Fréttir - Eyjafréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 22. júm' 2000
Fréttir
15
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur:
Hús hafa aldrei hrunið í
Eyjum vegna landskjálfta
Við Eyjamenn fórum ekki varhluta af
landskjálítanum sem varð á laugardag,
17. júní síðastliðinn. Skjálftinn olli
töluverðum usla og hræðslu einkum
vegna þess mikla gijóthruns sem hann
kom af stað.
Landskjálftar af þessari stærðar-
gráðu og stærri, allt að 7 á Richters
kvarða, hafa skekið landsmenn allt frá
því að land byggðist. I seinni tíð hafa
þessir skjálftar hlotið nafnið Suður-
landsskjálftar, það er þeir sem eiga sér
stað hér sunnanlands og Norðurlands-
skjálftar yftr þá er eiga sér stað á
Norðurlandi. Eins og flestum er
kunnugt þá er landið klofið eftir endi-
löngu af Norður-Atlantshafshryggn-
um. Hryggur þessi er hliðraður um
nokkra kílómetra til austurs um
miðbik landisins og myndar þannig
hið svonefnda austur og norður
gosbelti.
Við endimörk þessara gosbelta
tengist þetta hryggjakerfi saman með
miklum jarðskjálftabeltum sem hafa
verið nefnd Suðurlands brotabeltið og
Norðurlands þverbrotabeltið. A
þessum svæðum núast brúnir jarð-
skorpuflekanna saman, en ghðna ekki
í sundur eins og í gosbeltunum. Þetta
er meginástæða þess að á þessum
svæðum verða skjálftar af stærðinni 6
til 7 á Richters kvarða.
Eyðileggingarmáttur svo stórra
skjálfta er mestur næst upptaka-
svæðum og minkar hratt út frá þeim.
Eins og berlega kom í sljós í
skjálftanum á laugardag þá koma
gamlar byggingar verst út úr svona
hamförum. Þetta má einkum rekja til
þess að byggingamar voru ekki
byggðar samkvæmt ströngum jarð-
skjálftastöðlum.
Hér í Eyjum hafa menn alla tíð
orðið varir við landsskjálftana og er
sagnir af þeim að finna víða í
annálum. Aldrei hefur þó hús hrunið
hér í sökum þeirra, enda erum við
mjög langt frá upptökum. Hins vegar
er alltaf talað um grjóthrun og hefur
stundum hlotist skaði af. Þannig fórst
einn maður í skjálftunum 1896 er gijót
kom í höfuð honum og tveir aðrir vom
hætt komnir. Nú fer í hönd
lundaveiðitími og sá tími sem menn
stunda göngur og sprang. Það er því
rétt fyrir okkur að hafa í huga að
skjálftahrinan er ekki gengin yfir og
við eigum von á nokkrum skjálftum
enn af stærðargráðunni 6 til 7. Þegar
þessi orð em skrifuð mæla mælar á
Suðurlandi allt að 100 skjálfta á klst.
Okkur vísindamönnum er ljóst að
aukin tíðni smáskjálfta dregur ekki úr
hættu á stórskjálfta heldur þvert á móti
eykur þær. Ennfremur sjáum við að
aðeins hluti brotabeltisins hefur losað
um spennu, sem að öllum líkindum
eykur spennu á hinum svæðunum.
Allt þetta bendir því til þess að stórir
skjálftar muni verða í allra næstu
framtíð. Þeir skjálftar munu ekki hafa
vægari áhrif hér í Eyjum en sá er kom
á laugardag. Við skulum því hafa allan
varann á og nota tímann til þess að
fara í gegnum húsin okkar, festa hillur
og endurraða húsmunum sem valtir
em. Ennfremur em það tilmæli til
lundaveiðimanna að hafa vara á sér í
úteyjum og heimalandinu og forðast
veiðistaði undir klettum og klöngri,
hið sama á við um sprangara og
göngufólk.
Á mynd, sem tekin var af Sigfúsi Eymundssyni á síðasta áratug
síðustu aldar er að sjá nákvæmlega sömu ummerki eftir skriður og
grjóthrun í Klifinu eins og á þessari mynd. Er þar trúlega um að
ræða ummerki eftir skjálftann á Suðurlandi 1896.
Rafmagnslaust í klukkutíma á laugardag:
Mistök, sem ekki þarf að
óttast að endurtaki sig
-segir veitustjóri
í skjálftanum á laugardag fór
rafmagnið af í Eyjum þegar rofi
brann yfir í stöðinni á Hvoisvelli.
Mörgum þótti biðin löng eftir því að
rafmagn kæmist aftur á en u.þ.b.
klukkutími leið áður en búið var að
koma því á í Vestmannaeyjum.
Friðrik Friðriksson, veitustjóri, segir
skýringuna á því hve langt leið þar til
rafmagn komst aftur á, vera mannleg
mistök eða misskilning. Sá sem var á
vakt á Iaugardag fór beint í Kyndistöð
til að loka fyrir enda er farið fyrst í
vatnið þegar rafmagn fer af. Vegna
misskilnings fór starfsmaður á bak-
vakt ekki þegar í stað í rafmagnið og
því leið lengri tími þar til það var
komið á en eðlilegt hefði verið.
I skjálftanum í fyrrinótt fór raf-
magnið einnig af en þá urðu engin
mistök og var rafmagn komið á að
nýju um 20 mínútum síðar. Friðrik
segir að í þeim tilvikum þegar raf-
magnið fer af sé stefnt að því að ekki
líði nema hálfitími þar til það sé komið
á að nýju. Það hafi gengið eftir á
miðvikudag og verði væntanlega svo
áffam.
Friðrik segir að menn hafi haft
nokkrar áhyggjur af vatnsleiðslunum
milli lands og eyja. Engar skemmdir
hafi komið ffam á þeim og sé ástæðan
fyrst og fremst sú að skjálftabylgjan
kemur þvert á leiðsluna og lyftir henni
samtímis alls staðar. Aftur á móú hafi
hitaveituleiðslumar í Rangárvallasýslu
farið í sundur þar sem skjálftabylgjan
gekk langsum effir þeim. Friðrik segir
að jarðvegslyfting í skjálftunum sé
upp á hálfan metra og hefði bylgjan
komið langsum á vatnsleiðslumar
hefðu þær hlykkjast eins og ormur og
vafamál hvort þær hefðu þolað þá
sveigju.
Þó svo að mörgum hafi brugðið
illilega við skjálftann á
laugardag þá voru þessar tvær
ekki í þeim hópi. Þær Dúfa og
Helga höfðu komið sér vel fyrir
á útsýnispallinum austur á
hrauni þegar lætin hófust og
datt ekki í hug að láta einn
smáskjálfta koma sér úr
jafnvægi. ÞegarMarýá
Kirkjubæ smellti þessari mynd
af þeim, um 20 mínútum eftir
að hrinan var um garð gengin,
voru þær hinar hressustu og
sögðust ætla að njóta
veðurblíðunnar áfram enda
þyrfti meira en einn
jarðskjálfta til að koma
taugakerfinu hjá þeim úr
sambandi.
Spurt er????
Hvernig -
varð þér
við
skjálft-
ann á
laugar-
daginn?
Hallgn'mur Þórðarson, neta- i
gerðarmaður ogsöngvari:
„Eg var inni í Dal. ;
mcð fjögurra ára
slrák og við vorum i
við Tjörnina þegar
þetta dundi ylir.
Mér brá en varð ;
ekki hræddur enda 1
vorum við á góðum i
slað. Eg sagði drengnum að þetla j
væri bara jarðskjálfti og svo
löbbuðum við í rólegheitum í buitu
og hvorugum okkar varð neitl um
þetta."
Kriðlinnur Finnbogason í
Eyjabúð:
„Eg var að mála
húsið, var
nýkominn olan úr
stiganum og brá illa .
við. En þegar jiella i
var um garð gengið 1
hélt ég bara áfram
að mála."
Snorri Oskarsson í Betel:
„Mér brá. Ég átti
ekki von á svona
hörðum ^kjálfta.
En svo varð ég
alskaplega glaður
þegar ég Irétli að
enginn hefði slasasl
alvarlega í þessum
hamförum."
Birgir Sveinsson í TvLstinum:
„Ég var staddur
heima hjá móður
minni á Hvílinga-
veginum og þetta
var ónolalegt. Mér
llaug í hug hvort
það væri aftur farið
að gjósa."
Ellý (iísladóttir á Heilbrigðis-
stofnuninni:
„Ég var nú ekki í I
Eyjum. Eg var á
æltarmóti við
Geysi í Haukadal
og var í heita j
poltinum seml
skyndilega breyttist
í nuddpotl. En
þetta var ósköp rólegt hjá okkur
miðað við það sem var annars
staðar."
Karl Björnsson, læknir:
„Ég var hcima hjá j
mér að baka
piinnukiikur og var j
aðallega lúll ylir
því að rafmagnið
skyldi lára."