Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur 4. maí 2000 fréttir Vilja sjónuarpspall við Hástelnsvöll Knattspyrnudeild ÍBV hefur sótt um leyfi skipulags- og bygginga- nefndar til að setja upp sjón- varpspall norðan megin við Há- steinsvöll, fyrir miðju vallarins, á stalli fyrir neðan gangbraut. Áætlað er að pallurinn verði um 2,5 m á hæð eða í u.þ.b. 4 m hæð ylir sjálfum vellinum. Þá er ætlunin að pallurinn verði uppi meðan á keppnistímabilinu stendur, frá miðjum maí fram í september. Þessu erindi hefur verið vísað til umhverfisnefndar. Huar eru gríllinP Á undanförnum árum hafa þeir Áhaldahússmenn smíðað sérhönn- uð grill úr tunnum og hafa lánað þau til þeirra sem haldið hafa grillveislur í stærri kantinum. Upp- haflega voru grillin sex talsins en nú vill svo til að einungis þrjú hafa skilað sér í Áhaldahúsið. Þar sem aðalgrilltíminn er framundan vilja þeir Áhaldahússmenn því biðja þá sem eru með hin þrjú í sínum fómm að skila þeim sem allta fyrst. Merkiasala Landssamtök hjatfasjúklinga verða með sína árlegu merkjasölu á föstudag og laugardag við tjórar af verslunum bæjarins. Öllum ágóða af sölunni verður varið til að efla endurhæfmgarþjónustu hjartasjúkl- inga á landsbyggðinni. Garðyrkjustjóra falið aðsvara I síðasta tölublaði Frétta birtist opið bréf til bæjaryfirvalda frá Ómari Garðarssyni, ritstjóra. Þar voru lagðar fram 11 fyrirspurnir sem óskað var svara við. Þetta bréf var tekið til umfjöllunar á fundi umhverfis- og landnytjanefndar á þriðjudag og þar samþykkt að Kristján Bjamason, garðyrkjustjóri, svari bréfritara. Framlaguppá 7,3 milljóPir Á fundi bæjarráðs á mánudag lá fyrir bréf frá félagsmálaráðuneyti þar sem tilkynnt er um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í gmnnskólum. Framlagið nemur kr. 7.340.000. Samtökum78syujað Bæjarráð tók fyrir á fundi sínum á mánudag bréf frá Samtökunum 78 þar sem óskað er eftir fjárstyrk. Samtökin 78 munu vera félags- skapur samkynhneigðra. Bæjanáð gat ekki orðið við þessu erindi. Þórður sigraði Á laugardag var Flaggakeppnin á dagskrá hjá GV. Leikið var með hálfri forgjöf, sem miðast við níu holur, en farið yfir. á seinni níu holurnar ef afgangur var af höggum. Sigurvegari varð Þórður Sigursveinsson sem endaði 20 m framan við 12. holu. í öðru sæti varð Leifur Ársælsson 1,10 m frá 11. holu og í þriðja sæti Leifur Jóhannesson 1,20 m ifá 11. holu og aðeins tíu cm frá því að hirða annað sætið af afa sínum. Barnaverndarnefnd: Unnið með málefni 22 fjölskyldna á síðasta ári Á síðasta fundi félagsmálaráðs gerði félagsmálastjóri grein fyrir innihaldi skýrslu til Barnaverndar- stofu, vegna barnaverndarmála á árinu 1999. I skýrslunni kemur fram að unnið hafi verið með málefni 22 íjölskyldna í Eyjum vegna 28 bama, á grundvelli bamaverndarlaga. Þar af vom sjö ný mál. Alls bámst starfsmönnum nefnd- arinnar 40 tilkynningar vegna 27 bama og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. í vaxandi mæli leita foreldrar sjálfir aðstoðar en aðrir tilvísunaraðilar voru skólar og skóla- skrifstofa, nágrannar og lögregla. Helstu ástæður slíkrar tilvísunar eru gmnur um vanrækslu eða vanlíðan bams og gmnur um áfengis eða vímu- efnaneyslu foreldra, auk annarra erfiðleika svo sem hegðunarerfiðleika hjá bami. I kjölfar könnunar mála var ekki talin þörf á frekari afskiptum í þremur tilvikum. Helstu stuðningsúrræði bama- vemdamefndar em ráðgjöf til foreldra um uppeldi og aðbúnað, ráðgjöf veitt börnum í formi viðtala eða persónu- legrar ráðgjafar og aðstoð veitt á gmndvelli laga um félagsþjónustu, svo sem félagsleg ráðgjöf, heima- þjónusta og fjárhagsaðstoð. Önnur stuðningsúrræði em vistun á bömum utan heimilis á einkaheimilum eða greiningar- og meðferðarstofnunum á vegum ríkisins. í árslok var málum sex bama lokið en áfram unnið í málefnum 22 bama. Auk þessara mála var veitt ráðgjöf í níu forsjárdeilumálum og 11 um- gengismálum á árinu 1999. í sam- starfi við lögreglu og sýslumanns- sembættið í Eyjum var vísað til starfsmanna bamavemdarnefndar málum 40 bama m.a. vegna brota á útivistarreglum, ölvunar, þjófnaðar og eignatjóna. Lögreglan: Til athugunar Nú, þegar sumarið er komið verður aukning á reiðhjólanotkun og þá sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Af því tilefni vill lögregla minna foreldra á að börn eiga að vera með öryggishjálma við notkun reiðhjóla. Lögreglumenn segja algengt að böm séu án hjálma á reiðhjólum og er því greinilegt að foreldrar standa sig ekki hvað þetta varðar. Þá hafa lögreglumenn og tekið eftir því að oft em böm í bifreiðum án þess að vera með spennt bílbelti. Er það miður að foreldrar skuli ekki hafa meiri áhyggjur af velferð bama sinna en svo, að þeir séu reiðubúnir til að leggja þau í hættu ef árekstur verður eða ef hemla þarf snögglega. Það er staðreynd að miklu meiri hætta er á slysum í bifreiðum ef ökumenn og farþegar em án öryggisbelta Blaðinu hefur borist eftirfarandi bréf frá stjórn Foreldrafélagsins á Rauðagerði, stflað á Skólamálaráð Vestmannaeyja/Leikskólafulltrúa, Ráðhúsinu. Við viljum með bréfi þessu vekja athygli skólamálaráðs/leikskólanefndar á því að neyðarástand er farið að ríkja á lóð leikskólans Rauðagerðis. Eftir athugun á lóðinni er okkur mjög brugðið. Grindverkið er að hruni komið og reynar hrunið á nokkrum stöðum. Starfsfólk leikskólans hefur orðið að binda grindverkið saman á löngum köflum. Göt hafa myndast á grindverkið og dæmi eru þess að börn laumi sér þar út. Börnin okkar komast auðveldlega út á götu og slíkt býður hættunni heim. Nú líður að sumri, þeim árstíma sem leikskólabörn eyða að miklu leyti úti. Það er eindregin ósk okkar að ný og örugg girðing verði sett upp fyrir sumarið. Það er krafa foreldra, sem eiga börn á Rauðagerði, að úr þessu verði bætt hið fyrsta því að slysin gera ekki boð á undan sér. Með von um skjót viðbrögð Vestm. 1. maí 2000 Stjórn Foreldrafélagsins á Rauðagerði Smart færir út kvíarnar: Hefur sölu á fæðubót- arefnum Á laugardaginn í Alþýðuhúsinu verður tískuverslunin Smart með kynningu á fæðubótarefnum sem hún er að hefja sölu á. „Við erum með umboð fyrir fæðubótavörur frá MLO, Universal og Muscletech," sagði Gunnar Ingi Gíslason í Smart þegar hann var spurður um þessa hliðarbúgrein sína. „Kynningin hefst klukkan 4 og þar ætlum við að sýna hvað við höfum að bjóða um leið og fólk fær tækifæri til að leita til sérfræðinga í þessum efnum. Fólk er mikið farið að nota fæðubótarefni í staðinn fyrir máltíðir. I Reykjavík eru komnar sérhæfðar búðir á þessu sviði en hér hefur þetta vantað. Það er því tími kominn til að bjóða Eyjamönnum upp á þessa þjónustu.“ Gunnar Ingi segir að fram til þessa hafi það einkum verið fólk í íþróttum og líkamsrækt sem hafi nýtt sér fæðubótarefnin. „En það er að færast í vöxt að fólk sem vill grenna sig nýti sér fæðubótarefnin og svo henta þau fyrir hvem sem er. I Alþýðuhúsinu á laugardaginn gefst fólki kostur á að kynna sér efnin og hvemig á að nota þau. Til þess hef ég fengið fólk með góða þekkingu á notkun þeltTa,“ sagði Gunnar Ingi. fréttir Firpiakeppnipá langardag Næsta laugardag verður Firma- keppnin hjá GV og verða leiknar 18 holur með og án forgjafar. Búið er að opna allan völlinn til leiks og komið inn á sumarflatir alls staðar. Þetta er einnig fyni dagur í undanrásum fyrir holukeppni GV og Olís, seinni dagurinn verður annan laugardag. Rástímum hefur verið breytt frá því í fyrra, nú er hægt að hefja keppni hvenær sem er á tímabilinu frá kl. 9 - 13 en verðlaunaafhending fer fram kl. 18. Kylfingar em hvattir til að tjölmenna í þetta mót og leika fyrir þau fyrirtæki sem taka þátt í mótinu. Stálp jólaskrapti, farsípiaog blópiakerjpm Þrír þjófnaðir vom kærðir til lögreglu í sl. viku. Á miðvikudag var tilkynnt að rauðri ljósaslöngu, sem notuð hafði verið sem jóla- skraut, hefði verið stolið af húsi Heildverslunar Karls Kristmanns. Á sunnudag var tilkynnt að farsíma hefði verið stolið úr jakka sem var í fatahengi í Kiwanishúsinu. Lög- reglan óskar eftir upplýsingum um þessi tvö mál. Á föstudag var svo tilkynnt að þýfi væri að finna í húsi nokkm í bænum og fór lögregla á staðinn. Þar fundust bæði blórna- ker og bekkir í eigu bæjarins og viðurkenndu þeir sem í húsinu vom að hafa tekið munina. Það mál telst því upplýst. Skemmdir ogrúðobrot Þrjú skemmdarverk voru tilkynnt í vikunni. Áfimmtudagvartilkynnt um mðubrot í bifreið sem stóð við Sólhlíð 19. Aðfaranótt föstudags vom enn einu sinni unnar skemmd- ir á listaverki við Ráðhúströð og á sunnudag var svo tilkynnt að rúða hefði verið lirotin í gamla golf- skálanum í Herjólfsdal. Þar sem ekki er vitað hveijir vom að verki í ofangreindum málum óskar lög- regla eftir upplýsingum um þá er stóðu að þessum eignaspjöllum. Eípr stútur enn Enn var ökumaður tekinn, gmnaður urn ölvun við akstur í vikunni en alls voru tólf kærðir vegna brota á umfet'ðarlögum. Þær kæmr voru auk ölvunarakstursins, íyrir hrað- akstur, ólöglega lagningu, akstur án réttinda og akstur eftir sviptingu réttinda. Fótbrot í lapdgangí Eitt slys var tilkynnt lögreglu í vikunni. Átti það sér stað í land- ganginum um borð í Herjólfi. Þar hrasaði maður með þeint af- leiðingum að hann fótbrotnaði. FRETTIR Utgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig i lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Hetjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.