Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 20
ff FJÖLSÝN // VESTMANNAEYJUM www.eyjafrettir.is RÚTUFERÐIR - Bus TOURS Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTI KOSTURINN í EYJUM 0) 4811909/896 6810 • Fax 481 1927 Vilhjálmur Bergsteinsson V 481-2943 » 897-1178 StAðlfMdMÍlL !n Hjá Isfélaginu í 170 ár GARÐAR Ásbjömsson, Tryggvi Sigurðsson, Bogi Sigurðsson og Sigurður Georgsson hafa allir látið af störfum hjá ísfélaginu og var þeim haldið samsæti af því tilefni á laugardaginn. Samtals hafa þeir unnið í um 170 ár hjá félaginu. Hlupu frá ógreiddum reikningum Fjórir erlendir aðilar stungu fyrir nokkru af frá ógreiddum reikn- ingum hjá Hótel Þórshamri. Fólkið, sem kom hingað 8.júní sl og dvaldi hér til I4. júní, fór án þess að greiða gisti- og matarkostn- að. Tilkynnt var um atburðinn til lögreglu þegar Ijóst að fólkið hafði farið með Herjólfi. Lögreglan í Keflavík handtók fólkið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 15. júní en grunur leikur á að fólkið hafi gerst brotlegt víðar á landinu. Hestur veldur tjóni Laugardaginn 16. júní olli hestur talsverðu tjóni á bifreið. Atburður- inn átti sér stað við gatnamót Ham- arsvegar og Áshamars. Ökumaður bifreiðarinnar ók framjá ríðandi manni en við það fældist hesturinn og lenti utan í bifreiðinni sem skemmdist nokkuð. Hvorki öku- manni bifreiðar né reiðmanninum varð hins vegar meint af. Bflstjóralaus bfll með barn rann á vegg. Átta ára drengur rak sig í gírstöng bifreiðar sem hafði verið lagt við Húsey með þeim afleiðingum að hún rann á vegg við Garðaveg 8. Drengurinn slapp ómeiddur en lögreglan vill minna fólk á að setja bifreiðar ávallt í handbremsu. GUSTAF Adolf með tengistykkið sem tengt dælubúnaði Lóðsins. Wikwtitfooð 21. - 27. júní Bll kremkex 118 kr. - áðurwi,- Siijier star fourre kex 199 kí. - áður248,- Conga bitar 188 kr. - áður 253,- [litesse, 32 stk. í öskju 1128 kr.-áður 1600,- 32 kr. hvertstykki Skava pyramidelle, 40 stk. 848 kr.’áður 1125,- 21 kr. hvertstykki Finn Crisp 99 kr. - áður 146,- Pepsi/appelsín, 0,5 Itr. dós 69 kr. - áðuros,- SÆ kartöflustrá, 113 gr 189 kr. - áður230,- Caramel kex 199 kr.-áður 248,- Homewheat súkkulaðikex 119kr.-áður200,- Ali reyktar svínakótelettur 1248 kr./kg - áðuri495,- Ali svínarif krydduð 749 krjkg-áður 888,- Aukinn slökkvimáttur Slökkviliðið hefur í vetur og vor unnið að því að skoða alla möguleika til aukinnnr vatnsöfl- unar ef nauðsyn krefur. f því sambandi hafa verið gerðar breytingar um borð í Lóðsinum og gera þær kleift að tengja stóra háþrýstidælu skipsins við sérstakt tengistykki sem Gústaf Adolf Gústafsson og félagar í Þór hafa smíðað. Á æftngu slökkviliðsins sl. laug- ardag mættu þeir Lóðsmenn, Ágúst skipstjóri og Óli Sveinn vélstjóri, þar var búnaðurinn prófaður og reyndist hann ráða við það sem til var ætlast. Tengistykkið er tengt dælubúnaði Lóðsins með 100 mm slöngu og er hægt að tengja 7 x 75 mm slöngur við það og fá 4.200 lítra á mínútu. Öll dæluafkös slökkviliðsins, þegar ný dælubifreic verður komin um mánaðamótin júlí ágúst, verða 11.500 lítrar á mínúti og er þessi viðbót hlutfallslega þac’ mikil að skipt gæti sköpum el eldsvoði verður í nálægð hafnarinn- ar. Auk þess sem þessi öfluga dæla bætist við, eru um borð í Lóðsinum aðrar tvær dælur sem hvor um sig getur afkastað 2.900 lítrum á mín- útu. Þá er froðubúnaður til slökkvi- starfs við olíuelda um borð í skipinu og verður með einu handtaki hægt að fá froðu á alla stúta. Nú er það verkefni slökkviliðsins að koma sér upp slöngubúnaði til að flytja sjóinn frá tengistykkinu að áhættu- svæðum. !» ! n

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.