Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 1
MIKIÐ var um dýrðir í Herjólfsdal þar sem hátíðahöld þjóðhátíðardagsins fóru fram að þessu sinni. Veður var þokkalegt og samkoman vel sótt. Lending nr. 1000 á sama degi í þrjú ár á Bakkafluvelli - Endurbótum á honum á að Ijúka fyrir þjóðhátíð Á þriðjudag, þann 19. júní, var 1000. lendingin á Bakkaflugvelli á árinu. Svo skemmtilega hittist á að þetta er þriðja árið í röð sem lending nr. 1000 er þann 19. júní. „Ef ailt hefði verið með felldu þá hefði 1000. lendingin nú átt að vera á mánudag en þann dag kipptu veðurguðirnir í spottann, þannig að þriðja árið í röð ber þetta upp á 19. júní,“ segir Einar Jónsson, umsjón- armaður á Bakkaflugvelli. „Hér er alltaf boðið upp á tertu við lendingu nr. 1000 og var að sjálfsögðu einnig gert núna,“ sagði Einar. Nú er unnið á fullu við endurbætur á flugvellinum á Bakka. Einar segir að búið sé að ýta upp grasrótinni og verið að koma fyrir malarpúðum undir slitlagið sem verður lagt á brautina í sumar. Samkvæmt áætlun á verkinu að vera lokið þann 1. ágúst og Einar segir allt útlit fyrir að það muni standast og völlurinn klár fyrir þjóðhátíðartraffíkina. Einar segir að þetta komi til með að breyta miklu í öryggismálum, með þessu verði Bakkaflugvöllur heils árs völlur en á vorin hafi oft verið erfitt með flug á Bakka vegna leysinga. Midnight Sun Fashion Show: Undirbúningur gengur vel Fjölbreyttasta fjölmiðlaflóra frá leiðtogafundi Undirbúningur fyrir sýninguna Midnight Sun Fashion Show, sem haida á í Vestmannaeyjum dagana 6. til 8. júlí er á lokastigi. Búist er við að hingað komi á bilinu 120 til 140 manns í tengslum við sýninguna þar af er fjölmiðlafólk alls staðar að úr heiminum. Fatahönnuðir koma frá tíu löndum auk Islands og er Selma Ragnarsdóttir meðal fulltrúa Islands. Hinir koma frá Japan, Englandi, Italíu, Svíþjóð,Frakklandi, Finnlandi, Danmörku, Noregi, Færeyjum og Bandaríkjum, nánar tiltekið New York. Sjónvarpsfólk, blaðamenn og ljósmyndarar koma frá mörgum fjölmiðlum, meðal annarra koma fulltrúar frá MTV, ljósmyndari ásamt aðstoðarmanni frá Swedish Elle og framkvæmda- stjóri EUe á Norðurlöndum. Ljósmyndari kemur frá Dutch Magazine og Sunday Times ásamt fulltrúum frá Dazed&Confused magazine. Tískublaðamaður verður frá Harpers&Bazaar, Hong Kong og Vogue Japan ásamt Taiwan Vogue senda fulltrúa svo ein- hverjir séu nefndir. Kolbrún Aðalsteinsdóttir, sem vinnur að undirbúningi sýningarinnar ásamt Selmu og Onnu Svölu Árnadóttur frá Suðurgarði, segir að fjölbreyttari fjölmiðlaflóra hafi ekki sótt Island heim síðan á leiðtogafundi Reagans og Gorbatjovs 1986. „Það er óvænt og yndislegt að fá allt þetta fjölmiðlafólk hingað. Auk þeirra koma m.a. 20 fyrirsætur frá Mflanó gagngert til að taka þátt í sýningunni,“ sagði Kolla sem er ánægð með samstarfið við Eyjamenn. Uppstokkun í Heimaey Fyrir dyrum standa breytingar á rekstri Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar. Aðgerðimar miða að því að ná endum saman í rekstrinum, um leið og faglegt starf með fötluðum er aukið. I þessum tilgangi hefur stjórn kertaverksmiðjunnar lagt til breytingar sem fela m.a. í sér að ófötluðum starfsmönnum verður sagt upp störfum, störfm auglýst á ný og þrír ráðnir í stað fjögurra. Ekki er þó um að ræða fækkun stöðugilda heldur hefur stjómin ráðið til starfa þroskaþjálfa sem þegar hefur tekið til starfa. Jafnframt hefur stjómin lagt til að launakerfi fatlaðra starfsmanna verði endurskipulagt. I því felst að tengd verði saman vinnugeta fat- laðra og launakjör. Markmiðið er að reksturinn standi undir sér með þeim sértekjum sem verksmiðjan hefur, ásamt ríkisframlagi. Arnar Péturs til ÍBV næsta vetur Ákveðið er að Eyjamaðurinn, Amar Pétursson, sem leikið hefur með Stjömunni í handboltanum síðustu ár leiki með IBV næsta vetur. Magnús Bragason hjá ÍBV staðfesti þetta og sagði að Arnar, sem er við nám í Reykjavík, muni æfa þar. Ellefu stúlkur taka þátt í Sumarstúlkukeppninni Sumarstúlkukeppnin fer fram í Höllinni laugardaginn 14. júlí nk. og verður til hennar vandað eins og kostur er. Alls taka 11 stúlkur þátt í keppnin- ni og verða þær kynntar í þessu og tveimur næstu blöðum Frétta. Eins og alltaf koma margir að Sumar- stúlkukeppninni og er Dagmar Skúladóttir framkvæmdastjóri hennar eins og nokkur undanfarin ár. Hárhúsið sér um að greiða stúlkunum, Ragnheiður í Farðanum snyrtir stúlkumar og Halla Einars- dóttir er ljósmyndari keppninnar. Tónlistarstjóri er Rúnar Karlsson og kynnir Bjarni Olafur Guð- mundsson. Helstu styrktaraðilar eru Fréttir, Höllin, Sparisjóðurinn og Flug- félag Islands. Dagmar, sem er framkvæmdastjóri keppninnar fjórða skiptið, segir að stúlkurnar hafi aldrei verið fleiri. „Við byrjuðum æfingar fyrir um mánuði en ekki af fullum krafti. Núna eru fjórar vikur fram að keppninni og þá fer að færast meiri alvara í þetta. Við emm að æfa fyrir tískusýningar, dansa og framkomu. Stelpumar standa sig mjög vel og er þetta léttara heldur en ég hélt af því að þær em þetta margar. Einnig æfa fimm strákar með okkur en þeir taka þátt í sýningunni. Þeir hafa staðið sig frábærlega og gera sýninguna ennþá skemmtilegri,“ sagði Dagmar. Hún segir að það auðveldi allan undirbúning að Sumarstúlku- keppnin fer nú fram í Höllinni. „Það er mikil framför frá því sem verið hefur og býður upp á mikla möguleika. Höllin er fallegt hús og fyrsta flokks skemmtistaður þar sem allt er til staðar. Maður hefur því meiri tíma til að undirbúa sjálft kvöldið." Þema kvöldsins kemur fram í opnunaratriðinu og er fyrirmyndin sótt til bannáranna í Banda- ríkjunum þegar Capone og hans menn óðu uppi. „Meðal annarra skemmtiatriða eru söngur, grín, litlar hnátur frá Fimleikafélaginu Rán mæta og svo leikur hljóm- sveitin Sóldögg fyrir dansi. Áuð- vitað verða stelpumar í aðalhlut- verki þetta kvöld og aðalstjörn- umar. Ég held að allir eigi að geta skemmt sér þetta kvöld sem hefst með kvöldverði að hætti Gríms kokks,“ sagði Dagmar að lokum. Sjú miðopnu. TM-ÖRYGGI BÍLAVERKSTÆÐIÐ Bragginn s.f. fyrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 Réttingar og sprautun Sími 481 1535 SUMARÁÆTLUN HERJÓLFS Jum “ september Vestmannaeyjum Frá Þorlákshöfn Alla daga. 8.15 12.00 Aukaferð fim., fös. og sun. 15.30 19.00 Aukaferð món. (hefjast 11. júní). 15.30 19.00 H ERJÓLFUR Nónarí upplýsingar: Vestmannaeyiar; Sími 481-2800 • Fax 481 2991 sndjkarmgar | Þoriáicshöfn: Sími 483-3413 *Fax 483 3924

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.