Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 9. ágúst 2001 Fréttir 15 Símadeildin: IBV 1 - Fram 3 Slæm Það voru ekki margir sem voru þeirrar skoðunnar að næstneðsta lið Símadeildarinnar gæti gert það sem flestum öðrum íslenskum liðum hefur mistekist, það er að segja að leggja IBV að velli á Hásteinsvellinum. Það gerðu þeir hins vegar með stæl, nýttu þau fáu færi sem þeir fengu og uppskáru tveggja marka sigur, 1-3. Fyrir leik ÍBV og Fram í Símadeild karla höfðu Eyjamenn ekki enn tapað leik í sumar á heimavelli og það sem meira var, þeir höfðu ekki enn fengið á sig mark. Eyjamenn voru mun betri aðilinn í fyiri hálfleik og áttu fjölmörg færi. Þrátt fyrir það voru það gestirnir sem komust yfir á þriðju mínútu eftir klaufagang í vöm ÍBV. Það sem eftir lifði hálfíeiksins sóttu Eyjamenn nánast látlaust en eftir hálftíma leik munaði minnstu að Framarar kæmust tveimur mörkum yfir þegar þeir áttu stangarskot úr upplögðu færi. Hlynur Stefánsson jafnaði leikinn hins vegar tíu mínútum fyrir leikhlé og þar við sat. Seinni hálfleikur var hins vegar aðeins skugginn af þeim fyrri, enda dag farið að stytta og orðið ansi skuggsýnt á Hásteinsvellinum. Það var hins vegar ekki myrkrið sem var það svartasta þetla miðvikudagskvöld, leikmenn IBV virkuðu værukærir í leik sínum og tvenn varnarmistök voru dýrkeypt enda ekki á hverjum degi sem Eyjamenn sjá varnarmistök hjá leikmönnum IBV. Lokatölur urðu I -3 og varla hægt að byrjun á þjóðhátíð PÁLL Almarsí hörðum slag á móti Breiðabliki en hann átti ásamt fleiri varnarmönnum slakan dag á móti Fram. segja að ÍBV hafi fengið marktækifæri í seinni hálfleik. Það var frekar dauf og óvenjuleg stemmning í búningsklefa IBV eftir leikinn en Bjarnólfur Lárusson sagði m.a. að leikmenn gætu ekki komið með neina afsökun fyrir tapinu. „Þetta var jafn fyrri hálfleikur en mér fannst við samt hafa undirtökin. Það verður sanrt ekki tekið af Fröm- urum að þeir voru betri aðilinn í dag. Eg vil ekki meina það að menn hafi verið komnir hálfa leið inn í Dal á Þjóðhátíð en einbeitingin hjá okkur var alls ekki nógu góð. Við erum búnir að vera með mjög góða vamarlínu í sumar en það gekk ekki upp í dag. Hins vegar skomm við bara eitt mark, eins og vanalega en það dugði bara ekki í dag.“ Kristinn Jónsson, þjálfari Fram var kampakátur í leikslok þegar blaða- maður Frétta spurði hann hvort hann hefði í fómm sínum lykilinn að sigri á Hásteinsvelli? „Nei, ætli það sé nokkuð ein sérstök aðferð sem dugar til sigurs héma. Við höfum verið á uppleið og í síðustu fimm leikjum höfum við bara tapað einum leik í venjulegum leiktíma. Við erum komnir með þann mannskap sem við treystum og ég veit að við getum unnið hvaða lið sem er, við sýndum það í kvöld. Sjálfstraustið jókst náttúrulega mjög mikið við það að komast yfir og Eyjamenn gerðu sig seka um sjaldséð varnarmistök sem Ási nýtti sér til fulls. Það getur reynst okkur mjög dýrmætt að fara héðan með þrjú stig, bæði andlega og svo líka töpuðu bæði Blikarnir og KR héma þannig að við erum eiginlega að fá þrjú bónusstig.“ ÍB V 1 -Fram 3 ÍBV spilaði 4-4-2 Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhannesson, Kjartan Antonsson, Hlynur Stefánsson, Páll Hjarðar, Alexander Ilic, Tommy Schram, Atli Jóhannsson, Bjarnólfur Lárusson, Tómas Ingi Tómasson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Varamenn: Gunnar B. Runólfsson, Ingi Sigurðsson (kom inn á 58.mín.), Hjalti Jónsson, Jón Helgi Gíslason, Davíð Egilsson. Fyrír 03 eftir þjóðhátíð -Hvað serist hjá karla- 03 kvennalióum ÍBV? Spekinsurinn Þá tekur Jón Oli aftur við spekingsstörfum eftir viku pásu en um helgina sást til hans liggja yfir tölfræði sem hann komst yfir, til að koma sér aftur á strik. Við ákváðum í sameiningu að láta KFS leikinn gegn Njarðvík fylgja með enda eru þessi tvö lið í harðri toppbaráttu í B-riðli og geta úrslit riðilsins ráðist í þessum leik. Breiðablik-ÍBV Símadeild kvenna Við vinnum 0-1 og gerum allt vitlaust á toppi Símadeildar. Þetta brýtur Blikana andlega niður, sem tapa hverjum þeiknum á fætur öðrum á meðan IBV vinnur þá og stendur svo uppi sem íslands- meistari. Bryndís Jóhannesdóttir skorar markið í fyrri hálfleik. Fram-ÍBV 2. II. karla Mér skilst að þetta sé leikur í botnbaráttunni. Strákamir taka þetta 0-2 og Einar Hlöðver og ívar Róberts skora. ÍBV-FH 2. fl. kvenna Þetta verður léttur leikur hjá stelpunum og endar 5-0. Margrét Lára skorar tvö, Elva Dögg, Rakel og Sara eitt mark hver. KR-ÍBV Símadeild karla Þetta verður hörkuleikur og bæði lið sýna gamla takta. Það verður samt bara eitt mark skorað og Jrað gerir Alexander Ilic og tryggir IBV aftur sigurinn á KR. Grindavík-ÍBV Símadeild kv. Eins og ég sagði áðan þá vinna stelpumar rest og þessi leikur endar 0-3. Bryndís, íris og Pauline skora mörkin. KFS-Njarðvík Ég hef trú á KFS þetta árið og ekki versnar það eftir að fá liðsstyrk frá ÍBV. KFS vinnur 4-1 þar sem Heimir fyrirliði skorar tvö, Sindri og Unnar Hólm skora svo sitt markið hvor. I gegnum árin hefur verið talað um dcildarkeppnina sem tvö tímabil, fyrir og eftir þjóðhátíð. Oft hefur verið sagt um IBV að liðinu gangi alltaf mjög vel eftir þjóðhátíð en það liefur verið sérstaklega áberandi hjá karlaliðinu. Bæði karla- og kvennalið IBV hafa komið nokkuð á óvart í sumar og eru bæði í toppbaráttunni. Það getur því verið ansi fróðlegt að líta flmm ár aftur í tímann og bera saman gengi liðanna þá og nú. Á þessari töflu má sjá að ÍBV hefur ávallt verið í kringum tuttugu stig ef frá em talin meistaraárið 1998 og svo árið 1996. Nú þegar sex umferðir em eftir getur ÍB V mest náð í 38 stig sem samkvæmt síðustu fimm ámm, duga í annað af tveimur efstu sætunum og dugði ÍBV til sigurs í deildinni 1998. Deildin er í ár jafnari en nokkm sinni fyrr þannig að gera má ráð fyrir að 38 stig muni duga til sigurs í efstu deild karla. Það er hins vegar ekki að sjá að karlaliðið spili eitthvað betur eftir þjóðhátíð, nema kannski 1997 Það sem fyrst og fremst vekur athygli í þessari töflu er stigvaxandi árangur liðsins til ársins 1999. Á aðeins fimm ámm hefur liðinu tekist að breytast úr slöku úrvalsdeildarliði í lið sem gæti jafnvel unnið titla. Liðið hefur aldrei haft jafn mörg stig fyrir þjóðhátíðina og í ár en þrátt fyrir það eru leikmenn og forráðamenn liðsins ekki ánægðir. Jafnteflin gegn FH á útivelli og Val á heimavelli^eta sett stórt strik í reikninginn hjá IBV en í pottinum em ennþá 21 stig og þá væri ÍBV með 39 stig. Islandsmeistarar síðustu fimm ára hafa verið með stig á bilinu 37-42 og í fyrra unnu Blikar deildina á 37 stigum en þessi tvö lið mætast einmitt í kvöld og þar munu úrslit íslandsmótsins ráðast. Karlaliðið Heimaleikir + útileikir Sigrar, jafntefli, töp Heimaleikir + útileikir Sigrar, jafntefli, töp Ár Fyrir þjóðhátíð Eftir þjóðhátíð 2000 7+7 6-5-3 = 23 stig 2+2 2-0-2 1999 5+5 6-3-1 = 21 stig 4+4 5-2-1 1998 6+5 8-1-2 = 25 stig 3+4 4-1-2 1997 6+5 6-3-2 = 21 stig 3+4 6-1-0 1996 5+6 4-1 -6 = 13 stig 4+3 4-0-3 2001 6+6 6-2-4 = 20 stig Kvennaliðið Heimaleikir + útileikir Sigrar, jafntefli, töp Heimaleikir + útileikir Sigrar, jafntefli, töp Ár Fyrir þjóðhátíð Eftir þjóðhátíð 2000 5+5 3-5-2 = 11 stig 2+2 2-0-2 1999 4+5 4-1-4 = 13 stig 3+2 3-0-1 1998 5+4 3-2-3 = 11 stig 2+3 3-0-2 1997 4+4 2-1-5 = 7 stig 3+3 3-0-3 1996 4+5 1-1-7 = 4 stig 3+2 2-0-3 2001 5+4 5-3-1 = 18 stig ÍV gerir út frá Reykjavík í fyrra féll lið Eyjamanna, ÍV úr 1. deild í körfubolta el'tir tveggja ára dvöl þar. Rekstur liðsins hefur verið afar erfiður enda er þröngt í gömlu íþróttahöllinni og liðið yfirleitt ekki æft á kristilegum tímum. Þá hefur gengið misjafn- lega að koma upp starfsemi yngri ilokkanna sem er að sjálfsögðu grundvallaratriði fyrir áframhald- andi starfi næstu ára. ÍV verður með í 2. deildinni í vetur. Amsteinn Ingi Jóhannesson, formaður ÍV, sagði að reksturinn yrði með breyttu sniði, þar sem liðið yrði nú gert út í Reykjavík til hag- ræðingar. „Önnur deildin er þannig að sum lið hafa ekki efni á að koma til Eyja þannig að til að halda friðinn og spara öllum peninginn ákváðum við að spila okkar heimaleiki í Reykjavík, enda erum við flestir ef ekki allir búsettir héma á Reykjavíkursvæðinu.“ Liðsstyrkur Bikarmeisturum ÍBV í kvenna- handboltanum hefur borist góður liðstyrkur fyrir átökin á komandi vetri. „Til liðs við okkur hal'a gengið tvær spænskar stelpur sem hafa spilað sl. ár í frönsku annarri deildinni," sagði Hlynur Sigmarsson í stjórn kvenna- deildar ÍBV. „Nýir liðsmenn okkar em miðjumaðurinn Isabel Iruela Orlis sem er 34 ára og skyttan Ana Fernandez Perez sem er 29 ára. Þær hafa sl. ár spilað í Frakklandi með liðum Le Havre og Toulon. Isabel á að baki 13 A landsleiki og 23 unglingalandsleiki og Ana á að baki 15 unglingalandsleiki fyrir Spán.“ Amela Hegic er gengin til liðs við Gróttu/KR og Tamara Mandich og Anita Andreassen munu ekki leika með liðinu á næsta ári. Rólegt Það er búið að vera heldur rólegt hjá yngri flokkum ÍBV síðastliðna viku en þó léku tveir karlaflokkar í íslandsmótinu. Fyrst mætti fimmti flokkur karla Leikni á miðviku- deginum fyrir Þjóðhátíð og var leikið í A-, B- og C-liðum. A-liðið tapaði illa 0-4 en B- og C-liðin hefndu ófaranna. B-liðið vann 4-1 þar sem Arnór skoraði tvö mörk, Gauti eitt og Guðjón eitt. C-liðið vann svo sinn leik 4-2 þar sem Gísli gerði tvö, William eitt og Guð- mundur sömuleiðis eitt. Fjórði flokkur mætti svo Vík- ingum á þriðjudaginn var en Víkingar eru taldir meðal sterkustu liða í þessum aldurstlokki. Eyja- peyjar létu það hins vegar ekki hræða sig og unnu 2-1 eftir spennandi leik. Birkir Ágústsson skoraði bæði mörk ÍBV. Framundan Fimmtudagur 9. ágúst Kl. 19.00 Breiðabl-ÍBV Símad. kv. Föstudagur 10. ágúst Kl. 19.00 ÍBV-FH 2.11. kvenna Kl. 19.00 Fram-ÍBV 2,fl. kvenna Kl. 19.00 Ægir-KFS Sunnudagur 12. ágúst Kl. 18.00 KR-ÍBV Símadeild karla Mánudagur 13. ágúst Kl. 19.00Grindavík-ÍBV Símadeild kvenna Þriðjudagur 14. ágúst Kl. 18.00 IBV-Breiðab. 3,fl. kvenna Kl. 19.00 KFS-Njarðvík.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.