Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 17
rimmtudugur 22. júní 2000 Fréttir 17 VÖRUVALSMEISTARAR ÍBV í 6. flokki A ásamt Ernu Þorleifsdóttur þjálfara. ERNA þjálfari ásamt Vöruvalsmótsmeisturum 6. flokki B ÍBV. STELPURNAR í 4. flokki A ÍBV unnu Val í keppni um 3. sætið. Með þeim á myndinni er Sigríður Ása þjálfari þeirra. Mikihræg mót fyrír stelpurnar -segir Helga Ósk Hannesdóttir þjálfari hinna sigursælu Blika Helga Ósk Hannesdóttir stóð í ströngu á Vöruvalsmótinu en hún er þjálfari Breiðabliks og er bæði með 5. og 6. flokk þar sem jafnvel eru fjögur lið í einum flokki. Helga var þrátt fyrir það mjög ánægð með mótið, sérstaklega stelp- urnar sínar enda var Breiðablik ofarlega í öllum flokkum. Varþetta þittjyrsta Vöruvalsmót? „Já sem þjálfari, en ég tók þátt í mótinu í Eyjum árið 1992 þegar ég keppti með 2. flokki Vals. Það var alveg frábær upplifun og því var ég töluvert spennt fyrir því að koma aftur til Eyja á Vöruvalsmótið. Það er óhætt að segja að ég hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum því mótið var mjög eftirminnilegt í alla staði. Eg sjálf var á þönum allan tímann, var með sjö lið á minni könnu en vegna þess að leikir flokkanna voru stundum á sama tíma sá ég aðallega um 5. flokkinn enda var ég með gott fólk sem sá um þann sjötta." Ykkur gekk mjög vel. Er þetta sagan endalausa um að Breiðablik sé alltaf með bestu liðin í yngri flokkum kvenna? „ Hjá okkur hefur verið staðið mjög vel að kvennaboltanum og það eru mjög sterkir árgangar að koma upp hjá okkur. Stelpumar hjá mér hafa líka æft mjög vel í vetur, margar hafa mætt á hveija einustu æftngu síðan f október þannig að það er kannski ekki að spyija um árangurinn.“ Þið lentuð heldur betur í œvintýri á laugardaginn og Breiðablik varð kannski fyrir mesta áfallinu af þáttakendum mótsins, eru stelpumar búnar að ná sér? „Eg var svo heppin eða kannski óheppin að vera ekki á staðnum því að ég var með 6. flokkinn í leik en við fréttum fljótlega af þessu og manni leið mjög illa. Svo fengum við að vita að engin hafði meiðst þannig að þá varð ég rólegri. Við vorum mjög ánægð hvemig tekið var á þessu með stelpumar en auk þess að fá áfallahjálp fórum við á staðinn og skoðuðum aðstæður. Yngstu stelp- unum, sem ekki lentu í grjóthruninu, fannst þetta ekki mikið mál en þeim sem voru í Spröngunni var mjög HELGA Ósk. brugðið. Þær eru samt sem áður orðnar hressar og kátar.“ Breiðablik heldur hið árlega Gull og Silfumiótið, hvort mótið er betra? „ Sjálf hef ekki tekið þátt í þessum mótum nema þetta eina ár í Eyjum þannig að ég get ekki dæmt um það. En fyrir okkur í Breiðablik er mjög gaman að koma til Eyja og sitja hinum megin við borðið. Mótin eru bæði mjög mikilvæg fyrir kvenna- knattspymuna enda stærstu mót sinnar tegundar. En eins og ég segi þá er mjög gaman að koma til Eyja í þessa fallegu náttúm sem þið bjóðið upp á." Er eitthvað sem þú vilt koma að í lokin? „Eg vil bara hvetja stelpur til þess að æfa reglulega fótbolta, þannig ná þær árangri og leikimir verða skemmtilegri fyrir vikið. Einnig langar mig til að þakka Eyjamönnum fyrir frábært mót.“ Vöruvalsmótið: Fræknar frænkur - Andrea og Kristín Erna í 6. flokki Fara fyrir liði IBV ANDREA hampar verðlauna- bikurunum. Frænkurnar Andrea Káradóttir og Kristín Erna Sigurlásdóttir voru áberandi í liði 6. flokks IBV og fara þar í fótspor pabbanna, Kára og Sigurlásar Þorleifssona. Kristín skoraði flest mörk í sínum aldursflokki en Andrea var fyrirliði A- liðsins og var svo kjörin besti leik- maður flokksins í lokahófinu. Fréttir fengu þær frænkumar í smáspjall um fótbolta. Efvið byrjum á þér Andrea, hvemig fannst þér að vera valin best í þínum flokki? „Mér fannst það bara frábært. Eg átti ekki von á því að verða valin og brá því ofsalega þegar ég heyrði nafnið mitt.“ Hvað skoraðir þú mörg mörk, Kristín og hvemig fórstu að því að skora svona mikið? „Ég skoraði ellefu mörk um helg- ina. Ég veit eiginlega ekki hvemig ég fór að því en stelpumar í liðinu em góðar og það hjálpar mér.“ Eruð þið búnar að œfa vel fram að mótinu? Báðar: ,Já, við æfðum vel í vetur.“ IBV vann mótið íykkarflokki, varþað ekki gaman? Kristín: „Það var gaman að vinna mótið. Vöruvalsmótið var líka svo skemmtilegt." Andrea: ,Jú alveg frábært. Úrslita- leikurinn var rosalega erfiður, sér- staklega fyrri hálfleikur en seinni hálfleikur var ekki eins erfiður." Stefnið þið á atvinnumennsku í fótbolta? Andrea:, Jaaáá, ég veit það ekki.“ Kristín: „ Já.“ Hverjir haldið þið að verði Evrópu- meistarar í sumar? Andrea: „Mér finnst Portúgal og England vera með skemmtilegustu liðin.“ Kristín: „ Ég held með Englandi í keppninni og vona að þeir vinni.“ En hvað með enska fótboltann, hvaða lið eru best þar? Andrea: „Ég held mikið upp á Manchester United en ég held ekki upp á neinn sérstakan í liðinu.“ Kristín: „Manchester United er besta liðið og David Beckham er bestur í liðinu.“ KRISTÍN sýndi mikla leikni með knöttinn, enda markahæst.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.