Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 21. júní 2001 / Þeir Bogi Sigurðsson, Garðar Asbjörnsson, Sigurður Georgsson Fjórir heiðursmenn kvaddir Það var mikið um dýrðir í Höllinni á laugardaginn þegar Isfélagið efndi til samsætis þar sem fjórir af elstu starfsmönnum félagsins, sem látið hafa af störfum, voru kvaddir. Þetta voru þeir Bogi Sig- urðsson forstöðumaður loðnubræðslu Isfélagsins, Garðar Ásbjörnsson út- gerðarstjóri, Sigurður Georgsson skipstjóri og Tryggvi Sigurðsson vél- stjóri. Um 100 manns voru í veislunni, fjórmenning- arnir og fjölskyldur þeirra og starfsfólk og eigendur Isfélagsins. Voru þeir leystir út með gjöfum sem voru málverk eftir Jóa listó. UM 100 manns voru í veislunni sem haldin var þeim félögum til heiðurs og fór hún fram í Höllinni. Fjórfaldur aflakóngur SIGRÍÐUR Ólafsdóttir eiginkona Tryggva Sigurðssonar sem heldur á mvndinni ásamt Guðbjörgu Matthíasdóttur. Einn og sami launagreið- andinn alla tíð l>að kom í hlut Þórarins Sig- urðssonar, stjórnarmanns í Isfélag- inu, að ávarpa Sigurð Georgsson og byrjaði hann að minnast atviks frá árinu 1963 þegar þeir voru saman á Sindra VE með Grétari Þorgilssyni. „Ég man eftir því að I. apríl þessa vertíð fæddist Bára, elsta dóttir Fríðu og Sigga og mér er minnisstætt þegar Grétar fékk skilaboðin í gegnum Vestmannaeyjaradíó um að dóttir væri fædd. Auðvitað var ekki möguleiki á að Siggi legði trúnað á skilaboðin, enda 1. apríl,“ sagði Þórarinn og ekki dugðu fortölur Grétars sem sór og sárt við lagði að fréttin væri rétt. „Þegar við komum að landi um kvöldið ætla ég ekki að lýsa því hvað ég öfundaði Sigga mikið þegar hann fékk frí frá löndun." Næst rakti Þórarinn starfsferil Sig- urðar sem á að baki 40 ára starfsferil hjá Hraðfrystistöðinni og ísfélaginu sem sameinuðust 1. janúar 1992. „Siggi byrjaði að vinna í Hraðinu í páskahrotu árið 1952, þá ellefu ára gamall, ásamt Sigurði Jónssyni. Þeir voru settir niður í kjallara og í saltfisk. Þar voru þeir í rúma 24 klukkutíma, fóru ekki í mat eða kaffi, hvað þá heim því þeir einfaldlega gleymdust og þorðu ekki að yfirgefa vinnu- staðinn. Þeir væru þar sjálfsagt enn ef þeir hefðu ekki fundist um síðir, syfjaðir og matarlausir," sagði Þór- arinn. Sigurður byrjaði til sjós á Tý með Magga á Felli árið 1957. Næst var hann á Gammi með Gvendi Eyja en báðir voru bátarnir í eigu Hrað- frystistöðvarinnar. Hann var á Engey 1964 til 1967 með Jóni Valgarð Guðjónssyni, Gæsa, sem háseti og síðar stýrimaður en þama hafði hann náð sér í 120 tonna skipstjómar- réttindi. Árið 1968 verður hann skipstjóri á Bjamarey þar sem hann er í tvö ár svo tók hann við Hannesi lóðs í eitt ár og jafnlengi var hann með Hellisey. „Nú verða kaflaskipti hjá Sigga þegar hann gerðist meðeigandi Einars Sigurðssonar, föður Sigurðar Einars- sonar, á Heimaey, sem var fyrsta nýsmíðin af fimm sem Einar lét smíða á Akureyri 1972. Siggi var með Heimaey til ársins 1978 en þá seldi Siggi Einars hlut sinn í Heimaey og keypti Siggi hlutinn ásamt Gæsa. Síðan seldu þeir hann eftir að hafa gert hann út í tvö ár.“ Þá fer Sigurður í land og ætlar að gerast iðnaðarmaður en þá kom nafni hans Sigurðsson til sögunnar og fékk hann til að ná sér í fiskimannsréttindi. Áður en hann lauk skólanum var hann ráðinn skipstjóri á Suðurey. Sigurður var með Suðurey í níu ár. Hann varð fjórum sinnum aflakóngur og þar af þrjú ár í röð. Mest komst hann í að fá um 1700 tonn á vertíð. Árið 1991 tekur Sigurður við Heimaey sem gerð er út á troll og nót. Bestum árangri náði hann á nótinni 1996 þegar hann og hans menn veiddu 15.000 tonn al'loðnu sem er athyglisvert í ljósi þess að Heimaey ber ekki nema 500 tonn. Að lokum þakk- aði Þórarinn Sig- urði fyrir gott starf í 40 ár hjá félaginu og sagði ekki síður ástæðu til að þakka Fríðu konu hans sem staðið hefur við hlið hans alla tíð. Guðbjörg Matthíasdóttir ávarpaði Tryggva Sigurðsson og þakkaði honum áratugalöng störf hans hjá ísfélagi Vestmannaeyja hf. „Þegar við fluttum í Birkihlíðina fengum við Tryggva og Sirrý konu hans sem nágranna og var það upp- hafið að mikilli vináttu rnilli fjöl- skyldna,“ sagði Guðbjörg í upphafi ávarps síns. „Á þessa vináttu brá aldrei skugga og því er mér ljúft að fá þetta tækifæri til að ávarpa Tryggva." Guðbjörg sagði að Tryggvi ætti sér langan og farsælan starfsferil hjá Isfélaginu og hefur hann ekki verið á launaskrá hjá öðm fyrirtæki. „Hann byrjaði hjá ís .aginu 1947 og var á launaskrá hjá élaginu í 53 ár. Hann ÞÓRARINN Sigurðsson, Sigurður Georgsson og Fríða Einarsdóttir eiginkona hans.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.