Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 10
Iðunn Gunnarsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum þann 15. júní 1981. Foreldrar hennar eru Birna Hilmisdóttir og Gunnar Ingi Einarsson. Iðunn lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut frá Framhalds- skólanum í Vestmannaeyjum á haustönn 2000 sem teygðist fram á þetta ár vegna kennaraverkfalls. Núna er hún að vinna á Leikskólanum Sóla og í Tvistinum. Aðspurð um kærasta var svarið stutt og laggott, hann er enginn. „Eg stefni á að læra hönnun, annað hvort í Iðnskólanum í Reykjavík eða í Listaháskólanum. Jafnframt hef ég áhuga á grafískri hönnun," segir Iðunn þegar hún er spurð um framtíðarplön. „Ég er búin að sækja um að komast í hönnunardeildina í Iðnskólanum í haust og mig langar til að hanna húsgögn og eða fara í innanhússarkitektúr. Til að byrja með held ég að Iðnskólinn henti mér betur þar sem hann er praktískari að mínu mati. Eftir nám þar stefni ég á framhaldsnám og það verður að koma í Ijós hvort það verður hér á landi eða erlendis." Hvernig datt þér til hugar að taka þátt í Sumarstúlkukeppninni? „Af því að Dagmar bað mig um að taka þátt í keppninni og ég sé ekki eftir því. Það er búið að vera rosalega gaman og svo þekkir maður allar stelpurnar sem taka þátt í keppninni. Þátttakan á líka örugglega eftir að auka sjálfstraustið." Hvað finnst þér um Framhaldsskólann þegar þú lítur yfir farinn veg eftir fjögurra ára nám? „Framhaldsskólinn var fínn fyrir mig en mér finst að hann mætti vera metnaðarfyllri á sumum sviðum. Ég var eina önn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi sem er stór skóli. Þar fann maður að það er ekkert verra að vera í litlum skóla sem er persónulegri um leið.“ Hver eru helstu áhugamálin? „Líkamsrækt og að — hafa nóg fyrir stafni. Svo er það að sjálfsögðu félagslífið og vinirnir en mér líður best þegar ég hef nóg að gera.“ Hvernig fannst þér að vera unglingur í Vestmanna- eyjum? „Það var allt í lagi, en aðstöðuleysið er mikið og lítið hægt að gera. Það verður að ná til fleiri en eins hóps því ekki eru allir í íþróttum. Þegar maður verður 16 ára er ekkert hægt að gera nema vera í íþróttum." Það stóð ekki á svarinu þegar Iðunn var spurð að því hvað hún myndi gera sem bæjarstjóri í einn mánuð. „Ég myndi gera eitthvað mikið fyrir unglingana," svarar hún að bragði. „Já, eitthvað mikið. Koma upp góðri félagsaðstöðu fyrir krakkana og kaffihúsi eins og Apótekinu á ísafirði. Það er opið öllum og var ekki að sjá að fullorðið fólk léti unglingana aftra sér frá að kíkja þar inn. Apótekið er vímulaust kaffihús en þar eru m.a. tölvur fyrir þá sem vilja." Hvað með búsetu í framtíðinni? „í dag vildi ég koma til afturtil Vestmannaeyja eftir að hafa lokið námi ef atvinna væri í boði. En ég sé mig ekki stofna fjölskyldu í Reykjavík." Hverjir eru að þínu mati helstu kostimir við að búa í Vestmannaeyjum? „Það er það sem við höfum í allt kringum okkur, náttúran og allt fólkið. Núna er ég hérna og er ekki að sækjast eftir nokkru í Reykjavík nema náminu þegar að því kemur. Það eru Ifka forréttindi að fá að ala börn upp í Vestmannaeyjum." En ókostimir? „Litlir atvinnumöguleikar og það er ekki úr miklu að velja fyrir fólk sem er að koma úr námi. Maður á að læra það sem mann langar til og vera svo bjartsýnn á framtíðina. Það er kannski ekki öll þjónusta fyrir hendi en ég sætti mig við hana eins og hún er,“ sagði Iðunn að lokum. Betsý Ágústsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum 2. mars 1981 og foreldrarnir eru Ágúst Karlsson og Jenna Guðjónsdóttir. Kærastinn er Gunnar Friðfinnsson. Betsý útskrifaðist frá Framhalds- skólanum í vor og var hún á félagsfræðibraut. „Mín helstu áhugamál eru að vera með vinum og ferðast. Ég hef líka gaman af því að sauma en ég er lítið fyrir íþróttir og tónlist," segir Betsý. En af hverju datt henni í hug að taka þátt í Sumarstúlkukeppninni? „Dagmar hringdi í mig og bauð mér að vera með. Mér var boðið að vera með fyrir tveimur árum en þá hef ég sennilega ekki verið tilbúin. Þá taka tvær æskuvinkonur mína þátt í keppninni núna og það skemmir ekki fyrir.“ Hvað með framtíðina? „Það er ennþá frekar óákveðið en ég er að spá í fatahönnun við Iðnskólann í Reykjavík. Annars er svo margt í boði og ég er ekkert farin að ákveða ennþá.“ Hvernig fannst þér að vera unglingur í Vestmannaeyjum? „Mér fannst það mjög fínt. Það er nóg að gera ef maður ber sig eftir því. En það mætti gera betur og koma hér upp einhverri frístundaaðstöðu og kaffihúsi fyrir krakkana." Hvað með framtíðarbúsetu? „Líklega verða það Vestmannaeyjar en allt óráðið á meðan maður er í námi. Mig langar til að búa hér og Gunnar fer ekki fet.“ Hvernig finnst þér Framhaldsskólinn. „Mér finnst hann mjög góður. Ég var í Ármúlaskóla í tvö ár en þar er agi meiri og allt mikið stærra. Hér þekkja allir alla og allt mikið frjálsara. Starfsfólkið er gott en það mættu vera fleiri námsbrautir sem opna nemendum fleiri leiðir.“ Hvað með félagslíf í skólanum? „Ég var dugleg fyrst en þátttakan minnkaði þegar maður fór að komast inn á aðrar skemmtanir.“ Hvernig finnst þér aðstaða vera fyrir unglinga í Vest- mannaeyjum? „Félagsmiðstöðin í Félags- heimilinu er fyrir þá yngri en þegar maður er 15, 16 og 17 ára vantar stað eða einhverjar skemmt- anir. Hvort þær yrðu svo sóttar er svo annað mál. Það er mikið kvartað en þegar eitthvað á að gera mæta fáir.“ Hver er afstaða unglinga til búsetu í Vestmanna- eyjum? „Hún er ekki nógu góð. Á vissum aldri er reyndar allt ómögulegt og ekkert hægt að gera. Námsmöguleikar mættu vera meiri en það er gott að fá fjarnám hingað. Annars er grasið oft grænna hinum megin við lækinn. Ef það kæmu göng yrði þetta allt léttara því þá gætum við skotist hvenær sem og það yrði auðveldara fyrir þá sem vilja heimsækja okkur.“ Hvað myndir þú gera sem bæjarstjóri í einn mánuð? „Það er lítið hægt að gera á einum mánuði. Ég myndi þrýsta á göng hérna á milli en að öðru leyti hef ég ekki mikið pælt í þessum hlutum. Ætli maður myndi ekki bara njóta þess.“ Hvernig er hinn fullkomni karlmaður? „Hann þarf að hafa eitthvað í kollinum, vera myndarlegur, hress og skemmtilegur, tillitssamur og góður vinur. Það er aðalatriðið," sagði Betsý að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.