Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. ágúst 2001 Fréttir 9 liða þrátt fyrir að spilin hafi verið stokkuð upp í fjármálum og ekki treyst á dýra erlenda leikmenn ÞEIR munu landið erfa. Ungliðarnir sem þegar eru búnir að stimpla sig inn í lið ÍBV og Njáll Eiðsson þjálfari. F.v. Atli Jóhannsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Jón Helgi Gíslason, Njáll og Unnar Hólm. Þarna er liðið að taka sigurhringinn inni í klefa eftir leikinn á móti Grindavík á sunnudaginn. Láta verkin tala -se^jirÁsmundur Friðriksson formaður knattspyrnudeildar IBV-íþróttafélags í opinskáu viðtali þar sem hann fer fjármálin, slæma stöðu þegar hann tók við ofl. Ásmundur Friðriksson tók við formennsku í stjórn knattspyrnu- deildar IBV-íþróttafélags rétt fyrir tímabilið 2000. Þá voru að baki mikil velgengnisár undir stjórn Bjarna Jóhannssonar þjálfara, þar sem ÍBV hafði unnið bikarinn 1997, bikar og deild 1998 og verið í 3. sæti árið á undan sem voru talsverð vonbrigði miðað við væntingar. Eins var mikið lagt undir fyrir tímabilið 2000 með dýrum leik- mönnum og undir stjórn Kristins R. Jónssonar þjálfara. Komu að rýrum sjóðum „Ég og núverandi stjórn tókum við í apríl í fyrra og höfðum lítil áhrif á tímabilið sem þá fór í hönd. Það var búið að gera alla samninga og því ljóst hvað tímabilið átti að kosta. Okkur var jafnframt gerð grein fyrir því að staða deildarinnar væri góð. Því miður stóðust áætlanir ekki og deildin var rekin með tapi.“ Voru ekki til ncegir peningar eftir sölu á leikmönnum og sjónvarpsrétti? „Það voru litlir peningar til og í gmnna sjóði að sækja. Það var gert ráð fyrir að deilin ætti nokkra peninga í lok tímabilsins en svo reyndist ekki vera.“ Ásmundur segir að í ljósi þessa hafi verið ákveðið að stokka upp fyrir yfir- standandi tímabil og var niður- skurðarhnífnum beitt ótæpilega. „Auðvitað hefðum við viljað gera það fyrr en við vomm bundnir af samningum sem við tókum við. Fyrir þetta tímabil var launakostnaður skorinn niður fyrir á annan tug millj- óna. Við létum leikmenn sjálfa borga æfingaferð til Spánar sem nú var ein í stað tveggja áður. Við endurréðum ekki dýmstu leikmennina og lækk- uðum þjálfarakostnað og allan annan kostnað. Ef við verðum veðurtepptir uppi á landi verða strákamir að finna sér gistingu sjálfir nema útlendingamir sem fara á hótel.“ Ábyrg kostnaðaráætlun Auk þessa segir Ásmundur að gerð hafi verið mjög ábyrg kostnaðaráætlun fyrir þetta tímabil og hún hafi haldið til þessa. „Hún hljóðaði upp á rúmar 30 milljónir á móti um 70 milljónum árið á undan. Reyndar em yngri flokkamir ekki inni í okkar áætlun þannig að tölurnar em ekki að öllu leyti sambærilegar en gefa þó hug- mynd um mismuninn." Ásmundur segir að Njáll Eiðsson, sem ráðinn er til þriggja ára, hafi vitað af þessu. „Honum var sagt að á næstu þremur ámm ætluðum við að taka inn fimm til sex unga og efnilega stráka sem alist hafa upp hjá félaginu. Þannig að buddan var ekki opin fyrir kaup á útlendingum og upp á það var hann ráðinn. Vegna meiðsla og veikinda höfum við aftur á móti orðið að styrkja hópinn með mönnum eins og Alex- ander llic og Tommy Schram og Stoke-leikmönnunum Neal og Good- fellow sem stoppuðu stutt og kostuðu okkur ekki mikið. Það besta er svo að við fengum gamla Eyjamenn til okkar aftur, þá Tómas Inga Tómasson og Bjarnólf Lámsson. Þrátt fyrir þessa viðbót emm við ennþá innan marka fjárhagsáætlunarinnar sem við lögðum upp með.“ Minni aðsókn Hvað með tekjur, eru þœr jqfii miklar og þú gerðir ráðfyrir? „Það er ekki alveg hægt að segja til um það. Við emm ekki búnir að mkka inn allar auglýsingamar en við fómm mjög varlega í tekjuliðnum. Gerðum við t.d. ekki ráð fyrir nokkrum liðum sem við vissum lítið um en em að skila okkur góðum pening. En einn liður hefur bmgðist sem er tekjur af leikjum. Ég hef ekki nákvæmar tölur en þama er veruleg lækkun í tekjum. Þetta hlýtur að valda okkur í stjóminni og leikmönnum miklum áhyggjum. Bæði þegar tekið er tillit til þess að ÍBV-liðið er nær eingöngu skipað heimamönnum og það að við höfum verið í efri hluta deildarinnar í allt sumar. Þá má ekki gleyma því að þama em ungir strákar sem veitir ekki af góðum stuðningi. Sérstaklega á heimavelli.“ Miklar kröfur Ásmundur segir að það hafi komið sér á óvart hvað miklar kröfur em gerðar til IB V-liðsins af stuðningsmönnum. Margir heimti titla og finnst það bera vott um lítinn metnað þegar mark- miðið er að halda sér í deildinni þó langtímamarkmiðið sé að koma hér upp liði sem verði í fremstu röð, skipað heimamönnum. „Mér kom persónulega mjög á óvart hvað kröfumar em miklar. Ég fékk framan í mig hvort við ætluðum ekki að halda í þá Miletta og_ Goran sem vom með okkur í fyrra. Ég sagði að þeir væm of dýrir fyrir okkur og þá fékk maður að heyra að stjórn knattspyrnudeildar væri gersamlega metnaðarlaus. Það er oft svo að þeir sem láta hæst og gera mestu kröfumar em ekki tilbúnir til að styðja okkur. Nægir þar að nefna húsnúmerahapdrættið sem er eina tekjulind í ferðasjóð leikmanna. Þama kom í Ijós að ótrúlegustu menn segja nei þegar þeim em boðnir miðar.“ Þetta segir Ásmundur vera kjarna málsins, árangur í knattspyrnu í dag kostar peninga. „Það gilda sömu lög- mál hér á landi og annars staðar, árangur kostar peninga en það þarf fleira að koma til. Leikmenn, stjóm og stuðningsmenn verða að standa saman og kannski er það stuðningurinn á vellinum sem skiptir mestu máli þegar upp er staðið.'* Deildin hefur komið á óvart Nú er IBV í 2. sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir em eftir. Kemur gott gengi liðsins formanninum á óvart? „Það er margt sem hefur komið manni á óvart í deildinni í sumar. Það er ósanngjamt að segja að maður hafi spáð ÍBV íslandsmeistaratitli þetta árið. Þó mátti reikna með þeim í efri hluta deildarinnar en nú er staðan sú að við getum farið að láta okkur dreyma um Evrópusæti sem skiptir miklu máli bæði fyrir félagið og leik- menn. Núna er þetta undir okkur sjálfum komið.“ Hverju þakkar þú gott gengi liðsins? „Þegar maður hugsar til baka finnst mér andinn í liðinu vera betri núna en í fyrra. Þrátt fyrir að Bjami Geir, Ingi Sig. og Unnar Hólm hafi verið frá vegna meiðsla og veikinda hafa þeir reynst liðinu ómetanlegir. Það er líka einkennandi fyrir hópinn að menn tala ekki mikið en láta verkin tala.“ Njáll mesti Eyjapeyinn Ertu sáttur við störfNjáls Eiðssonar þjálfara? Já. Ég er afskaplega sáttur við hans störf og hef átt við hann gott samstarf. Hann er þegar orðinn einn mesti Eyjamaðurinn í liðinu og hleypur upp um öll fjöll og veiðir lunda eins og sannur Eyjapeyi." Ásmundur segir að staða liðsins í dag sé mjög góð en hann varar við of miklum væntingum þó allt geti gersl. „Við eigum marga mjög góða stuðn- ingsmenn og hvet ég þá alla til að mæta á heimaleikina sem eftir eru. Ekki má gleyma stuðningsfólki okkar sem aðstoðar okkur á allan hátt. Stjórnin, eiginkonur stjómarmanna og fleiri hafa í sumar reynt að gera umgjörð í kringum leikina sem skemmtilegasta. Fyrir hvern leik, heima- og útileiki sér þessi hópur um hádegismat fyrir liðið og svo er það hópur kvenna sem sér um kaffið fyrir Stuðningsmannaklúbbinn í hálfleik og útbýr kaffi og samlokur fyrir leikmenn ÍBV. andstæðingana og dómara eftir hvem leik. Síðast vomm við með mat um borð í Gullbergi VE sem var skemmtileg tilbreyting. Þannig að við stöndum ekki einir í baráttunni þó stundum finnist manni að stuðning- urinn mætti vera almennari. Ég skora á alla að taka þátt í þessum með okkur á lokasprettinum því deildin er galopin og góður stuðningur getur skipt sköpum," sagði Ásmundur. Njáll þjálfari varar við of mikilli bjarfsýni Njáll Eiðsson tók við ÍBV liðinu eftir síðasta tímabil og er þetta þriðja liðið sem hann þjálfar í efstu deild. Fyrst þjálfaði hann FH 1993 og 1998 kom hann IR óvænt upp í efstu deild. Árangurinn í ár er lík- lega sá besti hjá honum sem þjálf-ara þrátt fyrir að enn séu fjórar umferðir eftir. Njáll vill þó fara varlega í svoleiðis yfirlýsingar. „Við skulum vera alveg rólegir. Það eru enn fjórar umferðir eftir og hlutimir geta breyst snögglega.11 Hefur árangur IBV komið honum á óvart í sumar? „Bæði og. Við vorum í ströggli framan af móti enda vomm við að fá leikmenn langt fram eftir sumri og meiðsli settu líka strik í reikninginn." Hvað var lagt upp með í byrjun sumars? „Við ákváðum að leggja upp með þann gamla frasa að fara í einn leik í einu og telja svo stigin í haust og sjá hvar við stöndum." Njáll er óhress með hversu langt er nú á milli leikja. „Við keppum við Keflavík um næstu helgi en svo líða þrettán dagar í næsta leik sem er heimaleikur við Fylki. Það er allt of langt á milli leikja nú í lok móts. Inn í þetta koma landsleikir og kannski lítið við þessu að gera.“ Hverjir erut möguleikar IBV á því að Itampa Islandsmeistaratitlinum í haust? „Það gefur augaleið ef þú lítur á stigatöfluna að Skaginn á bestu mögu- leikana, er með þriggja stiga forystu og gott markahlutfall, en við hljótum að eiga næstbestu möguleikana ef þú lítur kalt á þetta." Njáll vill vara við of miklum vænt- ingum, það séu fjórir mjög erfiðir leikir eftir og allt geti enn gerst. „Við eigum eftir að keppa við Keflavík og Val á útivelli, þetta eru bæði lið sem enn eru ekki sloppin við fall og því mikið í húfi hjá þeim líka, og svo eigum við ÍA og Fylki eftir héma heima.“ Þegar þeirfélagar Marc Goodfellow og Lewis Neal, lánsmenn frá Stoke, fóru rétt fyrir Þjóðhátíð var i < rð um að það vœri möguleiki á að þr'. kcemu aftur, en hvernig standaþau mál? „Þeir koma ekki aftur, við gengum ffá félagaskiptum yfir í Stoke þannig að þeir geta ekki keppt með okkur aftur í ár a.m.k.. Vildu þeir sjá hvar þeir stæðu hjá Stoke og hafa þeir verið í átján manna hópnum í fyrstu tveimur leikjunum. Þeir reyndust okkur ákaf- lega mikilvægir þennan tíma sem þeir vom, enda stóðum við þá í mikíum meiðslum lykilmanna, Tómas Ingi, Ingi Sig og Unnar voru allir frá og komu þeir því á besta tíma.“ Þjálfaranum hefur liðið vel í Eyjum og líkar vel við að búa hér og segir fólk hafa tekið sér ákaflega vel. „Það sem er mest að há okkur er hversu seint liðið var tilbúið, Tómas Ingi og Bjarnólfur komu ekki fyrr en mótið var byrjað, ég sá t.d. Bjamólf fyrst í fyrsta leik sumarsins gegn FH, en hann hafði ekki mætt á eina einustu æfingu, Tómas Ingi kemur í annan leik gegn Fram og svo fáum við Tommy Schram seinna og liðið því að púslast saman langt fram eftir sumri. Við verðum líka fyrir miklu áfalli strax í annari umferð þegar Bjami Geir meiðist illa." Njáll segir fólkið hér hafa verið þolinmótt gagnvart liðinu. „Menn virðast hafa gert sér grein fyrir því að við vomm nánast með nýtt lið í hönd- unum og Eyjamenn hafa sýnt okkur mikla þolinmæði og gefið okkur vinnufrið. Og eins þegar gagnrýni hefur komið á liðið hefur hún verið sanngjöm. Ég hefði þó viljað sjá fleiri áhorfendur á heimaleikjunum í sumar." Njáll segir þann stuðning sem IBV fær á fastalandinu aðdáunarverðan, „Eyjamenn á fastalandinu hafa haldið mikilli tryggð við okkur og eru mjög fjölmennir og háværir og veitir það okkur mikinn stuðning." Njáll vill að lokum hvetja Eyja- menn til að fjölmenna á völlinn og styðja strákana í lokasprettinum. „Mótið er langt í frá búið og enn getur bmgðið til beggja átta og því mikilvægt að Eyjamenn Qölmenni á völlinn og láti í sér heyra."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (23.08.2001)
https://timarit.is/issue/375573

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (23.08.2001)

Aðgerðir: