Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Blaðsíða 14
14
Fréttir
Fimmtudagur 28. desember 2000
verðlaunaði áhöfnina fyrir frábæra
framleiðslu. I viðurkenningarskjali frá
fyrirtækinu segir að afurðimar séu í
hæsta gæðaflokki og áhöfnin sinni
störfum sínum af samviskusemi.
Lúðrasveitin úti og inni á
víxl
Allt leit um tíma út fyrir að Lúðrasveit
Vestmannaeyja myndi ekki mæta til
leiks á þjóðhátíð. Hefði það orðið í
fyrsta sinn, allt frá upphafi lúðra-
blásturs í Vestmannaeyjum sem sú
ágæta sveit hefði ekki blásið tónum
sínum á þeirri hátíð. Ástæðan var sú,
að sögn framkvæmdastjóra þjóð-
hátíðar, að Lúðrasveitin væri of dýr og
myndi hljómsveitin Dans á rósum
leika í hennar stað. Svo fór þó að
iokum að þetta mál var leyst og lék
Lúðrasveitin á þjóðhátíð eins og áður.
Lilja Björg sumarstúlka
Vestmannaeyja
Sumarstúlkukeppnin var haldin á
veitingahúsinu Höfðanum laugar-
daginn 22. júlí. Sjö glæsilegar stúlkur
tóku þátt í henni og urðu úsrslit þau að
Lilja Björg Amgrímsdóttir bar sigur úr
býtum. Þórey Jóhannsdóttir var valin
ljósmyndafyrirsætan og Iris Dögg
Konráðsdóttir var valin vinsælasta
stúlkan.
Stafkirkjan vígð og afhent
Mikið var um dýrðir þegar þjóðargjöf
Norðmanna til íslendinga var afhent
síðustu helgina í júlí. Unnið hafði
verið hörðum höndum við að koma
Stafkirkjunni upp um sumarið en nú
var hún vígð. Margt stórmenna mætti
við vígsluna, þeirra á meðal norsku
konungshjónin, forseti íslands og
heitkona hans, forsætisráðherra og
biskupinn yfir íslandi. Eftir vígsluna
var síðan efnt til hátíðardagskrár sem
þótti takast vel eins og raunar af-
hendingin og vígslan í heild sinni.
Halldór Guðbjöms á
toppnum
Glaðningur skattstofunnar var borinn
til gjaldenda í lok júlí og vakti
misjafnan fögnuð viðtakenda. Hæsti
gjaldandi í Vestmannaeyjum var
Halldór Guðbjömsson með opinber
gjöld upp á ríflega 7,5 milljónir króna.
Nýr fjölmiðill í Eyjum
í lok júlí var nýjum fjölmiðli hleypt af
stokkunum og nefnist hann
www.eyjafrettir.is. Þetta er vefsíða
Eyjaprents og Frétta og vakti strax
mikla athygli. Ómar Garðarsson,
ritstjóri Frétta sagði þetta mikilvægt í
samkeppni landsbyggðarinnar um
athyglina á upplýsingaöld.
Þjóðhátíðarþynnkan úr
sögunni?
Undirbúningur fyrir þjóðhátíð gekk að
óskum og síðustu daga júlímánaðar
gekk lífið í Eyjum út á lítið annað en
hátíðina sem í vændum var. Verulega
athygli vakti þegar Apótekið auglýsti
nýtt undralyf við timburmönnum, í
töfluformi. Þá auglýsti umboðsmaður
Aloe Veraeinnig undrameðal til sama
brúks. Einhverjir prófuðu þessi nýju
hjálparlyf en misjöfnum sögum fór af
ágæti þeirra.
Agúst
Ein sú stærsta
Þjóðhátíð Vestmannaeyja var haldin
fyrstu helgina í ágúst. Hennar verður
sennilega minnst sem einnar þeirrar
stærstu sem haldin hefur verið, þ.e.a.s.
fjöldi gesta hefur sjaldan verið meiri.
Talið var að hátt í tíuþúsund manns
hefðu verið í Dalnum þegar flest var,
Viktor Helgason, útgerðarmaður,
sagði að ekki væri fótur fyrir þessum
sögum, hann væri ekkert á leiðinni að
selja.
Ikveikja og innbrot í
Hvítasunnukirkjuna
Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að baki
því að brotist var inn í Hvítasunnu-
kirkjuna um miðjan ágúst. Þar er enda
fátt að fínna af verðmætum þeim
efnislegum sem hvað helst freista
innbrotsmanna en mun meira af
verðmætum sem hvorki mölur né ryð
fá grandað. Enda höfðu húsbrots-
menn lítið upp úr amstri sínu en ollu
nokkrum skemmdum innandyra. Þá
báru þeir eld að þar sem áður var
miðasala Samkomuhússins en þann
eld tókst lögreglu að slökkva áður en
verulegt tjón hlaust af.
Færri nemendur en áður
Framhaldsskólinn var settur 24. ágúst
en framhaldsskólar byija allajafna
nokkru fyrr en aðrir skólar í landinu.
Um 240 nemendur voru skráðir á
haustönn, sem er nokkru færra en
verið hefur. Busavígsla nýnema þótti
mörgum ganga fulllangt í athafnasemi
og er það ekki í fyrsta sinn sem sú
athöfn hefur verið gagnrýnd.
Mynd í Fréttum greiddi fyrir
vegabréfsáritun
Fyrr á árinu var viðtal í Fréttum við
Sigrúnu Þorsteinsdóttur, frá Blátindi,
sem starfað hefur hjá Húmanista-
samtökunum, m.a. á Indlandi.
Indverjinn Michael J. Weldone, sem
unnið hafðimeð Sigrúnu ytra, hugðist
heimsækja Island en gekk erfiðlega að
fá vegabréfsáritun í heimalandi sínu.
Var honum vísað fram og til baka og
var ekki fyrr en hann sýndi við-
komandi yfirvöldum mynd af sér í
vikublaðinu Fréttum að skriður komst
á málið og hann fékk sína áritun.
Vitað var að Fréttir eru áhrifaríkur
fjölmiðill en að áhrif þeirra næðu
hinum megin á hnöttinn þótti enn auka
hróður blaðsins.
Enn hækka flugfargjöld
Þegar þrjár vikur voru liðnar af
ágústmánuði tilkynnti Flugfélag
íslands hækkun á fargjöldum innan-
lands. Ástæða þeirra var sögð mikil
hækkun á eldsneytisverði og ný
opinber gjöld. Bar þar hæst svonefnt
leiðsögugjald sem vitað var að myndi
auka kostnað í innanlandsfluginu.
Afli Eyjaskipa um 25
þúsund tonn
Níu skip frá Eyjum stunduðu loðnu-
veiðar á sumarvertíð. Samtals var
heildarloðnuaflinn tæplega 104
þúsund tonn og af því var hlutur
Eyjaskipa 25 þúsund tonn. Sigurður
VE var með mestan afla þeirra, um
5.200 tonn.
Hönnulegur viðskilnaður?
Umhverfisnefnd var ósátt við hvemig
þjóðhátíðamefnd skildi við í Herj-
ólfsdal að lokinni þjóðhátíð og lét
bóka að nefndin harmaði viðskilnað
þjóðhátíðamefndar í Dalnum. For-
manni þjóðhátíðamefndar kom þetta á
óvart og sagðist ekki vita til þess að
ákveðin tímatakmörk hefðu verið sett
um hvenær lokið skyldi tiltekt og
flutningi mannvirkja og tækja.
Klæðskerasniðið útboð?
Um sumarið hafði verið unnið að
útboði Herjólfs hjá Vegagerðinni.
Ekki vom allir á eitt sáttir við að farið
skyldi í útboð en sá var veruleikinn.
Þegar útboðslýsingin lá fyrir sögðu
ýmsir málsmetandi aðilar að þetta
útboð væri eins og klæðskerasniðið
fyrir heimamenn.
ÞESSIR ungu menn mættu á þjóðhátíð og voru klæddir að hætti Hróa Hattar og hans kappa í
Skírisskógi.
fé handa á milli. Þótti þetta fremur
sérstæð góðæristúlkun.
Á þjóðhátíð yfír hálfan
hnöttinn
Sennilega hafa engir gestir á þjóðhátíð
komið lengra að en þau Lúðvík
Sigurðsson og Lillý Jóhannesdóttir
(Lillý pól). Þau eru búsett í Ástralíu
og hafa rétt mörgum íslendingnum
hjálparhönd þar. Nú buðu vinir þeirra
og vandamenn á Islandi þeim á
þjóðhátíð og skemmtu þau sér hið
besta.
átti sér stað á mánudagskvöld þegar
flugvél, sem var að koma frá Eyjum,
fórst á Skerjafirði. I vélinni vom
fimm farþegar, auk flugmannsins.
Létust flugmaðurinn og tveir
farþeganna í slysinu en þrír slösuðust
mjög alvarlega.
Frystihúsið lokuð
Hin árlega lokun frystihúsanna hófst í
lok júlí. Hjá Vinnslustöðinni hófst
vinnsla á ný upp úr 20. ágúst en að
þessu sinni var nokkuð lengra stopp
hjá ísfélaginu en venjulega og ekki
byrjað aftur fyrr en 4. september.
Stafkirkjan á Skansinum var ekki reist
eingöngu upp á punt heldur ætluð til
kirkjulegra athafna. Ekki þurfti heldur
lengi að bíða eftir þeirri fyrstu. Þau
Kristjana Jónsdóttir og Einar Pálsson
voru gefín saman í hjónaband í
kirkjunni af séra Kristjáni Björnssyni.
Sögðu bæði klerkur og brúðhjón að
athöfnin hefði verið áhrifamikií.
Ófeigsútgerðin ekki á förum
Þær sögur gengu fjöllum hærra að
Stígandi ehf., útgerð Ofeigs VE, væri
í þann veginn að selja eigur sínar í
Vestmannaeyjum til Grindavíkur.
þar af um 6.500 aðkomumanns.
Hátíðin hófst í blautu en stilltu veðri á
föstudag, síðan fór veður batnandi og
á sunnudag var logn og blíða. Flestir
vom þjóðhátíðargestir sjálfum sér og
öðmm til sóma. Þó vom tíu líkams-
árásir tilkynntar og fímm þeirra
kærðar. Var þetta allt frá pústmm upp
í alvarlegri mál sem enduðu með bein-
brotum. Þá var tilkynnt um 20
þjófnaði, aðallega úr tjöldum, eitl inn-
brot íbænum og 15 skemmdarverk.
25 fíkniefnamál á þjóðhátíð
Lögreglumenn vom sammála um að
miðað við þann ljölda sem var að
skemmta sér í Eyjum um þjóð-
hátíðina, hefði hátíðin farið vel fram.
Mjög hert eftirlit var með fíkniefnum
þessa daga af hálfu lögreglu og komu
alls upp 25 mál sem þeim tengdust.
Var umfang þeirra misjafnlega mikið,
allt frá einni „Rip Fuel“ töflu (hvað
sem það nú er) og upp í 20 grömm af
amfetamíni. I tveimur þessara mála
lék grunur á um sölu og dreifmgu
fíkniefna.
Þrír stútar á mánudag
Alls voru 14 manns bókaðir vegna
umferðarlagabrota á þjóðhátíð. Eng-
inn var tekinn fyrir ölvun við akstur á
sjálfri þjóðhátíðinni. 400 bifreiðir
voru stöðvaðar yfír helgina til að
kanna ástand ökumanna og reyndist
það í öllum tilvikum í besta lagi. En á
mánudag voru þrír teknir, gmnaðir um
ölvun við akstur. Lögreglumenn
sögðu að slíkt gerðist nánast á hverri
þjóðhátíð að fólk færi af stað of
snemma á bílum sínum eftir drykkju
helgarinnar og væri ekki í ökuhæfu
ástandi.
Kveikt í tjöldum vegna leti
Á mánudag eftir þjóðhátíð bar mikið á
því að kveikt væri í tjöldum í Dalnunt.
Svo virtist sem sumir þjóðhátíðargestir
hafi ekki nennt að pakka tjaldinu
saman heldur einfaldlega kveikt í því.
Vildu einhverjir tengja þetta saman
við það góðæri sem sagt er ríkja í
landinu og þar með að fólk hefði nægt
LILJA Björg Arngrímsdóttir, sumarstúlka Vestmannaeyja 2000.
Formaðurinn ósáttur
Þrátt fyrir góða þjóðhátíð var
formaður ÍBV íþróttafélags ekki alls
kostar sáttur við útkomuna og hvemig
aðrir aðilar en íþróttahreyfingin
mökuðu krókinn á henni. Hann
sagðist hafa heimildir fyrir því að
þjóðhátíðin færði meiri virðisauka í
bæinn en jólaverslunin. Þá var hann
og ósáttur við að aðilar í bænum
skyldu vera í beinni samkeppni við
þjóðhátíð, t.d. með annað húkkaraball
á fímmtudeginum fyrir þjóðhátíð.
Hörmulegt flugslys
Þann skugga bar á annars vel heppn-
aða þjóðhátíð að hörmulegt flugslys
Kvikmyndað í Eyjum
I ágúst var hér á ferð nokkurt lið
kvikmyndatökufólks undir stjóm
Sveins Magnúsar Sveinssonar sem á
ættir sínar að rekja til Eyja. Hér var
verið að kvikmynda Pysjuþjófinn, eftir
handriti Sveins Magnúsar, en
kvikmyndin gerist í Vestmannaeyjum
á pysjutímanum. Flestir leikarar em
úr Eyjum. af yngri kynslóðinni. Þetta
er hluti af samstarfsverkefni evrópskra
sjónvarpsstöðva og er ætlunin að sýna
myndina í sjónvarpinu seinna í vetur.
Fyrsta kirkjulega athöfnin