Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 22. júní 2000 Mildi að ekki fór verr þegar jarðskjálftinn reið yfir Suðurland 17. júní Prestar Landakirkju: Eðlilegt að fólki sé brugðið Séra Bára Friðriksdóttir, safn- aðarprestur, segir að í þessari viku hafi prestarnir verið að veita óformlega áfallahjálp, eins og reyndar allan ársins hring. Eg neita því ekki að það hefur verið meira leitað til okkar eftir jarð- skjálftann en áður. Þessir atburðir hafa markað ákveðin spor hjá fólki og það er ekki óeðlilegt. Fyrstu við- brögðin eru sjokk og svo þegar ástandið líður hjá koma tilfinningaleg viðbrögð. Þá leitar fólk til okkar.“ Bára segir að mjög eðlilegt sé að fólki sé brugðið vegna atburða sem þessara en oftast líði það hjá með tímanum. Aftur á móti sé gott að eiga einhvem að til að ræða við þegar slíkt kemur upp á og líði fólki illa megi það leita til prestanna sem og lækna á Heilbrigðisstofnuninni. Kristján Björnsson sóknarprestur segist ekki hafa komið mikið að áfallahjálp í kjölfar jarðskjálftans á laugardaginn en hann er fylgjandi því að haldinn verði fræðslufundur með bæjarbúum þar sem farið verði yfír stöðu mála. „Eg fór ásamt Lóu Skarphéðins- dóttur á fund þriggja hópa á Vömvalsmótinu sem lentu í háska og grjóthruni og var það gert að beiðni fararstjóra,“ segir Kristján um sinn þátt í áfallahjálpinni sem veitt var eftir skjálftann. „Þetta var gert vegna þeirra sem sem sýndu áberandi sterk tilfinningaviðbrögð. Það hafa ekki beint komið fram óskir um áfallahjálp handa heimafólki en hugmyndin er að vera með opið hús þar sem fólk getur komið og fengið upplýsingar um það sem gerst hefur. Fundurinn verður á vegum almannavamanefndar sem eðlilegur farvegur eftir náttúm- hamfarir." Annars segir Kristján að heilsu- gæslan í landinu sé ábyrg fyrir áfallahjálp þegar alvarleg slys verða og náttúruhamfarir.„Læknar og hjúkr- unarfólk em lykilmanneskjur þegar þegar veita þarf áfallahjálp og víða um land taka prestar þátt í henni en þeir hafa misjafna menntun á reynslu á þessu sviði.“ Sjálfur segist Kristján ekki eiga langt nám að baki í áfallahjálp en alltof mikla reynslu. FÓLK á leið úr Herjólfsdal eftir jarðskjálftann á laugardaginn. Mikil örtröð var á Dalvegi en fólk var almennt rólegt þannig að ekki kom til óhappa eða vandræða. Stelpunum fannst þetta skemmtilegt JARÐSKJÁLFTINN á örugglega eftir að standa upp úr í minningunni þegar stúlkurnar fara að rifja upp Vöruvalsmótið í Vestmannaeyjum árið 2000. Skemmtiferðabáturinn PH-Viking var staddur rétt austan við Ysta- klett, við Drengjabót, á laugardag þegar skjálftinn reið yfir. Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri á PH- Viking, segir að um borð hafi ekkert orðið vart við skjálftann fyrr en þau sáu að tók að hrynja úr björgum. „Það kann að hafa eitthvað að segja að við vomm að taka af stað á ný eftir smástans og titringurinn frá því hefur líklega samlagast titringnum frá skjálftanum. Við höfðum ætlað að fara inn á Drengjabótina en hættum við það vegna of mikillar hreyfmgar á sjó, sem betur fer því að stórt bjarg féll þar niður,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segir að gífurlega mikið hafi hrunið, bæði úr Heimakletti, Miðkletti og Ystakletti þar sem Guð- laugur telur að mest hafi hmnið, bæði af bergi og svo lausum jarðvegi. „Við vorum með fullan bát af stelpum af Pæjumótinu og það var engin hræðsla um borð enda slógum við á léttari strengi yfir þessu þegar við upp- götvuðum hvað var að gerast. Stelpunum fannst þetta bara spenn- andi og skemmtilegt og þótti jarð- skjálftinn bara góður endapunktur á ferðinni," sagði Guðlaugur. MÖRG hundruð kflóa grjóthnullungar hrundu úr Klifinu og lentu m.a. á húsi Fiskmarkaðarins en án þess þó að valda umtalsverðum skemmdum. Myndasafnið og bjórsafnið á tjá og tundri Myndasafnið hans Sigurgeirs Jónassonar, ljósmyndara, fór allt úr lagi í skjáiftanum á laugardag. „Þetta var geymt í kössum, nokkrir tugir kílóa af myndum, staflað upp við vegg, og hentist út á gólf í látunum. Ég held að lítið sem ekkert af myndunum hafi skemmst við þetta en það tekur drjúgan tíma að raða þeim upp á nýtt,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir á einnig mikið bjórsafn, bæði flöskur og dósir, sem hann hefur safnað að sér á undanfömum árum, eitt eintak af hverri tegund, og skipta þær tegundir hundruðum. Hann segir að í því safni hafi allt verið á tjá og tundri, bæði flöskur og dósir hafi hrunið úr hillum og skápum og eitt- hvað hafi brotnað. Þó hafi sjald- gæfustu tegundimar allar sloppið heilar og óbrotnar. Hús Sigurgeirs stendur við Smára- götu, reist á fremur lausum jarðvegi, og svo virðist sem öllu meira hafi skolfið þar en í þeim húsum sem standa á fostum gmnni. Auk þess sem mynda- og bjórsafn færðist úr lagi hmndu myndir af veggjum og skraut- munir féllu af hillum og brotnuðu. „Þetta er svo sem ekki mikið ljár- hagslegt tjón en það tekur einhverjar vikur að koma skikk á hlutina á ný. Kannski kennir þetta manni að hafa betra skipulag á hlutunum og ganga frá þeim þannig að þeir standist svonalagað," sagði Sigurgeir. Verulegar skemmdir í Skipalyftunni Nokkrar skemmdir urðu í Skipalyftunni á Eiðinu í 17. júní skjálftanum. Gunnlaugur Axelsson, forstjóri, segir að gólfplata í húsinu hafi sigið á nokkmm stöðum og gengið upp á öðmm. Rekki á lager hafi gengið til um eina 20 cm og sé allur á ská og skjön. Þá segir Gunnlaugur að einhverjar skemmdir séu á sjálfri lyftunni, teinar hafi gengið upp og skekkjur komið fram á þeim. Ékkert tjón varð á þeim tveimur skipum sem stóðu uppi í lyftunni, Þómnni Sveinsdóttur og Guðrúnu en Gunnlaugur segir að undirstöður og sleðar undir Guðrúnu hafi greinilega gengið til og skekkst.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.