Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Page 8
8 Frcttir Fimmtudagur 8. júní 2000 Grímur Gíslason og Sigmar Georgsson byggja ráðstefnuhús: Draumur að veruleika Nú hefur fengist grænt ljós á byggingu fjölnota skemmti- og ráðstefnuhúsi á vatnstankinum í Löngulág. Það hefur staðið nokkur styrr um byggingu hússins, en eftir að samþykkt fékkst frá Hollustuvemd Ríkisins um að nauðsynlegar ráðstafanir yrðu gerðar til þess að tryggja frárennslismál, og ná sátt við íbúa nærliggjandi húsa samþykkti bæjarstjórn bygginguna. Húsið er 1216 fermetrar að grunnfleti og 300 fermetra koníaksstofa, en gert er ráð fyrir að húsið taki allt að sex til sjöhundruð manns. Gert er ráð fyrir að húsið verði opnað í byijun október. Það er Egill Guðmunds- son hjá Arkís sem teiknar húsið, en hann hefur einnig teiknað menningarhúsið sem hugmyndir eru um að reisa í hrauninu austan við bæinn. Grímur Gíslason og Sigmar Georgs- son eru aðalhvatamenn og hug- myndasmiðir að byggingunni og þeir eru fyrst spurðir að þvf hvers vegna þeir tveir hafi ákveðið að sameinast um byggingu á slíku húsi. Sigmar segir að eftir að hann hætti rekstri Vöruvals hafí hann verið með annan fótinn hjá Grími. „Hann vissi að ég hafði verið í Rekjavík í leit að nýju fyrirtæki til þess að setja upp í Eyjum. Eg hafði meðal annars leitað til Nýsköpunarsjóðs og Iðntæknistofn- unar í þessu skyni. Síðan gekk ekkert eftir af því. Eg var svo einhvem tíma í spjalli hjá Grími og hann fer þá að viðra hugmyndir sínar um byggingu skemmti- og raðstefnuhúss á vatns- tankinum. Ég greip hugmyndina fegins hendi, en hann getur nú sagt betur frá hugmyndinni.“ Gömul hugmynd Grímur, komstu Sigmari niður á jörðina? „Nei, ég held að ég hafi frekar komið honum upp á himininn. Ég er búinn að ganga með hugmyndina lengi, en ekki þorað út í framkvæmdir. Svo frétti ég að til stæði að byggja þak ofan á vatnstankinn sem þátt í viðhaldi hans, en það hafði staðið til lengi. Þá fannst mér lag að drífa í þessu núna eða sjá eftir því alla ævi að hafa setið auðum höndum. Ég sagði síðan Sigmari frá þessari „brjáluðu hug- mynd“. Ég hélt nú að hann myndi taka dræmt í en hann samþykkti þetta á innan við fimm mínútum. Ég fer síðan á fund hjá bæjarveitum um hvort hægt væri að fá tankinn sem grunn undir téða byggingu. Þeir gripu hugmyndina fegins hendi og þá að spara sér peninga í leiðinni. Þannig sáu þeir leið til þess að nýta það fé sem færi í þakbyggingu, sem hlutafé í fyrirtækinu." Sigmar segir að Bæjarveitur komi með þakpeninginn inn sem hlutafé, sem endurgreiðist innan tíu ára. „Vatnstankurinn sjálfur er einnig verðlagður sem hlutafé og vilja þá að sjálfsögðu hafa hönd í bagga með framkvæmdum og eiga því mann í stjórn og geta fylgt eftir kröfum Holl- ustuverndar um lagnabrunninn og allan frágang á frárennsli. Þetta er jú vatnsból Eyjamanna og eðlilegt að þeir eigi mann inni til þess að tryggja þá hagsmuni.“ Sannfærðist þú á fimm mínútum Sigmar? „Við fórum strax að ræða þessi mál af alvöru. Ég var orðinn mjög hvekktur á að ganga á milli manna í Reykjavík. Ég var í tvígang kominn með fyrirtæki í hendurnar þar sem bara átti eftir að skrifa undir, en gekk svo til baka á síðustu stundu. En þegar þetta kom upp fannst mér rétt að ganga til liðs við Grím.“ Viðbrögðin komu á óvart Nú hefur byggingin farið íyrir brjóstið á mönnum og í upphafi voru ekki allir á eitt sáttir urn að reisa slíkt hús á slikum stað. Áttuð þið von á þessum viðbrögðum? Grímur segir að svo haft alls ekki verið. „Menn voru að misskilja þessa framkvæmd og héldu að þama yrði skrall um hverja helgi. Það er hins vegar alls ekki stefnan. Við erum að stefna inn á nýjan markað, sem er að geta fengið árshátíðir, þing, ráðstefnur og stærri fundi til Vestmannaeyja. Þetta er algerlega óplægður akur og því miklir möguleikar. Þá er ég ekki bara að tala um veitingahlutann, gistingu né ferðir til og frá Éyjum, því þetta skapar gríðarlegar tekjur fyrir bæinn í heild sinni. Markaðurinn í Vestmannaeyjum er ekki nógu stór einn og sér fyrir nýtingu svona húss, hins vegar er hann mjög góður grunnur og væri ekki hægt nema hann væri líka til staðar. Vestmannaeyjar hafa mjög mikla sérstöðu að þessu leyti, enda hafa þeir fundir og árshátíðir sem haldnar hafa verið í Eyjum fram til þessa fengið mikinn og góðan hljómgrunn hjá minni fyrir- tækjum sem hafa komið hingað í þessu skyni. Ánægja slíkra hópa er fyrst og fremst fólgin í stuttum vegalengdum og talað um mun betri árangur af til dæmis fundum hér, en nokkum tíma í Reykjavík, því þar eru menn alltaf í einhverju skreppi." Sigmar segir að í Eyjum sé svo margt sem mæli með að fá slíka hópa til Eyja. „Hér hafa menn næði til þess að sinna því sem þarf að sinna vegna fundarhalda, en auk þess er hægt að fara með fólk í skoðunarferðir og bjóða upp á ýmsa afþreyingu sem ekki tekur langan tíma.“ Gríðarleg atvinnutækifæri Þeir félagar segja einnig að fyrirtæki Gríms.Veisluþjónustan hafi fyrir löngu sprengt utan af sér núverandi húsnæði. „Hann þurfti að komast í stærra eldhús, til þess að anna markaðnum," segir Sigmar. „Þá sáum við að með því að byggja þetta stórt hús væri hægt að fara með starfsemina í nýja húsið og tryggja um leið reksturinn á þeim stað. Þaðerþví ekki bara verið að hugsa um rekstur ráðstefnuhúss, heldur væri atvinnu- starfsemi í húsinu alla daga. Einnig kom hann með aðra hugmynd sem hann hefur verið að velta lengi fyrir sér, en það er framleiðsla á fiskréttum til útflutnings. Núverandi húsnæði Veisluþjónustunnar gæti því fullnægt þeirri framleiðslu. Það sannfærði mig strax um ágæti hugmyndarinnar." Grímur segir að samkvæmt út- reikningum þeirra og áætlunum ætti bygging hússins að standa undir sér eftir eitt ár. „En eins og Sigmar segir er aðstaðan orðin of lítil fyrir Veislu- þjónustuna. Það stendur fyrir dyrum stór samningur við Sláturfélag Suður- lands um að hefja framleiðslu undir merki 1944 réttunum. Bara það er gríðarleg viðurkenning á þessari starfsemi, bæði hvað varðar afurðir og aðstöðu. Þetta er ekki frágengið, en menn eru mjög spenntir fyrir öðrum framleiðsluþáttum líka.“ Má segja að draumur ykkar beggja hafí ræst þama í tankinum? „Það má segja það,“ segir Grímur. „Við erum að tala um gríðarleg atvinnutækifæri, því um er að ræða tuttugu til tuttugu og fimm störf, sem er frábært fyrir Vestmannaeyjar í heild sinni, þegar alltaf er verið að biðja um aukna fjölbreytni í atvinnulífinu." Grímur og Sigmar vonast úl að fólk sjái að þeir séu að gera góða hluti og að þeir vilji halda sátt við alla. „Við teljum okkur vera að gera góða hluti. Þetta verður enginn skrallstaður. Við leitum líka tilboða í Eyjum í hluti eins og húsgögn og glugga og Geir á Reynisstað reyndist með hagstæðasta tilboðið á húsgögnum og Gefjun í Eyjum er með sína glugga inni varðandi þann þátt. Húsið er hins vegar íslenskt frá A- Ö. Burðar- einingamar em frá Límtré á Flúðum og útveggir og einangrun er frá Yleiningum í Reykholti í Biskups- tungum. Húsið er sértstaklega hannað sem samkomuhús, veggir em þykkir og mikil einangmn, sem sértaklega er hönnuð fyrir tónlistarflutning, svo þama á að verða góður hljómburður. Síðan verða allar tengingar fyrir rafmagn og tölvur svo að halda megi ráðstefnur með öllum nútímakröfum. Við megum ekki verða eftirbátur annarra á þessu sviði, svo við verðum að stíga skrefið til fulls. Þess vegna viljum við hvetja fólk sem hefur eitthvert fjármagn til þess að leggja það í sína heimabyggð og stuðla að betra og bættara bæjarfélagi í Eyjum.“ TEIKNINGAR af ráðstefnuhúsinu. Neðri teikningin sýnir hvernig húsið kemur til með að líta út, séð frá bænum. ■W 'j'ií. FYRSTA skóflustungan varð að lítilli fjölskylduathöfn. Sigmar tekur fyrstu skóflustunguna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.