Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 21. júní 2001 Fréttir 15 Tryggvi Sigurðsson hafa starfað samtals um 170 ár hjá ísfélaginu tók við vélasalnum 1956 og vann við vélamar alla tíð síðan. Sigurður Einarsson sagði oft að Tryggvi væri af þeirri kynslóð þar sem samviskusemin og skylduræknin í starfi sæti í fyrir- rúmi. Hann var trúr sínum vinnuveitendum eins og þessi 53 ár segja til um. Þegar mikið var að gera stóð Tryggvi vaktina allan sólar- hringinn ef svo bar undir. Lét hann nægja að kasta sér á beddann í tækjaklefanum og eftir stuttan lúr hélt hann áfram að vinna,“ sagði Guðbjörg sem notaði tækifærið og ávarpaði íjórmenningana alla í lokaorðum sínum. „Öllum þessum heiðurs- mönnum eru þökkuð af alhug vel unnin störf í þágu Hraðfrysti- stöðvarinnar og ísfélagsins." Aukaafarnir voru þeir Bogi og Garðar Einar Sigurðsson ávarpaði þá Boga Sigurðsson og Garðar Asbjörnsson sem báðir hafa sett mark sitt á rekstur Hraðfrystistöðvarinnar og síðar Isfélagins. „Þegar ég kom að Isfélaginu sl. haust sagði Bogi mér að ég væri þriðji ættliðurinn sem hann ynni með hjá félaginu. Upphafið var hjá afa mínum Einari Sigurðssyni og svo tók pabbi við,“ sagði Einar um Boga sem oftast er kenndur við FES sem stóð fyrir Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðs- sonar. „Fyrir okkur bræðuma er eins og við höfum alltaf átt tvo auka afa í þeim Garðari og Boga. Við þvældumst með pabba og Garðari niður í bátana, t.d. að fá tertusneið í Suðurey hjá Sigga Gogga við hver 1000 tonn á netunum, og við fómm öll kvöld með til Boga í FES þegar verið var að bræða þar. Fyrst við Siggi og svo þegar við áttum að vera orðnir fullorðnir tók við næsta sett, Magnús og Kristinn.'* Bogi hóf störf sem verksmiðjustjóri í FES árið 1964 en hafði áður unnið í landi og á sjó fyrir Hraðfrystistöðina. „Ég tel að Bogi hafi átt stóran þátt í þeim breytingum sem orðið hafa í FES sem í dag er ein af fullkomnustu loðnuverksmiðjum landsins. Þessu hefur náð fram með dugnaði, áhuga og ósérhlíf’ni." Einar sagði að þegar Bogi var ekki að hugsa um hvað kæmi FES til góða hefði hann verið með hugann við stangveiðina sem er hans aðal- áhugamál. „Það má því segja að fiskur sé það EINAR Sigurðsson, Bogi Sigurðsson og Helga Tómasdóttir kona hans og Ásta Sigurðardóttir kona Garðars Ásbjörnssonar sem er lengst til luegri á myndinni. Máiverkin sem ísfélagið afhenti fjórmenningunum eru eftir Jóa listó. sem kemur fyrst hjá Boga, sama hvort það er í leik eða starfi. Ef hann var ekki að bræða síld og loðnu var hann á sjóstöng eða að eltast við lax og sil- ung,“ sagði Einar. Garðar Ásbjömsson, útgerðarstjóri, byrjaði hjá Hraðfrystistöðinni sem vélstjóri á Álsey 1976 en fór í land 1977 og tók að sér ýmis störf hjá fyrirtækinu og tók fljótlega við starfi útgerðarstjóra. Einar sagði að mikið og náið sam- band hefði verið milli Garðars og Sigurðar föður síns. Mætti segja að Garðar hafi verið með í för í öllum sumarfríum sem fjölskyldan fór í. Að minnsta kosti einu sinni á sólarhring varð Sigurður að hafa samband við Garðar, til þess að fá fréttir af bátunum. „Ég man eftir einu ferðalagi sem fjölskyldan fór í þegar við Sigurður bróðir vomm litlir. Þetta var fyrir tíma GSM-símanna og því varð pabbi að komast í næsta síma til að geta hringt í Garðar. Hann tók okkur bræðurna með og hélt í 'ann og það var ekki fyrr en eftir tveggja tíma akstur að við fundum sjoppu. Þegar hringt var til Eyja var Garðar ekki inni og hafðist ekki upp á honum fyrr en eftir þrjá tíma. Við bræðurnir urðum að sætta okkur við að bíða á meðan en ég held að við höfum aldrei fengið eins mikinn ís á ævinni og þarna, sem við fengum til þess að við gerðum ekki allt vitlaust enda hundleiddist okkur biðin." sagði Einar. Hann sagði ekki ofsögum sagt að Garðar hafi verið hægri hönd föður síns þau 25 ár sem Garðar vann hjá Isfélaginu. „Garðar var sá sem aldrei gafst upp, sama á hverju gekk og var samvinna þeirra einstök. Já, það er mikilsvert fyrir hvert fyrirtæki að hafa góða starfsmenn og Garðar, Bogi, Sigurður og Tryggvi em talandi dæmi um það. Rekstur ísfélagsins hefur gengið upp og niður eins og annað í lífinu og stundum hefur hallinn verið mikill. En það er ekki síst þessum mönnum að þakka að félagið fór aldrei á hvolf. Vonandi verða þeir sem taka við ekki síðri og þá mun Isfélaginu famast vel,“ sagði Einar að lokum. Að lokum stóð Páll Arnar Georgs- son upp fyrir hönd „vistmanna í FES“ og færði Boga blómakörfu og koníak. Ræða hans var mjög stutt: „Bogi, okkur þykir vænt um þig!“ Uppstokkun hjá Kertaverksmiðjunni Heimaey: Endar ná ekki saman SÓLEY Ólafsdóttir við störf í kertaverksmiðjunni. Fyrir dyrum standa breytingar á rekstri Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar, sem er verndaður vinnustaður. Aðgerðirnar miða að því að ná endum saman í rekstrinum, um leið og faglegt starf með Fótluðum er aukið. í þessum tilgangi hefur stjóm kerta- verksmiðjunnar lagt til breytingar sem fela m.a. í sér að ófötluðum starfs- mönnum verður sagt upp störfum, störfin auglýst á ný og þrír ráðnir í stað fjögurra. Ekki er þó um að ræða fækkun stöðugilda heldur hefur stjóm- in ráðið til starfa þroskaþjálfa sem þegar hefur tekið til starfa. Jafnframt hefur stjómin lagt til að launakerfi fatlaðra sUtrfsmanna verði endur- skipulagt. I því felst að tengd verði saman vinnugeta fatlaðra og launa- kjör. Markmiðið með þessum breytingum er að rekstur kerta- verksmiðjunnar standi undir sér með þeim sértekjum sem verksmiðjan hefur ásamt ríkisframlagi. Stjóm vemdaðs vinnustaðar, Kerta- verksmiðjunnar Heimaeyjar, er skipuð Hönnu Maríu Sigurgeirsdóttur for- manni, Ingimar Georgssyni, Páli R. Pálssyni og Hem Einarsdóttur félags- málastjóra. Fréttir ræddu við þau Hönnu Maríu, Ingimar og Hem Einarsdóttur félagsmálastjóra bæjarins um málefni vemdaðs vinnustaðar. Hann heyrir undir málefni fatlaðra og er reksturinn í höndum Vestmanna- eyjabæjar skv. reynslusveitarfélaga- samningi við ríldð. Samningurinn felur það í sér að Vestmannaeyjabær tekur að sér, gegn ákveðnu íjár- framlagi frá ríkinu, að veita fötluðum sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu, þá þjónustu sem þeir eiga rétt á skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992, á vegum félagsmálaráðu- neytisins. Samningur þar um var gerður fyrir fimm ámm en hann rennur að öllu óbreyttu út um næstu áramót. Hvað þá tekur við, liggur ekki fyrir. Þau em sammála um að rekstur Kertaverksmiðjunnar hafi verið erf- iður frá upphafi og þær breytingar sem hingað til hafa verið gerðar hafi ekki dugað til að ná endum saman. Þrátt fyrir hækkun ríkisframlags á samn- ingstímanum og hækkunar sértekna með betri rekstrar- og markaðsstöðu, hefur það ekki nægt til að reksturinn standi undir sér og hefur því bærinn þurft að hlaupa undir bagga. „Kertaverksmiðjan er að velta rúm- lega 10 milljónum króna nettó á ári í sértekjum og framlag ríkisins er núna rúmar 12 milljónir króna," segir Hera. „Samkvæmt samningi bæjarins við ríkið eiga sértekjur, þ.e. kertasalan, að standa undir öllum kostnaði nema launum ófötluðu starfsmannanna og að einhverjum hluta launum fatlaðra starfsmanna. Inni í þessari tölu er sölukostnaður sem getur numið allt að þriðjungi kertasölunnar. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er að rekstur verksmiðjunnar kostar nálægt 30 milljónum á ári og þess vegna er bærinn að borga 5 til 6 milljónir með henni á ári,“ segir Hanna María. Svona segja þau að þetta hafi verið við yfirfærsluna 1997. Áður hafi ríkið sparað með því að loka kerta- verksmiðjunni margar vikur á ári og senda fatlaða starfsfólkið heim. Við yfirfærsluna hafi hins vegar verið tekin sú ákvörðun að reyna að ná tökum á rekstrinum með aukinni áherslu á markaðssetningu og hag- ræðingu í rekstri. „í upphafi vorum við bjartsýn og héldum að þetta gengi hraðar fyrir sig. Það gekk ekki eftir en kertasalan fer hægt og sígandi upp á við og það þarf stöðugt að vera að huga að nýjum sóknarfærum." sagði Hera. „Kertamarkaðurinn er mjög erfiður og það kostar mikið að koma sér á framfæri. Því miður höfum við ekki aðstöðu eða peninga til þess og þess vegna gengur þetta kannski hægar en við vildum. Fyrst um sinn verður sami kostnaður við markaðsmálin en þau verða skoðuð líka, sagði Ingimar." Samfara uppstokkun á rekstrinum á að auka faglegt starf inni í verk- smiðjunni og til þess hefur verið ráðinn þroskaþjálfi sem þegar hefur hafið störf. Segja þau að í samningi við ríkið sé gert ráð fyrir þremur stöðugildum ófatlaðra og tíu stöðu- gildum fatlaðra. „Við höfum aðeins farið út fyrir þann ramma og verið með 3,25 stöðugildi ófatlaðra og tólf stöðugildi fatlaðra á álagstímum. Til að skapa svigrúm fyrir stöðugildi fagfólks inni í verksmiðjunni þarf því miður að fækka um eitt stöðugildi ófaglærðs starfsmanns. Þau segja að búið sé að tilkynna starfsfólki Heimaeyjar að öllum ófötluðum starfsmönnum verði sagt upp. Einnig hefur starfsfólki verið gerð grein fyrir ástæðum breytinganna. „Við erum að vonast til að þessar aðgerðir skili því sem við ætlumst til. Framlag ríkisins hefur hækkað, sértekjur einnig og stöðugt leitað leiða til að ná sem hagkvæmustu innkaupum, en það hefur ekki verið nóg. Allir starfsmenn okkar hafa lagt sig fram við að ná settum markmiðum en þrátt fyrir það hefur reksturinn ekki staðið undir sér og því hefur bæjarstjóm þurft að hlaupa undir undir bagga með kerta- verksmiðjunni." sagði Ingimar. Fatlaðir fara ekki varhluta af breytingunum og hvað þá varðar liggur fyrir tillaga stjómar um að vinnufærni þeirra verði metin, þ.e. að gert verði starfsmat sem yrði lagt til gmndvallar launum fólksins. „Þetta hefur verið gert á nokkmm vemduðum vinnustöðum. Þar er verið að greiða þeim sem em með frá 25% til 90% vinnufæmi laun í samræmi við það, en þeir sem em metnir með undir 25% vinnufæmi er boðið upp á dagvistun. Fyrir þau verkefni sem unnin em í dagvistun eru ekki greidd laun heldur ákveðin þóknun. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þessi leið verður farin, þ.e. að tengja vinnufærni og laun fatlaðra með þessum hætti. Hins vegar geri ég ráð fyrir því að tekið verði upp og framkvæmt reglubundið starfsmat í haust, enda er slíkt matstæki mikil- vægt við gerð þjálfunaráætlana fyrir fatlaða og gerir okkur kleift að vinna með markvissari hætti að þjálfun þeirra," sagði Hera. Jóhanna Hauksdóttir þroskaþjálfi hefur verið ráðin til vemdaðs vinnustaðar. „Hún er byijuð og er að kanna aðstæður og setja sig inn í málin. Ég held að við höfum verið heppin að fá Jóhönnu því hún hefúr mikla reynslu í starfi og við stjómun þó hún hafi ekki unnið á vemduðum vinnustað áður,“ sagði Hera.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.