Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 21. júní 2001 Æskudraumurínn rætiist Eins og fram kemur annars staðar íblaðinu urðu nokkrar skemmdir á vatnsleiðslunni milli lands og eyja í síðustu viku. Vaskur hópur manna vinnur að viðgerðum á henni og einn úrþeirra hópi er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Gunnlaugur Erlendsson. Fæðingardagur og ár? 30. janúar 1974. Fæðingarstaður? Reykjavík (gosið sá fyrir því). Fjölskylda? í sambúð með Drífu Þöll Amardóttur. Hvert var draumastarfið þegar þú varst lítill? Flugmaður til að byrja með, síðan var það kafari og það má því segja að æsku- draumarnir hafi ræst að því leyti. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Benz (McLaren) Hver er þinn helsti kostur? Að vera rauð- hærður, það er gífurlegur kostur. Hvaða eiginleika vildir þú helst vera án? Þrjóskan mætti stundum vera minni. Uppáhaldsmatur? Svín. Versti matur? Svið og annarfornaldarmatur. Með hvaða aðila vildir þú helst eyða helgi? Leikaranum Jim Carey. Aðaláhugamál? Að skemmta mér með vinum mínum. Hvar vildir þú eiga heima annars staðar en í Eyjum? Einhvers staðar í Karabíska hafinu. Finnst þér einhver íslendingur á toppnum núna? Mér finnst þeir Simmi og Grímur í Höllinni hafa staðið sig vel. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag? ÍBV og svo ökuþórinn Miika Hákkinen. Stundar þú einhverja íþrótt? Ég geng mikið þessa dagana meðan bíllinn er bilaður. Er það ekki íþrótt? Ertu hjátrúarfullur? Nei. Uppáhaldssjónvarpsefni? Simpsons og fréttir. Besta bíómynd sem þú hefur séð? The Abyss. Hvað finnst þér gera fólk aðlaðandi? Þegar það kemur vel fram við mig og aðra. Hvað finnst þér gera fólk fráhrindandi? Það gagnstæða. Hvernig miðar viðgerð á vatnsleiðslunni? Henni miðar vel, við byrjuðum viðgerðina í gær og ef veður helst skaplegt þá verður hægt að Ijúka þessu á nokkrum dögum. Er köfun áhugavert starf? Það er áhugavert og skemmtilegt, rétt eins og hver önnur vinna sem maður hefur áhuga á. Er köfun hættuleg? Ekki ef farið er að settum reglum, þetta er svipað og í umferðinni þar er maður í hættu ef ekkierfarið aðreglum. Hefurðu komist í kynni við hafmeyjar? Já, margoft. Eitthvað að lokum? Ég vil þakka fyrir að fá að verða fyrsti Vestmannaeyingurinn í mínum vinahóp til að verða Eyjamaður vikunnar. Hinir, sem hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi eru nefnilega báðir Reykvíkingar og það var tími tii kominn að fá einn alvöru Eyjamann. Gunnlaugur Erlendsson er Eyjamaður vikunnar Matgæðingurinn er Ingibjörg Heiðdal: Mexíkanskar kótelettur og kaffibúðingurinn hennar mömmu Nýfæddir ?cr Vestmannaeyingar Þann 6. maí fæddist þeim Elísabet fris Þórsdóttur og Gunnari Má Hreinssyni dóttir. Hún var 14 merkurog 51,5 sm. Hún hefur verið skírð og heitir Gyða Kristín. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Með henni á myndinni er Alexandra, stóra frænka. Leiðrétting: I síðasta blaði varfarið rangt með föðumafn pabba hans Eyþórs sem hér er á myndinni með Sigurði stóra bróður. Pabbi þeirra, Gísli, er Guðnason en ekki Guðlaugsson. Takk Nanna mín, alltaf jafn sæt í þér. Hér eru mínar uppskriftir. Kótelettur Kótelettur með mexikönsku ívafi fyrir 4-6 (fer eftir því hvað maður er gráðugur) 12 kótelettur 1 boxsveppir 1 rauð paprika 1 græn paprika 1 pk. forsoðnar kartöflur 1-1 1/2 mexikanskurostur 1 ferna matvinnslurjómi Kryddið kótelettur með season all og sítrónupipar steikið joær í 2-3 mín á hvorri hlið og setjið síðan í eldfast mót. Skerið sveppi og papriku og steikið á pönnu, hellið rjómanum yfir, skerið síðan ostinn og setjið út i. Látið þetta malla þangað til osturinn er bráðinn, helli- ð þá öllu gumsinu yfir kóteletturnar og dreifið kartöflunum hér og þar með. Þetta er síðan látið malla við ca. 200° hita í ofni í um 40 mín. Gott er að hafa með þessu ferskt salat með rauðlauk og fetaosti og ekki skemmir gott rauðvín bragðið. Kaffibúðingur Desert kaffibúðingurinn hennar mömmu 3 egg 100 grsykur 4 dl rjómi 1 dl rótsterkt kaffi 1 pk. Súkkulaðispænir (dökkir) 6 blöð matarlím Egg og sykur þeytt vel, blandið súkkulaðinu varlega út í. Linið matarlímið í köldu vatni og setjið saman við ylvolgt kaffið.setjið það svo út í eggjaþeytinginn og hrærið varlega saman. Þeytið að síðustu rjómann og blandið saman við. Látið í fallega skál eða skálar inn í ísskáp í að minnsta kosti tvo tíma. (Ath. þessi búðingur er ávana- bindandi!) Verði ykkur að góðu. Mig langar að skora á Friðrik Orn Sæ- björnsson matgæðing í Hrauntúninu. Á döfinni 4* Júní 21. Vöruvalsmótið í knattspyrnu fyrir stúlkur 22. KFS ■ Ægir kl. 20.00 ó Helgafellsvelli. 22. Jónsmessugleði í Skvísusundi. 22. Hjóna■ og parakeppnin í golfi. 23. Golfmót, Jónsmessumótið, snærisleikur og „límonoði." 24. Klúbtakeppnin í golfi, Akóges ■ Kiwanfs ■ Oddfellow. 24. Símadeild karla ÍBV-Keflavík kl. 20.00. 26. Símadeild kvenna ÍBV-KR kl. 20.00. 27. Shellmófið í knottspyrnu fyrir drengi. 28. Landsmót 35 óra og eldri í golfi JÚlí 1. Símadeild karla ÍBV-Valur kl. 20.00 2. Golfævintýrið, golfmót fyrir unga kylfinga 6. Golfmót, Volcano open 6. KFS ■ Reynir Sandgerði kl. 20.00 ó Helgafellsvelli. 7. Midnight Sun Fashion Show, alþjóðleg tískusýning í Fyjum 7. Menningordagur ■ Hótíð í bæ ■ Gosloko minnst. 7. Fjölskyldudagur Sparisjóðs Vestmannaeyja

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.