmundsdóttur í Landakirkju kl. 17.00 27. apríl Aðalfundur Verslunarmannafélags Vestmannaeyja kl. 20.30 19.-20. maí Vor í Eyjum 2000

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.