Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 21. júní 2001 Landa- KIRKJA - Hjartanlega velkomin! Laugardagur 23. júní: Kl. 08.15. Nítján manna hópur úr Æskulýðsfélagi Landakirkju KFUM&K leggur af stað á norrænt æskulýðsmót í Knatt- holmen í Noregi. Kl. 14.00. Útfararguðsþjónusta Sigfúsar Sveinssonar Sunnudagur 24. júní, Jóns- messa Messufall vegna prestastefnu og kirkjudaga í Reykjavík. Prestur á bakvakt er sr. Kristján Bjöms- son, sími 488 1508. Kl. 14.00 Helgistund á Hraun- búðum. Allir velkomnir. Miðvikudagur 27. júní Opið hús unglinga í KFUM&K húsinu fellur niður 27. júní og 4. júlí vegna norræna æsku- lýðsmótsins. Sunnudagur 1. júlí, þrenn- ingarhátíð Kl. 11.00. Messa með altaris- göngu. Verið hjartanlega vel- komin. Sunnudagur 8. júlí Kl. 11.00. Göngumessa í gíg- botni Eldfells til að minnast goslokanna. Gangan hefst við Landakirkju með upphafsbæn kl. 10.00 og lýkur í Stafkirkjunni með blessun og friðarkveðju. Nánar auglýst síðar. Viðtalstímar hjá prestum eru þriðjudaga til föstudaga kl. 11.00 til 12.00. Vegna minni viðveru á skrif- stofu prestanna í Safnaðar- heimilinu yfir hásumarið er sjálfsagt fyrir ykkur að hringja í síma 488 1508 (hringir í far- síma) ef þið þurfið að ná tali af presti á öðrum tíma dagsins. Sumarkveðja, sr. Kristján Bjömsson. Hvítasunnu KIRKJAN Fimmtudagur 21. júní Kl. 20.30 Hópur af ungu fólki frá Youth With A Mission í Florida US verður með okkur og syngur og segir frá. Föstudagur 22. júní Kl. 20.30. Unglingasamvera með þátttöku hópsins frá Youth With A Mission. Allt ungt fólk velkomið. Laugardagur 23. júní Kl. 20.30. Bænasamvera. Beðið fyrir landi og þjóð. Sunnudagur 24. júní Kl. 11.00. Samkoma með söng og lifandi orði Guðs. Natalja Róbertsdóttir syngur og segir frá. Allir eru hjartanlega vei- komnir á samkomurnar. Aðventkirkjan Laugardagurinn 23. júní Kl. 10.00 Biblíurannsókn Kl. 11.00 Guðsþjónusta. Gestur hel- garinnar Sigríður Kristjánsdóttir. Allir velkomnir Bikarkeppni KSI: Framherjar 2 - Fylkir 4 Hársbrcidd frá sisri Leikmenn 03 forráðamenn KFS geta verió stoltir eftir leikinn, umgjörðin var eins skemmtileg og hún getur orðið og leikurinn hreint aíbragö Það var boðið upp á sannkallaða knattspyrnuveislu á Helgafellsvell- inum fyrir viku þegar KFS tók á móti Fylki í 32ja-liða úrslitum bikarkeppninnar. Eins og gefur að skiljn voru Ilestir á því að Fylkir myndi vinna leikinn enda fór það svo að lokum að þeir komust í 16 liða úrslit en leiðin þangað var erfiðari en fiestir áttu von á. Leikurinn byrjaði illa fyrir KFS því strax í upphafi leiks komust Fylkis- menn yfir. En eftir það var jafnræði með liðunum og ekki hægt að sjá hvort liðið væri í úrvalsdeild. I upp- hafi seinni hálfleiks tóku heimamenn öll völd á vellinum og skoruðu tvö glæsileg mörk. Fyrra markið skoraði Oðinn Sæbjömsson eftir þrumuskot Heimis Hallgrímssonar en seinna markið var að hætti rauða Ijónsins, Yngva Borgþórssonar, þrumuskot upp í markvinkilinn. Bjami Jóhannsson hafði hugsað sér að hvíla Sverri Sverrisson í leiknum en sá sér þann kost vænstan að skipta honum hið snarasta inná. Síðustu mínúlurnar sóttu Fylkismenn ákaft og uppskáru loksins jöfnunarmarkið í uppbótartíma eftir að slakur dómari leiksins hafði gefið þeim aukaspymu á besta stað. I framlengingunni vom Fylkismenn sterkari og komust yfir eftir tíu mínútna leik. í seinni hálfleik fékk KFS tækifæri til að jafna leikinn eftir að Heimir hafði fiskað vítaspymu svo listavel. Heimir tók spymuna sjálfur en mark- vörður Fylkis varði meistaralega. Fylkismenn bættu við einu marki úr víti áður en leiktíminn rann út og lokatölur 2-4 sem gefa engan veginn rétta mynd af leiknum. Leikmenn og forráðamenn KFS geta verið stoltir eftir leikinn, umgjörðin var eins skemmtileg og hún getur orðið og leikurinn hreint afbragð, þó að úrslitin hafi ekki verið eins og þau áttu að vera. Steingrímur Jóhannesson sagði í síðasta tölublaði að liðið sem sigraði í leiknum færi alla leið í úrslitaleikinn. Nú er bara að bíða og sjá hvort IBV og Fylkir mætast ekki í úrslitum. HEIMIR og Yngvi í baráttunni í miklum baráttulcik sem lengi verður í minnum hafður. Mynd Sigl'ús G. Yngri flokkarnir: Krakkarnir komnir á fulla ferð Knattspyrnuvertíðin í yngri flokk- unum er nú koniin á fullt skrið og næstu tvær helgar verða tvö stærstu knattspyrnumót landsins, Vöruvalsmótið og Shellmótið hald- in hér í Eyjum. En fiestir flokkar ÍBV hafa halið leik í Islandsmótinu og gengi þeirra er misjafnt eins og gefur að skilja. Þriðji llokkur karla spilar í B-deild þar sem flokkurinn féll síðasta sumar úr A-deild eftir hetjulega baráttu. Strákamir byrjuðu tímabilið vel. sigruðu Gróttu 11-2 en töpuðu svo tveimur leikjum í röð og vora því í neðri hluta deildarinnar fyrir leikinn. Þriðji flokkur kvenna þykir vera mjög efnilegur í ár en áframhaldandi velgengni í yngri fiokkum kvenna- boltans virðist engan endi ætla að taka. Liðið spilaði tvo leiki um helgina, fyrst gegn Breiðabliki og svo gegn Val en leikirnir fóru báðir fram uppi á landi. Leikurinn gegn Breiðabliki byrjaði vel, stelpumar komust í 1-2 en þá fuku tveir leikmenn ÍBV út af með rautt spjald og eftirleikurinn því auðveldari fyrir heimastúlkur. Leikurinn endaði með tveggja marka sigri Breiðabliks, 5-3. Mörk IBV skoraði Margrét Lára. Seinni leikurinn fór svo fram á laugardaginn og var leikið gegn Val. Þrátt fyrir hálfvængbrotið lið IBV þá léku stelpumar mjög vel gegn sterku liði Vals og sigmðu 2-1. Mörk ÍBV skoraðu Margrét Lára og Ester. Fjórði flokkur karla lék á mánu- daginn gegn Fjölni en leikurinn fór fram í austan roki og rigningu og vora strákamir ekki öfundsverðir að spila í þessu veðri. Leikurinn var jafn og spennandi, IBV komst yfiren Fjölnis- menn jöfnuðu úr víti. Jafnt var allt þar til um fimm mínútur vora til leiksloka að gestirnir tryggðu sér sigurinn með heppnismarki. Mark ÍBV skoraði Birkir. Fjórði flokkur kvenna lék tvo leiki á fastalandinu um helgina. Fyrst var leikið gegn FH og spiluðu bæði A- og B-lið. A-liðið sigraði 2-0 með mörk- um Heklu og Esteraren B-liðið tapaði 5-3. Mörk B-liðsins skoruðu Svava (2) og Olga. Seinni leikurinn var svo gegn Skagastúlkum en þá spilaði aðeins A-liðið. IBV sigraði eftir hörkuleik, 0-1 og skoraði Tanja sigurmarkið. Góð þátttaka í kvennahlaupi ARLEGT Kvennahlaup ÍSÍ var á laugardaginn og fjölmenntu konur á öllum aldri um allt land í hlaupið. Hér var framkvæmdin í höndurn Ungmennafélagsins Oðins sem fékk Rcgínu Kristjánsdóttur til að taka léttar upphitunaræfingar með hópnum áður en lagt var af stað. Boðið var upp á nokkrar vegalengdir og var hverri konu í sjálfsvald sett hvort hún hljóp, gekk, hjólaði eða brá undir sig línu- eða hjólaskautum. Þátttaka var góð í hlaupinu og á eftir þágu konurnar léttar veitingar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.