Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Blaðsíða 24

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Blaðsíða 24
AÐ vanda voru aldnir sjósóknarar og kempur heiðraðar á sjómannadaginn. Sveinn Valdimarsson og Bergþór Guðjónsson voru heiðraðir af Skipstjóra og stýri- mannafélaginu Verðandi, Guðmundur Ólafsson af Vélstjórafélagi Vestmannaeyja og Guðni Pálsson var heiðraður af Sjómannafélaginu Jötni. Hugmyndir um útboð Herjólfs: Útboðslýsing í skoðun hjá bæjarstjórn Samkvæmt heimildum Frétta hefur bæjarstjórn nú undir höndum drög að útboðslýsingu Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðs útboðs á sam- göngumannvirkinu Herjólfi. Hefur það þótt sæta nokkurri furðu að bæjarstjóm skuli fá að kynna sér útboðið og gefa umsögn um það áður en það fer í endanlegt form og auglýst áalmennumútboðsmarkaði. Sérstak- lega vekur þetta furðu þar sem Vestmannaeyjabær er hluthafi í Herjólfi hf. og ekki síður að Rrkið, sem á meirihluta í Herjólfi hf., skuli fela Vegagerðinni sem er ríkisstofnun gerð útboðsins. Ekki náðist í Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóra vegna þessa máls áður en blaðið fór í prentun, en heimildir eru fyrir því að einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar við útboðslýsinguna. Meðal annars munu athugasemdir vera gerðar við tíðni ferða og ýmsar aukaferðir, t.d. vegna útskriftarferða 10. bekkjar og að aukaferðir skyldu ekki hafa áhrif á fasta áætlun sam- göngumannvirkisins. Guðjón Hjör- leifsson mun eiga fund með fulltrúum Vegagerðarinnar í dag fimmtudag þar sem athugasemdir við útboðið verða lagðar ffam. I bæjarráði í gær kom fram vilji um óbreytt rekstrarfyrirkomulag. Rútuferðir - Bus tours Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM 0)4811909 - 896 6810 - fax 4811927 Vilhjálmur Bergsteinsson » 481-2943 v 897-1178 SMMCPAÚLL Vilja hvorki ganga í AÞSS né SASS Á fundi í bæjarráði 15. maí kom fram tillaga frá Vestmannaeyja- listanum um að kanna mögu- leikana á því að Vestmannaeyjar gengju í Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands og SASS. Var þeirri tillögu vísað til bæjarstjórnar, sem síðan felldi tillöguna. I framhaldi af umræðu á síðasta bæjarstjórnar- fundi frá 31. maí fylgdu síðan bókanir frá minni- og meirihluta. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu að bókuð yrði undrun þeirra á tillögu fulltrúa Vestmannaeyjalistans að þeir hefðu ekki hugmynd um þann kostnað sem fylgdi því að ganga í Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands og SASS en á fundinum viðurkenndu bæjarfulltrúar Vestmanneyjalistans að þeir vissu ekki hvað tillögur þeirra myndu kosta bæjarsjóð." Guðrún Erlingsdóttir bað um fundarhlé vegna þessarar bókunar og í framhaldi af því óskaði Vestmanna- eyjalistinn eftir að bókað yrði að kostnaður vegna atvinnumála væri alltaf afstæður og þyrfti að reiknast út frá heild, þ.e.a.s. hverju aðildin skilaði til baka í bæjarfélagið með meiri tekjum, samvinnu og betra samfélagi. Fulltrúar Vestmannaeyjalistans hörmuðu því afstöðu sjálfstæðis- manna að vilja einungis líta á þátt- tökugjöldin ein og sér en ekki í samhengi við hvað aðildin gæti skilað sér til Eyja. Haft var samband við Guðrúnu Erlingsdóttur og hún spurð hvort Vestmannaeyjalistinn hefði kannað hvað það kostaði bæjarfélagið að ganga í áðurgreindan félagsskap. Guðrún sagði að það hefði ekki verið gert, enda vildu fulltrúar listans láta bijóta á þessu strax, auk þess sem ekki var um vilja hjá meirihlutanum að ljá máls á þessu. Guðrún sagði að hægt væri að koma að þessum félagsskap með ýmsum hætti svo að ekki væri hægt að nefna neina fasta kostnaðartölu á meðan ekki væri vilji til þess að láta kanna málið. Guðjón Hjörleifsson sagði að sér fyndist út í hött af minnihlutanum að koma með tillögu um að ganga í einhvem félagsskap og koma ekki með fullmótaðar og ígmndaðar tillögur um ávinninginn fyrir bæinn og kostaðinn sem því fylgdi. Guðjón sagði að miðað við reynsluna teldi hann hagsmunum Vestmannaeyja betur borgið með því að heimamenn ynnu að þessum málum sjálfir._ Fjör um hvítasunnuna Um hvítasunnuhelgina verður haldið opið golfmót Flugfélags Islands á iðagrænum velli Golf- klúbbs Vestmannaeyja. Mótið hefst laugardaginn 10. júm' kl. 09.00 og lýkur á sunnudeginum 11. júní. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Lokaskráning í mótið er kl 18.00 ídag. Hvítasunnumót SJÓVE verður um helgina. Hafa menn á þessum mótum krækt í margan góðan fiskinn og er engin ástæða til að ætla annað nú, þegar nýjasta svarta skýrsla Hafró hefur litið dagsins ljós. Mótið verður sett á föstudaginn kl. 20.00 og blíðu spáð á miðunum. Dagar lita og tóna verða líka í Akóges um helgina. Svartir sorppokar, Wstk 198,- áður25G,-|^B VikutUboð Vöruvals *vikuna 8. - 14. júní

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.