Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Blaðsíða 10
10
Fréttir
Fimmtudagur 28. desember 2000
HELGI Bragason hdl. og Jóhann Pétursson, einnig hdl., stofnuðuðu lögmannsstofu á árinu og Jóhanna
Hjálmarsdóttir er þeim til aðstoðar.
Tap ísfélagsins 160 milljónir
Á aðalfundi Ísfélags Vestmannaeyja,
sem haldinn var í lok febrúar, kom
fram að heildarvelta félagsins fyrir
reikningsárið 1. sept. 1998 til 31. ágúst
1999 var 2.314 milljónir og hafði
minnkað um 48 milljónir frá árinu á
undan. Tap var á rekstrinum upp á
tæpar 160 milljónir en rekstrarárið á
undan var hagnaður upp á 94
milljónir. Ástæðumar fyrir þessum
viðsnúningi vom fyrst og fremst taldar
stafa af minni loðnuveiðum og
verðfalli á mjöli og lýsisafurðum, auk
þess sem gengisþróun var óhagstæð.
Keikó í gönguferð
Háhymingurinn Keikó, sem lengst af
hafði dvalið í kví sinni frá því að hann
kom til Eyja haustið 1998, fékk nú að
fara út í Klettsvíkina, að sjálfsögðu í
„fylgd með fullorðnum." Þess var
beðið með eftirvæntingu að sjá
hvemig hann hegðaði sér en hann
virtist taka þessu aukna frelsi með
stóískri ró.
Hrognakreisting hafin
Loðnufrystingu lauk í endaðan febrúar
en minna kapp var lagt á frystingu á
þessari vertíð en oft áður vegna
aðstæðna á mörkuðum og aukinnar
samkeppni. En hrognakreisting hófst
um svipað leyti og frystingu lauk og
var horft með meiri bjartsýni til þeirrar
vinnslu enda markaðurinn vænlegri
þar.
Hætta flugi til Eyja
Þær fréttir þóttu dapurlegar þegar
íslandsflug tilkynnti að félagið ætlaði
að hætta áætlunarílugi til margra staða
á landsbyggðinni frá og með 1. apríl,
þar á meðal til Vestmannaeyja. For-
svarsmenn félagsins sögðu að þessi
rekstur borgaði sig ekki og því væri
honum hætt.
Mannbjörg þegar Birta Dís
sökk
í byijun mars sökk trillubáturinn Birta
Dís VE þegar báturinn var að veiðum
í ísafjarðardjúpi. Um borð vom tveir
menn, feðgamir Klemens Einarsson
og Jón Þór, sonur hans og björguðust
báðir ómeiddir. Klemens hafði átt
bátinn í rúmt ár, gert hann út á línu frá
Suðureyri og gengið vel. Ekki var
vitað hvað olli því að báturinn sökk.
Nýtt samkomuhús?
Þeir Sigmar Georgsson, íyrrum kaup-
maður í Vömvali og Grímur Þór
Gíslason, matreiðslumaður, lýstu yfir
áhuga sínum á að byggja 1000
fermetra veitinga- og ráðstefnuhús
ofan á vatnstankinum í Löngulág.
Þetta mál hlaut jákvæðar undirtektir
bæjaryfirvalda.
Buðust til að þrífa Haugana
Oft hefur verið kvartað yfír heimtu-
frekju nútímaunglinga sem vilji fá allt
rétt upp í hendumar án fyrirhafnar.
Ekki var þó sú raunin á með
nemendur Framhaldsskólans í Vest-
mannaeyjum. Nokkrir þeirra sendu
bæjarráði bréf og buðust til að þrífa
Haugasvæðið fyrir sanngjama
þóknun. Það fé hugðust þeir nota til
að halda vímulausa skemmtun.
Tómas ráðinn á Hraunbúðir
Ákveðið var að bjóða út reksturinn á
eldhúsi Hraunbúða. Aðeins eitt tilboð
barst og þótti ekki aðgengilegt. Því
var auglýst eftir matreiðslumanni til
starfa og sóttu ljórir um. Af þeim var
Tómas Sveinsson ráðinn til starfans.
Ný lögmannsstofa
f mars tók til starfa ný lögmannsstofa
og fasteigna- og skipasala að Bárastíg
15. Eigendur em héraðsdómslög-
mennimir Jóhann Pétursson og Helgi
Bragason. Þeir félagar sögðust líta
framtíðina björtum augum og full þörf
væri á öflugri lögmannsstofu í Eyjum.
Kýmar til ráðherra
Tveir af starfsmönnum Frétta, þeir
Omar Garðarsson og Sigurgeir Jóns-
son, höfðu árangurslaust leitað til
bæjaryfirvalda með það hugðarefni
sitt að hefja nautgriparækt í Vest-
mannaeyjum á Stakkagerðistúni. Þeir
notuðu tækifærið þegar Guðni Ágústs-
son, landbúnaðarráðherra var á ferð í
Eyjum og bám erindi sitt undir æðsta
yftrvald landbúnaðarmála á íslandi.
Ráðherra tók erindi þeirra af sinni
kunnu ljúfmennsku og sögðust þeir
félagar vænta þess að tekið yrði á
þessum málum af alvöm og festu.
134 kíló af fítu hurfu
Líkamsræktarstöðin Hressó gekkst
fyrir átaki sem nefndist Áskomn
Hressó og fólst í 12 vikna heilsuefl-
ingarátaki. Alls tók 31 þessari
áskorun og þegar átta vikur vom
liðnar af tímanum höfðu þeir losað sig
við 134 kíló af óþarfa fitu. Sá sem
bestum árangri náði, hafði minnkað
ummál sitt um 12,5 kg og leið að sögn
mun betur eftir.
Skógræktarfélag endurvakið
Kristján Bjamason, garðyrkjustjóri
Vestmannaeyja, var hvatamaður að
því að stofna eða endurvekja Skóg-
ræktarfélag Vestmannaeyja en slíkt
félag var starfandi í Eyjum um tíu ára
skeið um miðja öldina. Stofnfundur
félagsins varhaldinn 16. mars.
Helmingur fjarverandi vegna
flensu
Inflúensufaraldur gekk yfir landið og
fóm Vestmannaeyjar ekki varhluta af
honum. Flensan virtist leggjast hvað
þyngst á yngra fólk, sérstaklega böm.
Einn daginn vantaði t.d. helming
nemenda í þremur yngstu árgöngum
Hamarsskóla og margir voru einnig
fjarverandi í eldri bekkjum. Svipaða
sögu var að segja úr Bamaskólanum.
Sem betur fer gekk þessi faraldur
tiltölulega fljótt yfir.
Glerframleiðsla í Eyjum
Forráðamenn verksmiðjunnar Gefj-
unar, sem til þessa hafði framleitt
hurðir og glugga, færðu út kvíamar í
rekstrinum. Þeir hófu framleiðslu á
gleri og með þeim vélakosti sem þeir
keyptu var hægt að framleiða tvöfalt
gler í öllum stærðum.
Sprenging í vímuefnaneyslu
Víðir Oskarsson, heilsugæslulæknir í
Vestmannaeyjum, sagðist í starfi sínu
hafa séð að vímuefnaneysla ung-
menna í Vestmannaeyjum hefði
stóraukist á síðustu tveimur áram. Því
til staðfestingar sagði hann að á
þessum tíma hefðu tíu til tólf
Vestmannaeyingar á aldrinum 14 til
22 ára farið í meðferð vegna vímu-
efnaneyslu og væri það mikil aukning
frá áranum á undan. Reyndar sagði
Víðir að Vestmannaeyjar væra ekkert
sér á báti í þessum málum þar sem
svipuð aukning væri víðar á landinu.
Sjóferðarbæn í öll skip
í tilefni af krismihátíðarári var ákveðið
að Kjalamesprófastsdæmi gæfi sjó-
ferðarbæn um borð í ölí skip í
umdæminu. Bænin, sem er eftir sr.
Odd V. Gíslason, er gefin út á kopar-
plötu sem fest er á tréskjöld. Byrjað
var að afhenda skildina í Vestmanna-
eyjum um miðjan mars og sá séra
Kristján Bjömsson um að koma þeim
fyrir. Þóttu handtök hans með borvél
og skrúfjám ekki síðri en þau sem
hann er einkum þekktur fyrir í starfi
sínu sem prestur og þóttu einkar
fagmannleg.
Upplestrarkeppni 7.
bekkinga
Um miðjan mars fór fram upp-
lestrarkeppni nemenda í 7. bekkjum
grunnskólanna. Þessi keppni hefur
farið fram sl. fjögur ár í Reykjavík en
þetta var í fyrsta sinn sem Vest-
mannaeyingar tóku þátt í henni. Alls
spreyttu 14 nemendur sig á upplestri
bundins máls og óbundins og þóttu
standa sig frábærlega. Sigurvegarar
urðu þau Anna Margrét Kristinsdóttir,
Jóna Heiða Hjálmarsdóttir og Júlíus
G. Magnússon.
Rocky Horror á fjalimar
Leiklistarhópur Framhaldsskólans í
Vestmannaeyjum setti upp rokk-
óperana Rocky Horror, í samstarfi við
Leikfélag Vestmannaeyja. Sýning-
amar voru í tengslum við árshátíð
Framhaldskólans. Þessi uppfærsla
þótti hin áhugaverðasta.
Útibú á Selfossi
Sparisjóður Vestmannaeyja ákvað að
færa út kvíamar í starfsemi sinni með
opnun útibús á Selfossi. Vora fest
kaup á 150 fermetra húsnæði að
Austurvegi 6 en með Sparisjóðnum í
þessu framtaki vora bæði SP íjár-
mögnun og Kaupþing.
Góð loðnuvertíð
Loðna hélt áfram að veiðast langt
fram eftir marsmánuði. Veiðamar á
þessari vertíð gengu mun betur en á
vertíð fyrra árs, þrátt fyrir fremur
rysjótt tíðarfar. Hjá Vinnslustöðinni
var tekið við tæplega 50 þúsund
tonnum á vertíðinni sem er nokkra
meira en á fyrra ári og hjá FES var
tekið á móti um 43 þúsund tonnum
sem er nýtt met.
Bergur-Huginn áætlar að
fara á hlutabréfamarkað
Eigendur Bergs-Hugins ehf. upplýstu
að þeir hygðust stefna að skráningu
félagsins á hlutabréfamarkaði innan
fárra missera. Skref í átt að því var
þegar félagið keypti Emmu ehf. sem
gerði út samnefnt skip og nú var enn
eitt skref stigið með kaupum á
Hörgeyri sem gerði út Valdimar
Sveinsson VE ásamt þeim kvóta sem
skipinu fylgir eða 554 þorskígildum.
Magnús Kristinsson, framkvæmda-
stjóri Bergs-Hugins sagði að til-
gangurinn með kaupunum væri sá að
styrkja félagið til áframhaidandi
sóknar, til þess þyrfti að auka
aflaheimildir. Magnús taldi hvað
mikilvægast að kvótinn yrði áfram í
byggðarlaginu. Það fór enda svo að
Valdimar Sveinsson var seldur héðan,
án kvóta, austur á Homafjörð.
Surtsey að minnka
Á jarðfræðikorti, sem Náttúra-
fræðistofnun íslands gaf út af Surtsey,
mátti sjá að eyjan hefur minnkað
mikið ffá því sem hún var stærst þegar
gosi lauk, árið 1967. Þá mældist hún
2,7 ferkílómetrar að stærð en er nú,
samkvæmt nýja kortinu 1,48 fer-
kflómetrar eða 55% af upphaflegri
stærð.
Dagur tónlistarfólks
Þann 25. mars var dagur tónlistarfólks
haldinn hátíðlegur en það er orðinn
árviss viðburður í Eyjum. Haldnir
vora tónleikar í Safnaðarheimilinu þar
sem sex sveitir komu fram, Sam-
kórinn, Kór Landakirkju, Lúðra-
sveitin, Harmonikkufélagið og svo
nýliðamir í hópnum, Brasskvintett
Vestmannaeyja og Tónsmfðafélag
Vestmannaeyja.
Nýir aðilar í Toppnum
Talsverðar hræringar vora á sjoppu-
markaðinum í Vestmannaeyjum á
árinu. Til að mynda tóku nýir aðilar
við rekstri Toppsins við Heiðarveg,
þau Andrea Sigurðardóttir og
Guðmundur Ágústsson. Þau sögðust
ekki kvíða löngum vinnutíma og
sögðust ætla að bjóða upp á stærri
hamborgara og betri en aðrir.
Siggi Gúmm færir sig um
set
Smur- og bifreiðaverkstæðið Fjölverk
flutti starfsemi sína af Skildinga-
veginum upp á Græðisbraut þar sem
áður var Smurstöð Shell og
Bifreiðaverkstæði Siguijóns. Sigurður
sagði að þjónustan yrði sú sama og
verið hefði nema eðlilega yrði hún
betri og kaffispjallið yrði áfram
krassandi í nýrri og glæsilegri aðstöðu.
Bræður í nábýli
Sigurjón Adolfsson flutti bflaverk-
stæði sitt um leið og Fjölverk og er nú
á Flötunum við hlið bræðra sinna,
Jóns Steinars og Darra í Bragganum.
Þeir sögðu að ekki væri um sam-
einingu að ræða á fyrirtækjunum
heldur samstarf.
Sprautu- og
réttingaverkstæði
Eins og ffam hefur komið urðu miklar
hrókeringar á bifreiða- og viðgerða-
bransanum í Eyjum í mars. Þar sem
Fjölverk var áður til húsa á
Skildingaveginum hóf nú Bfla-
sprautunin Gljáinn starfsemi sína.
Eigendur þess era þeir Omar
Reynisson og Georg Skæringsson.
Tolli fyrstur á myndlistarvori
Myndlistarvor íslandsbanka árið 1999
þótti takast fádæma vel og var ákveðið
að halda áfram á þeirri braut. Helsti