Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Blaðsíða 1
Lady
inmmalning
f^HUSEV
I 1 UYCCINGAVORUVERSLUNl
ma m aVESTMANNAEYINGA
Sími: 481 3310 • Fax:481 1293
Fréttir/Guðmundur Ásmundsson
Rauð jól
og friðsæl
Jólin hafa farið vel fram í
Vestmannaeyjum og er ekki
vitað um nein óhöpp
hátíðardagana. Veður hefur
verið með eindæmum gott það
sem af er jólum og ekki annað
að sjá en svo verði áfram því
áfram er spáð norðlægum
áttum fram yfir áramót.
Sá hængur er á að mati
margri að nú eru jólin rauð.
Óneitanlega setur snjórinn
skemmtilegan svip á jólin og
hann bregður birtu á svartasta
skammdegið. Þó snjóinn vanti
hafa Vestmannaeyingar tekið
sjálfir slaginn við sortann og
lýsa hús sín og næsta
nágrenni sem aldrei fyrr. Er
varla það hús að finna sem
ekki eitthvað er skreytt og þeir
duglegustu hafa hengt seríur á
næstu Ijósastaura til að svala
skreytingaþörfinni.
Ein áramóta-
brenna í Eyjum
Af er sú tíð þegar líf peyja í
desember skiptist milli þess að
hlakka til jólanna annars vegar og
að safna í brennu hins vegar. Nú
láta ungir menn sér hið fyrra duga,
flestir hverjir að minnsta kosti.
Undanfarin ár hefur aðeins verið ein
brenna í Vestmannaeyjum, sem eitt-
hvað hefur kveðið að, í gryfjunni ofan
við Hásteinsvöllinn, og IBV hefur
staðið fyrir henni. Elías Baldvinsson,
slökkviliðsstjóri, sagði í gær að sér
væri ekki kunnugt um fleiri brennur,
a.m.k. hefði ekki verið sótt um leyfi
fyrir fleirum. Reyndar sagði Elías að
ekki væri óalgengt að menn hefðu
samband við sig, einum til tveimur
dögum fyrir áramót og sæktu um leyfi
fyrir brennu en þær væru þá yfirleitt
smáar í sniðum. Elías segir að veru-
lega sé búið að herða þær kröfur sem
settar eru fyrir brennuhaldi, ábyrgðar-
maður þurfi að vera fyrir brennunni
og skal hann sjá um að ekki verði
óþægindi af auk þess sem hann beri
ábyrgð á að fyllsta öryggis sé gætt. Þá
segir Elías að umhverfisvemdun leiki
einnig stórt hlutverk þegar brennur
eru annars vegar enda hafi augu fólks
opnast fyrir því að veruleg náttúru-
spjöll geti hlotist af brennum sé ekki
rétt að málum staðið.
En samkvæmt þessu verður aðeins
um eina stóra brennu að ræða í
Vestmannaeyjum á gamlaárskvöld,
ÍBV-brennuna innan við Hástein.
Kveikt mun verða í þeim bálkesti kl.
17 á gamlaársdag og þá mun Björg-
unarfélagið einnig verða á staðnum
með mikla flugeldasýningu.
í gær var unnið við að skipa upp efni í nýja íþróttahúsið sem á að rísa vestan við íþróttamiðstöðina. Húsið kom
hingað með leiguskipi, beint frá Kotka í Finnlandi.
íþróttahúsið er keypt af Húsasmiðjunni og Húsey en Þór Valtýsson í Húsey hefur haft veg og vanda af þeim
viðskiptum. Þór segir að húsið sé smíðað í Finnlandi hjá fyrirtæki sem nefnist Rannilla. Þetta er engin smásmíði,
eða 1228 rúmmetrar og þyngd farmsins alls 260 tonn. Þór segir að þarna sé um að ræða 221 pakka eða stykki,
þar af komu 92 stykki í sjö 40 feta gámum en 129 stykki komu laus.
Það er verktakafyrirtækið Steini og Olli sem sér um uppsetningu hússins og á myndinni eru fulltrúar þeirra,
Eimskips og Húseyjar við uppskipunina í gær.
Nær allir á Herjólfi endurráðnir
í nóvember auglýstu Samskip eftir
fólki til starfa um borð í HerjólFi
sem og í landi en Samskip taka við
rekstri skipsins nú um áramótin.
Pálmar Oli Magnússon, hjá Sam-
skipum, segir að nær allir í áhöfninni
hafi sótt um stn störf á ný og því sem
næst allir hafi verið ráðnir aftur,
aðeins tveir haft ekki verið ráðnir að
nýju. „Þetta verður áffam sami góði
hópurinn um borð oglitlar breytingar
þar,“ segir Pálmar Óli. Reyndar er
ekki endanlega búið að ganga frá
öllum endum vegna þessa en verður
væntanlega gert fyrir áramót.
Þá var einnig auglýst eftir fólki til
starfa í landi. Pálmar Óli segir að
ekki sé endanlega búið að ganga frá
þeim málum en stefnt að því fyrir
áramót. „Það var fyrirsjáanlegt að
einhver fækkun yrði á starfsfólki í
landi, t.d. í bókhaldi en líklega verður
ráðið í tvö störf auk ræstinga. Það
ætti allt að liggja fyrir innan
skamms," sagði Pálmar Óli.
Þakkir og viðvörun
Lögreglan óskar Vestmannaeyingum gleðilegs nýárs og þakkar þeim er
veittu lögreglu upplýsingar og aðstoð á árinu sem er að líða.
Er vonandi að almenningur veiti lögreglunni aðstoð á komandi ári og ámm, því
eins og flestir vita en kannski ekki allir vilja vita, þá eru störf lögreglunnar fyrst
og fremst í þágu almennings.
Um leið biður lögreglan alla þá sem meðhöndla flugelda um áramótin að fara
varlega.
- á öUufn svióum1
TM-ÖRYGGI
FYRIR
FJÖLSKYLDUNA
Sameinar öll tryggmgamálin
á einfaldan og
in hátt
Bílaverkstæðið Bragginn s.f.
ggj ypf'juiuu
Flötum 20 - Sími 481 1535
4*4 Vetraráætlun
æ iTÍiaBMMMii»■ mnw—iwwmwwiiii
Fia Eyjimi Fia ÞorIákshöIn
Mánud. - laugard. kl. 08.15 kl. 12.00
Sunnudag k 1. 14.00 k 1. 18.00
Aukaferð föstud. kl. 15.30 kl. 19.00
l^fóHerjólfur
Sími 481 2800 - Fax 481 2991