Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Side 15
Fimmtudagur 8. júní 2000
Fréttir
15
Eins og kunnugt er hefur verið
unnið að endurbyggingu Land-
lystar á vegum Istaks í Reykjavík.
Tómas Tómasson byggingatækni-
fræðingur hjá ístak segir að búið sé
að stilla upp húsgrindinni og klára
þær endurbætur sem nauðsynlega
varð að gera á húsinu. A þeim að
Ijúka í júlí.
„Húsið var töluvert ver farið en við
bjuggumst við þegar farið var að raða
því saman, svo að fella þurfti inn nýja
viði, sem keyptir voru frá Noregi í
stað þeirra sem ónothæfir voru. Það er
gert ráð fyrir að byrjað verði að reisa
húsið á sökklum sínum á Skansinum í
næstu viku og stefnt að því að það
verði tilbúið í tæka tíð.“
Guðmundur Jónsson yfirsmiður
endurbyggingar Landlystar sagði að
uppsetning hússins hefði gengið mjög
vel. „Grindin er löngu tilbúin og hún
mun koma til Eyja öðru hvoru megin
við helgina. Húsgrindin er endumýtt
að 70 hundraðshlutum, en annað er
nýsmíði, auk þess sem öll klæðning
utan á húsið er alveg ný, því ekki þótti
fært að nota gömlu klæðninguna
vegna þess hve illa hún var farin. Það
var pöntuð sérvalin gömul fura frá
fyrirtæki í Noregi sem sérhæfir sig í
gæðatimbri til endurbygginga gamalla
húsa.“
Guðmundur sagði að ekki væri um
að ræða flóknar tæknilegar lausnir við
samsetningu hússins. „Þetta em allt
gamlar hefðbundnar lausnir, þar sem
búnir em til trélásar til þess að tengja
saman grindina. Húsið mun upphaf-
lega hafa verið bikað, en nú mun
verða borin á það viðarolía sem lituð
verður með svörtu, karmar verða
hvítir en hurðir innandyra í þeim litum
sem upphaflega vom á þeim.“
Guðmundur sagði að húsið væri
ekki allt reist í einu lagi á sama tíma,
þannig að um væri að ræða þijú
byggingarstig, sem húsið hefði gengið
í gegnum. „Miðhúsið er elst, þá var
sjúkrastofu bætt við, en yngsti hluti
hússins var svo íbúð læknisins.
Einnig voru bíslög við húsið, en þau
verða aðeins færð til en þar kemur til
með að verða salernisaðstaða. Samt
sem áður verður húsið í megindráttum
eins og það var upphaflega, en þó mun
verða sett tvöfalt gler í glugga.
Byggðasafnið mun svo sjá um að setja
upp þá muni sem hæfa munu því
tímabili og starfsemi sem í húsinu var
á sínum tíma.“
Guðmundur sagði að gaman hafi
verið að vinna við endurbyggingu
hússins. „Vinna við endurbyggingu
gamalla húsa er alltaf nokkuð ná-
kvæmnisverk, svo það má segja að
verkið hafí verið gaman með blæ-
brigðum. Húsið á að vígjast þann 30.
júní og ég sé ekki annað en það muni
nást. Eftir að hafist verður handa við
að reisa húsið í Eyjum munu tveir
Eyjamenn verða við verkið, en allan
tímann hefur Siggi á Háeyri unnið
með okkur að endursmíðinni í
Reykjavík."
Löng meðganga
Landlyst var reist 1874 af Matthíasi
Markússyni snikkara og Sólveigu
Pálsdóttur, Jónssonar. Áriðl849er
byggt við húsið, en Þorsteinn Jónsson
læknir stækkar það svo aftur 1870 og
það er sú mynd sem húsið er
endurreist í á Skansinum.
Ólafur Ólafsson bæjartæknifræðingur
sagði ánægjulegt til þess að vita að
endurreisn Landlystar á Skanssvæðinu
hefði náð fram að ganga og að nú
sæist fýrir endann á þeirri löngu með-
göngu sem húsið hefði átt í kerfinu.
„Það er rétt að þetta hefur tekið
ÞEIR vinna við endurbygginguna, f.v. Guðmundur Jónsson
yfírsmiður, Axel Michiat, Siggi á Háeyri og Valdimar Gíslason.
nokkur ár. Það var vilji fyrir því að
varðveita húsið og þess vegna var
tekin ákvörðun um að taka það niður
og geyma þangað til fjárveiting fengist
til endursmíði þess. Með Ijárveitingu
úr Húsafriðunarsjóði og frá Vest-
mannaeyjabæ var svo ákveðið að
endurreisa það á Skansinum um leið
og uppbygging þess svæðis ætti sér
stað.“
Ólafur sagði að með uppbyggingu
menningarminjasvæðis á Skansinum
sem nú væri að ljúka yrði Landlyst
einn af máttarstólpum þess. „Það
voru skiptar skoðanir um hvar húsið
skyldi nsa. Húsfriðunarsjóður mælti
til að mynda með því að húsið myndi
rísa inni í virkinu á Skansinum, en
heimamenn töldu það óásættanlegt.
Nú held ég að flestir séu sammála um
staðsetningu hússins og sjái að það
muni sóma sér vel á svæðinu. Húsinu
er svo einnig gefin aukin vigt með
hleðslunni undir því og í kringum það.
Einnig má benda á að á lóðinni innan
hleðslunnar sunnan megin er pláss
fyrir tvö hús af sambærilegri stærð, en
það er að vísu seinni tíma mál,“ sagði
Ólafur að lokum.
LANDLYST rifin. Húsgrindin er endurnýtt að 70 hundraðshlutum, en annað er nýsmíði, auk þess sem
öll klæðning utan á húsið er alveg ný, því ekki þótti fært að nota gömlu klæðninguna vegna þess hve illa
hún var farin. Það var pöntuð sérvalin gömul fura frá fyrirtæki í Noregi sem sérhæfir sig í gæðatimbri til
endurbygginga gamalla húsa.