Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Page 8
8 Fréttir Fimmtudagur 23. nóvember 2000 Schengen samningurinn: Nákvæmara og skilvirkara eftirlit segir Guðbjörn Ármannsson, deildarstjóri Tollgæslunnar í Vestmannaeyjum Hinn svoknllaði Schengen samningur mun taka gildi 25. mars á næsta ári. Aðilarað honum eru ríki EES-svæðisins, að Sviss undanskildu en ísland gerðist aðili að þessum samningi 18. maí í fyrra. Markmið Schengen samningsins er að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri þátttökuríkjanna og fella niður persónueftirlit með einstaklingum á ferð milli ríkjanna, á sama tíma og barátta gegn brotastarfsemi er styrkt. Tollgæsla, lögregla og Landhelgisgæsla Guðbjöm Armannsson, deildarstjóri Tollgæslunnar í Vestmannaeyjum, hefur nýlokið þátttöku í námskeiði sem haldið var í Keflavík, vegna gildistöku Schengen samningsins. Hann segir að áður hafi verið haldið stutt námskeið, fyrir alla lögreglu- menn og tollverði á landinu þar sem meginatriði samningsins hafi verið kynnt. Námskeiðið í Keflavík hafi verið framhaldsnámskeið og haldið fyrir tollverði og þá starfsmenn lög- reglu og Landhelgisgæslu sem einkum muni annast þessi mál. Guðbjöm lauk námi við Tollskólann 1986 og starfaði í Reykjavík fram til 1989 en það ár var hann „lánaður" til Vestmannaeyja í tvo mánuði, samkvæmt beiðni bæjarfógetans í Eyjum. En það hefur teygst úr þessum tveimur mánuðum. Hér kynntist Guðbjörn eiginkonunni, Stefaníu Ástvaldsdóttur, og sneri ekki aftur til Reykjavíkur, heldur býr hér enn og ekkert fararsnið á honum. Notkun vegabréfa og verklegar æfingar Guðbjöm segir að fjórir starfsmenn sýslumanns í Vestmannaeyjum hafi sótt námskeiðið í Keflavík, tveir lögreglumenn og tveir tollverðir. Námskeiðið var tvískipt. Annars vegar var farið í notkun vegabréfa og atriði Schengen samningsins en hins vegar var um verklegar æfingar að ræða í Leifsstöð. M.a. var farið yfir hinar ýmsu útgáfur vegabréfa í heiminum, öryggisþætti, útlit vega- bréfa, sérstök skoðunaratriði þeirra, falsanir og fleira. Leiðbeinendur á námskeiðinu komu frá ríkislögreglu- stjóra, útlendingaeftirliti, dómsmála- ráðuneyti og bandaríska innflytjenda- eftirlitinu. Skilið milli farþega í Leifsstöð Með gildistöku samningsins getur fólk ferðast innan Schengen svæðisins án vegabréfa og samkvæmt samningnum telst sá útlendingur sem ekki er ríkisborgari í ríki sem er aðili að samningnum. Rík áhersla verður lögð á skoðun einstaklinga sem koma inn á Schengen svæðið um flughafnir eða hafnir. Þá verður í Leifsstöð greint milli farþega sem koma frá löndum innan Schengen svæðisins og þeirra sem eru utan þess, svo sem Banda- ríkjanna og Kanada. Skipstjórum allra skipa, sem hafa Island sem ákvörðunarstað, er skylt að tilkynna sig til Landhelgisgæslunnar 24 klst. áður en komið er inn í 12 mflna landhelgi. Þar þarf að gefa upp nafn, radíómerki, þjóðerni, tegund, dagsetningu, ákvörðunarstað og áætlaðan komutíma, auk áhafnar- og farþegaskrár. Meiri kröfur gerðar Guðbjöm segir að í raun sé þetta ekki mikil breyting á starfi löggæslumanna og tollvarða í Vestmannaeyjum. Tollgæslan í Eyjum hefur annast vegabréfaeftirlit með skipum og flugvélum sem hingað hafa komið erlendis frá. Þetta feli aftur í sér mun nákvæmara og skilvirkara eftirlit. Meiri kröfur séu gerðar, ekki síst á Islandi sem er á mörkum ytra svæðis Schengen. Viðamikið upplýsinga- kerfi hefur verið sett á stofn vegna þessa og eru höfuðstöðvar þess í Frakklandi en ríkislögreglustjóri sér um tengslaskrifstofu á Islandi. Þetta upplýsingakerfí Schengen (skamm- stafað SIS) mun halda utan um upplýsingar um t.d. skráða, eftirlýsta aðila, sem synja á um komu, týnda einstaklinga, stolin farartæki o.fl. Sigurg. Wff/Íifsfð&Jh GUÐBJÖRN ÁRMANNSSON segir að í raun sé þetta ekki mikil breyting á starfi löggæslumanna og tollvarða í Vestmannaeyjum en feli í sér nákvæmara og skilvirkara eftirlit. Hættir Flugfélagið að fljúga til Eyja? Flugfargjöld hafa hækkað um 29% á fimm mánuðum MARGT hefur breyst frá því Flugfélagið og íslandsfiug voru í samkeppni um farþega á leið til og frá Vestmannaeyjum. I l'réttum Ríkissjónvarpsins á mánudag kom fram að rekstur Fluglciða hefur gengið erfiðlega, ekki síst vegna tíðra eldsneytis- hækkana á árinu. Þá upplýsti Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í sama fréttatíma, að jafnvel standi til að hætta áætl- unarflugi Flugfélags íslands, sem er dótturfyrirtæki Flugleiða, til Vestmannaeyja þar sem sú flugleið sé ekki hagkvæm rekstrarlega séð. Flugfargjöld hafa hækkað þrívegis á fimm mánaða tímabili. í júlí hækkuðu fargjöld um 5 til 7%, í ágúst um tæp 10% og í gær hækkuðu fargjöldin um 7 til 8%. í byrjun júlí kostaði forgangssæti í hæsta flokki, flugmiði báðar leiðir, 10.330 kr., hækkaði þá í 11.130 kr., hækkaði í ágúst í 12.330 kr. en eftir hækkunina í gær er það komið í 13.330 kr. Krónutöluhækkun á fargjaldinu síðan í júlí er 3000 kr. og fargjaldið hefur hækkað um rúm 29% á tæpum fimm mánuðum. Þrátt fyrir þessa hækkun telja forsvarsmenn Flugleiða ekki rekstrar- léga hagkvæmt að halda uppi áætlunarflugi til Vestmannaeyja og hafa, eins og áður er sagt, ýjað að því að því kunni að verða hætt. Ekki kemur fram hve mikið fargjaldið milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja þyrfti að hækka til þess að reksturinn beri sig en nokkuð Ijóst er af framan- greindu að þessi 29% duga engan veginn til þess. Erum ekkert að hætta „Eg held að þessi orð Sigurðar Helgasonar hafi verulega verið slitin úr samhengi og túlkuð nokkuð frjálslega," segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands. „Þama var verið að ræða um rekstur Flugleiða, sem er upp á 30 milljarða, og allt í einu er aðalmálið orðið Flugfélag Islands og flug til Vest- mannaeyja. Aftur á móti er það staðreynd að við höfum verið í vandræðum með afkomuna á Vestmannaeyjaleiðinni. Þetta er stutt flugleið en kflómetrafjöldinn skiptir ekki meginmáli, flugtak og lending eru dýrustu hlutamir í fluginu og því em stuttu flugleiðimar tiltölulega dýrari en hinar. En við höfum verið að reyna ýmsar breytingar að undan- fömu til að bæta stöðuna, síðasta hækkun fargjalda er einn liðurinn í því, jafnvel verðum við að draga úr þjónustu eða annað. En ég held að það sé ákaflega sterkt til orða tekið að við séum að hætta að fljúga til Vestmannaeyja, mér vitanlega er það ekki á dagskrá. Vestmannaeyingar geta alveg sofið rólegir þó að einhver fréttastofa sé að búa til frétt, við emm ekkert að hætta að fljúga til Eyja,“ segir Jón Karl Ólafsson. Verið að stúta ferðaþjónustunni „Þessar tíðu hækkanir á fargjöldum hafa auðvitað komið illa við okkur sem emm í þjónustu við ferðamenn í Eyjum,“ segir Gísli Magnússon, hjá Ferðaþjónustu Vestmannaeyja. „Ferðaskrifstofumar í Reykjavík hafa sent ferðamenn hingað með flugi. Ferðamönnum standa til boða ákveðnir ferðapakkar, t.d. Bláa lónið, Gullfoss og Geysir, Stykkishólmur, Vestmannaeyjar. Auðvitað fer það talsvert eftir verði þessara pakka hvað verður fyrir valinu. Hækkun flug- fargjalda hefur því ekki bætt stöðuna hjá okkur í Vestmannaeyjum. Ef svo stendur til, í framhaldi af þessu, að hætta að fljúga hingað þá er hreinlega verið að stúta ferðaþjónustunni í Eyjum,“ segir Gísli Magnússon. Flugsamgöngur verða að vera í lagi „Það er skelfilegt ef Flugfélagið ætlar sér að hætta áætlunarflugi til Vest- mannaeyja og ég vona bara að svo fari ekki,“ segir Jóhann Heið- mundsson, hótelstjóri á Þórshamri. Við misstum Islandsflug út úr áætlun fyrr á árinu og það var slæmt. Flugsamgöngur verða að vera í lagi í Vestmannaeyjum, við eram eyland og verðum að fá að sitja við sama borð og aðrir í samgöngumálum. Eg vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef Flugfélagið hætti að fljúga hingað en sem betur fer held ég að það sé nú eitthvað orðum aukið,“ sagði Jóhann Heiðmundsson. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.