Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 19. apríl 2000 Fréttir 11 Fréttir kynna fólkið á bak við Keikó - Michael Parks: íslendingum þykir vænt um börn -bæði sín og annarra segir hann eftir tveggja ára kynni af landi og þjóð Michael: Gömul skip segja líka mikla sögu og hvað er betra en að sigia á haf út, frá amstri hversdagsins. Frá vori 1998 hafa starfsmenn Keikósam- takanna, sem seinna urðu Ocean Futures, sett svip sinn á bæjarlífið. Starfsmennimir hafa samlagast vel aðstæðum í Vestmanna- eyjum og líkar vistin vel. Nú fer að styttast í að Keikó verði sleppt, um leið hverfur þetta fólk á braut. Af þeirri ástæðu ætla Fréttir að kynna þetta fólk fyrir bæjarbúum um leið og við fáum að kynnast afstöðu þeirra til okkar. Michaelsalat Michael Parks er einn starfsmanna Keikósamtakanna og hefur verið hér frá vori 1998 þegar verkefnið hófst. Hann hefur lagt sig fram um að að- lagast samfélaginu og má sem dæmi nefna að á veitingastaðnum Lantema er í boði salat sem nefnt er eftir hon- um, Michaelsalat. Michael Parks kemur frá Alaska og er heimabær hans Homer, sem stendur við Kachemak-flóa á Kyrrahafs- ströndinni um margt ekki ólíkur Vestmannaeyjum. Homer, sem er um 250 mílur suður af Anchorage, stendur á enda skaga sem á flóði er ekki breiðari en svo að þar er rétt pláss fyrir veg. Veðurfar er ekki ósvipað, þetta er eldfjallasvæði og jarðskjálftar em tíðir og Mamir, sem em um 4000 lifa mest af fiskveiðum og móttöku ferða- manna. Auk þess búa um 2000 manns í nágrenni bæjarins þannig að í allt búa um 6000 manns á svæðinu. Exxon Valdezslysið hafði áhrif á skoðanir Michaels til náttúrunnar Þetta svæði komst í fréttimar í tengslum við eitt versta mengunarslys sögunnar, þegar olíuskipið Exxon Valdez strandaði í 200 mílna ljarlægð frá Homer árið 1989. En þrátt fyrir 200 mflna fjarlægð leitaði olían úr skipinu inn á Kachemak-flóann. Mikill fjöldi fugla og sjávardýra fórst í þessu mengunarslysi sem er eitt það stærsta sem orðið hefur. Exxon Valdez-slysið hafði af- gerandi áhrif á líf Michaels og kveikti áhuga hjá honum á umhverfmu og lífinu í hafinu. „Þama vann ég mikið við bæði björgunarstörf og rannsóknir tengdar slysinu. Var ég meðal annars skipstjóri á bát sem var notaður við verkefnið." Sjórinn hefur verið hans h'f og yndi alla tíð og er ein ástæða þess að hann flutti til Homer fyrir um 20 ámm. I framhaldi af því kviknaði spumingin, hvað er Michael gamall? ,JEg neita að svara svona spumingum,“ sagði hann og hló. „Ég er kominn yfir fertugt og nota tvískipt gleraugu, meira segi ég ekki því ég hef sagt stelpunum allt annað um aldur minn.“ Fjölmörg áhugam£ Eins og áður hefur komið ffam er sjór og sjómennska helsta áhugamál Michaels. Hann á lítinn seglbát úr tré sem þarfnast mikillar viðgerðar. „Ég er að leita mér að meðeiganda og hann verður að vera tilbúinn í mikla vinnu því mikið þarf að gera áður en hann kemst á flot.“ Auk þess á hann 15 feta skektu. „Hönnun gamalla seglskipa og báta heillar mig og ekki síður reiðinn. Gömul skip segja líka mikla sögu og hvað er betra en að sigla á haf út, frá amstri hversdagsins." En Michael á sér fleiri ástríður, og er hann þá ekki að tala um konur sem eðlilega eru honum oft ofarlega í huga. „Þama á ég við tölvur og þá möguleika sem fyrir hendi eru með tilkomu Intemetsins þar sem í dag er hægt að fá upplýsingar um nánast allt milli himins og jarðar." Uppáhaldstímar ársins em tveir að mati Michaels, og kemur ekki á óvart að þar hafi hann í huga annars vegar sólstöður og hins vegar sólhvörf. „Annars finnst mér alltaf besti tími ársins vera þegar einhver af vinum mínum á afmæli," segir Michael. Sjór og fiskveiðar Hann hefur talsverða reynslu af fiskveiðum og má þar nefna lúðu- veiðar á línu, gildmveiðar á rækju og kröbbum og ekki er hann ókunnur laxveiðum, sportveiðum og veiðum á djúpsævi. „Einnig stundum við sfld- veiðar en þó með nokkuð sérstökum hætti. Fyrst veiðum við þær í nætur sem við togum síðan að gildmm eða búmm. Þar inni er komið fyrir stóvöxnum þara og þannig reynt að skapa sem náttúmlegast umhverfi til að sfldin hrygni. Þegar hún hefur hrygnt er henni sleppt en eftir sitja hrognin á þaranum. Þarinn er síðan tekinn upp og lagður í saltpækil og þá koma Japanimir og bjóða í þarablöðin með hrognunum ár.“ Michael hefur réttindi til að stjóma 500 tonna skipi auk þess sem hann hefur vélstjómarréttindi og em bæði þessi réttindi viðurkennd af af Banda- rísku strandgæslunni og borgaralegum yfirvöldum. „Ég var skipstjóri á rannsóknaskipi og ég hef siglt með ferðamenn sem vilja mynda náttúmna eins og hún gerist villtust í Alaska. Auk þess hef ég siglt niður ár og flúðir með ferðamenn á þar til gerðum trébátum. Það er miklu skemmtilegra en að sigla niður ár á gúmmí- prömmum og gerir miklu meiri kröfur Ég gat ekki orða bundist þegar ég las síðasta tölu- blað Frétta frá 13. apríl sl. Það sem kall- aði fram þessi viðbrögð var fyrirsögnin á forsíðu, „Úr- ræðaleysi -óhugnanleg árás fullorðins manns á átta ára bam vekur spumingar um öryggi borgaranna." Til að eyða strax öllum mis- skilningi, skal tekið fram að ég hef fulla samúð með litla baminu og foreldrum hans sem urðu fyrir þessum óhugnanlega atburði. Það að lenda í slíkri lífsreynslu setur mark sitt á þau og óska ég drengnum og foreldrum alls hins besta. Það er rétt að hér var um að ræða fáheyrðan og óhugnanlegan atburð. Það að fullorðinn maður ráðist á bam og valdi því slíkum skaða gerist sem betur fer sjaldan og vekur upp óhug manna. Ekkert réttlætir það að full- orðinn maður sparki í bam. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði um þennan atburð var að hér hafi verið drukkinn maður á ferð eða maður sem væri ekki heill á geðs- munum. Nú er svo komið að dóms- til bátsveija. Auk þess er ég tækni- fræðingur og vann m.a. við landmæl- ingar en vegna áhuga á hafmu fór ég fljótlega út í sjómælingar sem em auðvitað mikið skemmtilegri." Michael hefur unnið við smíði stórrar skipakvíar og gerð tveggja hafna og það var því ekki óeðlilegt að hann var fenginn til að setja saman kvína fyrir Keikó í Klettsvíkinni í Vestmannaeyjum. „Ég ætlaði mér ekki að vera hér lengur en þegar búið var að setja saman kvína kom í ljós að enginn sem tengdist Keikóverkefninu hafði nokkra reynslu af sjómennsku eða búnaði sem tengist því að vera á sjó. Það varð því úr að ég varð áfram og í dag hef ég yfirumsjón með öllu sem lýtur að sjó og sjómennsku í kringum Keikó.“ Þegar Michael er spurður að því hvað honum þyki erfiðast að takast á við stóð ekki á svarinu. „Fyrir utan konur og timburmenn?“ spyr hann glottandi en bætti svo við. „Það er að lenda við erfiðar aðstæður á ströndum Alaska, sigla einn og sér, standa augliti til auglitis við stóran grábjöm og svo að sjálfsögðu Keikóverkefnið." Hvað með trúarbrögð? „Ég trúi á sjálfan mig,“ svaraði Michael stutt en ákveðið. Sjálfstæðir íslendingar ,T>að sem mér fannst strax athyglisvert við íslendingar er hvað þeir em sjálfstæðir og stoltir," segir Michael þegar hann er spurður um álit á landi og þjóð. „Þessu viðhorfi hef ég ekki kynnst annars staðar. Þá er ekki síður athyglisvert hvað það virðist vera innbyggt í íslenska þjóðarsál að styðja við bakið á ungum mæðmm. Maður sér ungar konur vera einar með eitt og tvö böm og það þykir alveg sjálfsagt. Ég held að svona gangi ekki nema kerfið tekur misjafnt á slíkum aðilum. Það að vera dmkkinn og valda slíkum verknaði er engin afsökun. Viðkom- andi var sjálfur valdur að ástandi sínu og því jafn ábyrgur. Einstaklingur sem aftur á móti er ekki heill á geðsmunum er sjúkur. Það að vera sjúkur þýðir að hann hefur ekki stjóm á geðheilsu sinni og því ekki jafn ábyrgur og aðrir. Ef skýringin á þessum umrædda atburði væri sjúkdómsástand manns- ins þá fær það mig til að velta fyrir mér rétti fjölmiðla (Frétta og Stöðvar 2) til að fjalla um málið á þann máta sem gert var. Viðkomandi maður á, vegna sjúkdómsins, erfitt með að veija sig. Umfjöllunin er eins og að sparka í liggjandi mann og ekki til þess fallin að gera líf hans og fjölskyldu hér í Eyjum auðveldari. Nær væri fyrir fjölmiðla t.d. að fjalla um hvemig geðheilbrigðisgeirinn sinnir málefnum geðsjúkra eða hvemig best væri að veita geðsjúku fólki stuðning og aðstoð. Það að slá upp fyrirsögn um „Úr- ræðaleysi" þjónar engum öðmm tilgangi en að „selja“ fréttina en um leið grafa undan trúverðugleika á sjúku fólki og því stoðkerfí sem sam- félagið býður upp á. Heilbrigðiskerfið er sá geiri sem sinnir sjúku fólki og er betur til þess fallinn en félagsmála- yfirvöld. Mikið álag er á heil- brigðisgeiranum og takmarkað fjár- með aðstoð og velvilja samfélagsins. Svo virðist ykkur þykja vænt um öll böm, sama hver á þau.“ En hvað lfkar honum verst við dvölina á íslandi? „Það er ekki nema eitt, og það er að fá ekki fleiri daga til að dveljast hér á landi. Okkur Banda- ríkjamönnunum sem vinnum við Keikó-verkefnið er aðeins heimilt að dvelja í landinu 182 daga og þá nýtum við alla í vinnu. Þess vegna sjáum við aðeins Keflavík, Reykjavík, Þorláks- höfn og svo að sjálfsögðu Vest- mannaeyjar. Ég held að það væri skynsamlegt fyrir íslensk yfirvöld að leyfa okkur að eyða sem svarar einni viku meira á ári sem við gætum nýtt til ferðalaga um landið. Því svo sannar- lega langar okkur að sjá meira af landinu sem þýðir að við myndum eyða hér meiri peningum." Að lokum var Michael spurður um Keikó og gildi verkefnisins almennt. „Ég sé það sem tækifæri fyrir okkur mannfólkið til að fræðast um þarfir háhyminga og annarra sjávarspen- dýra. Og vonandi leiðir það til þess að jafnvægi kemst á í nýtingu okkur á auðlindum hafsins um leið og við förum að virða meira gildi náttúrunnar fyrir okkur öll. Við verðum að skilja tilvem háhyminganna til að skilja stöðu okkar sjálfra í náttúmnni. Há- hymingar sitja á toppi fæðukeðjunnar í hafinu, það sama gemm við á landi. Þeir fara um allan heim eins og við og taka til sín öll efni í sjónum, góð eða vond og það sama gemm við þannig að með auknum skilningi okkar á þörfum háhyminga og hvað þarf að gera til að þeir komist af, því betur tekst okkur að skilja eigin umhveifi og hvar við stöndum í heimi sem býður upp á vaxandi mengun,“ sagði Michael að lokum. magn og mannafli til staðar. Þeir sem starfa við þann geira vinna ötult starf og gera sitt besta til að aðstoða sjúka. Eitt verð ég töluvert var við í mínu starfi og kemur fram í umfjöllun um umræddan atburð en það er einhvers konar forræðishugsun. Rætt er um að eftirlit þurfi að vera með sjúku fólki, fötluðum og öðmm þeim sem aðstoð þurfa í stoðkerfi samfélagsins. Hver er eftirlitsskylda félagsmála-, heilbrigðis- og lögregluyfirvalda á fólki sem er á einhvem hátt „öðm vísi?“ Svarið er einfalt. Fólk verður sjálfráða 18 ára og ræður þar með lífi sínu á allan hátt. Hægt er að svipta menn sjálfræði ep sem betur fer er það ekki auðvelt í framkvæmd. Yfirvöld geta ekki ráðskast með eða fylgt eftir fólki eins og yfirhöfn nema það sjálft veiti samþykki sitt. Eins og ég kom inn á í upphafi þá er það sem betur fer sjaldgæft að geðsjúkt fólk skaði samborgara sína. Mun algengara er að alheilbrigt, drakkið fólk veitist að samborgurum sínum og veiti þeim áverka eða skaði eigur þeirra. Þetta sama alheilbrigða, dmkkna fólk veitist að bömum með slæmu fordæmi, fúkyrðum og í mörgum tilfellum ofbeldi. Ekki hef ég séð líka umfjöllun um það fólk. Höfundur er sálfrœðingur. FLUGFELAG ISLANDS Sumaráætlun gildir til 1. október Fjórar ferðir á dag Bókanir og upplýsingar um flug í s. 481 3300 www.flugfelag.is Jón Pétursson sálfræðingur skrifar: Öryggi samborgaranna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.