Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Page 13
Fimmtudagur 23. nóvember 2000
Fréttir
12
Haldið upp á 120 ára afmæli barnafræðslu
Á fímmtudag í síðustu viku var
haldið upp á að 120 ár eru síðan
samfelld barnafræðsla hófst í
Vestmannaeyjum.
Hjálmfríður Sveinsdóttir,
skólastjóri Barnaskólans, segir að
ekki sé með vissu vitað hvaða dag
það nám hófst, fyrir 120 árum, en
talið að það hafi verið í nóvember.
Á fímmtudaginn var líka dagur
íslenskrar tungu og þótti tilvalið að
slá þessu tvennu saman.
Hjálmfríður segir að nemendum í
miðstigi skólans, 5.-7. bekk, hafí
verið blandað saman í sex hópa.
Þeir hópar héldu síðan í bæinn á
fimmtudag og fluttu undirbúna
dagskrá í ýmsum stofnunum, svo
sem í Ráðhúsinu og leikskólunum,
þar sem krakkarnir lásu upp og
sögðu frá skólahaldi.
Hönnunarhópar í 10. bekk hafa að
undanförnu unnið að útfærslu
merkis skólans með margs konar
efniviði og var efnt til sýningar í
skólanum á þeirri vinnu
krakkanna. Sú sýning er enn uppi
og Iífgar verulega upp á skólann.
Að sjálfsögðu var svo slegið upp
veislu fyrir nemendur og
starfsfólk, með dýrindis
skúffukökum sem runnu ljúflega
niður, enda ekki daglegt brauð,
hvorki hjá mannfólki né
stofnunum, að halda upp á 120 ára
afmæli.
MAGNÚS Loftsson er höfundur að merki skólans og hönnunarhóparnir útfærðu merkið með margs
konar efniviði. Merkið efst til vinstri heitir „Bland í poka“ og er unnið úr sælgæti. Þá kemur „Harður
nagli“ og er unnið úr plasti og öðrum byggingarefnum. Lengst til hægri er svo „Eldheitt gler“ sem er
unnið úr gleri. I neðri röð er til vinstri „Flækja“ sem er unnið úr tauefnum, „Skansinn“ úr fjörugróðri
og grjóti og loks „Ilmur“ sem er unnið úr lauthlöðum og kvistum. Þessar myndir prýða veggi skólans.
Arnar Hjaltalín spyr hvort líkamsrækt sé:
Skyndilausn eða lífsstíll
Með breyttum lífsstíl, reglulegri lrkamsrækt og réttu fæði
ferðu að sjá árangur. Rétt fæði hjálpar mikið til að ná
góðum árangri. Þá er ég ekki að tala um megmnarfæði,
heldur að borða nógu mikið af réttum fæðutegundum og
gæta þess að borða nógu oft. Sannaðu til þú getur náð
árangri, þú uppskerð alltaf eins og þú sáir.
Höfum við ekki
allir hugsað
sem svo „Nú
dríf ég mig í
líkamsrækt tek
vel á og verð
orðinn flottur
fyrir jól“. En
hvað svo? Ör-
fáir okkar drífa
sig af stað og
aðeins brot af
þeim sem byijuðu em ennþá að þegar
kemuraðjólum.
Hvað veldur þessu, er þetta svona
hundleiðinlegt og erfitt, sjáum við
engan árangur strax, eða vinnum við
svo mikið að enginn tími er aflögu
fyrir líkamsræktina? Kannski er
sannleikur í öllu þessu, allavega frá
mínum bæjardyrum séð er ég var að
byija að æfa í Hressó.
Ekki þótti mér gaman að mæta
dauðþreyttur og fara að púla eftir
langan og erfiðan vinnudag. Ekki létu
harðspemimar og verkimir á sér
standa, en alltaf var ístran jafn slöpp
og björgunarhringurinn um mittið
hefði getað haldið mörgum mönnum á
floti.
Samt var ég búinn að vera að í
heilan mánuð tvisvar til þrisvar í viku
klukkutíma í senn. Eg varð hálf fúll og
reyndi að sannfæra sjálfan mig um að
ég gæti alveg eins styrkt mig og
grennt í sófanum heima. En auðvitað
gengur það ekki. Ef við ætlum að ná
árangri til lengri tíma litið þurfum við
að setja okkur markmið. Skapa okkur
aðstæður til að geta unnið að þeim.
Gefa okkur tíma til að ná þeim. Bíta
bara á jaxlinn þegar þreytan og
verkimir segja til sín. Ef þú byijar einn
þá hefur þú alltaf leiðbeinendur til að
segja þér til, hvetja þig áfram og eftir
smátíma ertu yfirleitt kominn í hóp
sem heldur utan um þig og hvetur þig
áfram.
Eins og ég kom inn á í upphafi þarf
maður sem ætlar að ná árangri til
lengri tíma litið að gera líkamsþjálfun
og líkamsrækt að lífsstíl. Gefa því
forgang fram yfir öll hin forgangs-
verkefnin. Koma sjálfum sér á
dagskrá, helst á hverjum degi, 5 daga
vikunnar. Átakshópar sem Hressó fer
reglulega af stað með em góð byrjun,
en fylgja verður þeim eftir með
reglulegri líkamsrækt. Annars ertu
með þeim að sóa bæði tíma og
peningum.
Með breyttum lífsstíl, reglulegri
líkamsrækt og réttu fæði ferðu að sjá
árangur. Rétt fæði hjálpar mikið til að
ná góðum árangri. Þá er ég ekki að
tala um megrunarfæði, heldur að
borða nógu mikið af réttum fæðu-
tegundum og gæta þess að borða nógu
oft. Sannaðu til þú getur náð árangri,
þú uppskerð alltaf eins og þú sáir.
Höfundur erformaður
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja.
ívar Róbertsson skrifar:
Aðstaða fyrir ungt fólk er til staðar í Eyjum
Eg og vinir mínir höfum eytt mörgum klukkutímunum í Eyverja-
salnum við spil og spjall og höfum haft gaman að. Ég vil hvetja
ungt fólk til að athuga málið því þama er toppaðstaða sem allt of
fáir nýta sér. Öllum er velkomið að koma í sal Eyverja.
Ekki alls fyrir löngu var skrifuð grein
í Fréttir þar sem umræðuefnið var að-
stöðuleysi ungs fólks í Eyjum, er þá
verið að að tala um ungt fólk á
aldrinum 16-20 ára. Langaði mig því
að koma með smá innlegg í þá
umræðu.
Eg og vinir mínir höfum komist að
raun um að það er til aðstaða hér í
Eyjum fyrir ungt fólk, meira að segja
alveg toppaðstaða. Þessi staður er
öllum opinn. Er hann á neðri hæð
Ásgarðs við Heimagötu, hann er
kallaður Eyverjasalurinn og er öll
aðstaða þar til fyrirmyndar. I salnum
er að finna sjónvarp og video, tölvu,
billjardborð, græjur og aðstöðu til að
spila og spjalla. Það eru ekki seldar
veitingar á staðnum en öllum er fijálst
að koma með nesti með sér og hella
upp á kaffi.
Eg og vinir mínir höfum eytt
mörgum klukkutímunum í Eyverja-
salnum við spil og spjall og höfum
haft gaman af. Eg vil hvetja ungt fólk
til að athuga málið því þama er topp-
aðstaða sem allt of fáir nýta sér. Öllum
er velkomið að koma í sal Eyverja
enda kostar ekkert inn, við þurfum
bara að mæta og nota þá aðstöðu sem
er fyrir hendi.
Ivar Róbertsson
Spurt er
of snemma
setja upp
ingarnar?
Rut B. Zolilen, gistihússtjóri:
„Já, mér finnst ekki
eiga að setja þær
upp fyrr en á
aðventu."
Hrefna Gunnarsdóttir, nem-
andi:
_ „Nei, alls ekki.
Þetta er ágælt eins
og það er, svona
seinnihlutann í nóv-
ember en fyrr má
það nú varla vera."
Katrín Harðardóttir, versl-
unarstjóri:
„Nei, að minnsta
kosli ekki skreyt-
ingar í verslunum.
Við verðum að
fylgja Reykjavík
eftir í því svo að við
missum ekki f'ólk
suður í jólainn-
kaupin."
I’ríða I). Jóhannsdóttir, versl-
unarmaður:
,.Nei, það fínnst mér
ekki. Þærerunauð-
synlegar í skantm-
deginu."
Bertlia Johansen, kennari:
„Nei, þær líl'ga upp
á skammdegið."
Flliði Vignisson, kennari:
n„Eg er í of við-
kvæmri aðslöðu til
að tjá mig um það."