Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Miðvikudagur 22. júní 2000 Sindri Freyr - Fyndnasti maður Vestmannaeyja: Aulahúmor og einfaldur gengur best í Eyjamenn ADDI á tali við sýningargesti en fjölmargir heilsuðu upp á hann við opnun sýningarinnar. Sólarlagseyja- stemmning hjá Adda í London SINDRI Freyr hafði vinninginn yfir Ófeig í fyndninni. ísleifur Arnar Vignisson, alias Addi í London, hélt Ijosmyndasýningu um síðustu helgi í Akóges. Formleg opnun var á föstudags- kvöldið og mætti fjöldi fólks á opnunina, og kunni vel að meta sólarlagseyjastemmningar Adda, en segja má að hann hafi sérhæft sig í sólarlagsmyndum frá Eyjum frá því hann fór að stunda ljósmyndun sem áhugamál fyrir um tuttugu og fimm árum. Sýning Adda gefur góða mynd af þessum sérhæfða áhuga hans á sólarlaginu og ljóst að seigla hans við sólarlagið hefur skilað margri skemmtilegri ljósmyndinni úr heimi eyjanna þar sem skuggar og heitur kvöldroðinn skapa á stundum válegar kynjamyndir í viðsjárverðu berginu. Hér á síðunni má sjá nokkrar svipmyndir frá opnun sýningar Adda. Síðastliðið föstudagskvöld var hald- in fyndnikeppni á veitingastaðnum Kaffi Timor, sem áður hét Fjaran. Markmiðið með keppninni var að hafa upp á fyndnasta Vestmanna- eyingnum og í því skyni gátu húmoristar og gleðigjafar skráð sig til keppni og lagt drög að því að höndla titilinn fyndnasti Vest- mannaeyingurinn, að loknu upp- standi fyrir framan áhorfendur. Til þess að keppnin yrði með þeim glæsibrag sem nauðsynleg er kom Pétur Sigurðsson til Eyja en hann hampar nú titlinum fyndnasti maður Islands. Aðeins tveir Vestmannaeyingar voru skráðir til keppni að þessu sinn, en það voru þeir Sindri Freyr Ragnarsson sem vann keppnina í fyrra og hafði því titil að verja, og Ófeigur Lýðsson. Það kom nokkuð á óvart hversu fáir skráðu sig í keppnina þrátt fyrir annálað fyndnispor sem af Eyja- mönnum fer. Þrátt fyrir það háðu hinir tveir skráðu keppendur harða en drengilega keppni sem lauk með sigri Sindra Freys sem varði titil sinn með glæsibrag og er hann því ótvírætt fyndnasti Vestmannaeyingurinn nú um stundir. Sindri Freyr sagði að hann ætti sér að minnsta kosti tvær erlendar fyrirmyndir í spauginu og nefndi hann til sögunnar Andrew Dice Clay og Dennis Leary, sem báðir væru Bandarikjamenn og svo vildi hann að sjálfsögðu nef'na til sögunnar íslenska ofurhúmoristann Jón Gnarr, að ógleymdum áðumefndum Pétri Sigurðssyni. I stuttu spjalli sagði Sindri Freyr að það hefði komið nokkuð á óvart hversu fáir vora skráðir í keppninna. „Hingað til hafa Vestmannaeyingar nú ekki verið feimnir við að standa á sviði og vera með uppistand, en kannski blundar einhver dulinn ótti í fólki við að gera sig að vitleysingum á sviði. En þetta var mjög skemmtilegt og mjög gaman að hafa varið titilinn “ Sindri Freyr sagði að hann hafi verið búinn að undirbúa sig nokkuð og hafi verið með ákveðið prógramm sem hann byggði á. „Fyndni mín í þessari keppni var byggð á vanga- veltum um daglegt líf og ýmislegt sem tengist því. I minni fyndni er sviðs- leitni mín sú að fólk kannist við hvað er að ske og þá í víðara samhengi og þegar lagt er upp með slíkt geta flestir séð sjálfa sig að einhvetju leyti í spauginu og þá í ljósi fáránleikans oft á tíðum. Eg var þó ekki með stórar yftrlýsingar neðanþindar að þessu sinni, þó var eitt og eitt skot látið Qúka.“ En hvemig fyndni líkar Eyjamönnum best? „Ég held að aulahúmorinn og einfaldur húmor sé vinsælastur, þó er það ekki bundið við Eyjamenn sérstaklega, en þessi uppistandshúmor sem nú er vinsælastur er nokkuð í anda þeirra Fóstbræðra og Radíus- bræðra. Þeir hafa gefið tóninn í íslensku uppistandi, en auðvitað má alltaf sjá einhveija þjóðfélagsgagnrýni í góðu uppistandi, þó að ég hafi ekki verið með neitt slíkt í keppninni. Ég er enn þá að byggja upp minn stíl og varpa stóra sprengjunni þegar fólk hefur jafnað sig eftir tröllið í Dalfjalli sem skellti svona hrikalega á eftir sér hurðinni á 17. júní. Hefurðu annars ekki heyrt af því.“ Nei, segi ég. Lof mér að heyra þá sögu. „Þetta er saga sem höfð er eftir Meiri Gúrara. Einu sinni fyrir langa löngu, þegar engin byggð var í Dalnum nema trölla. Þá heyrðist allt í einu mikið baul, svona MÖÖÖ- ÖÖÖÖÖÖÖ! Síðan liðu hundrað ár og þá heyrist sagt: „Var þetta belja.“ Síðan liðu hundrað ár og þá heyrist sagt: „Nei, þetta var naut.“ Síðanlíða önnur hundrað ár og þá heyrist sagt í Dalfjalli. „Ef þið hættið ekki þessum helvítis kjaftagangi þá er fer ég.“ Nú eins og fólk varð vart við á laugar- daginn þá er alveg greinilegt að tröllið hefur verið að fara og skellt svona hressilega á eftir sér.“ „Svo er hér annar,“ bætti Sindri Freyr við „Veistu hvað er líkt með ffl.“ „Nei.“ „Hann hvorki hjólar.“ Aðspurður sagði Sindri Freyr að hann hafi ekki fláð mjög feitan gölt eftir sigurinn. „Ég fékk hvorki bfl né rakspíra, en það er þó huggun harmi gegn að ég má nota Eyverjasalinn hvenær sem ég vil í uppistand mér og öðram til skemmtunar og það er aldrei að vita nema þá fljúgi nokkrir jarðskjálftabrandarar," sagði Sindri Freyr að lokum. ANÍTA, til hægri, systir Adda, lét sig ekki vanta við opnun sýningarinnar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.