Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 21. júní 2001 Mörg verkefni í gangi hjá Náttúrustofu Suðurlands: Eldfjallarannsóknir og Kára- hnúkavirkjun meðal verkefna Nátlúrustofa Suðurlands vinnur að mörgum áhugavcrðum verkefnum um þessar mundir. Dr. Armann Höskuldsson jarðfræðingur er for- stöðumaður stofunnar en helstu verkefni sem nú eru unnin eru náttúrufarslýsing fyrir nýtt aðal- skipulag Vestmannaeyja, eldfjalla- rannsóknir og athuganir varðandi Kárahnúkavirkjun. Armann Höskuldsson hefur verið forstöðumaður stofunnar frá upphaii eða frá því hún hóf starfsemi árið 1996. Hann sinnir verkefnum ásamt öðmm vísindamönnum en starfsemin hefur aðselur hér í Eyjum. Stofan er rekin af umhverfis- ráðuneytinu og Vestmannaeyjabæ. Hún vinnur í nánu samstarli við Háskóla Islands, Náttúrufræðistofnun Islands og Náttúruvernd ríkisins. Stjómina skipa Svanhildur Guðlaugs- dóttir formaður, Arni Johnsen og ísólfur Gylfi Pálmason meðstjóm- endur. Nýtt skipulag Vestmannaeyja Ármann sagði í viðtali við Fréttir að vinnan við nýtt aðalskipulag Vest- mannaeyja væri umfangsmeiri en áður þar sem það tekur lil allra eyja og miða. „Aðalskipulag er endurskoðað á nokkurra ára fresti og nú verður farið í fyrsta skipti í úteyjar og næstu mið í kring könnuð. Tilgangur aðalskipu- lags er að gera lillögur að því hvemig menn ætla að haga uppbyggingu og landnotkun í framtíðinni. Teiknistofa P.Z. sér um tæknilega þætti og Náttúrustofa Suðurlands sér um verk sem viðkoma náttúrulýsingum o.fl. Þrír háskólanemar hafa verið ráðnir til að vinna að þessu verkefni, nemar í jarðfræði, líffræði, og landafræði en undirbúningur verkefnisins hófst í vor og áætlað er að náttúrufarsþáttur skipulagsins verði tilbúinn í haust. Aðalskipulag er lagt fyrir skipulags- nefnd og þar koma fram upplýsingar um viðkvæm og hættuleg svæði. Einnig koma fram tillögur um iðn- aðarsvæði, íbúðarbyggð, malarnám í framtíðinni og landnotkun til næstu tíu ára. Helgafells- og Sæfjallsgosin Tvö önnur verkefni sem tengjast Eyjum eru og í vinnslu. í fyrsta lagi er hér sænskur doktorsnemi, Hannes Mattson frá Stokkhólmsháskófa að rannsaka Helgafellsgosið og í öðmlagi er Sonja Hand frá háskólanum í Trier í Þýskalandi að skrifa mastersritgerð um Sæfjallsgosið. Þá fæst stofan við eldfjallarannsóknir á Suðurlandi þar sem verið er að skoða Heklu og Eyjafjallajökul. Annað árið í röð er unnið að verkefni er snýr að gervi- gígum í Landbroti, en það mun verða lokaverkefni Jóhanns Friðsteinssonar við Háskóla íslands. Loks mun stofan hefja rannsóknir við Kárahnúkavirkjun. Rannsóknin er eldljallalegs eðlis og snýr að fligru- bergslagi er finnst í gljúfrum Jökulsár á Brú. Af verkefnum sem tengjast erlendum samskiptum má nefna að Japanir koma í júlí til að rannsaka íslenska möttulstókinn og Þjóðverjar em væntanlegir seinna í ágúst og skoða sprengigos á Islandi.“ Áhugavert starf Ármann sagði starf forstöðumanns Náttúrustofu vera skemmtilegt og öll KRISTJANA, Jóhann Örn, Ármann og Hannes Mattson. S. í - i ' n ^ -i 1 Xí ILL .. Freydís verkefni jafn áhugaverð. Mikið væri að gera en hann er eini fastráðni starfsmaður stofnunarinnar. „Það er mjög mikið að gera en við höfum ekki fjárveitingar nema fyrir einni fastri stöðu og erfitt að fá fjámagn nema í ákveðin skilyrt verkefni. Það er ánægjulegt að ráða unga námsmenn til starfa í sumar og gefa fólki með sérhæfða menntun tækifæri á að vinna hér. Armann bað bæjarbúa að taka vel á móti þeim Kristjönu, Jóhanni og Freydísi þegar þau leita upplýsinga varðandi náttúmfar, ömefni og fleira sem tengist umhverfisverkefninu. Kristjana vinnur að landafræðiverkefni Kristjana H. Kristjánsdóttir er nemi í landafræði við Háskóla íslands og hefur lokið tveimur árum af þremur. Hún er tuttugu og fjögurra ára gömul og er fædd og uppalin í Aðaldal Suður-Þingeyjasýslu. Þetta er fyrsta landafræðiverkefni sem hún vinnur að og sagði þetta frábært tækifæri. „Ég er mjög ánægð því þetta er skemmtileg vinna. Ármann hafði samband við mig og ég verð hér í sumar. Við emm þrjú sem vinnum þetta verkefni og auðvitað tengjast okkar þættir. Ég er mikið í því að vinna með heimildir. Ég er að lesa mér til um veðurfar en hér er sérstakt veður og ég ber saman upplýsingar um hvort það hefur breyst frá seinasta aðalskipulagi. Þá er ég að kynna mér ömefni og einnig er ég að skoða heimildir sem tengjast náttúm- fari svo sem dýralífi og gróðurfari. Upplýsingamar eru uppfærðar frá síðasta aðalskipulagi. Ég reikna ekki með að breytingar hafi orðið miklar frá síðasta aðalskipulagi en þó koma inn nýir kaflar um hættusvæði og breytingar sem urðu í jarðskjálftanum á síðasta ári. Ég hef aðallega verið við heimildavinnu og ég safna saman upplýsingum og set saman sem texta. Einnig vinn ég gröf og kort upp úr frá þessari heimildavinnu. Þá athuga ég náttúruminjar og vemduð svæði svo sem fomminjar í Herjólsfsdal," sagði Kristjana. Jóhann Öm rannsakar gervigíga Jóhann Öm Friðsteinsson er Vest- mannaeyingur í húð og hár. Hann er 23 gamall, sonur Friðsteins Vigfús- sonar og Freyju Ellertsdóttur. Hann hefur verið við jarðfræðinám í þrjú ár og vinnur að rannsóknum á gervi- gígum í Landbroti sem lokaverkefni. Hann sagði þá verða til þegarheitt hraun rennur yfir mýrlendi og hvellsuða verður og gígar myndast. Þeir eru eins og gosgígar en miklu minni eða um tuttugu metra háir og án aðfærsluæðar. Hvað aðalskipulagið varðar tek ég út jarðfræðihluta verk- efnisins og er jafnframt hjálparhella Kristjönu. Við vinnum bæði að því að skoða gögn um hættusvæði með tilliti til hmns úr Ijöllum. ennfremur er starf mitt falið í að athuga með jarðefna- námur. Ég fer yfir gögn um námur á Heimaey og set á kort. Hvað námu- gröft varðar hefur mönnurn verið allt of laus höndin og námur því allt of víða. Ég tel aftur á móti mjög skyn- samlegt að þróunin verði í þá átt að halda námum á ákveðnum svæðum eins og tæknideild bæjarins hefur verið að þróa að undanfömu, taka sand úr Skansfjöm og stórgrýti úr Viðlagafjöru." Jóhann sagði gaman að vinna að þessu þar sem það tengdist hans námi, en hann sagðist hafa unnið síðastliðin fimm til sex ár hjá bænum. Þó saknar hann þess að geta ekki verið úti allt sumarið. Hins vegar fela störf hjá Náttúmstofu í sér töluverða útiveru. í úteyjum og uppi á landi. „Ármann gefur okkur þá línu að fá tilfinningu fyrir Eyjunum og þá þarf að fara út og skoða.“ Hann sagðist ennfremur fá tækifæri til að vinna með erlendum jarðvísinda- mönnum sem eru í samstarfi við Náttúmstofu. „Hingað koma Japanir og von er á Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum sem ég fæ að vinna með. Það er stór þáttur í öllum lærdómi að kynnast sjónarmiðum manna og vinnubrögðum, tækifæri til að fara með þessu fólki er því eins konar viðbót við námið og þá þjálfun sem ég fæ í starfi hjá Náttúmstofu. „Þetta er náttúrulega mjög gott tækifæri og einstaklega skemmtilegt að geta starfað í sínu fagi í sínu bæjarféglagi. Mitt nám felst í ákveðinni sérhæfingu og kallar því á sérhæfða starfsemi og því er það frábært að hún skuli vera hér til staðar. Ég ætla í framhaldsnám og hef áhuga á að fara til Svíþjóðar eða jafnvel Bretlands. Ég stefni á mastersnám," sagði Jóhann um leið og hann undirstrikaði að verkefnin sem hann glímdi við hjá Náttúmstofu væm bæði spennandi og áhugaverð. Freydís sér um líffræðilegan hluta aðalskipulagsins Freydís Vigfústdóttir sér um líf- fræðilegan hluta aðalskipulagsins í Eyjum. Freydís er tvítug Eyjastelpa, dóttir hjónanna Rósu Siguijónsdóttur og Vigfúsar Guðlaugssonar. Freydís nemur líffræði við Háskóla Islands. Jafnframt því að starfa við aðal- skipulagið vinnur Freydís að rannsóknum á þara við Eyjar með Páli Marvin Jónssyni. Varðandi aðalskipulagið sagðist hún afla upplýsinga til að geta kortlagt gróðurfar og dýralíf í Vest- mannaeyjum. „Þetta byggist bæði á vettvangs- og heimildavinnu. Það em ekki til nógu góðar heimildir um ákveðna hluta Vestmannaeyja og við þurfum að athuga þá sérstaklega. Þetta er mjög spennandi og tengist mínu námi beint og ég er mjög heppin að fá þetta tækifæri. Ég kynnist fólki með svipuð áhugamál," sagði Freydís og var á leið í vettvangsferð á Látrabjarg til atferlis- rannsókna á fuglum. Guðbjörg. Þurrar veislur hjá bænum? Á bæjarráðsfundi á mánudag lagði Guðrún Erlingsdóttir frarn þessa tillögu: „Bæjarráð Vest- mannaeyja samþykkir að mót- tökur og veislur sem Vest- mannaeyjabær og stofnanir hans standa fyrir verði áfengislausar. Einnig samþykkir bæjarstjórn að stuðla að því að svo verði einnig ef móttökur eða veislur eru haldnar með öðrum.“ I greinai'gerð með tillögunni segir að Vestmannaeyjabær setji fjár- muni og taki þátt í for- vamaverkefnum vegna vímu- varna. Besta forvörnin sé fólgin í góðu fordæmi. Neysla áfengis og annarra vímuefna aukist ár frá ári og því sé æ meiri nauðsyn að spyrna við fótum gegn þeirri vá sem ofneysla þessara efna hafi í för með sér. Með því að samþykkja tillöguna gangi Vestmannaeyjabær fram fyrir skjöldu og leggi þungt lóð og vogarskálarnar f baráttunni við áfengis- og vímuefnabölið. Slík samþykkt gæti orðið öðrum bæjarfélögum og valdhöfum til eftirbreytni. Þessari tillögu var vísað til afgreiðslu bæjarstjómar. Hressó vill endurskoðun Líkamsræktarstöðin Hressó hefur sent íþróttaráði tvö erindi. Hið fyrra er um að starfsmenn Slökkviliðs Vestmannaeyja geti fengið endurgreidd líkams- ræktarkort sín hjá Vest- mannaeyjabæ, kjósi þeir að æfa í líkamsræktarstöð Hressó. Seinna erindið er um að komið verði á fundi með rekstraraðilum Hressó þar sem rætt yrði um fyrirkomulag á rekstri líkams- ræktarsalar Iþróttainiðstöðvarinnar. Iþróttaráð hefur ályktað um fyrra erindið að á seinasta fundi ráðsins var samþykkt að taka til endur- skoðunar hvemig staðið er að framkvæmd á samþykktum ráðsins um endurgjaldslausan aðgang að Iþróttamiðstöðinni. Sú endur- skoðun stendur enn og er verið að vinna samræmdar reglur hjá sveitarfélögum landsins. Akvörðun um breytingar, sem m.a. varða erindi Hressó, verður tekin þegar niðurstaða endurskoðunar liggur fyrir. Vegna seinna erindisins felur íþróttaráð. forstöðumanni Iþrótta- miðstöðvar og formanni íþróttaráðs að ræða við bréfritara. Varað við hraðakstri á Kirkjuvegi Grétar Omarsson, íbúi að Breiðabliksvegi 4, hefur sent skipulags- og bygginganefnd bréf þar sem hann lýsir áhyggjum sínum með umferð á Kirkjuvegi. Þar er bæði átt við aukningu umferðar sem og meiri hraðakstur. Óskar Grétar eftir að nefndin skoði þetta mál sem fyrst svo að koma megi í veg fyrir óhöpp. I afgreiðslu skipulagsnefndar segir að ekki sé unnt að verða við erindinu þar sem Kirkjuvegur er skilgreindur sem stofnbraut.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.