Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Page 20
y
r
Ahöfninni á Alsey VE
sagt upp störfum
Skipinu lagt fram til vors -
Ástæðan er m.a. staða ísfélagsins í bolfiskkvóta
Öllum skipverjum á togskipinu Álsey
VE var sagt upp störfum í síðustu
viku. Álsey er í eigu ísfélags Vest-
mannaeyja og í áhöfninni eru átta til
níu manns.
Hörður Óskarsson, fjármálastjóri
Isfélagsins, segir að Álsey verði lagt
fram til vors. Kvótastaða Isfélagsins í
bolfiski sé meðal annars ástæða þessa.
„Síðasta skerðing kom illa við okkur.
Kvótinn okkar í dag er ekki meiri en
einn meðalfrystitogari hefur yfir að
ráða og við höfum verið að reyna að
skipta honum milli þriggja skipa, auk
þess sem við vorum líka að senda
Heimaey á loðnu á loðnuvertíðinni.
En nú sáum við fram á að þetta gengi
ekki upp og urðum því miður að grípa
til þessara ráða,“ sagði Hörður.
Hörður sagði ennfremur að
áhöfninni yrði gefmn kostur á
ráðningu á önnur skip Isfélagsins eftir
því sem kostur væri. Úthlutun þessa
árs til Isfélagsins er 1578 tonn af
þorski, 707 tonn af ýsu, 587 tonn af
ufsa og 357 tonn af karfa.
„Þetta er óttalega dapurt," sagði
Hörður Jónsson, skipstjóri á Álsey.
„En þetta er víst þróunin og maður
getur lítið sagt við þessu, það vantar
varanlegar aflaheimildir. Auðvitað er
mannskapurinn sár yfir þessu, sumir
hverjir búnir að vera hjá útgerðinni í
15 til 20 ár. Það er búið að lofa
plássum á öðrum skipum félagsins og
ég býst við að flestir taki því. Mér
hefur verið boðin vinna í þijá mánuði
og hvað tekur við eftir það verður
tíminn bara að leiða í ljós. Ég er nú
kominn á þann aldur að ég reikna ekki
með að það verði slegist um mann,“
sagði Hörður Jónsson.
upp á versl
Bjóða
unarferðir til
Nú hafa nokkrir áhugasamir
einstaklingar í Vestmannaeyjum
ákveðið að snúa verslunardæminu
við og bjóða þeim sem búa á
fastalandinu að bregða sér í
verslunarferð til Vestmannaeyja á
aðventunni og gera sér glaðan dag
í lciðinni og það á kostakjörum.
Það eru þau Helga Dís Gísla-
dóttir, kaupkona í Róma, Steinunn
Guðmundsdóttir, veitingakona á
Lundanum, Jóhann
Heiðmundsson hótelstjóri á
Þórshamri og Páll Pálsson hjá PH-
ferðum sem standa fyrir þessu.
Þær Helga Dís og Steinunn segja
að hugmyndin liall kviknað í haust
þegar þær uppgötvuðu að í
Eyja
Vestmannaeyjum er að finna alls
40 sérverslanir og eru þá
matvöruverslanir, sjoppur og
hárgreiðslustofur ekki meðtaldar.
„Okkur finnst upplagt að kynna
þetta úrval verslana fyrir öðrum
Isiendingum, fyrir nú utan allt
annað sem hægt er að gera í
leiðinni,“ segja þær. Bls. 15.
Rútuferðir - Bus tours
Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa
ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM
(3)481 1909 - 896 6810-fax 4811927
Vilhjálmur Bergsteinsson
n 481.2943 sewBÍfgi>aA»iu.
*r 897-1178
UNNAR Hólm Ólafsson hlýtur
Fréttabikarinn að þessu sinni.
Unnar Hólm er sterkur vamarmaður
en um leið fjölhæfur leikmaður sem
brá sér óhikað í sóknina líka og var
stundum stillt upp framar á vellinum.
Unnar er útsjónarsamur á vellinum
og öruggur með boltann.
Hann var einn af máttarstólpum 2.
flokks í sumar og skoraði þar ein
fimm eða sex mörk. Öll mörkin
skoraði hann með skalla eftir
homspymur. Er athyglisvert því
hann er ekki hár í loftinu. Unnar er
farinn að banka upp á hjá meistara-
flokki og kom inn á síðasta leiknum í
deildinni í sumar.
Það má segja að Unnar hafi byijað
að blómstra í þriðja flokki á síðasta
ári og síðan hefur leiðin legið upp á
við. Hann er í hópi margra ungra
leikmanna ÍBV sem nú em að
komast til þroska.
'Kjarmu
ÍyóSDUÐ BERH
HÍM
SHADOWi
Vikutilboð 23.-29- nóv
UESTURUEG118
Kjarna smjörlíki, 500gr.
99 kr. • áður 129,-
Maaena sósujafnari
115 kr. - áður 148,-
Kynning í dag fimmtudag frá kl. 13 ■ 18
Santa Maria Tex Mex vörur