Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 23. ágúst 2001 VW eyda nofíifmi rnéð Angelinu Jolie IBV liðið í knattspyrnu hefur komið skemmtilega á óvart í sumar og hafa nokkrir ungir og efnilegir leikmenn vakið athygli fyrir glæsta framgöngu inni á vellinum, einn þessara leikmanna er sóknarmaðurinn knái Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. * Fullt nafn? Gunnar Heiðar Þorvaldsson ^ Fæðingardagur og ár? 1. apríl 1982 *■ ' m Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar Fjölskylda? Bý í foreldrahúsum og á þrjú systkini, tvo bræður og eina systur Hvað ætiaðir þú að verða þegar þú værir stór? Ég ætlaði að verða lögga eða snókersþilari en ég held að það verði ekkert úr því. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? BMW eða Benz eru draumabílarnir, ætli ég myndi ekki helst vilja eiga BMW Z9 Hver er þinn helsti kostur? Ég læt aðra dæma um það. Hvaða eiginleika vildir þú helst vera án? Ég læt aðra dæma um það. Uppáhaldsmatur? Steikt loðna, „a la pabbi" Versti matur? Lifrarpylsa og svoleiðis gums Með hvaða aðila vildir þú helst eyða helgi? Ég væri til í að eyða deginum með Lenny Kravitz og kvöldinu og nóttinni með Angelinu Jolie Aðaláhugamál? Ég á svo mörg áhugamál. Það er ekkert eitt sem stendur upp úr, nema þá knattspyrnan. Hvar vildir þú eiga heima annars staðar en í Eyjum? Suður-Frakklandi Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag? Andrey Shevchenko og Manchester United. Síðan hef ég mikið dálæti á „bróður" mínum Tómas Inga Tómassyni Stundar þú einhverja íþrótt? Ég spila knattspyrnu með ÍBV og stundum stelst ég í golf. Ertu hjátrúarfullur? Já, ég fæ mér alltaf pasta tveimur til þremurtímum fyrir heimaleiki. Uppáhaldssjónvarpsefni? íþróttirog Friends Besta bíómynd sem þú hefur séð? Ég hef mikinn áhuga á kvikmyndum og ég er búinn að horfa á þær alltof margar. Það er engin ein sem stendur upp úr hjá mér en þessar eru efstar: Gladiator, Matrix, Braveheart...síðan mætti lengi telja og að sjálfsögðu er Nýtt Líf einnig í þessum pakka. Hvað finnst þér gera fólk aðlaðandi? Hreinskilni og brosmildi Hvað finnst þér gera fólk fráhrindandi? Fýlupúkar og fólk sem er undirförult og lygið. Hvenær byrjaðir þú að æfa knattspyrnu? Ég byrjaði að æfa þegar ég var sex ára og fyrsti þjálfarinn minn, sem er ennþá í boltanum, er enginn annar en Ingi Sigurðsson. Ég vil nota tækifærið og þakka honum fyrir allt sem hann kenndi mér. Kemur árangur ÍBV þér á óvart ? Já, allavega hvar við stöndum í dag í deildinni. Ég bjóst ekki við því fyrir mótið að við myndum vera í baráttu um efstu sætin en með dugnaði okkar og vinnusemi finnst mér við eiga þetta fyllilega skilið. Kemur íslandsmeistaratitillinn til Eyja í haust? Það ætla ég að vona! Eitthvað að lokum? Ég vil hvetja alla til að mæta á völlinn og styðja við bakið á okkur, því framundan er mikil barátta og erfiði þannig að stuðningur ykkar mun vega þungt. í lokin vil ég þakka vallarstarfsmönnunum fyrir að hafa Hásteinsvöllinn í eins góðu ásigkomulagi og hann er í dag og vil biðja fólk að klappa á bakið á þeim þegar gengið erframhjá þessum dugnaðarforkum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er Eyjamaður vikunnar Matgæðingur vikunnar er Bryndís Guðmundsdóttir Hörpuskel - parmesan Ég þakka Rut áskorunina og ætla að bjóða upp á frumsaminn rétt sem Grímur kokkaði fyrir skömmu. Hann neitar alfar- ið að vera með í þessu þar sem hann segist hafa verið í þessum uppskriftarþætti á Hörpuskel - parmesan 250 gr. hörpuskel Skvetta af rjóma Skvetta af hvítvíni Salt Pipar Hvítlauksduft Oskar fiskikraftur 1 pk. rifinn paramesan ostur Smjör til steikingar Smjörið hitað vel og hörpu- skelin síðan brúnuð í því. Kryddað með salti, pipar og miklu hvítlauksdufti. Þegar hörpuskelin er orðin létt brúnuð er hellt yfir hana skvettu af Fréttum fyrir einhverjum árum og hafi þá látið svo margar og stórar uppskriftir frá sér að það hafi farið undir þær tvær síður í tveimur blöðum og rit- stjórinn hafi kvartað yfir öllu því plássi sem hann tók hvítvíni og rjóma, magn eftir smekk og því hversu mikla sósu maður vill fá með, og suðan látið koma upp. Smá fiskikrafti bætt út í. Parm- esanostinum er síðan stráð yfir og hann hrærður út í, látinn jafna sig saman við hvítvíns- rjómasoðið. Smekksatriði er hversu mikið er notað af ostinum, 1/2 -1 poki. Þessi ostur í pokunum er nýkominn til Ingimars í Vöruvali. Með þessu er borið fram hvítlauksbrauð, sem gott er að gera með því að merja ferskan hvítlauk saman við lint smjör og smyrja á snittubrauð og hita síðan inni í ofni. Ekki er hægt að bjóða upp á þennan rétt nema að hafa með undir sig í blaðinu. Ég verð því að sjá ein um þetta núna og ætla að bjóða upp á rétt sem getur verið góður sem forréttur en einnig má hafa þetta sem aðalrétt ískalt og svalandi hvítvín. Ég skora síðan á Þuru Guðjóns sem næsta matgæðing en ég veit af eigin reynslu að hún lumar á mörgum góðum réttum og er t.d. snillingur í Wok réttum. Bryndís Guðmundsdóttir er matgæðingur vikunnar Nýfæddir ?er " Vestmannaeyingar Þann 10. júlí eignuðust Ólöf Birna Klemensdóttir og Sigurður Bjami Richardsson dóttur sem skírð hefur verið Sigríður Lilja. Hún vó 3798 grömm og var 52 cm á lengd. Með Sigrfði Lilju á myndinni er stóri bróðir Richard Sæþór. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. 28. júní eignuðusl Kristín Jónsdóttirog Ólafur Bjami Ólafsson dóttur sem skírð hefur verið Jóhanna Björg. Hún vó 3718 grömm og var 52 cm. Með Jóhönnu Björgu á myndinni er Birgir Þór, stóri bróðir hennar. Ljósmóðir var Guðný Bjarnadóttir. Fjölskyldan býr í Vest- mannaeyjum. Litli drengurinn sem er nteð pabba sínum á myndinni er sonur Jóhönnu Svanborgar Jónsdóltur og Sigurðar Frans Þráinssonar. Hann fæddist á Landspítalanum 20. júní sl. og var 900 grömm og 35,5 cm en á myndinni er hann orðinn 1910 grömm. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Leiðrétting Þau leiðu mistök áttu sér stað í 32. tbl að rangt föðurnafn var við myndina hér til hliðar, rétt er að faðirinn heitir Egill Guðni Guðnason en ekki Einar Guðni Guðnason. Biðjum við hlut- aðeigendur afsökunar á mistökunum. Á döfnrrrí 4* Agúst 25. Nemendutónleikar „Masterclass 2001" í SufnaÍarheimilinu kl. 15.30, ókeypis aðgangur 25. Tónleikar Sigrúnar Cðvaldsdóttur og Nínu Margrétur Crímsdóttur í Höllinni kl. 18.00, ókeypis aðgungur 26. Hótíðurtónleikar Áshildur Haraldsdóttur, Sigrúnar [ðvuldsdóttur, Nínu Margrétar Crímsdóttur og nemenda í Höllinni kl. 13.00, ókeypis aðgangur September 2. Símadeild kvenna ÍBV - Þór/KA/KS kl. 14.00 8. Símadeild karla ÍBV-Fylkir kl. 14.00 22. Símadeild karla ÍBV-ÍA kl. 14.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.