Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Blaðsíða 1
innimálning 27. árgangur » Vestmannaeyjum 23. nóvember 2000 * 47. tölublað » Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 * Fax:481 1293 Verkfdll á farskipum: Herjólfur stöðvast í kvöld -Ekki hefur verið sótt um undanþágu vegna siglinga Herjólfe og forseti FFSI á ekki von á að neinar undanþágur verði veittar Að öllu óbreyttu hefst boðað verkfall yfirmanna á farskipum á miðnætti í kvöld. Ef ekki semst fyrir þann tíma fara skipstjórar, stýrimenn, brytar og matsveinar í verkfall. Þetta mun m.a. hafa þau áhrif að siglingar Herjólfs stöðvast og ferð skipsins í dag því sú síðasta íyrir verkfall. Grétar Mar Jónsson, forseti Farmanna- og Fiskimannasambands- ins, segir að samningaviðræður hafi staðið yfir undanfama daga og fundað fram eftir kvöldi. „Ég veit ekki hvað ég á að segja um gang þeirra við- ræðna. Auðvitað vonar maður að þetta leysist en ég er ekkert of bjartsýnn,“ sagði Grétar Mar. Að sögn Grétars Mars hafa engar undanþágubeiðnir borist um siglingar í verkfalli, hvorki frá stjóm Heijólfs né öðmm og hann sagðist ekki eiga von á að neinar undanþágur yrðu gefnar ef til verkfalls kemur. „Menn em að tala saman og meðan það á sér stað þá er alltaf von um að samningar takist og ekkert verði úr verkfalli. En komi til verkfalls þá munum við sækja um undanþágu íyrir Herjólf,“ sagði Magnús Jónasson, ífamkvæmdastjóri Heijólfs hf. I , , ' Fréttir/Guðmundur Ásmundsson FJOLMENNI var a þjoðlagamessu i Landakirkju a sunnudagskvöldið. Þetta var notaleg kvöldstund þar sem fjölskyldan gat komið saman og hlýtt á létta tónlist með Guðsorðinu. Litlu lærisveinarnir leiddu sönginn en fleira tónlistarfólk léttil sín heyra. Háey VE: Dró trillu til hafnar Togskipið Háey VE (áður Emma VE) kom vélbátnum Guðrúnu frá Hafnarfirði til aðstoðar á mánu- dag og dró Guðrúnu til Hafnar- fjarðar eftir að drepist hafði á vél bátsins. Óskar Þór Kristjánsson, skipstjóri á Háey, segir að þeir hafi verið norð- vestur af Garðskaga og verið á leið til Hafnarfjarðar þegar þeir heyrðu í talstöðinni að sést hefði neyðarblys á lofti. „Svona meðan við vorum að kanna þetta og miða út staðinn sem blysið hafði sést á, þá sáum við neyðarblys, svona fjórar mílur fyrir framan okkur, og héldum á það. Þá var þetta Guðrún HF, 12 tonna trilla. Þeir höfðu lent í einhverjum vélar- pikkles, fengið sjó inn á vélina og voru rafmagnslausir. Þyrla Land- helgisgæslunnar var þama skammt frá við æfingar, svo og varðskipið Ægir en það varð að ráði að við tækjum Guðrúnu í tog til Hafnarfjarðar," segir Óskar Þór. Þetta átti sér stað um kvöld- matarleytið á mánudag en Óskar Þór segir að skipveijamir þrír á Guðrúnu hafi verið einhvem tíma að brasa við vélina áður en þeir skutu upp blys- inu. „Við settum landfestingartóg um borð til þeirra en svo þegar við vomm búnir að toga þá nokkra stund þá slitnaði upp pollinn hjá þeim sem það var fest í. Þá komu þeir spotta yfir til okkar sem slitnaði fljótlega og það var ekki fyrr en þeir voru búnir að taka tógið frá okkur aftur um borð og binda það tryggilega að þetta fór að ganga og eftir það gekk áfalla- laust alla leið til Hafnaríjarðar." Þangað komu þeir um tvöleytið um nóttina en Óskar Þór segir að skip- verjamir um borð í Guðrúnu hafi verið orðnir ansi kaldir og þrekaðir enda enginn hiti um borð hjá þeim. „Þó hresstust þeir talsvert eftir að okkur tókst að koma til þeirra kaffibrúsa og ég held að þeir hafi verið fljótir að ná sér þegar í land var kornið," sagði Óskar Þór þegar við ræddum við hann í gær. Loðnu landað í gær í Vestmannaeyjum Loðnufrysting hafin hjá Vinnslustöðinni Fyrstu loðnunni um langt skeið var landað í Vestmannaeyjum í gær. Það var Sigurður VE sem hingað kom með 1400 til 1500 tonn af loðnu sem fengust á loðnumiðunum við Vestfirði. Sú loðna fer öll til bræðslu hjá FES. Loðnuveiðin hefur verið dræm fram til þessa en sjómenn segja að eitthvað virðist vera að rofa til núna og betur gangi að ná henni. Fleiri skip em væntanleg hingað með loðnu, t.d. átti Isleifur VE að koma til Eyja í nótt með 500 tonn og er ætlunin að reyna að frysta eitthvað af afla hans hjá Vinnslustöðinni. Kap er einnig vænt- anleg í dag með 700 tonn og verður sömuleiðis fryst úr þeim afla. Þór Vilhjálmsson, hjá Vinnslustöðinni segir að búið sé að setja á vaktir fyrir loðnufrystinguna en allt sé enn í óvissu með hve mikið unnt verður að frysta af þessum afla. Gæði loðn- unnar koma til með að ákvarða það. En það er fínt að fá þetta í framhaldi af síldarfrystingunni," sagði Þór. LÖNDUN úrSighvati. Sfldarfrystingu er lokið hjá Vinnslu- stöðinni, a.m.k. í bili. Sighvatur Bjamason VE, sem verið hefur á sfldveiðum fyrir Vinnslustöðina, hefur hætt þeim veiðum að sinni, enda lítið að finna af sfld, og var í gær á leiðinni á loðnumiðin. Ef vel gengur með að frysta úr afla þessara loðnuskipa og góð veiði helst áfram, má fastlega reikna með að áframhald muni verða á frystingunni sem er góð búbót á þessum árstíma en oft hefur ástandið verið með daufara móti í fisk- vinnslunni um þetta leyti árs. Guðmundur VE fékk einnig ágætan loðnuafla í gær en ákveðið var að hann landaði í Krossanesi. Jón Ólafur Svansson, framleiðslustjóri hjá Is- félaginu, segir að þar sé verið að skoða möguleikana á því að frysta loðnu á Rússlandsmarkað. „Reyndar er flokkarinn okkar bilaður en við getum fengið flokkaða loðnu hjá Vinnslustöðinni og höfum verið að athuga með möguleikana á því að frysta eitthvað af aflanum hjá Isleifi. Við erum svona að setja okkur í stellingar og ef þessi loðna er í lagi þá er ekkert því til fyrirstöðu að við frystum líka,“ sagði Jón Ólafur. TM-ÖRYGGI FYRIR FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll trygg ngamálin áeinfaldanog Bíföverkstæöiö BVagginni s.f. jHtéHÉ&aiff o',g] s'pTiaiöifiiiim Flötum 20 - Sími 481 1535 VM®ímik ©g) swwfMfS VetraragetiBWl írá Ftyjui frá Nflábnitii IMáiiudl. - laugardl. fell. 08.1 S lcl. 12.00 Sunnudag kl. 114.00 kll. 118.00 AiUfeaferð föstud. kl. 15.30 kl. 110.00 HerjóHiir Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.