Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Page 10
10
Fréttir
Fimmtudagur 8. júní 2000
Reikningar bæjarsjóðs og stofnana 1999:
Tekjur bæjarins
meira en að standa
gera ekki
undir rekstri
Meirihlutinn segir að rekstur sveitarfélaga um allt land hafi þyngst og að kostnaður við aukna
þjónustu í sveitarfélögunum hafi ekki skilað sér í tekjum sem skyldi. Bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins líta samt björtum augum á framtíðina og munu starfa áfram af festu og
ábyrgð bæjarfélaginu til heilla. Minnihlutinn krefst uppstokkunar í fjármálastjórn og að fenginn
verði hlutlaus aðili með haldgóða þekkingu á fjármálastjórn til að meta skuldaþol bæjarfélagsins
og fjárhagsstöðu og aðstoða bæjarstjórn við að koma fjármálum bæjarfélagsins í lag
GUÐJÓN bæjarstjóri er sakaður um að reyna að berja í brestina í
fjármálum bæjarins.
Reikningar bæjarsjóðs Vest-
mannaeyja og stofnana hans fyrir
árið 1999 voru lagðir fram til seinni
umræðu í bæjarstjórn í síðustu
viku. Eins og við er að búast eru
himinn og haf milli álits meirihluta
sjálfstæðismanna á reikningunum
og bæjafulltrúa Vestmannaeyja-
listans. Sjálfstæðismenn segja ljóst
að rekstur sveitarfélaga um allt
land hafi verið að þyngjast töluvert
og kostnaður við aukna þjónustu í
sveitarfélögunum skili sér ekki í
tekjum sem skyldi. Minnihlutinn
segir aftur á móti að stokka þurfi
upp fjármálastjórn bæjarins, fá
hlutlausan aðila með haldgóða
þekkingu á fjármálastjórn til að
meta skuldaþol bæjarfélagsins og
að aðstoða bæjarstjórn við að koma
fjármálum bæjarfélagsins í lag.
Reikningar bæjarsjóðs voru
samþykktir með fjórum atkvæðum
meirihlutans en minnihlutinn sat
hjá. Aðrir reikningar voru sam-
þykktir með sjö samhljóða at-
kvæðum.
Bókun sjálfstæðismanna
I bókun sjálfstæðismanna segir að
ársreikningarnir beri með sér að
miklar breytingar hafa orðið í fram-
setningu reikninganna og ber þar hæst
að lífeyrisskuldbindingar eru nú
færðar að fullu en byijað var á því árið
1998. Segja þeir að þetta hafi jafn-
framt áhrif á rekstur og efnahag
hafnarsjóðs og Bæjarveitna.
„Sameiginlegar tekjur urðu kr.
853,9 m. kr. á móti 754,6 milljónum
króna og er það hækkun upp á 13,15 %
á milli ára. Utsvarstekjur urðu nokkuð
lægri en reiknað var með í upphaflegri
fjárhagsáætlun, en tæpum 20 millj-
ónum hærri miðað við endurskoðaða
áætlun. Framlag úr Jöfnunarsjóði
hækkaði verulega eða um rúmar 40
milljónir. Aðrir tekjuliðir voru á á-
ætlun.
Nettó rekstrargjöld, án fjármagns-
liða, urðu kr. 824,5 m. kr. á móti 728,9
m. kr. árið áður sem er hækkun upp á
rúm 13% milli ára. Stærstu útgjalda-
liðimir vom fræðslumál sem tóku til
sín (nettó) 303,1 m.kr. á móti 248
milljónum árið áður sem er 22,2%
hækkun á milli ára og em það aðallega
kjarasamningar við kennara sem
gerðir vom á árinu.
Rekstur félagsþjónustu (nettó) var
155,3 m.kr. á árinu á móti 142
milljónum árið áður sem er 9,3%
hækkun á milli ára. Gjaldfærð fjár-
festing var nettó 72,3 m.kr. sem er
21,3 milljónum kr. lægra en áætlað
var. Eignfærð fjárfesting var nettó
52.6 m.kr. eða urn 14,7 milljónum
lægra en áætlað var. Helstu fram-
kvæmdir voru við Iþróttamiðstöðina,
Listaskólann, Hamarsskólann og
Hraunbúðir. Tekjur ársins hjá hafnar-
sjóði vom 120 m.kr. sem er um 10,5
m.kr. lægra en áætlað var.
Rekstrargjöld hafnarsjóðs án vaxta,
vom að upphæð 91 m. kr. og vom þau
tæpum 6 m. kr. undir áætlun.
Félagslegar íbúðir em sem áður fyrr
vandræðabam í rekstri bæjarfélagsins
sem byggt var að mestu upp í tíð
vinstd manna. Rekstramiðurstaðan
varð neikvæð sem nemur 24 millj-
ónum og peningaleg staða var
neikvæð um 417 milljónir í árslok.
Rekstur Bæjarveitna var í góði lagi
og skiluðu Rafveita, Vatnsveita og
Sorpbrennsla og Hitaveita samtals
16.6 m.kr. frá rekstri af reglulegri
starfsemi. Ekki vom tekin ný lán á
árinu hjá Bæjarveitum.
Ljóst er að rekstur sveitarfélaga um
allt land hefur verið að þyngjast
töluvert og hefur kostnaður við aukna
þjónustu í sveitarfélögunum ekki
skilað sér í tekjum sem skyldi. Bæjar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta
björtum augum á framtíðina og munu
starfa áfram af festu og ábyrgð
bæjarfélaginu til heilla,“ segja sjálf-
stæðismenn í bókun sinni.
Bókun Vestmannaeyjalistans
Það kvað við allt annan og dekkri tón
í bókun minnihluta Vestmanna-
eyjalistans. Þar segir að reikningar
bæjarsjóðs fyrir árið 1999 beri með sér
að enn hallar á ógæfuhliðina í fjár-
málum bæjarfélagsins.
„A þeim tíma sem sjálfstæðismenn
hafa verið við völd, frá árinu 1990,
hefur fjárhagsstaðan sífellt versnað
með hverju árinu sem líður og nú er
svo komið að fjárhagsstaðan er orðin
það afleit að við svo búið má ekki
standa öllu lengur. Samanburður á
lykiltölum úr reikningum bæjarsjóðs
milli áranna 1990 og 1999 er gleggsta
dæmið um hvemig fjármálastjóm
sjálfstæðismanna hefur verið,“ segir í
bókun Vestmannaeyjalistans og máli
sínu til stuðnings birta þeir eftirtaldar
tölur: um samanburð áranna 1990 til
1999.
Hlutfall af skattatekjum
1990 1999
Skuldir 126% 198%
Rekstur málaflokka án vaxta
70% 97%
Greiðslubyrði lána (nettó)
'll% 17%
Gjaldfœrð og eignfœrð fjárfesting
26% ' 15%
„Þetta gerist á sama tíma og sjálf-
stæðismenn hafa sífellt hækkað
útsvarið og önnur gjöld á bæjarbúa.
Hér er því um dapurlegar niðurstöður
að ræða. Þessar niðurstöður em, eins
og við fulltrúar Vestmannaeyjalistans
höfum oft bent á, óþægilegur, en um
leið raunvemlegur dómur um
misheppnaða fjármálastjóm meiri-
hluta sjálfstæðismanna í Vest-
mannaeyjum.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveit-
arfélaga hefur sem kunnugt er gert
alvarlegar athugasemdir við fjár-
haginn og eru þær ásamt öðm
staðfesting á því sem að ofan greinir.
Það sem af er þessu kjörtímabili og á
því síðasta höfum við bæjarfulltrúar
Vestmannaeyjalistans margsinnis með
bókunum og tillöguflutningi í bæjar-
ráði og bæjarstjóm bent á versnandi
fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar.
Þá höfum við einnig bent á að fjöl-
breyttara atvinnulrf í Vestmannaeyjum
sé frumforsenda góðrar Ijárhagslegrar
afkomu Vestmannaeyinga og um leið
bæjarfélagsins í heild. Við teljum því
að óijúfanleg tengsl séu á milli þess að
ráða bót á þeim fjárhagsvanda sem
bæjarfélagið stendur nú frammi fyrir
og stórátaks í atvinnumálum.
Við teljum nauðsynlegt að setja nú
þegar í gang ferli til þess að ná raun-
hæfum markmiðum um bætta fjár-
hagsstöðu bæjarfélagsins. Við
leggjum áherslu á að hér er um að
ræða margra ára ferli enda er
fjárhagsstaðan það erfið að langan
tíma tekur að ráða bót þar á. Þær
aðgerðir sem grípa þarf til nú þegar
eru m.a. eftirfarandi:
1. Bæjarstjóm Vestmannaeyja þarf að
gera sér grein fyrir og viðurkenna þá
alvarlegu stöðu sem ljármál bæjarins
em í.
2. Stokka þarf upp fjármálastjóm
Vestmannaeyjabæjar, fá hlutlausan
aðila með haldgóða þekkingu á
ijármálastjóm til að meta skuldaþol
bæjarfélagsins og íjárhagsstöðu og að
aðstoða bæjarstjóm við að koma
íjármálum bæjarfélagsins í lag.
3. Marka þarf stefnu, setja markmið
og gera áætlun til næstu ára um
raunhæfa nýsköpun í atvinnumálum.
4. Virkja þarf Þróunarfélag Vest-
mannaeyja í samræmi við lið 2, enda
býr það yfir vitneskju, þekkingu og
reynslu sem nýst getur vel í slíkri
áætlunargerð.
5. Leita þarf samstarfs við utanað-
komandi aðila, s.s. Byggðastofnun,
Iðntæknistofnun og fleiri í samræmi
við lið 2.
Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans
sitja hjá við afgreiðslu reikninga
bæjarsjóðs en greiða atkvæði með
reikningum stofnana hans. Að öðm
leyti vísum við hér með í bókanir um
fjárhag bæjarfélagsins undanfarin ár,
bæði er varðar afgreiðslu fjárhags-
áætlana og reikninga," segir í bókun
Vestmannaeyj al i stans.
Ársreikningar bæjarsjóðs
og stofhanahans 1999
Ársreikningur bæjarsjóðs Vestmannaeyja 1999
Niðurstöðutölur reksturs:
Sameiginlegar tekjur (nettó) kr. 853.961.435
Rekstrartekjur umfram gjöld kr. 14.013.125
Gjaldfærð fjárfesúng (nettó) kr. 72.363.633
Eignfærð fjárfesting (nettó) kr. 52.652.633
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.251.140.120
Eigið fé, neikvætt kr. 488.520.085
Ársreikningur hafnarsjóðs
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 120.030.311
Tap ársins kr. 136.436.551
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.243.073.972
Eigið fé alls kr. 837.376.943
Ársreikningur félagslegra íbúða 1999:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 15.026.807
Tap ársins kr. 24.077.352
Niðurstöðutölur efnahags kr. 246.561.390
Eigið fé, neikvætt kr. 220.024.846
Ársreikningur Bæjarveitna
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 483.076.157
Tap ársins kr. 2.472.530
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.132.609.602
Eigið fé alls kr. 352.215.114
Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar
Niðurstöðutölur reksturs:
Lækkun á hreinni eign á árinu kr. 4.862.349
Niðurstöðutölur efnahags kr. 88.750.403
Hrein eign kr. 88.750.403