Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Side 11
Fimmtudagur 8. júní 2000
Fréttir
11
Dagar lita og tóna:
Sýning á verkum
Ragnars Engilbertssonar
Eins og undanfarin ár mun árieg
menningarhátíð kennd við Daga
lita og tóna verða haldin í
Vestmannaeyjum um
hvítasunnuhelgina. Hátíðin verður
sett fostudaginn 9. júní klukkan
20.30 í Akóges með opnun
myndlistarsýningar Ragnars
Engilbertssonar. Sýninginer
yfirlitssýning á verkum Ragnars,
sem spannar árin frá 1943 þegar
hann var við nám í Konunglegu
Listaakademíunni í Kaupmanna-
höfn til dagsins í dag, eða um sex
tugi ára. A setningunni munu
einnig verða tónlistaratriði að
vanda. Ókeypis er á setninguna og
allir velkomnir. Dagar lita og tóna
hafa verið helgaðir jasstónlistinni
og er von á margri jasskempunni
til Eyja að þessu sinni. Meðal
öflugra sveiflumeistara sem koma
til Eyja á hátíðina eru Quartet
Kapplagjóta undir stjórn Ólafs
Stoltsenwald og Quintet Kristjönu
Stefánsdóttur, Dixiesveit
Lúðrasveitar Vestmannaeyja, Geir
Ólafsson Ice blue og Furstarnir,
Dúó Gunnars Gunnarssonar
píanóleikara og Tómasar R.
Einarssonar bassavirtúóss, og
Vinir Davíðs Þórs en vinir hans
eru Ómar Guðjónsson gítar,
Kjartan Hákonarson trompet,
Valdimar K. Sigurjónsson bassi og
Helgi Svavar Helgason trommur.
Tónleikarnir verða bæði
laugardags- og sunnudagskvöld og
hefjast klukkan 21.00 bæði
kvöldin. Sýning Ragnars
Engilbertssonar verður opin
laugardag og sunnudag frá
klukkan 14.00 til 18.00 og 14.00 til
22.00 annan í hvítasunnu. Rétt er
að hvetja Vestmannaeyinga og alla
þá er verða í Eyjum um
hvítasunnuna að fjölmenna á
hátíðina, enda um mikla
menningarveislu að ræða sem
mikill metnaður hefur verið lagður TOMAS R. Einarsson hefur átt sinn þátt í að gera Daga lita og tóna
í. eins eftirminnilega og raun ber vitni. Hann mætir einnig í ár.
rÍ4» (1
STAFKIRKJAN, sem Norðmenn eru að byggja á Skansinum er að
taka á sig mynd. Hún verður vígð í Iok júh' og er ekki annað að sjá en
að þá verði framkvæmdum lokið.
FRETTIR
fiuglýsinga-
síminn er
481-3310
Krabbameinsleit
Konur sem fengið hafa
boðunarbréf frá
Krabbameinsfélaginu eru hvattar
til að panta tíma í skoðun í síma
481-1955
Heilbrigðisstofnunin
Síðastliðinn laugardag var Bylgjulestin með heilmikið húllumhæ á Stakkó, en það er orðinn árviss
atburður að Bylgjulestin leggi teina undir hjól og þeysist um landið með skemmtidagskrá af ýmsum toga,
en Vestmannaeyjar voru fyrsti viðkomustaður lestarinnar á þessu sumri. Meðal skemmtikrafta voru
Laddi og Steinn Ármann sem brugðu sér í ýmissa karakteralíki, jafnt söngelskra sem og tungulipra
húmorista. Auk þess var börnunum boðið í ýmis leiktæki sem voru vel nýtt. Bylgjulestin er á ferð með
nokkrum fyrirtækjum sem kynntu varning sinn og þjónustu, hvort heldur til saðningar eða þeirrar
þjónustu sem til framfara mega teljast á hinum ýmsu sviðum. Bylgjan var síðan með beina
útvarpssendingu frá Stakkó þjóðinni til nokkurrar upplýsingar um þá ágætu stemmningu sem ríkti á
Stakkó þennan dag.
FLUGFELAGISLANDS
Sumaráætlun tekur gildi 3. apríl
Fjórar ferðir á dag
Bókanir og upplýsingar um flug f s. 481 3300
www.flugfelag.is