Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 11
SPARISJÓÐUR VESTMANNAEYJA Hárhúsið Strandvegi 47 • Sími 481 2500 HÖLUN RÁÐSTEFNU- OG VEITINGAHUS Margrét Grétarsdóttir er fædd og uppalin i Vest- mannaeyjum en hún leit fyrst dagsins Ijós 13. júlí 1983. Foreldrar hennar eru Margrét Áslaug Grétars- dóttir og Grétar Jónatansson. Kærasti er enginn. Margrét hefur síðustu tvö ár stundað nám við Fram- haldsskólann og er á félagsfræðibraut. Núna er hún að vinna í kirkjugarðinum og í Höllinni. Þegar kemur að því að spyrja um áhugamálin stóð ekki á svarinu. „Mín helstu áhugamál eru ferðalög, tónlist og dans. Hvað aðra hreyfingu varðar er fótboltinn bæði hollur góður. Er ég að taka fram skóna eftir nokkuð hlé,“ segir Margrét. Hvað fékk þig til að taka þátt í Sumarstúlku- keppninni? „Dagmar hringdi í mig og bauð mér að vera með. Það er gaman að reyna eitthvað nýtt og kynnast hinum stelpunum. Þær eru mjög fínar allar og svo fær maður kannski aukið sjálfstraust með þessu." „Ég ætla að byrja á því að klára stúdentinn," segir Margrét þegar hún er spurð um sín framtíðarplön. „Eftir það er stefnan að fara í ferðamálaskóla og starfa við ferðaþjónustu.“ Hvernig finnst þér að vera unglingur í Vestmanna- eyjum? „Það er svo sem ágætt en heldur rólegt kannski. Það er ekki mikið að gerast þegar maður er á aldrinum 15 til 18 ára. Kosturinn við að verða 18 ára er að þá kemst maður á böll og er frábært að Höllin skuli vera risin. En það vantar að brúa bilið fyrir þá yngri.“ Hvað finnst þér um Framhaldsskólann? „Hann er fínn. Kennararnir eru góðir og mér finnst fínt að vera í skólanum." „Ég er ekki sú virkasta í félagslífinu," segir Margrét aðspurð. „En ef eitthvað spennandi er að gerast tek ég þátt í því.“ Hvað með framtíðarbúsetu? „Ég stefni á að klára skólann hérna og svo í skóla uppi á landi. Þá veit ég ekki hvar ég kem til með að eiga heima en þegar kemur að þvf að eiga börn og fjölskyldu koma Vestmannaeyjar vel til greina. Já, seinna meir gæti ég vel hugsað mér að búa hér en áður ætla ég að ferðast eins mikið og ég get.“ Hvað myndir þú gera sem bæjarstjóri í einn mánuð? „Það er voða lítið hægt að gera á einum mánuði. Ætli maður reyndi ekki að gera eitthvað fyrir unglingana og taka upp baráttuna með Adda frænda og heimta göng milli lands og Eyja.“ Hvaða afstöðu hafa unglingar í Eyjum til búsetu hér? „Það er rosalega misjafnt. Eins og gengur og gerist er hér mikið um kjaftasögur og það eru ekki allir sáttir við það. Én maður verður að líta fram hjá því og að öðru leyti held ég að flestir séu jákvæðir." Hvernig er hinn fullkomni karlmaður? „Hann þarf bara að vera góður og skemmtilegur. Hann má líka alveg vera sætur, það skemmir ekki fyrir. Annars geri ég ekki miklar kröfur og er veik fyrir svertingjum,“ sagði Margrét og glotti. Halla Elnarsdóttlr Ijósmyndari UÖuS> Bárustíg 8 Verslunin 66 . . rJ Vestmannabraut 30 FLUGFELAG ISLANDS Air Iceland EYJABLÓM FLAMINGÓ Reunr/taduf ^ VESTURVEGI10 S 481 1042 Heiðarvegur 6 HrEsÓ Rúnar Karlsson umsjón tónlistar — — — —

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.