Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 1
10 LTBi ÚTIMÁLNING FRÁI
28. árgangur • Vestmannaeyjum 23. ágúst 2001 • 34. tölublað • Verð kr. 150,-* Sími: 481 1300 • Fax: 481 1293
Ákvörðun sjávarútvegsráðherra kemur illa við Vestmannaeyjar:
r
Avísun á uppsagnir og
atvinnuleysi sjómanna
Ákvörðun sjávarútvegsráðherra
um að koma til móts við króka-
báta og iáta þá hafa aukinn kvóta
í ýsu, ufsa og steinbít mælist víða
illa fyrir enda verið að færa
umtalsverðar veiðiheimildir frá
aflamarksskipum til krókabát-
anna. Bitnar það hart á Vest-
mannaeyingum sem mega sjá á
eftir mörg hundruð tonnum sem
flest enda á Vestfjörðum. Þá kom
kvótasetning á skötusel, löngu og
keilu eins og þruma úr heiðskíru
lofti og setur hún útgerð fimm til
sex báta í Vestmannaeyjum í
óvissu auk þess sem minni ýsu-
kvóti gæti þýtt að bátum hér
fækkaði um þrjá til fimm.
Magnús Kristinsson, formaður
Útvegsbændafélags Vestmannaeyja,
segir að með þessari ákvörðun sjáv-
arútvegsráðherra sé enn einu sinni
verið að púkka undir trillukarlana á
kostnað aflamarksskipanna. í fyrra
hafi þeir hafi þeir fengið 2500 tonn
af 30.000 tonna úthlutun afla-
marksskipanna og nú sé bætt um
betur því nú eigi þeir að fá til við-
bótar 2000 tonn. „Það var ekki nóg
með að þeir fengju þessi 2500 tonn
heldur fara þeir langt fram úr þeim
á þessu ftskveiðiári sem bitnar á
heildinni," sagði Magnús.
Hann segir að þarna sé verið að
taka sem nemur kvóta eins báts í
Vestmannaeyjum sem hljóti að
þýða uppsagnir og atvinnuleysi.
■ „Með þessu er hægt en ákveðið
verið að þrengja að hengingarólinni
á okkur sem erum í hefðbundinni
útgerð. Mitt fyrirtæki hefur fjárfest
fyrir milljarð í aflaheimildum og
það er sárgrætilegt að sjá á eftir
þeim til trillukarlanna og sitja svo
uppi með fjárhagslegar skuld-
bindingar vegna kaupanna. Það er
líka athyglisvert að sjá þingmenn
Vestfirðinga vaða eld og brennistein
fyrir sitt fólk á meðan ekkert heyrist
í þingmönnum okkar. Ég efast stór-
lega um að þeir hafi hugmynd um
alvöru málsins. En ef það er vilji
stjórnmálamanna að færa trillukörl-
um á Vestfjörðum aflaheimildir er
ekki til of mikils ætlast að ríkið
kaupi þær í stað þess að taka þær
eignarnámi,“ sagði Magnús.
Meðal annarra breytinga frá ráð-
herranum er að kvóti er settur á
skötusel og löngu 4.500 lestir,
3.000 lestir fyrir löngu og 1.500
lestir fyrir skötusel.
Bergvin Oddsson, útgerðarmaður
og skipstjóri á Glófaxa VE, er
frumkvöðull að veiðum á skötusel í
net og voru þær að skila útgerð og
áhöfn góðri afkomu í fyrrahaust.
Hann segir að ákvörðun ráðherra
um að setja skötusel í kvóta hafi
komið sér gjörsamlega á óvart og
með því sé grundvellinum kippt
undan þessum veiðiskap. I allt hafa
á milli tíu og tuttugu bátar stundað
netaveiðar á skötusel og þar af sex
frá Vestmannaeyjum.
„I fyrrahaust byrjuðum við út-
haldið 12. september og vorum að
til 15. janúar. Aflinn var um 100
tonn og verðmætið 35 til 37
milljónir. Það þykir gott miðað við
árstíma og bjargaði haustinu hjá
okkur,“ sagði Bergvin.
Hann segir að það kosti 10 til 12
milljónir að starta og nú sitja menn
uppi með búnaðinn án þess að geta
nýtt hann, kvótinn verði það lítill.
Fyrst verður 80% kvótans deilt út
og eftir því sem hann kemst næst
verður hæsti báturinn með um 150
tonna kvóta en sjálfur reiknar hann
með um 40 tonnum sem gætu farið
í 50 tonn þegar 20%, sem eftir
verða, koma til úthlutunar. Flestir fá
svo örfá tonn.
„Mér sýnist þetta bitna verst á
kvótalitlum bátum, það er verið að
slátra þeim með þessu því þeir hafa
getað bjargað sér á meðafla í skötu-
sel, löngu og keilu. Skötuselsveiðar
hljóta líka að detta upp fyrir því
kvótinn stendur ekki undir kostnaði
og enginn veit hver verðmyndunin
verður í skötuselnum eftir kvóta-
setninguna.“ Bls. 2.
Minnk-
andi að-
sókn á
heima-
leiki ÍBV-
strák-
anna í
sumar
Fyrir yfirstandandi tímahil var
liðum í efstu deild gert að bæta
aðstöðu sína fyrir úhorfendur og
konia fyrir skipulögðum úhorf-
endastæðum. Eggert Magnússon
formaður KSÍ sagðist sann-
færður um að bætt aðstaða
myndi þýða fleiri áhorfendur.
Nú þegar fjórar umferðir eru
eftir keniur í ljós fjölgun á öllum
völlum nema í Eyjum, hér er
gífurleg fækkun á áhorfenda-
fjölda, allt að 30% fækkun. ívar
Átlason, gjaldkeri knattspyrnu-
deildar IBV segir þetta mjög
alvarlegt mál, „miðað við þær
tölur sem ég hef frá því í fyrra
er fækkun um að meðaltali 200
manns á leik. Það gefur
augaleið að það veldur gjaldkera
miklum áhyggjum og sárum
vonbrigðum, þó sérstaklega í
Ijósi þess að lagt var upp með
það í vor að byggja á heima-
mönnum og við höfum verið með
allt frá átta og upp í ellefu
Eyjamenn í byrjunarliðinu.“
Ivar segir það spurningu hvort
menn vilji frekar fylla liðið af
„útlendingum.“ „Kannski það
dugi til að fá fólk á völlinn, ég
veit það ekki.“ Ivar segir það
vissulega hafa skapað þeim
vandræði hversu seint gekk að
púsla liðinu saman og hversu fá
mörk liðið hefur skorað. „En við
skulum ekki gleyma því að við
erum í toppbaráttunni og því
ætti áhuginn að vera mikill,
aðallega vegna þess að nú er
liðiö byggt upp á ungum og efni-
legum eyjapeyjum.“
Á myndinni eru Birkir
markvörður og varnartröllin
Kjartan og Hlynur að taka sig-
urhringinn eftir sigurinn á móti
Grindavík á sunnudaginn.
Bls. 8 og 9.
TM-ÖRYGGI
fyrir fjölskylduna
sameinar öll tryggingamálin
á einfaldan og hagkvæman hátt
- á öllum svibum!
Bílaverkstæðið
Bragginn s.f.
Flötum 20
Viðgerðir og smurstöð
Sími 481 323.5._
Rettmgar og sprautun
Sími 481 1535
SUMARÁÆTLUN HERJÓLFS
Júní - september Frá ■ Vestmannaeyium Frá Þorlákshöfn
Alla daga. 8.15 12.00
Aukaferð mán., fim., fös. og sun. 15.30 19.00
HERJÓLFUR
Nánari upplýsingar: Vestmannaeyjar: Sími 481-2800 • Fax 481 2991 Þorlákshöfn: Sími 483-3413 «Fax 483 3924 jndflutningar /SAMBKIP