Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 23. ágúst 2001 Símadeildin: IBV 3 - Grindavík 0 Spennandi lokasprettur Eyjamenn í 2. sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir 03 veróa því í toppbaráttunni á lokasprettinum. Eisa heimaleik vió bæói ÍA og Fylki sem eru í 1. og 3. sæti eftir 14 umferóir Landa- KIRKJA - Hjartanlega velkomin! Sunnudagur. Kl. 11.00 Messa þar sem bæði sakramenti kirkjunnar eru höfð um hönd. Einhverjir þátttak- endur í Tónlistardögum Vest- mannaeyja munu leika í messunni. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur 23. ágúst. Kl. 20:30 Biblíufræðsla. Föstudagur 24. ágúst. Kl. 20:30 Unglingakvöld. Laugardagur 25. ágúst. Kl. 20:30 Bænasamvera, þar sem beðið er fyrir landi og þjóð. Sunnudagur 26. ágúst. Kl. 1 EOOSamkoma, mikill söngur og kröftug prédikun. Allir eru hjartanlega velkomnir. Aðvent- KIRKJAN Laugardagurinn 25. ágúst Kl. 10.00 Biblíurannsókn ÍBV tók á móti Grindavík í íjórtándu uniferð Símadeildarinnar á sunnudagskvöld. Eyjamenn hafa löngum verið í vandræðum með Grindvíkinga en í þetta sinn var strákunum suður með sjó ekki sýnd nein miskunn og ÍBV sigraði örugglega með þremur mörkurn gegn engu. Leikurinn byijaði fjörlega og yljaði þeim sárafáu áhorfendum sem treystu sér út í nepjuna. Það er í raun ótrúlegt hversu fáir sjá sér fært að mæta á völlinn og láta í sér heyra miðað við stöðu liðsins í deildinni. En þeir sem mættu á leikinn gegn Grindavík fengu að sjá stórskemmtilegan leik þrátt fyrir austan hvassviðri og rigningu. Eyjantenn létu boltann ganga hratt og örugglega á milli sín og eftir eina slíka rispu kom fyrsta markið sem Atli skoraði með laglegum skalla á elleftu mínútu. Átta mínútum síðar skoraði svo Alexander Ilic stórglæsilegt mark af löngu l'æri. Eftir samspil Tómasar Inga og Gunnars Heiðars barst boltinn til Alexanders, sem hélt upp á afmæli sitt á sunnudaginn með því að negla boltann upp í samskeytin af rúmlega þrjátíu metra færi og það á móti vindinunt. ÍBV-Grindavík 3-0 ÍBV spilaði 4-3-3 Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhannesson, Kjartan Antonsson, Hlynur Stefánsson, Tommy Schram, Atli Jóhannsson, Bjamólfur Lárusson, Hjalti Jónsson, Alexander Ilic, Tómas Ingi Tómasson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Varamenn: Gunnar B. Runólfsson. Jón Helgi Gíslason (kom inn á 89. mín.), Davíð Egilsson, Unnar Hólm Ólafsson (kont inn á 85. mín.), Ingi Sigurðsson (kom inn á 65. mín.) Mörkin: Atli Jóhannsson, Alexander Ilic og Tómas Ingi Tómasson. Eftir markið róaðist leikurinn nokkuð og áttu bæði lið nokkur færi en hvorugu tókst að skora. Gestimir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og áttu þrjú mjög góð færi, Birkir varði glæsilega í tvö skipti en í það þriðja björguðu vamarmenn á línu. Eftir þetta tóku Eyjamenn aftur öll völd á vellinum og eftir að Bjarnólfur hal’ði þmmað boltanum rétt framhjá, skoraði Tómas Ingi eftir þunga sókn þar sem Ingi kom boltanum fyrir. Gunnar Heiðar var svo ekki langt frá því að skora en þrumuskot hans var varið í hom. Eyjamenn léku mjög vel og varla veikan hlekk að finna á liðinu. Það byrjaði leikinn sterkt, skoraði tvö mörk en gaf svolítið eftir, eftir það. Ungu mennirnir í liðinu eru að verða toppleikmenn í efstu deild, Atli kemur með ntikinn kraft inn á miðjuna og Gunnar Heiðar er dug- legur og verður bara beittari með hverjum leiknum. Ekki þarf að fjölyrða um varnarlínu liðsins og miðjumennirnir virðast vera finna sig. Þá er Tómas Ingi að komast í ágætis form og yfirleitt verður eitthvað úr sóknunum þegar hann kemur nálægt boltanum. Hjalti Jónsson hefúr aftur unnið sér sæti í byrjunarliði ÍBV og hefur spilað eins og engill síðustu tvo leiki. Hjalti sagði eftir leikinn að sigurinn hefði fyrst og fremst kontið með mikilli baráttu. „Við reynum að byrja leikinn af krafti, sérstaklega hérna á heima- velli. Það hefur ekki alltaf gengið upp í sumar en núna gekk það fullkomlega og við kláruðum leikinn á fyrstu tuttugu mínútunum. Það var fín barátta í liðinu enda gaf veðrið enga ástæðu til þess að reyna einhvern dúkkufótbolta. Við urðum bara að berjast og það skilaði liðinu þremur stigum," sagði Hjalti. Aðspurður hvort það væri ekki gott að vera kominn aftur inn í byrjunar- liðið sagði hann að enginn væri sáttur að vera á bekknum. „Maður verður bara að berjast fyrir sínu sæti í liðinu, þannig á það líka að vera." Allt salopið Með sigrinum á Grindavík komust Eyjamenn upp í annað sætið og virðast ætla að gera harða atlögu að titlinum. Þetta er nokkuð sem bjartsýnustu menn þorðu varla að láta sig dreyma um fyrir mótið en það skal hins vegar vera öllum ljóst að IBV á ágætis möguleika á að verða Islandsmeist- arar. Það getur verið ansi fróðlegt að athuga hvaða leiki efstu þijú liðin eiga eftir. Bæði Fylkir og ÍÁ eiga eftir að koma til Eyja og leika hér en IBV á eftir að mæta Keflvíkingum og Valsmönnum á útivelli. í næstu umferð mæta Skagamenn, sem eru á toppi deildarinnar, Frömurum sem hafa verið á mikilli siglingu eftir sigurinn hér í Eyjum og hafa leikið Qóra sigurleiki í röð. IBV mætir hins vegar Keflavík á útivelli. Leikir ÍBV Keflavík (úti), Fylkir (heima), Valur (úti), ÍA (heima) Leikir IA Fram (heima), Grindavík (úti), Fylkir (heima), ÍBV (úti) Leikir Fylkis Grindavík (heima), ÍBV (úti), ÍA (úti), FH (heima). Af þessu má sjá að úrslit Síma- deildarinnar munu líklega ráðast í síðustu umferðunum og en öll þrjú liðin eiga eftir að mætast í inn- byrðisviðureignum. Það yrði líklega ekki leiðinleg't ef úrslitin myndu ráðast í síðasta leik, hér á Hásteinsvelli í viðureign IBV og IA. Frábær bíll á góðu verði PEUGEOT Komdu í reynsluakstur Sími: 520 1100 Bragginn.sími 481-1535 PEUGEOT / Ný og kraftmeiri vél / Fjarstýrðar samlæsingar / Rafdrifnar rúður / Hiti í sætum / Rafdrifin Sóllúga / 12 ára ryðvarnarábyrgð frá framleiðanda Meiri búnaður: Ljón 4 i/ejíntÁty!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.