Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 22. júní 2000 Fréttir 13 r Suðurland og Vestmannaeyjar á laugardaginn MIKIIl jarðvegur hrundi úr klettum og Ijóst er að sumstaðar hafa heilu lundabyggðirnar farið í sjó fram. Dauðan fugl er að finna um allan sjó og hafði meðal annars rekið upp í Skansfjöruna. Attaði mig ekki á þessu fyrst í stað -segir Margrét Hjálmarsdóttir sem var á leið inn á Eiði þegar skjálftinn dundi yfir Margrét Hjálmarsdóttir slapp vel á laugardag í skjálftanum. Hún var í bíl sínum á hafnarsvæðinu með sjö mánaða dóttur sína að bíða eftir því að bóndinn kæmi að landi en hann er skipverji á Jóni Vídalín. „Ég ákvað að drepa tímann fram að því að skipið kæmi og aka inn á Eiði,“ segir Margrét. „Þegar ég var komin að minnisvarðanum með skrúfunni hélt ég að eitthvað væri að bílnum og stoppaði. Þá sá ég að það var eins og bryggjan sveiflaðist til og heyrði líka drunur. Og þegar ég leit upp í hlíðina sá ég hnullunga koma veltandi niður. Þá bakkaði ég til baka. Það var annar bíll að koma innan af Eiði, hann stoppaði um leið og ég en gaf svo allt í botn og slapp við gijóthrunið. Ég var eitthvað svo dofin fyrir því hvað var að gerast, datt ekki jarðskjálfti í hug fyrst í stað og var ekkert hrædd. Mér meira að segja datt í hug að aka áfram og sjá meira. Svo áttaði ég mig þegar ég sá björgin á götunni hve lánsamar við höfðum verið. Hefði þetta gerst nokkrum sekúndum síðar þá er ekki víst að við hefðum sloppið svona vel,“ sagði Margrét Hjálmarsdóttir. MARGRÉT og dóttir hennar voru á leið inn á Eiði þegar grjóthnullungar byrjuðu að falla úr Klifinu. Skipti aðeins sekúndum að þær slyppu. Engin alvarleg slys vegna skjálftans -og hvorki panik né vanlíðan, segir Hrönn Garðarsdóttir læknir Hrönn Garðarsdóttir, læknir, var á vakt á laugardag þegar skjálftinn reið yfir. Hún segir að nokkuð hafi verið að gera í kjölfar skjálftans, ekki þó nærri eins mikið og búast hefði mátt við eftir slíkar náttúruhamfarir. Hrönn segir ekki rétt, sem fram hafi komið í fjölmiðlum, að kona hefði fótbrotnað í Herjólfsdal, aftur á móti hefði hún hlotið ljótan skurð á fæti. Tveir aðrir leituðu á Heilbrigðisstofnunina á laugardag vegna meiðsla sem þeir höfðu orðið fyrir en bæði þau tilfelli voru minniháttar að sögn Hrannar. Hrönn sagði að þegar leið á laug- ardagskvöld hefði hún svolítið orðið vör við eftirköst hjá fólki, nokkuð hefði verið hringt um kvöldið og nóttina, aðallega vegna bama sem voru hrædd og gátu ekki sofið. Þá segist Hrönn hafa tekið eftir því að fólk tali mikið um skjálftann og eflaust hafi hann valdið einhverri streitu. „En það er engin panik út af þessu og ég hef ekki merkt vanlíðan hjá fólki vegnaþessara atburða," segir Hrönn Garðarsdóttir. Karl Bjömsson, yfirlæknir hjá Heil- brigðisstofhuninni, segir að finni fólk fyrir kvíða eða óöryggi vegna atburða helgarinnar sé sjálfsagt fyrir það að leita læknis. Oraói aldrei fyrir að þetta væri svona hrikalegt -segir Bragi Steingrímsson, sem var staddur í sumarbústað rétt við upptök skjálftans Allstórt sumarbústaðasvæði er við Gíslholtsvatn í Holtahreppi, þar sem jarðskjálftinn átti upptök sín. Nokkrir Vestmannaeyingar eiga þar bústaði, m.a. þau Bragi Stein- grímsson og Sigríður Magnús- dóttir. Þau voru stödd í bústaðn- um á laugardag og Bragi var spurður hvernig þeim hefði orðið við. „Þetta var með ólíkindum. Ég var úti að slá með bensínorfi þegar lætin hófust. Þetta var verra en í stórsjó, útilokað að standa í lappimar og maður bara hentist til og frá. Maður hefur svo sem séð myndir frá jarðskjálftum í sjónvarpi en mig óraði aldrei fyrir að þetta væri svona hrikalegt," sagði Bragi. Sirrý var inni, ásamt kunningjakonu þeirra úr bústað í grenndinni, og var að hella upp á könnuna. Bragi segir að í fyrstu hrinunni hafi borðið, sem hún stóð við, gliðnað og Sirrý hafi fest höndina í glufunni. Svo þegar næsta hrina reið yfir hafi hún losnað en þá kastast á eldavélina og brennst nokkuð. „Sem benir fer var það ekki alvarlegur bmni,“ segir Bragi. Kunningjakonan ætlaði að hlaupa út en datt og hlaut einhver meiðsli en Bragi segir að þau séu ekki alvarleg. „Það var bókstaflega allt í rúst í bústaðnum eftir þetta. Allt hmndi úr hillum og af veggjum, sjónvarp, myndir og annað. Sumt er ónýtt og því erum við búin að henda en annað slapp. Ég veit ekki enn hve miklar skemmdir hafa orðið á sjálfum bústaðnum. Hann er reistur á staurum og hefur eitthvað gengið til en ég hreinlega þorði ekki að skríða undir hann til að kanna það,“ segir Bragi. Bragi segir að næsti bústaður við þeirra hafi gengið út af staumnum og sé mikið skemmdur. „Sjálfsagt em flestir bústaðimir þama meira og minna skemmdir, það á bara eftir að koma í ljós. Ég held að allir séu með sitt tryggt, allavega emm við með okkar tryggingar í lagi. Annars skiptir það kannski ekki mestu máli þótt eitthvað af því veraldlega fari forgörðum, það er meira um vert að fólk sleppi heilt á húfi úr svona ósköpum. Mér finnst það með ólíkindum að vera búinn að upplifa eldgos og jarðskjálfta af þessari stærðargráðu og það án þess að nokkur láti lífið eða verði fyrir alvarlegum slysum. Manni verður á að spyrja hvað valdi því,” sagði Bragi að lokum. BRAGI skoðar verksummerki en það var eins og sprengja hefði fallið á bústaðinn

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.