Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. ágúst 2001 Fréttir 15 Golf: Glæsilegur árangur í sveitakeppni GSÍ. GV sigurvegari í 2. deild Eyjamenn í 1 ♦ deild SIGURSVEIT GV sem leikur í 1. deild á næsta ári. Fremri röð f.v. Viktor Pétur Jónsson, Garðar Heiðar Eyjólfsson, Hörður Orri Grettisson, Karl Haraldsson. Aftari röð f.v. Haraldur Óskarsson liðsstjóri, Aðalsteinn Ingvarsson, Haraldur Júlíusson, Gunnar Geir Gústafsson, Júlfus Hallgrímsson. Sisruðu Golfklúbbinn Odd í úrslitaleik um efsta sætið í 2. deild. Sveitakeppni GSÍ fór fram í síðustu viku. í 2. deild var leikið í Vest- mannaeyjum en GV féll í fyrra í 2. deild. Aftur á móti gerði GV stuttan stans í þeirri deild og vann sig á ný upp í I. deildina með sérlega góðri spila- mennsku alla þrjá dagana. Alls tóku átta sveitir þátt í keppninni og var fyrirfram talið að sveit Golfklúbbs Suðurnesja væri hvað sigurstranglegust. Leikið var föstudag. laugardag og sunnudag, fjórmenningur og tvímenningur í holukeppni með sex keppendum í hven'i sveit. Leiknar voru 36 holur á föstudag og laugardag en 18 holur í sjálfri úrslitakeppninni á sunnudag. Veður var mjög gott á föstudag en afleitt bæði á laugardag og sunnudag, hvasst og mikið vatnsveður. Á laugardag var ljóst að til úrslita um 1. sætið myndu spila sveit GV og Golfklúbbsins Odds en um 3. sætið sveit GS (Suðurnesja) og sveit GOS (Selfoss. GV hafði síðan betur í þeini viðureign 3-2 en báðir klúbbarnir niunu spila í 1. deild á næsta ári. í viðureigninni um 3. sætið hafði GS betur. Golfklúbbur Sauðárkróks og Golfklúbburinn á Hellu urðu í 7. og 8. sæti og féllu í þriðju deild. Forseti GSI, Gunnar Bragason, Spek- ingurinn Jón Óli hefur heldur betur tekið við sér í spámennskunni og í síðustu viku var hann með alla leikina rétta og það sem meira er, markatalan var ansi nálægt því í flestum tilvikum. Jón spáir Eyjafólki góðu gengi í næstu viku og því spennandi að sjá hvort hann haft rétt fyrir sér á nýjan leik. KR-ÍBV 2.11. kvenna Stelpurnar hafa góð tök á KR- ingum eftir bikarleikinn og vinna leikinn 0-2. Ema Dögg skorar bæði mörkin. KFS-Fjarðabyggð Búðir leikimir Fyni leikinn tökum við 2-0 og Maggi Steindórs. skókaupmaður skorar bæði mörkin. Seinni leikurinn verður erfiðari en KFS kemst í eina sókn í leiknum og Maggi Steindórs tryggir liðinu sigur og selur svo grimmt af skotskóm í Axel Ó. Fjölnir-ÍBV 2. fl. kvenna Þetta verður létt. 0-6 og Bjartey, Eva. Rakel og Berglind skora eitt mark hver en Margrét Lára 2. Keflavík-ÍBV Símadeild karla Við vinnum þetta 0-3 og jöfnum Skagamenn í deildinni. Atli gerir tvö og Tommi eitt. Eg vil nota tækifærið og óska Njáli til hamingju með árangurinn sem hann hefur nú þegar náð með liðið og ég óska strákunum góðs gengis í komandi átökum. KR-IBV símadcild kvenna Við vinnum með tveimur mörkum. 1-3. Elva Ásdís, Bryndís og Margrét Lára skora mörkin og setja þar með pressu á KR-inga. afhenti verðlaun í mótslok og lofaði mjög gott skipulag á mótinu ásamt því að hrósa vellinum. Auk hefðbundinna verðlauna var mynd frá Vestmannaeyjum sem verðlauna átti með efstu sveitina. Þar sem efsta sætið kom í hlut GV þótti við hæfi að Golfklúbburinn Oddur fengi myndina og afhenti formaður GV. Helgi Bragason, þeim Odds- Annar flokkur karla sýndi á sér klærnar þegar Fylkismenn komust í heimsókn á laugardaginn. Liðin voru bæði í fallbaráttu A- deildar. Fylkismenn í neðsta sæti með sex stig en IBV í því þriðja neðsta með tíu. Það var því mikilvægt fyrir IBV að vinna leikinn því Framarar voru aðeins einu stigi á eftir Eyja- mönnum. Öllu var til tjaldað hjá báðum liðum og þeir leikmenn sem hafa verið með meistaraflokkum liðanna spiluðu leikinn. Eyjamenn voru sterkari aðilinn í leiknum og sigruðu með Ijórum mörkum Gunnars Heiðars meðan gestimir skomðu þrjú. Þess má til gamans geta að Atli Jóhannsson lagði upp þrjú marka Gunnars og Gunnar fiskaði svo víta- spyrnu sem hann skoraði sjálfur úr þannig að innkoma þeirra félaga hefur hleypt fersku lífi í leik liðsins. Eyjapeyjar losnuðu því við fall- drauginn í bili því Framarar töpuðu sínum leik og em því fjómm stigum á eftir ÍBV. Það var í nógu að snúast hjá öðmm flokki kvenna í síðustu viku. Fyrst mætti liðið FH og fór leikurinn fram á fimmtudaginn. Ekki vom stelpumarí vandræðum með Hafnfirðinga, lokatölur urðu 10-0. Á sunnudaginn mættu stelpumar svo KR í undanúrslitum bikarkeppn- innar. Leikurinn fór fram á Týs- vellinum, veðrið var leiðinlegt en stelpumar létu það ekki skemma fyrir sér og léku ágætis knattspymu. María mönnum hana. Það vakti athygli að ineirihluti sveitar GV var skipaður ungum kylfingum sem stóðu sig með mikilli prýði. „Gömlu refirnir" voru þeim svo til halds og trausts. Forsvarsmenn GV segja að þróttmikið og öflugt barna- og unglingastarf klúbbsins sé þarna að skila sér Guðjónsdóttir kom IBV yfir í fyrri hálfleik með sannkölluðu þrumuskoti eftir laglegan undirbúning Margrétar Láru. I seinni hálfleik bættu stelpumar við tveimur mörkum, fyrst Elva Dögg Grímsdóttir og svo var það Margrét Lára Viðarsdóttir sem innsiglaði þriggja marka sigur á KR. Þar með eru stelpurnar komnar í úrslitaleikinn en flokkurinn varð bikarmeistari fyrir tveimur árum. Þjálfari flokksins er Sindri Grétarsson. Þriðji llokkur karla tók á móti Selfossi í B-deild Islandsmótsins og fór leikurinn fram á Hásteinsvelli. Bæði lið sigla nokkuð lygnan sjó um miðja deild þó að stutt sé í fallbaráttuna fyrir Selfyssinga. Þeir komu líka grimmir til leiks og skomðu fyrsta mark leiksins. Eyjapeyjar jöfnuðu liins vegar áður en hálfleikur var úti og þar var að verki Ólafur Carlsbergmótið ó laugardag Á laugardag verður Carlsbergmótið á dagskrá hjá GV. Leiknar verða 18 holur í Texas Scramble, tveir saman í liði. Glæsileg verðlaun eru í boði og auk þess nándarverðlaun á par 3 brautum. Mótið hefst kl. 10 en skráning stendur yftr til föstudagskvölds. Nýliðamót ó sunnudag Nýliðamótin í golfi hafa átt miklum vinsældum að fagna í sumar en þau em ætluð kylfingum með forgjöf yfir 28. Næsta mót verður á sunnudag kl. 13 og er skráning í Golfskálanum. Golfskólanum lokið Síðasti dagur Golfskólans var í gær og hafa aldrei fleiri nemendur verið við nám en í sumar. Uppskeruhátíð verður haldin sunnudaginn 2. september og verður hennar nánar getið í næsta blaði. Berry. Ekki vom skoruð fleiri mörk og skildu því liðin jöfn, 1-1. Fimmti flokkur karla spilaði í úrslitum íslandsmótsins um helgina. Fyrst léku A- og B-liðin í þriggja liða riðlum en samanlagður árangur liðanna skilaði tveimur liðum upp úr riðlinum og í átta liða úrslit. Eyjapeyjar lentu í öðm sæti í riðlinum og léku gegn Víkingum í átta liða úrslitum en þeir hafa ekki tapað leik í Islandsmótinu. Fyrst léku B-liðin og var ÍBV 1-0 yfir þar til undir lok leiksins að Víkingar jöfnuðu metin. Leikur A-liðanna var jafn og spennandi og eftir venjulegan leiktíma var staðan 0-0 en ef B-Iiðið hefði unnið sinn leik þá hefði ÍBV komist áfram. Hins vegar varð að framlengja leikinn og þar vom Víkingar sterkari og unnu leikinn 4-0. Þess má til gamans geta að Víkingar leika úrslitaleikinn sem fer seinna fram. KFS í úrslit 3. d. KFS mætti Reyni frá Sandgerði í hreinum úrslitaleik um laust sæti í úrslitum 3. deildarinnar. Leikurinn fór fram á laugardaginn og var leikið í Sandgerði en Eyjamenn máttu tapa með tveimur mörkum til að komast áfram. Ekki munaði miklu, Reynismenn unnu leikinn 2-1 en sitja eftir með sárt ennið. Leikmenn KFS spiluðu leikinn hins vegar skynsamlega, komust yftr í fyrri hálfleik með marki Magnúsar Steindórssonar en hcima- menn náðu að jafna áður en flautað var til leikhlés. Eyjamenn vörðust af miklum krafti og síðasta markið kom þegar leiktíminn var að renna út og engin hætta á að Reynismenn myndu skora tvö mörk til viðbótar. I úrslitum mætir KFS Fjarðabyggð sem er samkrull þriggja liða af Austurlandi. I fyrra þurftu Eyjamenn einnig að leggja leið sína austur á land og mættu þá Þrótti frá Neskaupstað, sem ásamt Val frá Reyðarfirði og Austra frá Eskiftrði, skipa lið Fjarðabyggðar. Fyni leikur Iiðanna fer fram í Eyjum næstkomandi laugardag og seinni leikurinn þriðjudaginn þar á eftir. Guffi hjá sænskum Einn fremsti handknattleiksmaður IBV fyrr og síðar, Guðfinnur Kristmannsson, flutti í vor til Svíþjóðar ásamt eiginkonu sinni. Guffi hefur verið að þreifa fyrir sér með lið og nú hefur hann skrifað undir hjá sænska úrvaldeildarliðinu Wasaiterna. ,.Eg var að æfa með öðru liði en þeir voru búnir að ganga frá sínum leikmannamálum þannig að framkvæmdastjórinn þar kom mér t' samband við Wasaitema. Það er mikil handboltamenning hérna á svæðinu, Ijögur lið eru í úrvalsdeildinni ótrúlega mörg í neðri deildunum. Wasaiterna hefur verið rokkandi milli efstu og næstefstu deildarinnar en þeir fóru upp í fyrra. Liðið er ungt að árum en strákarnir hafa orðið sænskir meistarar í yngri flokkunum þannig að hér er mikill efniviður. Ætli ég hafi ekki verið fenginn hingað til að kenna strákunum sitt lítið af hverju í handboltanum," sagði Gufft og hló. Karlaliðið í Svíaríki Karlalið ÍBV í handknattleik er nú á fullu í undirbúningi sínum fyrir íslandsmótið enda aðeins tæpur mánuður í fyrsta leik. Undanfarin ár hefur verið fastur liður að liðið fari í æfingaferð erlendis og er árið í ár engin undantekning. Liðið héll í fjögurra daga keppnisferð til Gautaborgar þar sem leikið verður alla daga ferðarinnar. Framundan Föstudagur 24. ágúst Kl. 19.00 KR-ÍBV 2.11. kvenna Kl. 19.00 Leiknir-ÍBV 3. fl. karla Laugardagur 25. ágúst Kl. 14.00 KFS-Fjarðabyggð átta liða úrslit Kl. 14.00 Fjölnir-ÍBV 2.11. kvenna Sunnudagur 26. ágúst Kl. 18.00 Keflavík-ÍBV Si'madeild karla Þriðjudagur 28. ágúst Kl. 17.30 Fjarðabyggð-KFS átta liða úrslit Kl. 18.00 KR-ÍBV Símadeild kvenna Miðvikudagur 29. ágúst Kl. 18.30 ÍBV-Þróttur R. 3.U. karla Jón Bragi til bjargar í sumar hefur handknattleiksráð karla leitað logandi ljósi að markverði til að verja niark ÍBV í handholta í vetur en þrátt fyrir þrotlausa leit gekk lítið. En á meðan leitað var á fastalandinu var lausnin við bæjardymar. Hinn síungi íþróttakappi Jón Bragi Amarson hefur ákveðið að draga fram handboltaskóna að nýju en síðast lék hann með liðinu fyrir fjómm árum. Jón Bragi hefur hin síðari ár verið betur þekktur sem knattspyrnukappi en þrátt fyrir árin séu að nálgast ljórða tuginn, hefur hann aldrei verið í betra formi og æfir nú af fullum krafti með liðinu. Forráðamenn ÍBV gera ráð fyrir frekari liðsstyrk og samkvæmt heimildum Frétta eiga þeir í viðræðum við litháenska, rétthenta skyttu sem er með einhverja landsleiki að baki. Knattspyrna, yngri flokkarnir Stelpurnar í öðrum flokkí í bikarúrslitin

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.