Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 1
Gleðilegt sumar og gleðilega páska Gandí ehf. sameinast Vinnslustöðinni. Hlutur Eyjamanna orðinn um 45% Eins og getið var í Fréttum fyrir nokkrum vikum hafa staðið yfir samrunaviðræður milli Vinnslu- stöðvarinnar og útgerðarfélagsins Gandí ehf. Á föstudag var á stjómarfundi Vinnslustöðvarinnar samþykkt sam- ranaáætlun við Gandí ehf. Við samrunann verður hlutafé Vinnslu- stöðvarinnar aukið um kr. 240.075.000 og munu hluthafar í Gandí fá það hlutafé fyrir hlutabréf sín í Gandí ehf. Þessi eignarhlutur hluthafa Gandí nemur 15,3% af heildarhlutafé Vinnslustöðvarinnar og eru þeir þar með komnir í hóp stærstu hluthafa í fyrirtækinu, með Olíufélaginu, Líf- eyrissjóði Vestmannaeyinga og Kap hf. sem Isfélagið og Bergur-Huginn nýlega stofnuðu og keypti stóran hlut í Vinnslustöðinni. Eftir þennan samruna Gandís er hlutafé Vinnslustöðvarinnar komið í 1.565.000.000 kr. og hlutur stærstu hluthafa þessi í prósentum: Olíufélagið hf. 15,5% Hluthafar Gandí 15,3% Lífeyrissj. Vestm. 12,7% Kaphf. 12,5% Hlutur Gandís, Lífeyrissjóðsins og Kap nemur 40,5% og aðrir minni hluthafar í Vestmannaeyjum eiga hátt í 5% af hlutafé fyrirtækisins þannig að ætla má að hlutur Vestmannaeyinga í Vinnslustöðinni sé í dag um 45%. Hlýtur það að vera ánægjuleg þróun að þetta öfluga fyrirtæki sé að miklum hluta komið á ný í eigu heimamanna. „Ég er mjög ánægður og sáttur við þetta,“ segir Gunnlaugur Olafsson, útgerðarmaður Gandís. „Vinnslu- stöðin yfirtekur þennan rekstur og hann verður alfarið á þeirra vegum.“ Gunnlaugur segist ekki óttast að sig fari neitt að klæja í puttana að halda áfram að stjóma. „Það held ég ekki. Þetta er í góðum höndum. Maður reynir bara að slappa af, fer kannski í golf. Ég fór einn hring í fyrra og stefni að því að fara þrjá í sumar, það er ágætis aukning." En hvemig tilfinning er það að vera orðinn næststærsti hluthafinn í Vinnslustöðinni? „Þú segir nokkuð. Ég hef nú svo sem ekkert verið að velta því fyrir mér. Ætli það sé bara ekki alveg ágætt,“ sagði Gunnlaugur. Gandí á tvö skip, línuskipið Gandí VE og neta- og snurvoðarbátinn Guðjón VE. Vinnslustöðin ætlar að gera Gandí út áfram en ætlunin er að selja Guðjón. Umdeild landtaka sauðfjárbænda Þeir sem leið eiga um Herjólfsdal hafa tekið eftir því að komin er rammleg girðing austan til í Dalnum, neðan Molda, nokkru neðar en áður var, og allt suður að rótuni Fiskhellanefs þar sem hún endar. Fjárbændur, sem halda fé sitt á Dal- Qalli, hafa sett upp þessa girðingu, en rétthafi svæðisins er Bjami Sighvats- son. Mikið hefur verið kvartað yfir ágangi sauðfjár í námunda við þetta svæði, m.a. gerði sauðfé sig heima- komið á golfvellinum allt síðastliðið sumar, svo og víðar. Hallgrímur Tryggvason, formaður landnytjanefndar, segir að þetta sé gert í samráði við bæinn og þjóðhátíðar- nefnd. Leyfi hafi verið veitt til að setja upp þessa girðingu ef með því mætti koma í veg fyrir lausagöngu sauðfjár eins og verið hefði. Þá hefðu menn haft nokkrar áhyggjur af fram- skriði hvannar fyrir neðan Mikitakstó en talið væri að með tilkomu sauðfjár á svæðið mætti draga úr því. „Það kom mér reyndar á óvart hve stórt það svæði var sem var girt af en þetta var ekki gert í óleyfi," segir Hallgrímur. Gísli J. Óskarsson er einn þeirra sem á sauðfé á Dalfjalli og einn þeirra sem stóð að uppsetningu girðingarinnar. „Við höfum skyldum að gegna og þeim skyldum fylgja réttindi," segir Gísli. Við lágum undir ámæli á síð- asta sumri vegna lausagöngu sauðfjár og við viljum ekki vera til óþurftar, hvað þá að á okkur sé borið að við séum að brjóta gegn lögreglusam- þykkt Vestmannaeyja." Gísli segir að stækkun þess svæðis sem er nú innan girðingar sé mjög óvemleg, líkast til um 30 metrar til suðurs. Þama hafi verið ummerki um girðingar frá eldri tíð og þeir hafi fylgt þeim merkjum. „Með þessu á að vera tryggt að sauðfé frá okkur geri bæjarbúum ekki líftð leitt í sumar og yfir því hljóta menn að gleðjast," sagði Gísli. Samkvæmt heimildum Frétta hefur orðið einhver misskilningur um hvað þama skuli teljast opið svæði og hvað landnytjasvæði. Ekki munu allir að- ilar á eitt sáttir við áðumefnda girðingu, t.a.m. mun garðyrkjustjóri ekki sammála staðsetningu hennar. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, sagði að þama hefði orðið smávegis misskilningur en þama væri ekki um stórmál að ræða, fundað yrði um það á næstunni og það leyst í rólegheitum. Ævar Þórisson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins, sagðist ánægður fyrir klúbbsins hönd með að búið væri að koma upp fjárheldri girðingu þama. „Þetta var vandræðaástand í fyrra sem við vonum að nú sé úr sögunni. Aftur á móti er það ekki okkar að segja til um hvort þama hafi verið seilst of langt, það er ekki mál GV en við fögnum því að búið er að girða féð af,“ sagði Ævar. Camparimálið: Ekkert ákveðið með áfrýjun Eins og getið var í síðustu Fréttum féll dómur í máli ákæru- valdsins, sýslumannsins í Vest- mannaeyjum á hendur Krist- manni Karlssyni í síðustu viku. Kristmann var ákærður fyrir að hafa birt áfengisauglýsingu á bifreið fyrirtækis síns og fundinn sekur. Var Kristmann dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna sektar eða sæta ella 30 daga fangelsi, auk greiðslu sakarkostnaðar og máls- vamarlauna. Kristmann sagði í viðtali við Fréttir í gær að hann hefði ekki tekið ákvörðun um hvort þessum dómi yrði áfrýjað. Hann hefði ekki hitt lögmann sinn, Ragnar Hall, og sjálfur sagðist Kristmann vera á leiðinni í frí og ekkert yrði ákveðið í því máli fyrr en hann kæmi aftur. Framkvæmdastjóri Þrír sóttu um stöðu fram- kvæmdastjóra Þróunarfélags Vestmannaeyja. Þeir sem sóttu um stöðuna em Guðmundur Eyjólfsson, starfsmað- ur Ocean Futures í Eyjum, Sigurður Engilbertsson tæknifræðingur og Þorsteinn Sverrisson sem er að ljúka námi viðskipta- og hagfræði. Guðjón Hjörleifsson í stjóm Þró- unarfélagsins segir að Þorsteinn hafi verið ráðinn og hefur hann störf 1. júní nk. Þorsteinn er Vestmannaeyingur, sonur Kolbrúnar Þorsteinsdóttur og Sverris Gunnlaugssonar skipstjóra. ■ 1 > ■ TM-ÖRYGGI _@L FYRIR ÖRVGGI FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll trý'ggingamálin - a olluni svidurr;1 , . á einfaldan og hagkvæman hátt Bilaverkstæðið Bragginn s.f. iRétitiiífiigar <otg spraiiiituirii Flötum 20 - Sími 481 1535 Vidgfeyðro rog srniaifstö'ð Vetraráætlun Alia daga n/sun. Sunnudaga Aukaferð föstud. Fra Eyjum kl. 08.15 kl. 14.00 kl. 15.30 Frá Þorlákshöfn kl. 12.00 kl. 18.00 kl. 19.00 sÉh Heriólfur Tværferðir á föstudögum! IICIJUIIUI Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.