Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. ágúst 2001 Fréttir 7 Áslaug Rut Áslaugsdóttir skrifar: Suðurland út af kortinu Þurfum við Vestmanneyingar að verja milljónum í að markaðssetja okkur erlendis? Eða munum við detta aftur inn í fortíðina? Ef sú ákvörðun er endanleg að Flugfélagið hætti að fljúga til Vestmannaeyja mun eflaust annað flugfélag komast á koppinn en mun það geta haldið uppi þeim kröfum sem við höfum sett upp. Það er dýrt að halda uppi áætlunarflugi og mun það flugfélag halda uppi þeim kröfum sem við Eyjaskeggjar höfum viljað hafa til þessa? Um miðjan júlí sl. gaf Flugfélag Is- lands út þá fréttatilkynningu að hætt yrði að fljúga til Vestmannaeyja og til Hafnar í Hornafirði. A þessa tvo staði hafði orðið mesta fækkunin í farþega- flutningum síðustu árin og því samfara mikið tap og því var ákveðið að „skera“ þá af. Með þessari ákvörðun þá flýgur Flugfélag íslands ekki á neinn áfangastað á Suðurlandi en mun halda áfram að fljúga á hina þrjá landstjórðungana. Því er ekki að leyna að það eru skiptar skoðanir meðal Vestmanna- eyinga á Flugfélaginu og ber þá hæst þá rödd að hátt verð á flugi komi í veg fyrir að hinn almenni bæjarbúi fljúgi með Flugfélagi Islands og einungis fólk á vegum fyrirtækja og ferðamenn utan úr heimi fljúgi með Flugfélaginu. Hinn almenni bæjarbúi sigli hins vegar með Herjólfi eða lljúgi upp á Bakka með Flugfélagi Vest- mannaeyja, það sé ódýrari kostur. Hins vegar eru þeir kostir tímafrekari, þ.e. ef við miðurn við að förinni sé heitið til Reykjavíkur og fólk verður að meta það við sig sjálft hvort það vilji spara tíma eða peninga. Það senr draga þarf fram í um- ræðuna er það veiganrikla atriði að Flugfélag Islands er dótturfyrirtæki Flugleiða og það fyrirtæki er okkur ekki síður verðmætt þar sem Flug- leiðir hafa markaðsskrifstofur víða um heim og þar hafa Vestmannaeyjar verið á koni til þessa. En hvað gerist nú þegar við „dettum" út af kortinu bæði hjá Flugfélagi Islands og hjá Flugleiðum? Þurfum við Vestmanneyingar að verja milljónum í að markaðssetja okkurerlendis? Eða munum við detta aftur inn í fortíðina? Ef sú ákvörðun er endanleg að Flugfélagið hætti að lljúga til Vestmannaeyja mun eflaust annað flugfélag komast á koppinn en mun það geta haldið uppi þeim kröfum sem við höfum sett upp? Það er dýrt að halda uppi áætlunarflugi og mun það flugfélag halda uppi þeim kröfum sem við Eyjaskeggjar höfum viljað hafa til þessa? Það er einnig mikilvægt að nefna það að hér í Eyjum eru fjögur til fimm stöðugildi hjá Flugfélaginu og þessu fólki hefur verið sagt upp störfum. Hvert starf sem skapað er í Eyjum er okkur mikilvægt og því ætti ekki síður að vera mikilvægt að reyna að halda hér í sem llest störf. Það er okkur einnig mikilvægt að halda hér uppi sem mestri og bestri þjónustu og tcl ég Flugfélagið veigamikinn hlekk í því ferli. Það er því undir okkur kontið hvert næsta skref verður, eigum við lands- byggðarfólk einn ganginn enn að láta valta yfir okkur án þess gera nokkuð okkur til vamar? Þessi ákvörðun FI er mjög alvarleg staðreynd og það þarf að hafa hraðann á að leysa þennan vanda. Við Eyjabúar eigum að mótmæla harðlega við stjórnvöld um að við njótum þeirra sérstöðu að vera á eyju þar sem skjótasta leiðin til Reykjavíkur er með beinu flugi og þá er ekki síður nauðsyn að geta treyst á áætlunarflug. Aslaug Rut Aslaugsdóttir. Brattfluttur Reykvíkingur en núverandi Vestmannaeyingur. Vinnustofusýning Sigurdísar á menningarnótt í Reykjavík sl. laugardag: Orð í myndum og hljóði Sigurdís Harpa Arnarsdóttir myndlistarmaður hélt sýningu á verkum sínum í nýrri vinnustofu sinni Smiðjustíg 10 á menn- ingarnótt í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Sigurdís sagði að ástæða þess að hún ákvað að opna vinnustofu sína fyrir gestum menningarnætur haíi fyrst og fremst verið sú að kynna sjálfa sig og gefa fólki möguleika á að sjá yfirlit þess sem hún hafi verið að gera í myndlistinni undanfarin ár. Sigurdís kvaðst ánægð með aðsóknina og ekki síður jákvæð viðbrögð sýningargesta. „Það var nokkuð stöðugt rennsli af fólki, en aldrei að \ andræði yrðu sökum þrengsla. Ég held að ég geti ekki annað en litið björtum augum fram á við í Ijósi góðra undirtekta sýningargesta.“ Sigurdís sagði að auk þess að sýna myndir sínar hefði hana langað til að bjóða skáldum og glímurum orðsins að iesa upp úr verkum sínum. „Einar Már Guðmundsson las Ijóð sem náðu allt aftur til Kórónamannsins, sem frægur er orðinn, og úr vngri Ijóðverkum sínum. Guðrún Eva Mínervudóttir las prósa sem hún kenndi við hryllingssögur og Uenedikt Gestsson las tvær smásögur eftir sig, auk þess las hann brot úr Grænlandsdagbók Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistarmanns, en hún kemur út í september.“ Sigurdís bætti við að upplestur skáldanna hefði ekki síður fallið í góðan jarðveg gesta. „Það getur verið nijög áhrifaríkt að brjóta upp sýningu í anda menningarnætur með tilþrifa- miklum upplestri og ekki síður vegna þess að ég hef sjálf alla tíð unnið með texta og frásögn í verkum mínum,“ sagði Sigurdís að lokum. EINAR Már Guðmundsson las ljóð sem náðu allt aftur til Kórónamannsins, sem frægur er orðinn, og úr yngri Ijóðverkum hans. I bakgrunni eru myndverk Sigurdísar. SIGURDÍS kvaðst ánægð aðsóknina og ekki síður jákvæð viðbrögð sýningargesta. „Það var nokkuð stöðugt rennsli af fólki, en aldrei að vandræði yrðu sökum þrengsla. Spurt er. Finnst þér umferðar- Ijósin ó horni Strandvegar og Heiðar- vegar vera til gagns eða óþurftar? Helena Jónsdóttir ■r1' i -tíi gagns, ura ferðin er það mikil að það veitir ekki af þessum Ijósum. Páll Marvin Jónsson -Oþurftar, það eru svo fá skipti sem þau gera gagn, þó eru þau ekkert fyrir Davíð Guðmundsson -Það em færri slys á þessu horni eftir að ljósin komu þannig að þau hljóta að hafa gert gagn. • Gunnar Eriðtuinsson -Til mikils gagns, frábært að hafa Ijós- in. Við sjáum það vel úl úr glugganum á Eyjabúð að um- ferðin fer rólegar um og slysahætta því minni fyrir vikið. Arnar Hjaltalín -Þau þjóna væntan- lega sínum tilgangi, þó vildi ég sjá þau stillt þannig að grænt verði sjálf- krafa á Strand- veginum og breytist eingöngu ef bílar koma hinum megin að. Sigurður Friðriksson -Þau liðka fyrir umferð, sérstaklega fyrir þá sem eru að j.^ "* jS koma niður Heiðarveginn eða upp Skildingaveg. Hallgrímur Tryggvason -Til gagns, greiðari umferð um galna- mólin eftir að Ijósin vom sett upp.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.