Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 19
Fimmtudagur21.júní 2001 Fréttir 19 Símadeild kvenna: Stjarnan 0 - IBV 1 Ásthildur stimplar sig inn -Höldum áfram aó brjóta heföirnar á bak aftur, sasöi Heimir Hallsrímsson þjálfari eftir leikinn os vill líka sjá sisur gegn KR í næstu viku IBV sótti Stjörnuna heim a þriðjudagskvöidið en undanfarin ár hafa ekki gefíð Eyjaliðinu mikið í aðra hönd þegar Stjarnan er annars vegar. IBV liðið er hins vegar sterkara í ár en nukkru sinni fyrr og ekki síst með tilkomu landsliðsfvrirliðans, Asthildar Helgadóttur sem spilaði þarna sinn fyrsta leik með Iiðinu. Asthildur átti eftir að stimpla sig inn í leiknum því hún skoraði eina mark leiksins í upphafí síðari hálfíeiks og tryggði ÍBV þar með dýrmætan sigur í toppbaráttunni. Er þetta fyrsti sigur Eyjastúlkna á Stjörn- unni frá 1998. Með sigrinum komst ÍBV upp í annað sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Breiðabliki en reyndar átti KR. sem var einu stigi á eftir ÍBV í þriðja sæti. leik inni gegn Val en úrslit leiksins voru ekki kunn þegar blaðið fór í prentun. Liðið sýndi hins vegar með sigrinum að það ætlar sér stóra hluti í sumar enda eru mögu- leikamir fyrir hendi. Heimir Hallgrímsson sagði í sam- tali við Fréttir eftir leikinn að ÍBV hefði verið meira með boltann í leiknum. „Við vomm með undirtökin í leiknum, vorum sterkari á miðjunni og héldum boltanum ágætlega. Samt sem áður vorum við ekkert að spila sérstaklega vel og í raun vorum við nær því að spila illa en vel. En Stjaman komst Iítið áfram gegn okkur, þær áttu tvö færi, eitt skot í slá og Petra varði svo meistaralega einu sinni. Þar með em færi þeirra upptalin. En það er ffábært að leggja Stjömuna að velli, sérstaklega á þeirra eigin heimavelli en okkur hefur gengið afleitlega gegn þeim undanfarin ár. Þar með brjótum við á bak eina hefðina og við ætlum ekkert að hætta núna. Næsti leikur er gegn KR eftir viku og þar ætlum við að brjóta aðra hefð en við höfum aldrei náð að vinna KR. Svona verður þetta vonandi í sumar, að hver hefðin fær að fjúka, það er víst nóg af þeim sem má bijóta á bak aftur." Stjaman-ÍBV 0-1 ÍBV spilaði 3-5-2 Petra Bragadóttir, Iris Sæmundsdóttir, Sigríður Ása Friðriksdóttir, Michelle Barr. Elva Dögg Grímsdóttir, Lind Hrafnsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Nicky Grant, Elena Einisdóttir, Pauline Hamill, Bryndís Jóhannesdóttir. Varamenn: Nataly Ginzhul, Rakel Rut Stefánsdóttir, Svetlana Balinskaya (kom inn á), Margrét Lára Viðarsdóttir, Ema D. Siguijónsdóttir. ÁSTHILDUR Helgadóttir ætti að geta gefið Eyjastúlkum trúna á að tap gegn ákveðnum liðum í deildinni er ekkert náttúrulögmál. Knattspyma: Vöruvalsmótið Alls 58 lið skráð til lciks Spek- ingurinn Jón Óli var nokkuð naskur á úrslitin í síðustu viku og licldur því sínu hlutverki sem spekingur enn urn sinn. ÍBV-Keflavík 2.fl. karla -Keflvíkingamir hafa nú alltaf verið erfiðir en við emm sterkir í ár eins og í fyrra. Ég spái því að ÍBV vinni leikinn 1-0 og gefi þar með tóninn fyrir sunnudaginn. Atli Jóh. skorar með þrumuskoti beint úr auka- spymu. ÍBV-Keflavík Símadeild karla -Eftir ágæta byrjun held ég að Keflvíkingar eigi eftir að hrapa niður töfluna. Leikurinn á sunnu- daginn verður allavega ekki til að bæta stöðu liðsins því IBV vinnur leikinn 2-0. Hlynur kemur okkur yfir en Bjamólfur tryggir okkur sigurinn með þrumuskoti. ÍBV-KR Símadeild kvenna -Þetta verður alveg hörkuleikur. Mér finnst vera kominn tími til að sýna þessum KR-stelpum hvort liðið sé betra, þær vom nálægt því í fyrra en stíga skrefið til fulls á þriðjudaginn. ÍBV vinnur 2-1 og Biddý og Ásthildur skora mörkin. Fylkir-IBV Símadeild karla -Ég á ekki von á því að Steingrímur þori að vera með í þessum leik, hann meiðist örugglega þannig að ÍBV vinnur0-l. Tommi skiptir út rauða spjaldinu sem hann fékk í fyrra, fyrir sigurmarkið. I kvöld verður tólfta Vöruvalsmótið sett og hefst dagskráin með skrúðgöngu frá Barnaskóla klukk- an hálf níu. Setningin sjálf hefst svo stund- víslega klukkan níu og fer fram á Týsvelli og verður með dálítið breyttu sniði í ár. Alls em 58 lið skráð til leiks en þau koma frá tíu félögum og verður keppt í fjórða, fimmta og sjötta flokki. Magnús Sigurðsson og Gísli Guð- mundsson hafa borið hitann og þungann af mótinu undanfamar vikur og við spjölluðum aðeins við Gísla um mótið. „Þegar við settumst niður til að Meistaraflokkur ÍBV lék gegn ung- mennaliði Víkings á föstudaginn í 32ja liða úrslitum bikarkeppn- innar og fór leikurinn fram á gamla heimavelli Njáls Eiðssonar, IR- vellinum. Njáll kann greinilega vel við sig á vellinum því IBV sigraði í leiknunt 1-2 en úrslitin gefa kannski ekki rétta mynd af gangi leiksins. Njáll tók engan séns og stillti upp sínu sterkasta liði. Reyndar var Ingi Sigurðsson hvíldur en hann er að ná sér af meiðslum sem hann varð fyrir í KR-leiknum. Ungmennaliðin þykja ávallt nokkuð erfið viðureignar enda skipuleggja mótið þá vomm við sam- mála um að það þyrfti að breyta því aðeins til að trekkja meira að. Undanfarin ár hefur þáttakendum verið að fækka en við ætlum að snúa þeirri þróun við. Eyjamenn eiga eftir að verða varir við breytingamar strax í setningunni en við ákváðum að draga úr flugeldasýningunni enda er allt of bjart fyrir flugelda íjúní. Þess í stað leggjum við áherslu á að virkja liðin í setningunni en liðin munu keppa í þrautum um Vömvalskörfuna svokölluðu en það er full matarkarfa með ýmsu góðgæti fyrir liðin. Þá höfum við ákveðið að breyta dagskrá eru þau skipuð ungum og efnilegum knattspymumönnum sem em gjarnan að sanna sig. Páll Almarsson kom ÍBV yfir á 15. mínútu og Atli Jóhannson bætti öðm marki við eftir rúmlega hálftíma leik. ÍBV sótti töluvert meira í leiknum og hafði ávallt undirtökin en þegar skammt var til leiksloka minnkuðu Víkingar muninn í 2-1 en lengra komust þeir ekki og því er ÍB V komið áfram í 16-liða úrslit. Páll Hjarðar sagði í samtali við Fréttir að tölumar gefi ekki rétta mynd af leiknum. „Mér fannst þetta vera liðanna einnig, nú verða ekki allir flokkamir sendir í það sama heldur fer sjötti flokkur í ævintýraferð, fimmti flokkur fer í golfkennslu og fjórði flokkur fer í bátsferðina. Með þessu aukum við spenninginn fyrir stelp- umar að koma aftur á næsta ári. Annars hefur öll vinna við mótið gengið nokkuð vel. Okkur hefur gengið vel að fá sjállboðaliða til starfa enda skilst mér að fólk gangi einfaldlega í sín störf á hverju móti. Núna fer maður svo í bænastell- ingamar á hverju kvöldi fram að móti og vonar það besta með veðrið," sagði Gísli að lokum. ömggt hjá okkur allann tímann. Við vomm miklu meira með boltann og sóttum nánast stanslaust. Ég held að þeir hafi ekki einu sinni fengið hom í leiknum. Það var ánægjulegt að ná að setja eitt en þrátt fyrir að hafa verið bakvörður var ég skæðasti sóknar- maður liðsins. Ég átti m.a. að fá víti en maður líður oft fyrir það að vera stór og sterkur enda trúa menn því oft ekki að það sé hægt að fella mann.“ sagði Páll og hló við. Bikarkeppni KSÍ: Ungmennalið Víkings 1 - ÍBV 2 Örusst þrátt fyrir lítinn muna Djokic sendur heim á leið Á heimasíðu IBV hefur verið sagt frá því að Dejan Djokic, júgó- slavneski framherjinn verði sendur heim á næstu dögum. Djokic var lengi á leiðinni til ÍBV en for- ráðamenn ÍBV höfðu varann á og réðu hann til reynslu um tíma. Nú hefur leikmaðurinn fengið á þriðju viku til að sanna sig en það hefur ekki tekist hjá honum og því verður hann sendur heim. Leitað var til leikmannsins þegar IBV átti í hvað mestum framheijavandræðum en með tilkomu Tómasar Inga hefur skarðið verið fyllt og því ástæðu- laust að bæta enn einum kostnaðar- liðnunt íbókhaldið. Margrét Lára í U- 17 ára landsliðið Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið valin í U-17 ára landslið íslands sem tekur þátt í Norður- landamótinu í enda mánaðarins og byrjun þess næsta. Þrjár Eyja- stelpur hafa verið að æfa með liðinu en Margrét er sú eina sem fer með liðinu í þetta sinn en mótið fer fram í Noregi. Þetta er ekki síst athyglis- verður árangur fyrir þær sakir að Margrét er aðeins fjórtán ára gömul. Úrslit úr 17. júní hlaupinu Eins og undanfarin ár sá Umg- mennafélagið Oðinn um hið árlega Þjóðhátíðarhlaup og er hlaupið ætlað yngri kynslóðinni. Úrslit hlaupsins vom þessi: 8 ára og yngri 1. Bjami Kristjánsson, 2. Kristinn Birgisson, 3. Bjarki Axelsson. 1. Halla Bjömsdóttir, 2. Ágústa Oddsdóttir, 3. Jóhanna S. Gunnarsdóttir. 9-10 ára 1. BirkirGuðbjömsson, 2. Guðmundur Sigmundsson, 3. Einar Olafsson. 1. Berglind Þorvaldsdóttir, 2. Dröfn Haraldsdóttir, 3. Herdís Gunnarsdóttir 11-12 ára 1. Guðmundur Einarsson, 2. Kristinn Ámason 1. Svava Grétarsdótúr, 2. Ema Sveinsdóttir, 3. Marta Möller 13-14 ára 1. Óttar Steingrímsson, 2. Óskar Jónasson, 3. Sindri Bjömsson 1. Birgitta Rúnarsdóttir, 2. Alma Guðnadóttir. Framundan Finimtudagur 21. júní Kl. 20.00 ÍBV-Keflavík 2.fl. karla Föstudagur 22. júní Kl. 20.00 KFS-Ægir Kl. 20.00 Njarðvík-ÍBV 4.fl. karla Sunnudagur 24. júní Kl. 14.00 Selfoss-ÍBV 3.fl. karla Kl. 20.00 ÍBV-Keflavík Símad. ka. Þriðjudagur 26. júní Kl. 13.00IBV-Fjölnir3.fl. kvenna Kl. 20.00 ÍBV-KR Símadeild kv. Miðvikudagur 27. júm' Kl. 17.00 ÍBV-ÍR 4.fl. kvenna A Kl. 18.00 ÍBV-ÍR 4.fl. kvenna B Kl. 17.00 ÍBV-Valur 5.fl. ka A og C Kl. 17.50 ÍBV-Valur 5.fl. karla B Kl. 20.00 ÍBV-KR 2.fl. kvenna Kl. 20.00 Fylkir-ÍBV Símad. karla Kl. 20.00 GG-KFS

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.