Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. apríl 2000 Fréttir 9 5 sér að ferðamennsku og gerir það af sama krafti og annað sem hann hefur tekið fyrir í lífinu ibréfum og svoleiðis KRISTJÁN og Emma á bryggjunni. Sumarhúsin þrjú um borð í Arnarfelli í baksýn. Heimir Guðmundsson, húsasmíðameistari í Þorlákshöfn, og hans menn sáu um byggingu þeirra. var að dansa. Ég og Emma höfum haft gaman að því og líklega getum við sagt að hún hafi fallið fyrir dansinum að lokum, því ég dansaði svo vel.“ Emma VE og Emma Páls En naj'niö á skipinu, hvemig erþað til komið? „Það eru margir sem halda að það sé eftír konunni minni, en það er ekki rétt. Ég hætti sem formaður á skipi hjá pabba mínum, okkur varð sundur- orða og það er ekkert leyndarmál. Ég var ákvðinn í að fara sjálfur í útgerð. Ég fór suður og talaði við skipasala, Björgvin í Glettingi. Þegar ég er að ganga upp tröppumar hjá honum hittí ég Jón Bjömsson sem skrifaði Skipasögu íslands. Hann og mamma mín em systkinabörn. Þau eru fædd 17. júní 1924 í Bólstaðarhlíð í Eyjum. Hann spyr mig hvað ég sé að gera og ég segi honum það. Hann spyr mig hvað báturinn eigi að heita. Ég segi honum að hann eigi að heita Þóra VE 294, það er nafn mömmu en númerið var af bát sem pabbi hafði átt. Þá segir Jón. Blessaður, ég myndi ekki gera það ég myndi láta hann heita Emma VE 219. Eftir á að hyggja hef ég aldrei spurt hann að því hvort hann vissi þá hvað konan mín hét. Ég fékk engan bát í þessari ferð, en segi konunni frá þessu. Þá er bátur til sölu hjá Arsæli heitnum Sveinssyni, Isleifur U. Hann var falur, en ég sagði Emmu að ég þyrði ekki að fara einn út í þetta og fékk jafnaldra minn Adda Palla til að fara út í útgerð með mér, sem hann var til í. Nafnið er því ekki í höfuðið á Emmu konu minni, en nafnið er ekki verra fyrir því, það er betra.“ En hvemig myndir þú lýsa þér, ertu töffari? „Það er trúlega fullt af fólki sem myndi kannski telja það. En ég er bara ffakkur og get ekkert að því gert, ég er bara fæddur svona Það er líka á hreinu að ég hefði verið skilgreindur ofvirkur og hefði orðið viðfangsefni sálfræðinga þegar ég var peyi. Tal- andi um sálfræðinga, þá hafði ég litla trú á þeim, þangað til ég heyrði viðtal við einn. Blaðamaðurinn spurði sál- fræðinginn að því hvort hann hefði ekki áhyggjur á kvöldin þegar hann væri kominn heim. Heyrðu, hann sagðist segja konunni áhyggjur sínar og síðan sagðist hann snúa sér á hina hliðina, steinsofnaði og skildi áhyggj- umar eftir hjá konunni. Þetta er ágætis saga, en yfirleitt hef ég ekki mikið álit á ffæðingum, veðurfræðingum, fiski- fræðingum, og prestum. Prestur veit jafn lítið um það sem skeður þama uppi og fiskifræðingurinn sem veit ekkert hvað er að gerast þama niðri undir haffletinum. Veðurfræðingar em svo sérkapituli sem vita ekkert hvað þeir em að segja, þrátt fyrir allan tækjakostinn og gervitunglin." Nú er oft talað um að sjómenn hafi sérstakt innsœi með tilliti til veðurs og aflabragða, er þetta eitthvað sem er á undanhaldi, eða jafnvel horfið? ,Já, bæði er það aukin tækni og sérstaklega skipastærðin. Héma áður fyrr urðu sjómenn að hugsa miklu meira út í hvað þeir vom að fara. Nú em skipin orðin það öflug og góð að hægt er að fara nánast út í hvaða veðri sem er. Menn þurfa þess vegna ekki að stóla á veðurffæðingana, eins mikið og var. Skipstjórar treysta frekar á sjálfa sig. Nú ef þeir spá ekki rétt þá agnúast menn bara út í sjálfa sig. Þú sérð nú hvort þetta er ekki orðið mgl, þegar verið er að segja krökkunum hvemig þau eiga að klæða sig í veður- fréttatímum. Hvers konar djöfuls mötunarþjóðfélag er þetta eiginlega orðið.“ Nýjungagjam Myndirðu teljaþig róttœkan? ,Ég er að minnsta kosti ekki íhalds- samur. Égerhins vegar nýjungagjam og ekkert endilega tíl í að halda í þetta gamla. Þá dettur mér til dæmis hafnargarðurinn héma í hug. Til hvers í andskotanum á að vera að halda í þetta. Mín kynslóð er sú síðasta sem man eftír því hvemig þetta var fyrir gos og hvemig það var að komst héma inn í snarbijáluðu veðri. Að halda upp á eitthvað svona er bara mgl. Þama á að setja upp eitthvert gott listaverk." Það er stundum sagt að Vestmanna- eyingar séu miklir smákóngar, er eitthvað til íþessu? ,Já það getur vel verið, en það er ekki eina byggðarlagið á landinu, þar sem slíkt er. Þetta er ábyggilega í mörgum sjávarplássum útí á landi, en þetta er að breytast held ég. Fólk sér alveg hver stefnan er. Það em bara fáir stórir sem eiga að stjóma þessu í framtíðinni og skjóta þessa litlu. Þetta er bara svo einfalt. Sjáðu til, eins og með mig, Matta bróður sem gerir út Bylgjuna og Sigurjón, sem er með Þómnni Sveins. Fyrir tveimur ámm gátum við víxlað tegundum á milli okkar og engir peningar í þessu. Ef mig vantaði ýsu og hann þorsk gátum við skipt. Núna er búið að koma því þannig fyrir að þetta er ekki hægt, af því að þetta em þrjár sjálfstæðar útgerðir. Ef við hefðum búið til eitt batterí um þessi þrjú skip hefðum við getað rokkað kvótanum á milli. Hvað þýðir þetta? Stjómvöld em bara að segja okkur að sameinast. Það er alltaf verið að gera þetta erfiðara fyrir einstaklingana. Þetta bara hentaði mér ekki, en kannski eins og þú sagðir áðan vil ég bara vera minn kóngur. Það er voðalega auðvelt fyrir einhvem mann út í bæ að segja „Agætt hjá Óskar Matt peyjunum að sameinast". Þetta er hins vegar miklu auðveldara að segja en gera. Því við bræðumir höfúm misjafnar skoðanir og stöndum allir á þeim. Hins vegar er það engin launung að við ræddum hugsanlega sameiningu. Það voru útgerðarmenn fimm báta, sem komu að því máli, en varð ekki úr. Hins vegar sagði pabbi heitinn einhvem tíma þegar rætt var um að við rækjum sameiginlegt verk- stæði fyrir skipin: „Nei ég vil sko ekkert eiga með ykkur“. Seinni hálfleikur Kristján segir að hann verði 54 ára gamall í maí næstkomandi og þess vegna sé hann nú farinn að huga að seinni hálfleiknum, svo tekin sé algeng líking. Þess vegna er ífeistandi að spyrja hvort það sé ekki allt of snemmt „Nei, nei. Það er nú ekkert algengt að fólk verði mikið eldra en hundrað ára. Tvisvar sinnum 54 em 108, svo að ég hlýt að vera kominn í seinni hálfleikinn, ef við miðum við kappleik, þó að íþóttir eigi ekkert sérstaklega upp á pallborðið hjá mér og fer aldrei á handboltaleiki og sjaldan á fótbolta, en ég hugsa að það sé út af því að ég er frekar tapsár. Én í sambandi við Emmuna og útgerðina fínnst mér ég hins vegar hafa unnið, því ég náði þeim takmörkum sem ég ætlaði mér og allt það, þetta tímabil er bara búið í lífi mínu og núna þegar ég er kominn í land sé ég hvað maður er búinn að fara á mis við mikið að hafa eytt í öll þessi ár sem maður var úti á sjó, þannig að ég er mjög sáttur að vera hættur og ekki síst er ég sáttur við að skipið fór ekki úr Eyjum. Maður hefði kannski fengið meira fyrir skipið ef ég hefði auglýst það, en mér finnst krónur og aurar ekki skipta svo miklu máli. Auðvitað eru það hagsmunir Eyja sem skipta mestu máli í þessu. Maður er fegnastur því þegar maður er kominn aftur til Eyja úr Reykjavík. Þú hangir ekkert lengi á rauðu ljósi niðri við Eyjabúð, en í Reykjavík hangir maður mestallan daginn á rauðu ljósi." Eyjabústaðir Kristján er sem sé kominn í land, en ekki þar með sagt að hann sé sestur alveg í helgan stein því hann hefur nú stofnað ásamt konu sinni fyrirtækið Eyjabústaðir með útleigu á sumar- bústöðum í Eyjum fyrir ferðamenn. ,Já, þetta verða þrír sumarbústaðir sem ég mun láta byggja, en það er Heimir Guðmundsson húsasmíða- meistari í Þorláakshöfn og hans menn sem byggja bústaðina. Ég hef ákveðið að nefna húsin Surtsey, Elliðaey og Bjamarey. Þessi nöfn eru til komin vegna þess að ég er innfæddur Vestmannaeyingur, en aldrei haft neinn aðgang að úteyjunum, en þetta er nú búinn að vera draumur hjá mér í nokkur ár og er engin launung á því að ég var ekki með þetta svæði í huga. Eins og ég hugsaði þetta vildi ég vera sunnan við Hamarsveginn og austur af Dverghamri. Það er ekkert hollt fyrir menn og allra síst sjómenn að fara í land og gera ekki neitt, því það eru svo mörg dæmi um að menn hafi dottið í fyllerí, vonandi heldur þetta mér frá slíku þó að mér þyki sopinn ágætur.“ Liggja hagsmunir Vestmannaeyja fyrst og fremst til grundvallar að stojhun þessa fyrirtœkis? ,Já, já. Það stendur ekki til að flytja héðan, þó enginn viti nú sína ævi fyrr en öll er. Eg held að í framtíðinni verði mestur vöxtur í sambandi við túrismann hér í Eyjum. Þetta þjóð- félag er ekki orðið neitt nema eitt frí og hvers vegna ekki að taka það út í sumarbústað í Eyjum. Við höfum einu sinni flutt héðan, en það var í gosinu. Það var hins vegar ekkert tilfinn- ingamál. Ég er búinn að gleyma því að mestu. Eg er alveg hissa hvað það tók lítið á mann og ég held að flestir Vestmannaeyingar hafi haldið að það yrði dautt í þessu daginn eftir." Hver verða örlög þjóðfélags sem alltaf er ífríi? „Það endar með því að fólk fer að vinna aftur. Það kemur ekki til mála að fólk geti lifað á einhverjum and- skotans hlutabréfum og slíku bulli. Við hefðum getað farið með þennan pening í eitthvað svoleiðis, en það er ekki vinna að hugsa um eitthvað verðbréfadrasl. Mér finnst nauðsyn- legt að gera eitthvað skapandi og koma einhverju af stað og vonandi verða einhveijar tekjur af þessu, sem skila sér tíl bæjarfélagsins. Það eru þó nokkuð margir sem stfla inn á túrisma héma, hins vegar held ég að það sé ekki nógu mikil samheldni. Það eru allt of margir að kroppa augun hverjir úr öðrum. Kannski er þetta smá- kóngahugsunin sem við vomm að tala um áðan. Reynsla mín til dæmis af sjónum er sú að menn láta vita ef þeir eru í fískiríi. Það bar langtum betri árangur heldur en að vera í sitt hvom lagi í fiskeríi. Samvinna af þessu tagi hlýtur að vera betri, þó hún sé kannski ekki alltaf lausnarorð í öllu, en þessi samkennd milli sjómanna úti á miðunum er enn til staðar, þó að þeir getir rifist þegar þeir em í landi. Þess vegna segi ég eins og í sambandi við túrismann og Ferðamálasamtökin hér að auðvitað geng ég í þau. Ég er með ýmsar hugmyndir sem ég hef áhuga á að bera fram þar, en svo er bara að sjá hvemig viðbrögðin verða. En fyrst og fremst verður maður að hafa ánægju af því sem maður er að gera. Að fara út í sumarbústaðabyggð er ekki endilega ætlunin að taka eitthvað frá hinum. Ég vil meina að það verði allt öðra vísi fólk sem kemur og verður í bústöðunum, fjölskyldufólk og gamlir Eyjamenn.“ Merkileg heimildasöfnun Kristján hefur í nokkur ár haft mikinn áhuga á heimildamyndagerð, jiar sem hann hefur talað við gamla Vest- mannaeyinga, tekið á myndband, klippt og hljóðsett. Hvemig kom þessi áhugi til? „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. Pabbi hafði mjög gaman að því ef hann fékk fólk í heimsókn, að taka það upp á segulband. Ég veit ekki hvort þetta kemur út frá því og að þetta sé í genunum. Reyndar hefur áhuginn nokkuð dalað á þessu vegna þess að mér fínnst fólk ekki sýna þessu mikinn áhuga. Það era margir sem hafa komið til mín og spurt hvorl ég væri til í að taka viðtal við hann afa viðkomandi. Nú allt í lagi segi ég, síðan hefur þetta gleymst og ekkert hefur orðið úr og afi dáinn núna og litlar heimildir til um hann.“ Þessi rœktarsemi við mannlífog sögu, finnst þér henni sinnt nóg hér í Eyjum? „Nei, alls ekki. Ég get sagt þér að ég á ágætis safn gamalla heimilda úr Eyjum og hef horft á það margoft og haft gaman að. Oft á slíkum stundum hef ég hugsað um dugnaðinn og harð- neskjuna hjá þessu fólki, sem er gengið og hefur byggt upp þetta land, ekki bara Vestmannaeyjar. Svo ég vitni í eitt viðtal við mann austur í Meðallandi. Hann gekk í ein fimm skipti til Reykjavíkur til að fara í ver í Vestmannaeyjum. Hugaðu þér, það þýddi eitthvað að bjóða fólki að ganga þó ekki væri nema milli Hellu og Hvolsvallar í dag og búið að malbika það. Nei takk.“ Hefurðu veriðfarsœll til sjós? , Já ég myndi nú segja það. Fyrstu vetrarvertíðina mína, lentí ég í sjóslysi og báturinn lagðist 90 gráður á hliðina í snarvitlausu veðri, en það komust allir lifandi frá því sem betur fer. Ég hef kannski ekki fiskað neitt vel, en það er ekki allt. Ég segi fyrir mig að það er ekkert gaman að vera mikill aflamaður og vera búinn að missa svo og svo marga í sjóinn, hitt er jafn mikil gæfa.“ Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.