Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Qupperneq 14

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Qupperneq 14
14 Fréttir Fimmtudagur 4. maí 2000 Myndlistarvor íslandsbanka í Vestmannaeyjum: Birgir Andrésson, Ólafur Lárussoi Laugardaginn 6. maí verður opnuð þriðja sýningin á Myndlistarvori íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Að þessu sinni verður samsýning myndlistarmannanna Birgis Andréssonar, Ólafs Lárussonar og Kristjáns Guðmundssonar, en með þeim kemur einnig listamaður, sem verður nokkurs konar leyninúmer sem upplýsist á opnuninni. Þremenningarnir eru með þekktustu myndlistarsonum landsins um þessar mundir og því mikill fengur fyrir Eyjamenn að fá að líta verk þeirra augum. Sýningin verður opnuð kl. 17.00 laugardaginn 6. maí og lýkur sunnudaginn 14. maí. Sýningin er opin frá kl. 14.00 til 18.00. Lokað virka daga. * Olafur Lárusson: Vandræðatímar eru unaðslegir ÓLAFUR segir að ekki sé hægt að tala um neitt megininntak í verkum sínum í gegnum tíðina. -Það er ekki hægt og hafðu það eftir mér. Ólafur Lárusson hefur unnið jöfnum höndum málverk og skúlptúr og er að sýna í fyrsta skipti í Eyjum. Hann á nokkur tengsl við Vestmannaeyjar, því að afi hans, Ólafur Lárusson, var héraðslæknir í Vestmannaeyjum í eina tíð. „Það eru rætur í Vestmannaeyjum,“ segir Ólafur. „Afi minn bjó í Eyjum í æði mörg ár þannig að fjölskylda mín hefur alltaf litið á sig sem Vest- mannaeyinga, einhverra hluta vegna. Við erum ekkert Vestmannaeyingar frekar en aðrir að því leyti að mínu áliti. Hins vegar er ég ættaður úr Skaftafellssýslu og af Suðurlandi, samt sem áður vilja allir kenna sig við Vestmannaeyjar, kannski er það vegna útsýnisins til Eyja. Sjálfur kom ég hingað síðast 1963.“ Hefurðu einhverja landshyggðar- pólitík í myndlist? , Jú kannski. Bara einhvem veginn þegar ég sit héma við gamla kirkju- garðinn við Suðurgötuna og horfi á klámfengna þrestina á morgnana æpa og góla, þá verð ég miður mín að komast ekki út á land. Þú ættir að sjá þrestina héma, hvemig þeir djöflast, þeir klæmast héma á morgnana og það er ekkert venjulegt. Þá langar mig út í greddulegt vorið.“ Ólafur segir að ekki sé hægt að tala um neitt megininntak í verkum sínum í gegnum tíðina. „Það er ekki hægt og hafðu það eftir mér.“ En hvað œtlarðu að sýna Vest- mannaeyingum. ? „Ég verð með eitthvað í ramma. „Póstmodemiskan punktisma". Er þetta ekki rosalega ábúðarmikið.“ „Jú,“ segi ég. „Það er að minnsta kosti súbstans í því, eins og Biggi myndi segja, en af hverju póst- modemiskur," bæti ég við. „Ég hef ekki hugmynd um hvað póstmodernismi er, en það er mikið talað um hann. Punktismi er hins vegar bara punktar. Maður gerir einn punkt og svo býr maður til annan, þá er hann orðinn ismi. Og ef þú býrð til þann þriðja, þá er hann orðinn póst. Ég veit hins vegar ekki hvort ég á að kalla þetta málverk eða teikningar, eða hvort þetta er einhvers staðar á grensunni." Er einhver hugmyndafrœði sem liggur þung að baki myndum þínum? „Heyrðu Benni. Þú mátt ekki spyija mann svona, vegna þess að svarið er ekki til. Ert þú með tón- eyra? Ég er ekki með tóneyra og myndir þú þá spyrja mig hvort ég væri með tóneyra? Ég er lítill fflósóf." Ólafur segir að það sem er að gerast í myndlist á íslandi í dag finnist honum hundleiðinlegt. „Mér frnnst einhvem veginn að allir séu í ein- hveijum vandræðum. Það er einhver mikill vandræðagangur í myndlistinni, sem kann hins vegar að vera undanfari einhvemar sprengingar. Hins vegar er unaðslegt að vera myndlistarmaður á slíkum vandræðatímum. Sko, það em ekki til betri tímar en svona vand- ræðatímar." KRISTJÁN segir að reynsla sín af að sýna í Eyjum sé fín. „Á fyrri sýningunni seldum við ekki neitt, en í seinna skiptið seldum við þrjár eða fjórar myndir. Kristján Guömundsson getur því miður ekki verið viðstaddur opnun sýningar þeirra þremenninganna, vegna þess að hann mun verða í Basel í Sviss, þar sem hann mun opna sýningu sama dag og í Eyjum. Honum finnst það leiðinlegt að þessar sýningar skyldu stangast á, en við því sé ekkert að gera. Hann ætlar að sýna Vestmannaeyingum ljóð á sýningunni, en segir þau ekki íslensk. „Nei þetta em ekki íslensk ljóð. Það er amerískt, þýskt, og sænskt ljóð sem ég ætla að sýna. Ég yrki nú mest á erlendum málum og mest afskaplega óþjóðlegt. Birgir Andrésson sér um þjóðlegu deildina. Hins vegar er þetta afskaplega prútt allt saman. Mér finnst þægilegast að yrkja á tungu- málum sem ég skil ekki. Ég yrki til dæmis dálítið á tyrknesnsku og finnsku.“ Hvernig skilarðu þessum Ijóðum í myndum þínurn? „Þetta er texti og litaljóð og allt tengist þetta meira og minna hvað öðm. Sumt meira og annað minna, en eins og ég segi eru þetta litaljóð og fjalla um liti. Þessi ljóð eru fjölþrykk (multiple) og gefin út í tuttugu ein- tökum hvert, en eiga þó ekkert skylt við grafík. En myndimar em unnar með plasti á ál. Ég hef sýnt þessi Ijóð erlendis, en aldrei á Islandi fyrr.“ Myndlistin fyrir þér og hvernig þú tjáir hana, geturðu skilgreint það á einhvem hátt? „Gamalt vinnumottó hjá mér, ef þú vilt fá það, er: - Mynd skal stefnt til heilla-. Er þetta ekki svolítið vfldnga- legt. Kannski skarast þama deildir okkar Bigga að einhveiju leyti.“ Nú hafið þið Birgir sýnt nokkuð saman áður og ekki síst í Vest- mannaeyjum? Kristján Guðmundsson: Mynd skal stefnl „Við höfum sýnt mest saman í Vestmannaeyjum held ég. Skýringin á því er líklega sú að Birgir er svo mikill Vestmannaeyingur. Hann þóttist þekkja þama hvem mann, en svo held ég að hann hafi bara þekkt einn mann í Eyjum, Sigurð í Húsavík. Jú og eitthvað þóttist hann kannast við Áma Johnsen. Ég held að það séu þessir tveir sem hann lagði traust sitt á, en ég veit ekki hvemig það er í dag.“ Kristján segir að reynsla sín af að sýna í Eyjum sé fín. „Á fyrri sýning- unni seldum við ekki neitt, en í seinna skiptið seldum við þrjár eða fjórar myndir. En það var fátt á fyrri sýn- ingunni, þó kom einhver einstaklingur á þá sýningu og hann gerði sig líklegan til að kaupa myndir af Birgi. Birgir varð svo ánægður að hann hljóp út og keypti handa honum humar, en svo varð ekkert af mynda- kaupunum, enda var maðurinn kannski ekki alveg með á nótunum, en þetta var fallegt hjá Bigga, enda góður drengur." Hefur þú eitthvað velt fyrir þér myndlist á landsbyggðinni annars vegar og Reykjavík og heiminum hins vegar? „Nei ég hef ekki gert mikið af því. Ég hef nú samt sýnt svolítið úti á landi og sýni reglulega í Slunkaríki á ísafirði, það er mitt fasta plan fyrir utan Reykjavík.“ Þú dvelur líka nokkuð reglulega á Hjalteyri við Eyjafjörð ekki satt? „Jú ég reyni að fara þangað nokkrum sinnum á hveiju á sumri. Ég er svo sem ekki í neinni hringiðu heimsins í henni Reykjavík, ekkert meira en aðrir. Þegar ég kom til landsins frá Hollandi flutti ég í þetta hús á Hjalteyri, fyrir rúmlega tuttugu ámm og bjó þar í þijú ár með konu og börn. Síðan hef ég notað þetta sem sumardvalarstað að mestu leyti. Hins vegar veit ég ekki hvort ég vinn eitthvað meira að myndlist þar en annars staðar. Það skiptir engu máli íyrir mig hvar ég er þegar ég vinn að myndlist. Ég bara leysi þau mál sem liggja iyrir, eins og þessi sýning núna í Vestmannaeyjum. Ég segi já takk og þá verð ég að hafa eitthvað til þess að senda þangað. Það er ekkert flókn- ara en það. Það hefur ekkert vægi í sjálfu sér hvar ég sýni, eða hvar verk mín verða til. Ég fer ekki að gera einhveijar Isafjarðarmyndir eða Vest- mannaeyjamyndir sérstaklega.“ En er einhver munur á því að sýna á Islandi og í útlöndum? „Nei, í raun og veru ekki. Mér finnst nú samt í raun ekkert auð- veldara að sýna á heimavelli en í útlöndum. En mér finnst yfirleitt ekki erfitt að sýna og ég geng yfirleitt ekki í gegnum miklar sálarkvalir við sýningarstand. Ef ég hef einhvem fyrirvara með hvað til stendur er ég yfirleitt búinn að ákveða í stómm dráttum hvað ég ætla að sýna.“ Kristján segir að hann sé ekkert hallur undir einhveija isma í myndlist

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.