Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 28. desember 2000
Fréttir
13
fundust rúmlega 60 E-töflur og auk
þesstvögrömmafhassi. Ungmennin
voru í haldi hjá lögreglu fram á
laugardagskvöld og viðurkenndu fyrir
dómi að hafa neytt E-taflna. Tveir úr
hópnum viðurkenndu að hafa átt efnin
og ætlað að selja þau.
Bruggverksmiðju lokað
Um mánaðamótin lagði lögregla hald
á 50 til 70 lítra af gambra og lokaði
bruggverksmiðju í bænum eins og
stóð í skýrslu lögreglu. Einhvem tíma
hefði það ekki flokkast undir verk-
smiðjurekstur í Vestmannaeyjum að
eiga fimmtíu lítra mysukút, heldur
léttan heimilisiðnað.
Viðbrögð við kvótastöðu
Allri áhöfninni á Gandí VE var sagt
upp störfum snemma í júní, skömmu
eftir að fyrirtækið hafði verið sam-
einað Vinnslustöðinni. Skipverjar
fullyrtu að ástæðan væri ágreiningur
um fiskverð en forsvarsmenn Vinnslu-
stöðvarinnar sögðu ástæðuna þá að
verið væri að bregðast við breyttri
kvótastöðu og skipinu yrði lagt í fram-
haldi af því enda kvóti þess uppurinn.
Jass á hvítasunnu
Mikið var um að vera á hvítasunnu í
Eyjum eins og venjulega. Þar bar
hæst Daga lita og tóna í Akógeshúsinu
sem eru árviss atburður í umsjá
Listvinafélagsins. Afmörgumgóðum
tónlistaratriðum þótti flestum sem
söngkonan Kristjana Stefánsdóttir frá
Selfossi hefði verið perla hátíðarinnar.
Myndlistarmaður þessara daga var
Eyjamaðurinn Ragnar Engilbertsson
og hlaut sýning hans frábærar við-
tökur.
Gott fiskirí í góðu veðri
Hið árlega Hvítasunnumót Sjóstang-
veiðimanna fór fram á laugardag og
sunnudag í frábæru veðri. Samtals
drógu keppendur 10,7 tonn úr sjó og
þótti það ágætur afli. Að þessu sinni
var það kona sem sló körlunum við og
dró stærsta fiskinn en Halla Ing-
ólfsdóttir dró löngu sem vó 16,5 kg.
Þjóðhátíðarskjálfti
Sennilega líður þjóðhátíðardagur
fslendinga, 17. júní árið 2000, fólki
seint úr minni. Ekki vegna há-
tíðahalda heldur vegna jarðskjálfta
sem reið yfir seinni hluta dags í þann
mund sem hátíðahöldum var að ljúka
íHetjólfsdal. Ótti greip um sig meðal
fólks í Dalnum en öllum tókst að forða
sér undan grjótinu sem hrundi úr
hlíðum Dalfjalls. Miðað við stærð
skjálftans mátti telja furðulegt hve
litlar skemmdir urðu í Vestmanna-
eyjum af völdum hans. Þremur
dögum síðar reið svo annar skjálfti yfir
og voru áhrif hans svipuð og á
laugardag, jörð gekk í bylgjum og
gijót hrundi úr ijöllum. Vegum inn í
Dal og inn á Eiði var um nokkum tíma
á eftir lokað vegna hættu á frekara
gijóthruni.
Oddur og bærinn sættast
Oddur Júlíusson hafði verið iðinn við
bréfaskriftir til bæjaryfírvalda á
undanfömum missserum og höfðu
þau bréf hin síðari ár skipt
hundruðum. Nú sá fyrir endann á
þessum stífu bréfaskiptum þar sem
bæjaiyfirvöld og Oddur gerðu með sér
samkomulag um að létta á þeim.
Oddur sagðist feginn að samkomulag
hefði náðst, þetta væri staðfesting á
því að hann hefði haft rétt fýrir sér en
taldi affarasælla að lifa í sátt við guð
og menn. Páll Einarsson, bæjarritari,
sem oftast fékk það hlutverk að svara
Oddi, tók í sama streng. „Auðvitað
var Oddur oftast í fullum rétti en þetta
var orðið fullmikið af því góða. Þá
verður líka að virða það við Odd að
hann hefur áhuga á málum bæjarins
sem er af hinu góða. Nú lít ég svo á
að ágreiningurinn sé úr sögunni og
það er ákveðinn léttir fyrir báða,“
sagði Páll.
Skemmdu golfhjól
Eina helgina í júní var brotist inn í
tækjageymslu við Golfskálann og
unnar skemmdir á þremur rafdrifnum
golfhjólum sem eldri kylfmgar í GV
eiga. Ekki tókst að hafa uppi á þeim
sem þetta óþarfaverk unnu.
Sindri Freyr fyndnastur
Haldin var keppni á veitingastaðnum
Kaffí Timor í Vestmannaeyjum um
hver væri fyndnasti maður í Vest-
mannaeyjum. Aðeins skráðu sig tveir
til keppni, Sindri Freyr Ragnarsson og
Ófeigur Lýðsson og bar Sindri Freyr
sigur úr býtum í þeirri keppni.
Kristnihátíð hafín
Á árinu var þess minnst að þúsund ár
eru liðin frá kristnitöku á íslandi.
Fyrsti hluti þeirrar hátíðar var haldinn
í Vestmannaeyjum sunnudaginn 18.
júm'. Dagskráin hófst við Landakirkju
en síðan var haldið á Skansinn þar
sem var messað. Um 400 manns tóku
þátt í þessari fyrstu kristnihátíð
sumarsins í Eyjum.
Fyrsta skóflustungan tekin
17. júní var tekin fyrsta skóflustungan
að hinum nýja íþróttasal við fþrótta-
miðstöðina. Ungt fólk úr aðildar-
félögum ÍBV sá um það en áætlað er
að salurinn, sem verður tvöfaldur,
verði tilbúinn haustið 2001.
Rífandi gangur í frystingu
Mikill kraftur var í bolfiskvinnslu
ísfélagsins og í lok júní var starfsfólk
við frystinguna um 130 manns og
höfðu ekki verið fleiri í annan tíma.
Bæði var unninn fiskur af skipum
félagsins og eins var mikið framboð á
mörkuðum, bæði hér og uppi á landi
sem ísfélagið nýtti sér.
23 án atvinnu
Þrátt fyrir þetta góða ástand í fisk-
vinnslu ísfélagsins reyndust þó 23
atvinnulausir í lok júní. Voru þeir
raunar sex færri en skráðir voru einni
viku áður en engu að síður þótti þetta
ekki gott.
Efasemdir um nám til
pungaprófs
Nokkur skoðanaskipti urðu milli
skólastjóranna Friðriks Ásmundssonar
og Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar
annars vegar og feðganna Georgs
Stanleys Aðalsteinssonar og Helga
sonar hans, hins vegar, um ágæti náms
hjá Smábátaskólanum sem hinir
síðamefndu reka. Töldu þeir Friðrik
og Guðjón Ármann að það nám væri í
engu samræmi við þá námsskrá sem
gildir fyrir 30 rúmlesta skipstjómar-
námið. Aftur á móti töldu Georg
Stanley og Helgi að þeir uppfylltu
allar kröfur sem gerðar væm til
námsins.
Gott gengi á loðnuveiðum
Loðnuveiðar fyrir Norðurlandi hófust
20. júní og gengu prýðilega. T.d. var
Huginn VE að landa þriðja túmun
sínum á Siglufirði þann 28. júní.
Undanfarin ár hafa veiðar á
sumarloðnu gengið fremur illa og
talsverður bamingur að ná hverjum
farmi. Nú var hins vegar allt annað
uppi á teningnum og gott hljóð í
sjómönnum á loðnuveiðum.
JÚlí
Flugfargjöld hækka
Svo fór sem marga gmnaði að fargjöld
með flugi kynnu að hækka þegar
aðeins eitt flugfélag væri um hituna í
áætlunarflugi til Eyja en íslandsflug
hætti því flugi 1. apríl. 1. júlí
hækkuðu fargjöld til Eyja um 5 til 7
%. Ástæður sem gefnar vom upp fyrir
þessari hækkun vom hækkað verð á
eldsneyti, óhagstæð gengisþróun og
nýgerðir kjarasamningar.
Arnar tók við af Jóni
Jón Kjartansson stóð við það sem
hann tilkynnti í 1. maíávarpi sínu og
lét af störfum sem formaður Verka-
lýðsfélags Vestmannaeyja. Amar
Hjaltalín tók við af honum en sagði að
Jón yrði áfram starfsmaður félagsins
um skeið.
Veiðimenn krafðir um leyfí
Lundatíminn hófst í júlí og minnti
lögregla veiðimenn á að fara varlega
vegna breytinga sem urðu í íjöllum
viðjarðskjálftana í júnímánuði. Þá var
veiðimönnum einnig bent á að
óheimilt væri að stunda leundaveiðar
nema hafa fullgilt veiðikort. Gætu
menn ekki framvísað slíku korti áttu
þeir á hættu að afli þeirra og
veiðarfæri yrðu gerð upptæk.
íbúðin lögð í rúst
Hún var heldur ógeðfelld sjónin sem
blasti við honum Sigryggi Þrastarsyni
þegar hann kom heim til sín að
Miðstræti 28 á mánudag. Allt innan-
stokks var á rúi og stúi, stórir hlutir
jafnt sem smáir lágu eins og hráviði út
um allt. Margt persónulegra muna var
ónýtt. Sigtryggur kom að fjórum
drengjum á aldrinum 12 til 14 ára inni
í íbúðinni en í rannsókn lögreglu kom
fram að níu unglingar hefðu verið
þama að verki.
Sendiboðinn afhjúpaður
Bandarískir mormónar af íslenskum
uppmna reistu glæsilegan minnisvarða
vestur á Torfmýri, skammt frá Mor-
mónapolli, til minningar um þá 410
Islendinga sem frá miðri 19. öld og
fram á þá 20. tóku mormónatrú og
héldu til Utah í Bandaríkjunum. Af
þeim komu 109 frá Vestmannaeyjum.
Listamaðurinn Gary Price frá Utah
hannaði minnisvarðann sem hlaut
nafnið Sendiboðinn. Minnisvarðinn
var afhjúpaður við hátjðlega athöfn
þar sem fjöldi Vestur-íslendinga frá
Utah var samankominn vegna þessa
tilefnis.
Kanínur að útrýma
lundanum?
Lundaveiðimenn í Sæfjalli lýstu
áhyggjum sínum vegna innrásar
kanína í lundabyggðina þar. Sagði
einn þeirra að hann teldi að allt að
2000 kanínur hefðu tekið sér bólstað í
lundaholum og flæmt lundann burt.
Eyjamenn í vesturvíking
Víkingaskipið íslendingur lagði af
stað frá Olafsvík vestur um haf til
Grænlands og Bandaríkjanna í byrjun
júlí eftir að hafa beðið byrjar síðan 17.
júní. Þessi ferð vakti mikla athygli,
ekki síst vestanhafs en áhöfnin var að
mestum hluta skipuð Vestmanna-
eyingum, undir stjóm Gunnars Marels
Eggertssonar.
Hattur á Flugtuminn
Miklar framkvæmdir voru um
sumarið við Flugtuminn. M.a. var
settur á hann nýr hattur og jókst
gólfrými við það úr 15 fermetrum í 25
og gjörbreytti allri aðstöðu flugum-
ferðarstjóra. Þá var sjálf tumbygg-
ingin öll klædd og einangmð.
Kona beit konu
Eftir fyrstu helgina í júlí lá fyrir hjá
lögreglu ein kæra vegna líkamsárásar
og átti hún sér stað á veitingahúsinu
Lundanum. Þar áttust við tvær konur
sem urðu saupsáttar og enduðu þau
átök með því að önnur beit hina í
handlegg. Kærði sú verknaðinn sem
fyrir bitinu varð en áverkar munu ekki
hafa verið alvarlegir.
Þjóðhátíðarlagið valið
Þótt enn væri mánuður í þjóðhátíð lá
fyrir í byrjun júlí hvert þjóðhá-
tíðarlagið árið 2000 yrði.
Höfundur ljóðs og lags var Heimir
Eyvindarson úr hljómsveitinni Á móti
sól.
Sagði höfundurinn bæði lag og ljóð
í hefðbundnum þjóðhátíðarstíl, hvað
sem felst svo í slíku.
Kúluverksmiðjan til
Dalvíkur
Verksmiðjan Atlantic Island, sem
keypt var til Eyja 1998 og framleiddi
plastkúlur fyrir veiðarfæri, var seld lil
Dalvíkur. Áðaleigendur hennar, þeir
Gísli Jónasson og Hjörtur Her-
mannsson, sögðu rekstur hennar ekki
hafa gengið nógu vel og þegar Sæplast
á Dalvík hefði viljað kaupa hana hefði
því boði verið tekið.
Sameining ísfélags og
Vinnslustöðvar
I annað sinn á tæpu ári var nú ákveðið
að sameina ísfélag Vestmannaeyja og
Vinnslustöðina. í fyrra skiptið sleit
stjóm Vinnslustöðvarinnar þeim við-
ræðum á lokasprettinum en nú var á
ný geflð grænt ljós á þær viðræður.
Var stefnt að fullum samruna fyrir-
tækjanna síðar á árinu.
Útivistar- og menn-
ingardagur Sparisjóðsins
Sparisjóðurinn hélt sinn útivistar- og
menningardag með miklum bravúr.
Var dagurinn haldinn í samvinnu við
Vestmannaeyjabæ og bar yfirskriftina
Hátíð í bæ. Að þessu sinni var opnuð
sýning í Vélasalnum við Listaskólann
með myndum og teikningum eftir
listamenn frá Eyjum. Þá flutti Ólafur
Týr Guðjónsson erindi í sal Tón-
listarskólans um ömefni í Eyjum. Á
laugardagskvöld var svo haldin rrúkil
hátíð í Skvísusundi og nágrenni.
Runólfur og Margo fengu
hvatningarverðlaunin
Á myndlistarsýningunni, sem opnuð
var í tilefni af útivistardegi Spari-
sjóðsins, vom þeim Runólfi Gíslasyni
og Margo Renner veitt hvatn-
ingarverðlaun Sparisjóðsins fyrir
tillögu að viðskiptaáætlun. Runólfur
sagði að áætlunin gengi út á að fram-
leiða, markaðssetja og dreifa þeim
vöram sem unnar eru hjá fyrirtæki
þeirra hjóna, Merkikerti.
Ólafur í víking
Ólafur Ólafsson, bæjartæknifræð-
ingur, þáði boð um að sigla með
norska víkingaskipinu Kvitserk frá
Noregi til íslands. Tilgangur ferð-
arinnar var að minnast siglingar þeirra
Hjalta Skeggjasonar og Gizurar hvíta
árið 1000. Skipstjóri á Kvitserk var
Ragnar Thorseth sá hinn sami og
sigldi víkingaskipinu Gaiu frá Noregi
vestur um haf á sínum tíma.
Húsið skal klætt
Á aukafundi í bæjarstjóm var tekist
hatramlega á um það merka málefni
hvort klæða ætti inntakshús RARIK
austur á Skansi með norskri
skarklæðningu. Bæði byggingafull-
trúi og meirihluti skipulags- og bygg-
inganefndar höfðu lýst sig andvíg
þeirri klæðningu. En á áðumefndum
fundi sótti meirihlutinn fast að húsið
yrði klætt enda var búið að kaupa
klæðninguna. Varð ofan á að klæðn-
ingarmenn hrósuðu sigri og gátu því
hafist handa við það hugðarefni sitt að
klæða inntakshúsið á Skansinum með
norskri skarklæðningu.
Glæsikerrur í heimsókn
Félagar úr Fombílaklúbbi íslands
heimsóttu Eyjar eina helgina í júlí og
höfðu glæsibifreiðar sínar með í för.
Voru bílamir til sýnis á sunnudag og
vöktu aðdáun og sælar minningar
sumra.
Áhöfnin á Þórunni Sveins
verðlaunuð
Breska fyrirtækið Wamer's Fish
Merchants Ltd., sem kaupir afurðir
frystitogarans Þórannar Sveinsdóttur,
FÓLK á hlaupum undan skriðum í Herjólfsdal í 17. júní skjálftanum. Myndina tók Guðmundur Ás-
mundsson og er þetta talin ein sterkasta fréttamynd ársins hér á landi.