Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Síða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 23. nóvember 2000 Enn fækkar færslum í dagbók Færslum fer fækkandi í dagbók lögreglu með hverri vikunni sem líður og í síðustu viku vom þær 165 talsins. Ef sama þróun héldi áfram út árið mætti búast við að nýrri öld yrði heilsað með tveggja stafa tölu í færslubók lögreglu. Því miður eru þó ekki líkindi á slíku, þar sem reynslan sýnir að erill hjá lögreglu eykst nokkuð þegar líða tekur á aðventu, að ekki sé nú minnst á sjálf áramótin. Skemmdu bíla Tvenn eignaspjöll voru kærð til lögreglu í vikunni og í báðunr tilvikum var um að ræða skemmdir á bílum. Fyrra tilvikið átti sér stað á miðvikudag í síðustu viku en þá vom brotnar rúður í bíl sem stóð á bílastæði við Áshamarsblokkirnar. Hið seinna var á sunnudag við Iþróttamiðstöðina en þar var bifreið rispuð með því að henda í hana sandi. Ekki er vitað hverjir þarna vom að verki og óskar lögregla eftir upplýsingum. • • Olvaður og rétt- indalaus ók út af ó stolnum bíl Að kvöldi miðvikudags í síðustu viku var tilkynnt um bifreið utan vegar á Nýjahrauni. Við athugun lögreglu kom í ljós að bifreiðin hafði verið tekin ófrjálsri hendi og hafði ökumaðurinn ekið henni undir áhrifum áfengis án þess að hafa ökuréttindi. Endaði ökuferðin utan vegar við vegarslóða að hitaveitu- svæðinu. Bifreiðin er mikið skemmd en ökumaður slapp með skrámur. Þrír kærðir í umferðinni AUs voru þrjú umferðarlagabrot kærð í síðustu viku. í einu tilvikinu var um að ræða árekstur og brottför en þar hafði verið ekið utan í bifreið sern stóð við Áshamarsblokkimar. Þetta gerðist á laugardag. Ekki er vitað hver valdur var að þessu og óskar lögregla þess að sá geft sig fram og eins þeir sem hugsanlega hafa orðið varir við áreksturinn. Hin brotin, sem kært var iýrir, voru biðskyldubrot og of hraður akstur. Þá var eitt umferðaróhapp tilkynnt lögreglu í vikunni. Það gerðist á Skólavegi þar sent bam hjólaði á bifreið. Var þar um minni háttar meiðsl að ræða og lítils háttar skemmdir á bifreiðinni. Þingmálum fagnað Fyrir fundi bæjarráðs á mánudag lágu nokkur bréf frá Alþingi til umsagnar. Þar á meðal var þings- ályktunartillaga um ferjuaðstöðu við Bakkafjöm. Bæjarráð fagnar þeirri tillögu og hvetur til þess að málið fái skjótan framgang. Þá lá og fyrir bréf vegna frumvarps til laga um loftferðir og tekur bæjtmáð undir með flutningsmönnum fmm- varpsíns um að leiðarflugsgjald (flugmiðaskattur) sé enn einn skatturinn sem harðast komi niður á íbúum landsbyggðarinnar. Héraðsdómur Suðurlands: Sex mánaða fangelsi Þann 9. nóvember sl. var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands dómur í máli sem ákæruvaldið, sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, höfðaði gegn Vestmannaeyingi á þrítugsaldri, fyrir tvö brot, nytja- stuld og umferðarlagabrot. Bæði brotin voru framin á seinni hluta ársins 1998 og í báðum tilvikum hafði ákærði tekið bíl í heimildarleysi á höfuðborgarsvæðinu og ekið undir áhrifum áfengis og réttindalaus. Báðar enduðu ökuferðimar með ákeyrslu á ljósastaur. Ákærði játaði skýlaust þessi brot sín en ákveðið var að hann skyldi sæta sérstakri geðskoðun. Þá kemur fram að ákærði hefur átt við áfengis- og lyljafíkn að stríða en hefur náð tökum á þeim vanda. Úrskurður geðlæknis var að ákærði teldist sakhæfúr en óvíst að fangelsisvist yrði til góðs, sam- félagsþjónusta hæfði ákærða betur. Samkvæmt sakavottorði ákærða hafði hann tvívegis áður á árinu 1998 gengist undir lögreglustjórasátt fyrir ölvunarakstur, sviptur ökuréttindum og sektaður. Þá hafði hann tvívegis verið dæmdur á árinu fyrir ijársvik og þjófnað, í samtals_9 mánaða fangelsi skilorðsbundið. Árið 1999 var hann síðan dæmdur í 6 mánaða fangelsi skilorðsbundið í þijú ár. Dómsúrskurður var að hinn ákærði var dæmdur í sex mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum í ijögur ár. Er sú refsing í einu lagi fyrir þau brot sem áður vom tilgreind. Þá var hann einnig dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ólafur Börkur Þor- valdsson, héraðsdómari kvað upp dóminn. Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum: Vantar löglærða fulltrúa Við sýslumannsembættið í Vest- mannaeyjum hefur verið skortur á löglærðum fulltrúum megnið af þessu ári. Auglýsingar eftir fólki hafa engan árangur borið. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður, segir að þetta ástand hafi verið viðvarandi að meira eða minna leyti síðan í mars. „Tveir fulltrúar hjá embættinu hættu störfum með skömmu millibili. Einn var ráðinn í júní en ekki hefur tekist að ráða í starf hins. Eg hef auglýst í Morgun- blaðinu, á Netinu og haft samband við Lagadeild Háskólans en án árangurs." Karl Gauti segir að reynt hafi verið að leysa þetta með því að annað starfsfólk hafi tekið á sig aukna vinnu en auðvitað hafi eitthvað safnast upp af verkefnum. Fram til þessa hefur ekki verið vandamál að fá lög- fræðinga til vinnu, t.a.m. hafa nýútskrifaðir lögffæðingar oft komið hingað til starfa sem fulltrúar. En hvemig stendur á því að sá áhugi virðist ekki lengur lýrir hendi? „Eg veit það ekki en ég giska á að ungt fólk vilji frekar vera á höfuð- borgarsvæðinu en úti á landi. Þar er auðveldara að fá vinnu og skipta um vinnu ef svo ber undir. Mögu- leikamir em fjölbreyttari þar. Það er skoðun margra að mjög gott hafi verið fyrir nýútskrifaða lögfræðinga að fara til starfa við embættin úti á landi. Það hafa margir gert, unnið við það um tveggja til þriggja ára skeið, og aflað sér mikillar og víðtækrar reynslu. Þá held ég að launakjörin séu jafnvel betri úti á landi en í Reykjavík. En það virðist bara ekki duga lengur," segir Karl Gauti. Ríkissaksóknari: Borðmálið loks til lykta leitt Eins og flestum mun kunnugt upphófust fyrir tveimur árum miklar deilur vegna meintra spjalla á fornleifum í Herjólfsdal. Þá var fjarlægt víðfrægt hlaðið borð, sem sumir töldu merkar fornminjar en aðrir sem drógu menningarlegt gildi borðsins í efa. Málið var kært til yfirvalda og skýrslur teknar af meintum ódæðis- mönnum, svo og nokkmm hópi manna sem töldu sig kunnuga staðháttum í Herjólfsdal og áður- nefndu borði. Nú er þetta mál til lykta leitt. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að krefjast ekki frekari aðgerða varðandi meint spjöll á fomleifum í Herjólfsdal og hefur sýslumaður sent bréf um þá ákvörðun til fomleifanefndar. Þetta þýðir væntanlega að brottnámsmenn borðsins geta andað rólegar og eiga hvorki yfir höfði sér fangavist né fésektir vegna þessa gjömings. Líður eins og hreinni og óspjallaðri mey „Heyrðu, þetta er ánægjulegt að heyra," sagði Birgir Guðjónsson, for- maður þjóðhátíðamefndar þegar honum vom færð þessi tíðindi en hann var einn þeirra sem var ásakaður fýrir hin meintu spjöll. „Alveg ágætt. Manni líður bara svipað og hreinni og óspjallaðri mey eftir að fá svona tíðindi. Ætli við verðum þá ekki að fara að bretta upp ermamar og hlaða nýtt borð, við vomm víst búnir að lofa því.“ NÝSKÖPUN í atvinnulífínu. Nú styttist í að nóta- og togskipið Huginn VE, sem verið er að smíða í Chile, verði tilbúinn. Hann er væntanlegur fljótlega eftir áramót til landsins. Huginn verður eitt fullkomnasta ef ekki fullkomnasta skip landsins af þessari gerð. Hægt er að frysta allan afla um borð og eru afköstin um 100 tonn á sólarhring. Frystibúnaðurinn, sem er íslensk smíði, er mjög fullkominn og þarf mannshöndin lítið sem ekkert að koma að vinnslunni. Er þarna um nýsköpun í íslenskum iðnaði og sjálfur verður Huginn nýsköpun í atvinnulífi Vestmannaeyja því þarna er verið að fara inn á nýjar brautir í útgerð. Auk þess sem störfum sjómanna fjölgar en gert er ráð fyrir 22 körlum í áhöfn á móti 12 á þeim gamla. B|örn Elíasson ráðinn aðstoðar- skólastjóri í haust sagði Jóna Olafsdóttir, aðstoðarskólastjóri Barnaskólans, upp stöðu sinni þar sem hún er að taka til starfa sem forstöðumaður Athvarfsins. Staða aðstoðarskólastjóra var því auglýst og barst ein umsókn um hana, frá Bimi Elíassyni, kennara. Skóla- stjóri mælti með ráðningu Bjöms og hefur skólamálaráð samþykkt að ráða hann til starfsins frá 1. jan. nk. Bjöm er raunar ekki með öllu ókunnugur þessari stöðu þar sem hann gegndi henni á síðasta skólaári meðan Jóna Ólafsdóttir var í leyfi ffá störfum. Útgefandi; Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvi_stinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. FRETTIR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.