Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 16
"jfLandflutningar FV Daglegor íerOlr milli lands og Eyjo Forsetamerkið var afhent í 35. sinn við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 8. apríl sl. Sex skátar úr skátafélaginu Faxa urðu þess heiðurs aðnjótandi að taka við þessari viðurkenningu úr hendi forseta Islands, en það er fjölmennasti hópurinn frá skátafélaginu Faxa til þessa. Forsetamerkið er æðsta heiðursmerkið í dróttskáta- starfinu og er viðurkenning á dugmiklu og árangursríku starfi skátanna þau ár sem þeir starfa í dróttskátasveit. Því er þetta mikill og merkur áfangi sem hver forsetamerkishafi getur verið stoltur af. Frá vinstri, Páll Ivar Rafnsson, Matthías Rafnkelsson, Rósa Jónsdóttir, Sigríður Smáradóttir, Herdís Hermannsdóttir og Steinunn Smáradóttir og svo Olafur Ragnar Grímsson forseti. EYJABÚSTAÐIR hafa reist þrjá bústaði í landi Ofanleitis sunnan við Stapaveg. Þeir verða teknir í notkun um miðjan maí nk. Eyjabústaðir munu einnig reka þjónustumiðstöð sem verður leigð út fyrir veislur og aðra mannfagnaði. Sjá bls. 8 og 9. Rútuferðir - Bus tours Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM (3)481 1909-8% 6810-fax 4811927 Vilhjálmur Bergsteinsson 9 481-2943 liMMEPABÍLL * 897-1178 Afli fyrstu þrjá mánuði ársins: Mikill samdráttur í bolfiski rnilli ára Blaðinu hafa borist aflatölur frá Fiskistofu fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Aflabrögð í Vestmanna- eyjum hafa verið þessi frá 1. jan.- 31. mars í helstu tegundum og er miðað við óslægðan fisk. Afli sama tímabils í fyrra er í aftari dálki. Teg. 2000: 1999: þorskur 3.5461 4.457 t ýsa 7741 6491 ufsi 1.1841 1.2871 karfi 8401 1.014 t sfld 4.5791 2.6941 loðna 85.021 1 69.6871 í botnfisktegundum hefur afli dregist saman miðað við 1999 nema í ýsunni. Athygli vekur hve þorskaflinn hefur minnkað eða um hátt í þúsund tonn. Aftur á móti er mun meiru landað hér á þessu ári bæði af síld og loðnu. Sé marsmánuður tekinn sérstaklega eru tölumar þessar: Teg. 2000: 1999: þorskur 1.806 t 2.558 t ýsa 3151 355 t ufsi 2221 724 t karfi 3201 6971 loðna 37.1901 28.421 t Lítum þá á heildarafla landsmanna í sömu tegundum fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins, borið saman við sama tímabil í fyrra.. Teg. 2000: 1999: þorskur 79.2961 83.1231 ýsa 9.6501 13.3971 ufsi 8.8571 9.5081 karft 17.7371 22.1101 sfld 14.741 t 17.7271 loðna 766.697 t 618.3241 Af þessu sést að minnkun í bol- fiskafla er veruleg milli ára, miðað við heildarafla landsmanna. Aftur á móti er loðnuveiði miklum mun meiri enda var loðnuvertíðin í fyrra slök. Ný klæðning á flugvöllinn I vikunni voru opnuð tilboð í nýtt yfirlag á flugvöilinn en leggja á yfirlagið í sumar. Að sögn Jóns Baldvins Pálssonar, framkvæmdastjóra flugvallarsviðs Flugmálastjómar, var Klæðning í Garðabæ með lægsta tilboðið, 24.818.280 krónur. Gerði hann ráð fyrir að samið yrði við Klæðningu um verkið en fyrirtækið lagði slitlag á völlinn 1990. „Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 25.393.790 krónur. Er tilboð Klæðningar um 98% af kostnaðaráætlun en hæsta tilboðið, 27.957.140 krónur kom frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða," sagði Jón Baldvin. Framkvæmdir eiga helst að byrja í maí og vera lokið fyrir 15. júní nk. „Truflanir á flugi verða einhverjar en reynt verður að hafa þær í lágmarki. Tækifærið verður notað til að leggja lagnir fyrir Bæjarveitur þvert yfir völlinn og kostar það um 3 milljónir." Gleðilegt sumar og gleðilega páska Ma ling sveppir, 1/2 dós 59,- áður 82,- Macintosh, 2 kg. 2199,- áður 2980,- 218 gr. pakki fylgirmeð! Opið um páskana: Skírdagur, kl. 10-19 Föstudagurinn langi, lokað Laugardagur, 23.4., kl. 9-19 Páskasunnudagur, lokað Annar í páskum, kl. 10-19 Vikutilboð Vöruvals Maarud sprömix 269,- áður 348,- Maarud flögur salt/pipar 249,- áður 329,- Stjörnusnakk 128,- áður 159,- Stjörnuskrúfur 178,- áðlir 219,- Vogaídýfur 99,- áður 129,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.