Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. desember 2000 Fréttir 9 ANNA Þorsteinsdóttir í Laufási, kona aldarinnar í Vest- mannaeyjum. menningarstaðir, aðallega á höfuð- borgarsvæðinu, hafa boðið upp á dans slíkra kvenna með aðstoð sérhannaðra súlna en í Vestmannaeyjum máttu þær ágætu meyjar sýna dans sinn súlulaust þar sem slíkir gripir voru ekki til staðar. Þó hafði þúsundþjala- smiðurinn Hallgrímur Tryggvason auglýst í jólamánuðinum að hann tæki að sér smíðar á súlum. Líkast til hefur Hallgrímur klárað allar sínar súlur til jólagjafa því að hann reyndist uppi- skroppa með þann vaming þegar til hans var leitað. Engu að síður þótti dans meyjanna fagursköpuðu takst með miklum ágætum. Flugstöðin formlega tekin í notkun Föstudaginn 22. janúar var Flugstöðin á Vestmannaeyjaflugvelli formlega tekin í notkun eftir gagngerar endur- bætur á árinu 1999. Þá var um leið afhjúpað listaverkið Steinflaug, eftir Öm Þorsteinsson, en það listaverk prýðir húsakynni stöðvarinnar. Óskemmtileg skilaboð Þau voru lítt skemmtileg skilaboðin sem kattareigandi einn fékk inn um glugga á fyrirtæki sínu. Þar stóð skýmm stöfum: „Láttu gelda köttinn eða ég geri það sjálfur." Þetta kom eiganda kattarins í opna skjöldu enda vissi hann ekki til þess að kvartað hefði verið undan skepnunni auk þess sem skilaboð á borð við þessi flokk- uðust undir dónaskap og tillitsleysi. Nýjar kirkjuhurðir Kvenfélag ’Landakirkju gaf nýjar kirkjuhurðir til kirkjunnar og vom þær afhjúpaðar og blessaðar sunnudaginn 23. janúar. Sigurður Sigurðarson, myndskeri frá Vatnsdal, skar út myndimar á hurðunum og þóttu þær hinar fegurstu. Sigurður sagðist gefa þá vinnu sína, til minningar um afa sinn og ömmu, séra Oddgeir og Önnu Guðmundsen. Tekinn ölvaður á ný Fyrr í mánuðinum var ökumaður tekinn fyrir ölvun við akstur. Ekki liðu nema um þrjár vikur þar til hann var enn á ný staðinn að verki við sömu iðju og þótti lögreglumönnum ntál að slíku hátterni linnti. Alls vom sex ökumenn teknir í janúar, gmnaðir um ölvun við akstur og þótti það sex of mikið. Aldamótabam? Fyrsta bam ársins fæddist í Vest- mannaeyjum 25. janúar. Þetta var drengur, 13 merkur að þyngd og 53 cm á hæð. Foreldramir, Þórunn Gísla- dóttir og Guðmundur Huginn Guð- mundsson, töldu að þetta væri fýrsta bam aldarinnar í Eyjum. Oddur hættur að rýna í sortann Oddur Júlíusson, sem hafði m.a. séð um að rýna í bæjarblöðin í vikulegum þætti á Utvarpi Vestmannaeyjar, tilkynnti að hann væri hættur þeirri iðju. Oddur sagðist búinn að vera í þessu st'ðan 1994 en nú væri mál til komið að hvfla bæði sjálfan sig og þá sem nennt hefðu að hlusta. Febrúar Vantraust á bæjarstjórann Snarpar umræður urðu f bæjarráði vegna vantrauststillögu sem fulltrúar minnihluta Vestmannaeyjalistans bám fram á Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóra, á bæjarstjómarfundi. Tilefnið var að minnihlutinn taldi fjárhagsstöðu bæjarins komna í óefni vegna skulda- söfnunar sjálfstæðismanna á undan- fömum ámm. Vantrauststillagan var felld. Gunnhildur vill gosminjasafn Vestmannaeyingurinn Gunnhildur Hrólfsdóttir, rithöfundur, viðraði enn þá skoðun sína að koma ætti upp gosminjasafni í Eyjum Þá hugmynd fékk hún þegar hún vann að gerð útvarpsþátta um Vestmannaeyjar. Gunnhildur vill að safnið verði staðsett í brekkunni vestan við Eldfell eða hugsanlega á sjálfu hrauninu. Andvari fékk á sig brotsjó Það óhapp varð þegar Andvari VE var á leið til rækjuveiða við Ný- fundnaland, að skipið fékk á sig brot bakborðsmegin, gluggi í brú brotnaði og sjór flæddi inn. Flest tæki urðu við þetta ónothæf og var þegar haldið til Reykjavíkur þar sem gert var við þau. Engin slys urðu á mannskap og skipið hélt til veiða á ný eftir tveggja daga stopp meðan gert var við skemmdir. Engin göng - í bili a.m.k. Sú hugmynd Áma Johnsen, alþingis- manns, að láta kanna möguleika á gerð jarðganga milli lands og Eyja, var slegin af í skýrslu Vegagerðar ríkisins. Samkvæmt henni þóttu slík jarðgöng bæði of dýr og áhættusöm en bent var á að tækni fleygi sífellt fram í gerð jarðganga og rétt sé að endur- skoða möguleikana í samræmi við það. Frysting hafín Loðnuvertíðin hafði gengið erfiðlega framan af vetri og eingöngu veitt í troll framan af en þegar á leið varð loðnan veiðanleg í nót. Byrjað var að frysta loðnu um miðjan febrúar, bæði hjá Vinnslustöð og Isfélagi. Höfðingleg gjöf Ása Torfadóttir, eiginkona Áma heitins Guðmundssonar (Áma úr Eyjum), afhenti Vestmannaeyjabæ að gjöf öll ritverk Áma. Bæjarráð þakkaði þessa höfðinglegu gjöf og var menningarmálanefnd falið að annast framgang þessa máls. Nýir útgerðarmenn Eigendaskipti urðu á tveimur bátum í Eyjaliotanum. Viðar Elíasson, út- gerðarmaður, keypti mb. Drífu og fékk hún nafnið Naifi VE. Eldri Narfa keyptu þeir Björgvin Sigurjónsson, Ingimar Guðmarsson, Magnús Sig- urðsson og Haukur Sölvason og fékk hann nafnið Þorri VE 50. Björgvin sagði að þeir myndu veiða úr sameiginlegum kvóta þjóðarinnar. Sýning á verkum Gísla í Laufási Systraböm Gísla Þorsteinssonar, frá Laufási, gengust fyrir því að sett var upp sýning á málverkum eftir Gísla í Safnahúsinu. Gísli var hvað þekkt- astur fyrir þátttöku sína í uppbyggingu fiskvinnslunnar í Vestmannaeyjum en hann málaði í frístundum sínum og gaf að líta afrakstur þess á sýningunni. Bærinn kaupir Gullborgina í febrúar var gengið frá kaupum á Gullborgu VE af þeim bræðmm, Friðriki og Benóný Benónýssonum. Kaupendur vom Hafnarsjóður, Út- vegsbændafélag Vestmannaeyja og svonefndur Menningarsjóður Staf- kirkjusvæðis. Ekki er hugmyndin að gera skipið út heldur á að varðveita jrað og horft til Skanssvæðisins í því sambandi. Kaupverðið var níu millj- ónir króna og skiptist það jafnt milli kaupendanna þriggja. Nýr íþróttasalur Lagðar vom fram í bæjarstjóm tillögur að nýju íþróttahúsi í Eyjum er rísi við hlið þess sem fyrir er. Þessar tillögur vom samþykktar samhljóða í bæjar- stjóm og fulltrúar iþróttahreyfmgar- innar fögnuðu þeim. Hafsteinn tekur við Deloitte & Touche Þegar Ólafur Elísson tók við starfi sparisjóðsstjóra hjá Sparisjóði Vest- mannaeyja þurfti að ráða úlibússtjóra hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte & Touche. Hafsteinn Gunnarsson var ráðinn til starfans en hann er viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi og hefur starfað hjá fyrirtækinu í fimm ár. Herjólfur boðinn út? í fyrirspumatíma á alþingi spurði Isólfur Gylfi Pálntason hvað liði útboði á ferjusiglingum milli lands og Eyja. Samgönguráðherra hafði boðað að af slíku útboði yrði og vildi Isólfur Gylfi fá skýrari svör um það. Þetta mál átti síðan eftir að vinda vemlega upp á sig þegar leið á árið. Eggjakast Mjög er það misjafnt hvað menn gera sér til dundurs og dægrastyttingar. Flestir finna athafnasemi sinni sem betur fer útrás í einhverjum upp- byggilegum athöfnum en svo em lflca þeir sem hafa annan hátt á. Einn úr þeirra hópi fann hjá sér nótt eina þörf til að kasta eggjum í bifreið sem stóð við Faxastíg. Lentu eggin m.a. inni í bifreiðinni sem var illa útleikin eftir þessa sérkennilegu tómstundaiðju. Ámi gefst ekki upp Þrátt fyrir að hugmyndir Áma John- sen, alþingismanns, um jarðgöng milli lands og Eyja hafi ekki orðið að vemleika, var hann síður en svo á því að gefast upp í baráttu sinni fyrir bættum samgöngum. Á blaðamanna- fundi, sem haldinn var þegar jarð- gangaáætlun Samgönguráðuneytis var lögð fram, ýjaði hann að þeirri hugmynd að koma upp ferjulægi við Bakkaíjöm og taldi það spennandi kost. Grænt vatn Bæjarveitur auglýstu að litarefni yrði sett í hitaveituvatnið vegna lekaleitar á kerfinu. Einhverjum brá í brún þegar þeir sáu að vatnið var fagurgrænt en efnið var með öllu skaðlaust og gegndi fyllilega sínu hlutverki við leitina að leka. Skemmdarverk um miðjan dag Margir urðu fyrir vonbrigðum sem ætluðu sér að fylgjast með útsend- ingum Fjölsýnar einn sunnudaginn í febrúar. Meðal efnis, sem átti að sýna, var lokadagur í miklu golfmóti í Bandaríkjunum þar sem skæmstu stjömur golfsins börðust hart. En það sem mætti augum áhorfenda var tilkynning frá Fjölsýn þar sem sagði að vegna skemmdarverka í móttöku- búnaði féllu útsendingar niður. Um miðjan dag hafði verið skorið á leiðslur að móttökudiskum og var talið líklegt að þar hefðu böm verið að verki. Framkvæmdastjórinn olli skjálfta Vemlegur skjálfti fór um marga vegna greinar sem Þorsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri knattspymudeildar ÍBV, setti á heimasíðu ÍBV og Morgunblaðið birti síðan ásamt spjalli við framkvæmdastjórann. Greinin fjallaði um framkvæmdaleysi bæjar- yfirvalda í Eyjum vegna stúku- byggingar við Hásteinsvöll og ýjað að því að IBV yrði að leika á Laugar- dalsvelli á komandi keppnistímabili. Stjórn knattspymudeildar þótti þarna farið offari og þessi umfjöllun væri málstaðnum ekki til framdráttar. Þorsteinn skrifaði grein í Fréttir þar sem hann baðst afsökunar á því að hafa „farið fram úr sjálfúm sér“ í þeirri viðleitni að berjast fyrir framgangi knattspymunnar í Vestmannaeyjum. Geymdi lyklana í bílnum Sunnudagsmorgun einn tilkynnti bíl- eigandi nokkur lögreglu að bifreið hans hefði verið stolið þar sem hún stóð við Hólagötuna. Hún fannst skömmu síðar á veginum milli Fella, óskemmd. Vandalítið hafði verið að taka hana þar sem hún var ólæst og lyklamir geymdir í hanskahólfinu. Heklugos truflaði flug Hekla tók upp á því að byrja að gjósa í febrúar. Lítil óþægindi urðu vegna þess í Eyjum en þó fundu sumir fyrir því í lok mánaðarins þegar ekki var flogið til Eyja frá því um hádegi á sunnudag og fram á þriðjudags- morgun. Raunar var það veður sem hamlaði flugi sunnudag og fram á mánudag en þegar loks var orðið fært var flugi aflýst vegna hættu á öskufalli á flugleiðinni milli Reykjavfkur og Vestmannaeyja. Farþegum kom þetta spánskt fyrir sjónir þar sem ekki hafði orðið vart við öskufall en Veðurstofan gaf út að hætta gæti verið á því og því tóku forsvarsmenn flugfélaganna enga áhættu og aflýstu flugi. ÁRNI Johnsen, Jón B. Jónsson stjóri í samgönguráðuneyti og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra funda um Herjólf í Vestmannaeyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.