Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 28. desember 2000 Fréttir 11 hvatamaður að þessum listsýningum var Benedikt Gestsson, blaðamaður á Fréttum en Islandsbanki var fjárhags- legur bakhjarl þessa sýningarhalds. Fyrstur til að sýna í Eyjum á myndlistarvori var Tolli Morthens og fékk sýning hans góðar viðtökur. Hlutur Eyjamanna eykst í Vinnslustöðinni f lok mars keypti Kap hf., nýstofnað fjárfestingarfclag í Eyjum, hlut Kaupþings í Vinnslustöðinni, 14,54%. Að Kap hf. standa ísfélag Vest- mannaeyja og Bergur Huginn. Hið nýja félag er þar með þriðji stærsti hluthafinn í Vinnslustöðinni en með þessum kaupum er eignarhlutur heimamanna í Vinnslustöðinni ekki langt frá 40 prósentum. Rausnarlegar Líknarkonur Hin ýmsu kvenfélög í Vestmanna- eyjum hafa verið einkar dugleg við að rétta hjálparhönd þar sem þeim hefur þótt skorta á að hlutir væru í lagi. Kvenfélagið Líkn hefur hin síðari ár einbeitt sér hvað mest að eflingu Heilbrigðisstofnunarinnar í Vest- mannaeyjum. í mars mættu þær enn og afhentu nú stofnuninni tæki að verðmæti um eina og hálfa milljón króna. Þá sögðust þær Líknarkonur við það tækifæri ekki vera hættar og stefnan væri sett á að geta fært stofnuninni nýjan og fullkominn sónar á þessu ári. Fjölskylduvænt loðnuslútt Vinnslustöðin hélt loðnuslútt sitt í lok mars og í stað þess að bjóða til hefðbundins samkvæmis var nú sú stefna tekin að bjóða ljölskyldum starfsfólks í kaffisamsæti í Alþýðu- húsinu. Þetta mæltist vel fyrir og munu um 200 manns hafa mætt í kaffið. Gunnar Bergur sýknaður Þótt í þessum annál sé lítið minnst á fþróttir; þeim verða gerð skil á öðrum vettvangi í Fréttum, er ekki hægt að láta hjá líða að minnast á mál sem höfðað var gegn Gunnari Berg Run- ólfssyni, markverði ÍBV í 2. flokki. Hann var ákærður fyrir að hafa vísvitandi slasað leikmann HK í leik þessara liða í Kópavogi. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness var sú að Gunnar Bergur var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Voru þeir Gunnar Bergur og verjandi hans, Jóhann Pétursson lögmaður, að sjálf- sögðu hæstánægðir með þá niðurstöðu. Sóli 40 ára Leikskólinn Sóli hélt upp á 40 ára afmæli sitt í mars en Sóli er elsti leikskóli í Vestmannaeyjum. í tilefni afmæhsins var breytt út af venjulegum degi, skóhnn skreyttur og nemendur settu upp affnæhshatta sem þeir höfðu að sjálfsögðu gert sjálfir. Þá komu nemendur áf öðrum leikskólum í heimsókn og auðvitað var boðið upp á afmælistertu. Afmælisgjöf bæjar- stjómar var áframhaldandi styrk- veiting til þess að framfylgja Hjalla- stefnunni sem skólinn starfar eftir. Skipveijar á Ófeigi ósáttir Skipverjar á Ófeigi VE voru ósáttir við uppgjörsmál sín hjá útgerðinni og kröfðust leiðréttingar á launum samtals 14 skipverja, bæði núverandi og fyrrverandi, fyrir tímabilið júlí til nóvember 1999. Farmanna- og fiski- mannasamband Islands rak málið íyrir skipverjana. Gerðu aðsúg að lögreglu Síðustu helgina í mars þurftí lögregla að hafa afskipti af gleðskap unglinga þar sem um 40 unglingar höfðu safnast saman við bflskúr í bænum og var nokkur ölvun á staðnum. Voru fjórir þeirra handteknir og vom ósáttir við það. Tókst einum þeiira að brjóta rúðu í afturhurð lögreglubflsins. Þegar svo ekið var af stað með þá handteknu tóku einhveijir í hópnum upp á því að kasta grjóti og öðm lauslegu í bifreið lögreglunnar og skemmdist hún lítillega við það. Af hálfu lögreglu var þetta mál litið alvarlegum augum. Apríl Þokkalegur afli togbáta Sú tíð er liðin þegar nær allt athafnalíf í Vestmannaeyjum snerist kringum vertíðarbáta og afla þeirra. Nú er ekki lengur keppikefli að koma með sem mest að landi á sem stystum tíma. Nú snúast hlutimir um að koma með réttar tegundir og fá sem mest út úr þeim kvóta sem úthlutað er. En algengt hefur verið að togbátar reki vel í físk þegar vorar og hér var ekki undantekning á. I byijun apríl var afli mjög þokkalegur, bátamir voru að landa upp undir 100 kömm eftir túrinn og svo kom ýsuskot í apríl eins og svo oft áður. Amar varð undir í kosningu Á stjórnarfundi í Sparisjóði Vest- mannaeyja urðu nokkur þáttaskil þegar nýkjörin stjóm skipti með sér verkum. Amar Sigurmundsson, sem verið hafði formaður stjómar Spari- sjóðsins frá 1992 og varaformaður nokkur ár þar á undan, varð undir í kosningu, fékk tvö atkvæði en Þór I. Vilhjálmsson þrjú. Þá var Skæringur Georgsson kosinn varaformaður. Amar sagði um þetta að sér þætti stigið spor aftur á bak, fram til þessa hefðu ekki verið pólitískar væringar innan stjómar Sparisjóðsins en nú hefði komið að því. Amar tók fram að þótt hann léti af formennsku myndi hann áfram vinna af fullum heilindum að framgangi Sparisjóðsins. Mannlaus yfir götu Mildi var að ekki urðu slys á fólki þegar bifreið, sem stóð á bflastæði við Vilberg kökuhús, rann mannlaus af stað, yfir götuna og braut rúðu í versluninni Róma. Eigandinn, sem hafði skroppið í bakaríið, hafði gleymt að setja í handbremsu og gír. Frábær og atorkusamur fagmaður Bjöm Bjamason, menntamálaráð- herra, kom til Eyja gagngert til að kynna nemendum Framhaldsskólans hina nýju aðalnámsskrá fyrir fram- haldsskóla. Með ráðherra í för var aðstoðarmaður hans, Vestmannaey- ingurinn Jóhanna María Eyjólfsdóttir og í viðtali við Fréttir lauk hún miklu lofsorði á yfirmann sinn, sagði hann frábæran og afskaplega mikinn fag- mann, góðan í sínu starfi og sinnti því vel. Þá væri hann atorkusamur og einstaklega gott væri að vinna með honum. Gamli Lóðsinn kveður Með tilkomu nýja Lóðsins var ekki lengur þörf fyrir þann gamla og var hann því auglýstur til sölu. Eitt tilboð barst í hann, frá Þorgeiri Jóhannssyni, Geira á Eldingu, upp á fjórar milljónir króna og var ákveðið að ganga að því. Dæmt í Campari-málinu í apríl var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands dómur í máli ákæru- valdsins, sýslumannsins í Eyjum, á hendur Kristmanni Karlssyni, fyrir að hafa birt auglýsingu um áfengis- tegundina Campari á bifreið fýrirtækis síns. Ákærði var fundinn sekur og dæmdur til að greiða 200 þúsund króna sekt eða sæta 30 daga fangelsi ella. Þá var hann og dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar og máls- vamarlauna. Sumarhús í Ofanleitislandi I apríl var tekin fyrsta skóflustungan að fyrsta sumarhúsinu af 23 sem fyrirhugað er að reisa í landi Ofan- leitis. I fyrsta áfanganum voru reistir þrír bústaðir og voru þeir tilbúnir til útleigu í byrjun júní. Eigandi þeirra eru þau Emma Pálsdóttir og Kristján Oskarsson, íyrrverandi útgerðarmaður á Emmu VE, en hann hefur snúið sér að rekstri slíkra bústaða eftir að hann hætti í útgerð. Bjössi í Klöpp ætlar að sitja af sér dóminn Dómur sem kveðinn var upp í hæstarétti í Vatneyrarmálinu svo- kallaða, vakti verulega athygli. Þar var skipstjóri Vatneyrar, Vestmanna- eyingurinn Björn Kristjánsson, ætt- aður frá Klöpp, dæmdur til sektar- greiðslu upp á 600 þúsund krónur og 60 daga varðhald, yrði sektin ekki greidd innan mánaðar. í samtali við Fréttir sagðist Bjössi staðráðinn í að sitja inni frekar en greiða sektina. Fjölbreytt dagskrá á degi Tónlistarskólans Laugardaginn 10. apríl var haldinn sérstakur dagur Tónlistarskóla Vest- mannaeyja. Sá dagur er árviss ijáröflunardagur fyrir ferðasjóð Litlu lúðrasveitarinnar. Þama var fjölbreytt dagskrá þar sem nemendur skólans léku á hljóðfæri sín en auk þess var kaffi í boði og með því á hóflegu verði. Hlutur Eyjamanna nálgast 50 prósentin Sammnaviðræður milli Vinnslustöð- varinnar og útgerðarfyrirtækisins Gandí ehf. höfðu staðið yfir um nokkum tíma en í apríl var sá sammni samþykktur. Við samrunann jókst hlutafé Vinnslustöðvarinnar um rúm- lega 240 milljónir og fengu hluthafar í Gandí hlutafé í Vinnslustöðinni fyrir bréf sín í Gandí. Þessi eignarhlutur hluthafa Gandí nemur 15,3% af heildarhlutafé Vinnslustöðvarinnar og em þeir þar með komnir í hóp stærstu hluthafa. Þar með nemur hlutur heimamanna í Vinnslustöðinni um 45%. Þorsteinn ráðinn framkvæmdastjóri Þrír sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Þróunarfélags Vestmannaeyja en staðan var auglýst laus til umsóknar eftir að Bjarki Brynjarsson hætti í því starfi. Þrír sóttu um og var Þorsteinn Sverrisson ráðinn en hann á stutt eftir í að ljúka námi í viðskipta- og hag- fræði. Sýningar og tónleikar um páska Talsvert var um að vera í Vest- mannaeyjum um páska eins og venjulega. Jakob Smári Erlingsson var með málverkasýningu í Snótar- salnum og feðginin Guðmundur H. Guðjónsson organisti og flautuleik- arinn Védís, dóttir hans, héldu tónleika í Landakirkju á annan í páskum. Þeir tónleikar þóttu einstaklega vel heppnaðir. Allnokkur erill var hjá lögreglu um páskana og meðal annars voru þrír ökumenn teknir, grunaðir um ölvun við akstur. Ein líkamsárás átti sér stað um bænadagana og varð að sauma 20 spor í þann sem fyrir henni varð. Þá fundu ýmsir að því að bændur notuðu blíðviðrið um páska til að bera fremur illa lyktandi hænsna- skít á lendur sínar, útivistarfólki til ama en gróðrinum sennilega til nokkurrar ánægju. Sex skátar úr Eyjum fengu forsetamerkið Forsetamerkið er æðsta viðurkenning sem dróttskátar geta fengið. Þann 8. apríl var það afhent á Bessastöðum af Olafi Ragnari forseta og þá fengu sex skátar úr Skátafélaginu Faxa það merki. Þessir skátar voru Páll Ivar Rafnsson, Matthías Rafnkelsson, Rósa Jónsdóttir, Sigríður Smáradóttir, Her- dís Hermannsdóttir og Steinunn Smáradóttir. Nýtt loðnuskip, Harpa VE 25 ísfélag Vestmannaeyja keypti f apríl loðnuskipið Amþór EA, sem áður hét Höfrungur AK, 25 ára gamalt. Með skipinu fylgdi einn síldarkvóti og 0,5% loðnukvóti. Þetta skip kemur í stað Gígju VE sem var lagt. Skipið fékk nafnið Harpa og einkennisstafir þess eru gamla númerið af Sæfaxa, VE 25. X 18 á fljúgandi ferð íslenska skófyrirtækið X 18, The Fashion Group, gerði sölusamning við bandarískt dreifingarfyrirtæki upp á 7,3 milljarða króna. Aðstandendur X 18 tengjast allir Vestmannaeyjum að meira og minna leyti en það eru þeir SÉR Kristján mundar borvélina um borð í Lóðsinum til að koma upp sjóferðarbæninni og Ágúst Bergsson skipstjóri fylgist með. Pétur Bjömsson og Magnús Guð- mundsson, fiskkaupmenn í Hull og svo bræðumir Adolf og Oskar Axel Axelssynir. Þeir sögðu að fyrirtækið ætlaði sér enn stærri hluti, stefnt væri m.a. á framleiðslu og sölu á tískufatnaði, ilmvötnum og fleiru. Jói opnar Hólinn Jóhann Friðfinnsson, sem kallar sjálfan sig jafnan Jóa á Hólnum eða á framandi tungu Joe on the Hill, ákvað að opna heimili sitt fyrir ferða- mönnum og miðla þeim af fróð- leiksbmnni sínum um mannlíf í Eyjum að fomu og nýju. Skipti á nemendum Þegar samræmdum prófum lauk hjá 10. bekk var haldið í skólaferðalag. Oft hefur borið á nokkurri spennu að loknum þessum prófum og vaxandi áfengisneysla nemenda hefur verið áhyggjuefni bæði foreldra þeirra og skólastjómenda. Skólaferðalögin hafa þótt slá á slíka spennu. Aftur á móti þóttí mörgum það kúnstugt að um leið og 10, bekkingar úr Eyjum stigu á skipsfjöl í Herjólfi, stigu jafnaldrar þeirra úr tveimur gmnnskólum í Reykjavík á land í Eyjum, með það fyrir augum að dvelja hér nokkra daga í skólaferðalagi, eins konar skipti- nemar. Stálu jólaskrauti, blómakeijum og bekkjum Það em ótrúlegustu hlutir sem fólki getur dottið í hug að taka ófrjálsri hendi. Eina helgina var t.d. stolið rauðri ljósaslöngu sem notuð hafði verið sem jólaskraut hjá Heildverslun Karls Kristmanns. Nokkmm dögum síðar var svo lögreglu tilkynnt að þýfi væri að finna í húsi nokkru í bænum og fór lögregla á staðinn. Þar fundust, auk jólaskrautsins, blómaker og bekkir úr eigu bæjarins. Viðurkenndu þeir sem í húsinu vom þjófnaðinn. Vandséð er hvemig þeir hafa hugsað sér að fegra híbýli sín með þessum hlutum sem ætlaðir em til notkunar utanhúss. Sýning hjá nemendum Steinunnar I lok aprfl héldu nemendur mynd- listarkonunnar Steinunnar Einars- dóttur sýningu á verkum sínum. Þetta er þriðja árið sem Steinunn heldur slík námskeið og um leið þriðja sýningin. Mjög góð aðsókn var að sýningunni, um 350 manns og létu gestir vel af henni. Burt með girðingamar Fjárbændur, sem fé eiga á Dalfjalli, réðust í að girða lendur sínar af, þannig að sauðfé ætti ekki greiða leið niður í Herjólfsdal og næsta nágrenni hans. Einhverjum þótti þeir þó seilast fulllangt þar sem þeir vom taldir hafa numið land sem áður var úti- vistarsvæði og girt það af. Þá kom í ljós að þama átti að vera um rafmagnsgirðingu að ræða. Um- hverfisnefnd og landnytjanefnd funduðu um málið og var samþykkt að áðumefndar girðingar skyldu fjarlægðar, svo og var lagt bann við þvf að setja upp rafmagnsgirðingu á svæðinu. Bændur þverskölluðust við að íjarlægja girðingar sínar og endaði það með því að bæjarstarfsmenn, undir stjóm garðyrkjustjóra, sáu um að fjarlægja þær.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.