Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Miðvikudagur 19. apnl 2000 Gömlu myndimar í dag eru úr safni Ólafs Guðmundssonar frá Eiðum og báðar teknar á svipuðum slóðum. Myndin að ofan er tekin frá húsinu Hlíð sem stóð rétt sunnan þess sem hús Líf- eyrissjóðsins er í dag. I forgmnni er kartöflugarðurinn í Hlíð og húsið fyrir miðri mynd er gamla Kratabúðin, Kaupfélag alþýðu. Þar var seinna afgreiðsla Flugfélags íslands en nú er þama hús Lífeyrissjóðsins. Vömhús Einars Sigurðssonar (þar sem nú er Athafnaverið og Café María) ber yfir Kratabúðina. Til vinstri er húsið Nýlenda, sem enn stendur og stóra húsið með kvistinum er Skuld sem var rifin á sjöunda áratug aldar- innar til að opna fyrir umferð af Skólavegi niður á Vesturveg. Neðri myndin er einnig tekin frá húsinu Hlíð. Þar var kúabúskapur fyrr á ámm en þama er tekið að halla undan fæti í honum eins og sést af húsakostinum. Við vinstra fjóshomið er útikamar. Sá kamar var uppmnalega á bátnum Kap þegar báturinn kom til landsins frá Noregi. Slíkt lúxustæki var ekki talið nauðsynlegt til sjós og því var hann færður heim til útgerðarmannsins þar sem hann þjónaði heimilisfólki í Hlíð vel og dyggilega um langa hríð. Á myndinni sjást einnig hús við Skólaveg, lengst til vinstri er hlaðan á Gmndarbrekku sem enn stendur, lítið breytt. Fyrir miðri mynd er Búðarfell sem enn stendur. „Sturluhöllin“ þar fyrir ofan er Skólavegur 10, þar bjó m.a. Kjartan Guðmunds- son ljósmyndari, það hús er nú búið að rífa og þar fyrir ofan er svo Armót sem enn stendur. Tónleikar Landakirkju Nk. mánudag, sem er annar páskadagur, verða orgel- og flaututónleikar í Landakirkju kl. 17.00. Þar leikur Védís Guðmundsdóttir á þverflautu og Guðmundur H. Guðjónsson á orgel. Fjölbreytt efnisskrá frá Boch, Handel, Boccherini, Mendelsohn, Frank og fl. Aðgongseyrir 800 kr. Feðginin VG og GHG 40 ára Miðvikudaginn 26. apríl nk. verður Grímur Gíslason 40 ára. í tilefni afmælisins bjóða hann og Bryndís þeim sem vilja samfagna með þeim til afmælisteitis í Akóges laugardaginn 22. apríl kl. 20.00 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 OA OA fundireru haldnir í tumherbergi Landakirkju (gengið inn urn aðaldyr) mánudaga kl. 20:00. Rúllu-, trárimla- og plíseraðar gardínur Hansahurðir HÚSEY EJ HÚS BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA t Sonur minn og bróðir okkar Oskar Eggertsson Sóleyjargötu 12 Vestmannaeyjum lést mánudaginn 16. apríl sl. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 22. apnl nk. kl. 14.00. Jóna Guðrún Olafsdóttir Ólafur Eggertsson Svava Eggertsdóttir Gunnar M. Eggertsson Guðfinna E. Eggertsdóttir Sigurlaug Eggertsdóttir AA fundir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: sun.kl. 11.00 ogkl. 20.00, AA-bókin mán. kl. 20.30, Sporafundur, reyklaus þri. kl. 20.30, kvennadeild mið. kl. 20.30, reyklaus fim. kl. 20.30, fös. kl. 19.00, reyklaus, og 23.30, lau. kl. 20.30, opinn fjölsk.fundur.reykl. lau. kl. 23.30, ungtfólk. Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Athugið símatíma okkar sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481-1140 Skemmtun Þroskahjálpar og Skátafélagsins Faxa á sumardaginn fyrsta er frestað um óákveðinn tíma. Nánar auglýst síðar ÞROSKAHJALP VESTMANNAEYJUM

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.