Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Miðvikudagur 19. apríl 2000 Nú er að komast endanleg mynd á nýjan Hugin í skipasmíðastöðinni Asmar í Talcahuano í Chile. Grímur Gíslason, sem hefur eftirlit með smíðinni, segir að ákveðið sé að sjósetja Hugin þann 6. maí. „Það kemur til með að standast en afhending er áætluð 31. júlí. Eg hef ákveðnar efasemdir um að sú dagsetning standist. Það er byrjað að ganga frá vélum og búnaði í vél og vinna við lagnir er í fullum gangi. Þá er verið að sandblása skrokkinn og er byrjað að smíða innréttingar á verkstæði,“ sagði Grímur. Til að gera sér grein fyrir stærð skipsins, þá er brúin ein og sér 100 fm. Grímur segir að afhending geti tafíst um einhverjar vikur en þá tekur við heimsigling sem tekur 24 Héraðsdómur Suðurlands: Þrír Eyjamenn dæmdir fyrir líkamsárásir og fíkniefnabrot fréttir Skólanefnd FÍV Á fundi bæjarráðs á mánudag lá fyrir ósk frá menntamálaráðuneyti um að bæjarsljórn tilnefni tvo aðalfulltrua og tvo varafulltrúa í skólanefnd Framhaldsskólans fyrir 15. maí nk. Þessir fulltrúar munu verða tilnefndir á næsta fundi bæjarstjórnar. Hermann átelur sleifarlag Á túndi skólamálaráðs, þann 1.. apríl sl. iét Hermann Einarsson bóka að hann harmaði það sleifar- lag sem einkenni samskipti ein- stakra deilda innan sveitarfélagsins. Það komi m.a. fram í því að lillaga, sem samþykkt var í skólamálaráði 17. nóv. 1999 og senda átti tækni- deild, var ekki send fyrr en fjórum mánuðum síðar eða 17. mars sl. Hermann vill víta þessi vinnu- brögð, þau beri volt lítilsvirðingar í garð tillögunnar sem fjallar um aukið öryggi nemenda Barnaskóla Vestmannaeyja. Gjaldskrá leikskóla hækkar Vegna breytinga, sem orðið hafa á launavísitölu lrá 1. nóv. 1999 til 1. mars sl. hækka skólagjöld á leik- skólum og skóladagheimili um 2,43% og verður viðmiðunargjald á mánuði kr. 2.005 fyrir hverja klst. Neysluvísitala hefur á sama tíma hækkað um 0,83% og verður því fullt l'æði á Rauðagerði 3.715 kr. á mánuði, morgun- eða síðdegis- hressing á Kirkjugerði og Sóla 1.274 kr. á mánuði og léttur hádegisverður á Kirkjugerði og Sóla 1.710 kr. á mánuði. Þessar hækkanir taka gildi 1. maí nk. Misjafnarskoðanir umsamræmdpróf Samræmd próf 10. bekkja heljast í næstu viku og vcrður f'yrsta prófið á fimmiudag, þann 27. apríl. Aðeins einn kennsludagur er fyrir prólin að loknu páskaleyfi og hafa margir lýst yfir óánægju sinni með það fyrirkomulag, telja að iieiri daga þyrfti til upprifjunar fyrir sam- ræmdu prófin. Bergþóra Þórhal 1 sdóttir, skólastjóri Hamarsskóla, segist ekki ú sama máli. „Ég er alls ekki óánægð með þetta fyrirkomulag. Ég lít svo á að páskafríið sé kærkomið upplestrar- frí og nemcndum beri að nota sér það. Ég veit að margir eru mér ósammála en mér iinnst þetta gott fyrirkomulag,“ segir Bergþóra. Á næsta ári, 2001. verður hið sama uppi á teningnum, þá munu prófin heijast 20. apríl og aðeins einn kennsludagur að afloknu páskaleyfi, rétt eins og nú. Þakplöturfuku Lögreglan hafði í nógu að snúast í norðanbálinu sem gekk hér yfir á föstudag og laugardag, Var aðal- lega um að ræða þakplötur sem voru að fjúka, ásamt ýmsu öðru lauslegu. Leiðrétting Ein villa slæddist inn um ferm- ingarbömin frá árinu 1952 í síðasta blaði. Þar sagði að Atli Örvar hefði átt heima á Brekku en það er rangt. Hann átti heima í Ásnesi, að Skóla- vegi 7. Þann 24. mars sl. var í dómþingi Héraðsdóms Suðurlands kveðinn upp dómur yfir þremur Vest- mannaeyingum sem allir eru um tvítugt. Akærandi var ákæru- valdið, lögreglustjórinn í Vest- mannaeyjum. Allir voru þeir þrír ákærðir fyrir grófar líkamsárásir, ýmist allir saman eða hver í sínu lagi. Þær líkamsárásir áttu sér stað árið 1998. Þá voru tveir þeirra ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot Breyttar áherslur hjá KÁ í kaupum á brauðum og eggjum valda fram- leiðendum og eigendum Sæfellsbús- ins og Vilbergs-kökuhúss áhyggj- um. Telja þeir að þessar breytingar geti orðið til þess að þeir verði að segja upp fólki. Bergur Sigmundsson hjá Vilberg og Halldór Bjamason hjá Sæfells- búinu segja að nýr samningur KÁ við Mylluna og Nesbúið geti haft áhrif á rekstur fyrirtækjanna. „Auðvitað gemm við okkur grein fyrir því að við verðum að standa okkur í samkeppni og getum lítið sagt við því þó KÁ kaupi inn brauð og egg ofan af landi,“ sögðu þeir í viðtali við Fréttir. „En við en samtals funduðst 13,7 grömm af hassi í fórum þeirra. Þá var annar þeirra tveggja dæmdur vegna ölvunar- aksturs. Þeir þremenningar vom fundnir sekir um nær öll ákæmatriði. Var þeim sem þyngsta refsingu hlaut gert að sæta fangelsi í þrjá mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára. Annar hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm, einnig skilorðs- bundið til tveggja ára. Sá var einnig dærndur til 37 þús kr. sektar og sættum okkur ekki við ef reynt verður að ýta okkur út af markaðnum. Við viljum fá að keppa á jafnréttis- gmndvelli," bættu þeir við. Bergur segist hafa fengið skilaboð um að minnka skammtinn til KA all- vemlega. „Það er verið að vega að atvinnu í bænum. Hjá mér vinna 12 manns og í Sæfellsbúinu er ein heil staða. Ef við höldum ekki okkar hlut hjá KÁ þýðir það bara eitt, við verðum að segja upp fólki sem er mjög miður eins og ástandið er í Eyjum. En við ætlum ekki að gefast upp og ætlum því að höfða til Vestmannaeyinga og hvetja þá til að versla við fyrirtæki í heimabyggð. Við sviptingar ökuleyfis í fjóra mánuði. Sá þriðji var dæmdur til 45 daga fangelsisvistar, sömuleiðis skilorðs- bundið til tveggja ára. Þeir þre- menningar vom dæmdir til greiðslu alls sakarkosmaðar. Lagðar vom fram tvær skaðabótakröfur á hendur þeim, vegna líkamsárása, samtals að upp- hæð rúmlega 750 þús. kr. en þeim kröfum var báðum vísað ffá dómi. Ólafur Börkur Þorvaldsson, dóm- stjóri, kvað upp dóminn. emm að bjóða ný brauð og ný egg og það ætti fólk að kunna að meta. Það er meira en keppinautar ofan af landi geta boðið því „innflutt“ brauð em sólarhringsgömul þegar þau koma til Eyja en svoleiðis brauð seljum við í Vilberg á 100 krónur," sagði Bergur. Halldór sagði að framtíð Sæfells- búsins gæti oltið á því að hann héldi sínum hlut hjá KÁ. „Frá mínum bæjardyrum séð finnst mér sjálfsagt að á meðan KÁ vill að við Eyjamenn verslum við þá að þeir versli við okkur á meðan við bjóðum sömu gæði og verð sem við gemm öll,“ sagði Halldór. fréttir Spilavist I allan vetur hefur verið spiluð fé- lagsvist af fullum krafti í Al- þýðuhúsinu á þriðjudagskvöldum. Þessi spilakvöld hafa verið á vegum átthagafélaga Austfirðinga og Norðlendinga í Vestmanna- eyjum og er komin maigra ára hefð fyrirþessari starfsemi. Iveturhelúr verið spilað á sjö til tólf borðum á hverju kvöldi. Oft hefur dregið úr aðsókn unt páska en nú verður keyrt áfram á fullu og spilað næstu þrjá þriðju- daga í röð. Vegleg peningaverð- laun em í boði. Þarna er kjörið tækifæri fyrir fólk til að hittast yfir spilum og spjalla saman. Aðgangs- eyrir er 600 kr. og allir em hjartanlega velkomnir, ekki bara Áustfirðingar og Norðlendingar heldur líka Sunnlendingar, Þingey- ingar, Reykvíkingar, Vestmanna- eyingar og allir þeir sent hafa gaman af að spila. Spilakvöldin hetjast kl. 20.30 en frá kl. 20 til 20.30 er þeim kennt að spila sem ekki hafa áður spilað félagsvist. Þetta er kjörið tækifæri til að eiga skemmtilega kvöldstund og hvfla sigásjónvarpi. Fréttatilkynning Aukinn erill Alls vom 184 færslur í dagbók lög- reglu í sl. viku og eru það nokkuð fleiri færslur en í vikunni þar á undan. Helgin var einnig fremur erilsöm, frá föstudegi fram til sunnudags voru 42 bókanir sem einnig er heldur meira en í vikunni á undan. Fórhúsauillt Á fimmtudag í síðustu viku var lögreglu tilkynnt að maður hefði kontið óboðinn inn á heimili í bænum, vemlega ölvaður. Losaði lögregla húsráðendur við þennan óboðna gest og fékk hann að gista fangageymslu þar til af honum var mnnið. í ljós koin að þessi heim- sókn lians v;n ekki vegna ófróm- leika heldur hafði hann einfaldlega farið húsavillt en slíkt getur hent þegr Bakkus er með í för. Hættulegurleikur Alls komu 13 umferðailagabrot til kasta lögreglu í vikunni. 1 þremur tilvikum hafði bifreiðum verið lagt ranglega. tveir vom teknir fyrir of hraðan akstur og fimm hötðu vanrækt að færa ökutæki til skoð- unar. Önnur brot voru minni hátttn ef frá er tekið að í einu þeirra voru ungmenni á línuskautum staðin að því að hanga utan í bíl og láta hann draga sig. Er þar um að ræða hættulegan leik og þarf lítið að fara úrskeiðis þannig að slys hljótist af. Últöpp í umferðinní Þrjú umferðaróhöpp vom tilkynnt lögreglu í vikunni. Ekkert þeirra var alvarlegt og engin slys á fólki. Brids á föstudag Lítið hefur farið fyrir starfsemi Bridsfélagsins í vetur en nú verður úr því bætt og spilað á föstudaginn langa. Nanar er getið um þetta í auglýsingu í blaðinu í dag. FRETTIR I Útgefandk Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481 - 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt i áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Vilberg-kökuhús og Sæfellsbúið: Höfða til Vestmannaeyinga

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.